Morgunblaðið - 09.09.2013, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 09.09.2013, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2013 Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér • Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er • Hnoðar deig • Býr til heita súpu og ís • Uppskriftarbók og DVD diskur fylgja með Lífstíðareign! Tilboðsverð kr. 106.900 Með fylgir Vitamix sleif drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 125.765 Meira en bara blandari! Keppni um fegurstu konu heims hófst í gær- kvöldi en að þessu sinni fer keppnin fram í Indónesíu. Opnunarsýning keppninnar var hald- in í borginni Nusa Dua sem er á indversku eyj- unni Balí. Stúlkurnar mættu litskrúðugar á svið- ið og veifuðu til áhorfenda. Mikil öryggisgæsla er í kringum keppnina í ár en strangtrúaðir múslimar í Indónesíu hafa mót- mælt keppninni harðlega. AFP Litadýrð réð ríkjum í fegurðarsamkeppni Keppni um fegurstu konu heims hófst í gærkvöldi í Indónesíu Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Ástralskir hægrimenn fögnuðu sigri í þingkosningum um helgina undir forustu hægriflokks Tony Abbots, leiðtoga Frjálslynda flokksins í Ástralíu. Bandalag hægrimanna fékk alls 91 af 150 sætum í ástralska þinginu en Verkamannaflokkurinn, sem nú fer frá völdum, einungis 55 þingsæti. Kosningarnar eru þær verstu í hundrað ár fyrir Verkamannaflokk- inn og hefur Kevin Rudd, formaður flokksins og fráfarandi forsætisráð- herra, sagt af sér formennsku í kjöl- farið. Innflytjendur og efnahagsmál Ástralskur efnahagur hefur stað- ið fjármálakreppuna af sér með góðu móti og er efnahagur landsins sterkur í samanburði við efnahag annarra vestrænna ríkja. Skuldir ríkisins eru einungis 33% af lands- framleiðslu og fjárlagahallinn hefur verið lítill. Rudd lagði í kosninga- baráttunni áherslu á þetta, en meiri- hluti kjósenda taldi hins vegar að það hefði mátt standa betur að mál- um. Þá var Rudd sakaður um henti- stefnu í ýmsum málum, sem dregið hefur úr vinsældum hans. Eins er talið að margir Ástralar horfi til þess að yfirvofandi samdráttur í Kína dragi úr viðskiptum landanna en Ástralar selja töluvert magn hrá- efna til Kína m.a. járnmálma. Það er talið hafa ráðið því að Ástralar kusu að skipta um mann í brúnni. Eins hafa málefni innflytjenda verið ofarlega á baugi hjá kjósend- um þar sem nokkuð er um að ólög- legir innflytjendur komi frá átaka- svæðum í Asíu. Aðspurðir sögðu þó flestir kjósendur efnahagsmálin vega þyngst. Fæddur í Bretlandi Tony Abbott er 55 ára og fæddur í Englandi. Faðir hans er enskur, en móðir áströlsk. Abbott er með menntun í hagfræði og lögfræði. Hann hóf starfsferilinn sem blaða- maður, var kosinn á þing 1994 og gegndi ýmsum ráðherraembættum frá 1998-2007. Hann varð leiðtogi Frjálslynda flokksins árið 2009. AFP Fögnuður Tony Abbott, leiðtogi hægrimanna, fagnaði kosningasigrinum ásamt fjölskyldu sinni, vinum og flokksfélögum um helgina. Hægrimenn sigra í Ástralíu  Versta kosning vinstrimanna í landinu í 100 ár Þingkosningar fara fram í Noregi í dag og bendir flest til þess að mið- og hægriflokkarnir fari með sigur af hólmi í kosningunum ef marka má spár norskra fjölmiðla. Í skoðanakönnun sem Aftenpost- en birti um helgina fær mið- og hægrabandalag undir forustu Ernu Solberg 54,3 prósent stuðning frá kjósendum sem þýðir að flokkarnir fjórir á bak við Ernu fá sterkan stjórnarmeirihluta eða 95 af 169 þingsætum. Jens Stoltenberg, leið- togi Verkamannaflokksins, verður því væntanlega að afhenda Ernu Sol- berg lyklana að forsætisráðuneytinu fari kosningarnar eins og kannanir gera ráð fyrir. Samkvæmt könnun Aftenposten er kosningabandalag vinstriflokkanna einungis með 39% fylgi sem þýðir 68 sæti á Stór- þinginu. Efnahagsmálin hafa verið mikið í umræðunni í Noregi og hefur Stol- tenberg lagt mikla áherslu á áfram- haldandi stöðugleika meðan hægri- menn benda á sóknarfæri. Þá hefur Kristilegi þjóðarflokkurinn lofað 90 prósenta lánum. ESB hefur ekki verið kosningamál en flestir kjós- endur Høgre, helsta ESB-flokksins, vilja ekki inngöngu í bandalagið. Bandalagi mið- og hægriflokka spáð sigri í kosningunum í Noregi AFP Noregur Erna Solberg leiðtogi mið- og hægriflokkanna er með forskot. Flytja þurfti einn á spítala eftir skotárás í Hisingen-hverfi í Gauta- borg. Lögreglan segir engan grun- aðan sem stendur en skotárásin átti sér stað í gærmorgun um klukkan sjö að staðartíma. Alda ofbeld- isverka hefur riðið yfir Gautaborg- arbúa að undanförnu og hefur notkun skotvopna færst mjög í aukana. Einn var fluttur á sjúkra- hús eftir skotárás í Hammakullen í austurhluta borgarinnar á föstudag og tveir létust á miðvikudag eftir að hafa fallið í byssubardaga í Bis- kopsgården. Fórnarlömbin voru 17 og 28 ára. Fleiri tilkynningar hafa borist um skotárásir á und- anförnum vikum í borginni. SVÍÞJÓÐ Alda ofbeldis Þota á vegum rússneskra stjórnvalda lenti á flugvellinum í sýrlensku borg- inni Latakia. Flytja á rúss- neska ríkisborg- ara burtu frá landinu þar sem átökin stigmagnast. Auk Rússa er ríkisborgurum ríkja fyrrverandi Sovétríkjanna einnig boðið að fara með vélinni. Ekki er vitað hversu margir yfirgefu landið en einhver hópur hafi beðið þot- unnar á flugvellinum um tíma. SÝRLAND Rússar fluttir frá Sýrlandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.