Morgunblaðið - 09.09.2013, Page 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2013
✝ Guðjón Jóns-son fæddist á
Fagurhólsmýri í
Öræfum 21. maí
1924. Hann lést á
Landspítalanum
við Hringbraut 31.
ágúst 2013.
Foreldrar hans
voru Guðný Ara-
dóttir, húsmóðir, f.
2.7. 1891, d. 15.11.
1976 og Jón Jóns-
son, bóndi Fagurhólsmýri, f.
12.2. 1886, d. 4.3. 1976. Systkini
Guðjóns eru: 1) Ari, f. 1.5. 1921,
d. 14.10. 2000. 2) Guðrún, f.
12.7. 1922. 3) Jóhanna Þuríður,
f. 12.12. 1925. 4) Sigþrúður, f
29.12. 1929, d. 14.6. 1999. 5)
banka Íslands við ýmis störf
þar til starfsævi hans lauk. Auk
þess vann Guðjón í Öræfum á
sumrin sem leiðsögumaður
ferðamannna í Skaftafelli. Guð-
jón vann ötult sjálboðastarf við
skógrækt á Fagurhólsmýri í
Öræfum. Hann var mikill
áhugamaður um landgræðslu
og fór megnið af hans starfs-
orku eftir að hann hætti form-
legri vinnu í að sinna skógrækt
á Fagurhólsmýri og lyfti hann
Grettistaki þar. Guðjón skrifaði
mikið í blöð og tímarit og um
ýmislegt sem honum var hug-
leikið, svo sem vegagerð, skóg-
rækt, náttúruvernd, skipulags-
mál og fleira. Hann flutti erindi
í útvarp um Skaftafell.
Guðjón verður jarðsunginn
frá Áskirkju í dag, 9. sept-
ember 2013, og hefst athöfnin
kl. 15.
Sigurgeir, f. 24.5.
1932. 6) Gústaf Al-
bert, f. 24.12. 1933,
d. 29.11. 1954. 7)
Sigríður, f. 21.8.
1936.
Guðjón var
ókvæntur og barn-
laus.
Guðjón útskrif-
aðist frá Kennara-
skóla Íslands 1947
og kenndi við
Laugarnesskóla í eitt ár, 1947-
1948. Guðjón var kennari við
Eskihlíðarskólann 1954-1960 en
aðstoðaði jafnframt við Spari-
fjársöfnun skólabarna í Lands-
banka Íslands – Seðlabanka.
Hann starfaði síðan hjá Seðla-
Farinn til fegri stranda, háaldr-
aður bróðir minn.
Greindur með krabbamein, tal-
ið að þú ættir þrjá mánuði eftir.
Síðan eru að verða liðin þrjú ár,
góð ár held ég.
Haustið 1942 var ég 10 ára og
„skólaskyldur“. Kennarinn í
Öræfum, Páll Þorsteinsson, var þá
kjörinn á Alþing, og þú, 18 ára
krakkinn úr skóla hjá Páli, hljópst
í skarðið og kenndir þennan vetur.
Það var minn fyrsti vetur í skóla.
Næsta vetur lá þín leið til náms í
Kennaraskólanum og eftir það
varstu mest í Reykjavík við nám,
síðan kennslu. Seinna varðstu
starfsmaður Seðlabankans þar til
starfslok urðu fyrir aldurs sakir. Á
Fagurhólsmýri varstu oftast á
sumrum, en þar átti hugur þinn
alltaf heima. Þú lést þig varða flest
það sem þar var gert og ekki gert,
enda bjóst þú yfir slíku dæmafáu
hugarflugi að fáir gátu fylgt þér
lengra en hálfa leið og e.t.v. var
það sjálfum þér fjötur um fót. Það
dugði ekki stirðbusi í máli eins og
ég er til að hrekja þær hugmyndir
með rökum, sem þú settir fram,
enda kom að því að við urðum
ósáttir og hvorugur gaf eftir.
Gekk svo langt, að ég meinaði þér
loks aðkomu að heimili okkar
hjóna. Þá áttum við báðir erfitt og
langur tími aðskilnaðar fór í hönd.
En svona er lífið, stundum flókið,
lítið fyrirsjáanlegt. Svo fennir í
sporin og þar kemur að gamall
draumur þinn fékk nýtt flug og
varð að veruleika: Þér skaut upp
að hópi fólks sem vildi græða upp
Skerin hér ofan bæjanna í miðjum
Öræfum. Íbúarnir stofnuðu fyrsta
landgræðslufélagið á Íslandi, með
fulltingi Sveins Runólfssonar
landgræðslustjóra, Egils á Selja-
völlum og Halldórs Blöndal ráð-
herra. Friðað var mikið land til
uppgræðslu. Kominn var tími til
fyrir mig að semja við þig frið og
leyfa þér aðgang að þessu fyrir
mitt leyti til að breyta gróður-
farinu til batnaðar. Með ólíkindum
er hvað þú ert búinn að afreka á
stuttum tíma með ræktun skjól-
belta og annarri gróðursetningu,
með dyggri aðstoð Tryggva
frænda okkar og Gunnu systur
hans sem léði þér gistingu fyrstu
árin. Þrátt fyrir slaka heilsu var
það segin saga að þegar þú varst
kominn á vettvang með hjólbörur
og skóflu til að yrkja nýjan gróður,
tókst þú strax á heilum þér með
Tryggva og hvert skjólbeltið af
öðru leit dagsins ljós, til hliðar við
afrek Landgræðslufélags Öræf-
inga, sem líka er búið að vinna hér
stórvirki.
Skaftafell átti mikil ítök í þér
sem ferðamannaparadís. Ekki var
þitt óvenjulega hugarflug minna á
þeim vettvangi. Fyrst ekki vildu
aðrir hlusta á þig og efna til fyr-
irgreiðslu ferðamanna bara núna
strax keyptir þú gamla rútu sem
rúmaði flugvélarfarm af fólki frá
vellinum hér á Mýrinni. Flug-
félagið hélt þá uppi áætlun hingað
frá Reykjavík með DC3-flugvél-
um, sætum fyrir 28 farþega. Í
samstarfi við það félag bauðstu
fólki upp á að gista í Skaftafelli í
tjöldum, sem þú lagðir til og leidd-
ir það síðan um þetta glæsilega
svæði. Síðan ekið til baka á flug-
völlinn til móts við nýjan hóp. Sem
sagt, leystir þetta á eigin spýtur.
Þá var Skaftafell ekki enn orðið að
þjóðgarði.
Far þú í friði, friður Guðs þig
blessi.
Sigurgeir Jónsson.
Guðjón frændi er dáinn. Bless-
uð sé minning hans.
Guðjón var stórhuga. Hvar sem
hann sá möguleika til úrbóta mál-
efna sem honum voru hugleikin þá
lagði hann hiklaust til atlögu og
gaf sig hvergi. Það var ekki í hans
eðli að láta kyrrt liggja til að afla
sér vinsælda. Hann skaraði ekki
eld að eigin köku og baráttumálin
unnust yfirleitt ekki á einum degi
en tíminn vann með Guðjóni, hann
sá einfaldlega miklu lengra fram
fyrir sig en hinir.
Guðjón var kennari í Reykjavík
en þegar við vorum börn kom
hann alltaf austur á sumrin, einn
af sumarfólkinu í Neðribænum.
Það sópaði að Guðjóni og fersk-
ur blær fylgdi honum. Hann
sökkti sér í áhugamál sín og gat
farið á mikið flug þegar þau bar á
góma. Þar má nefna söng, trjá-
rækt, dans, badminton og ferða-
lög. Hann hafði líka áhuga á að
stuðla að iðkun meðal ættingj-
anna: á sínum tíma sýndi hann
Sigurgeiri, pabba okkar, fyrstu
skrefin í nótnalestri. Það var ekki
löng kennsla en dugði honum til að
mennta sig sjálfur í nótnalestri og
orgelspili. Þegar kirkjukór Hofs-
kirkju var stofnaður gaf Guðjón
sálmasöngsbækur með nótum
sem komu sér vel þegar kórinn
steig sín fyrstu skref.
Guðjón skrifaði fjölda greina
um málefni sem honum voru hug-
leikin og vonandi mun einhvern
tíma koma út einhvers konar rit-
safn með þeim. Það er með ólík-
indum hversu margt af því sem
hann sá fyrir sér og skrifaði um
hefur síðan ræst mörgum árum og
áratugum síðar. Hann var sem sé
hugmyndaríkur og um margt á
undan sinni samtíð. Hann keypti
rútu sem hann nefndi Jöklasól og
fékk m.a. Sigurjón mág sinn og
Sigurgeir bróður sinn til að aka
henni á meðan hann sinnti leið-
sögn fyrir ferðafólkið. Hann
skipulagði ferðir með flugi að Fag-
urhólsmýri og akstri í Jöklasól að
Skaftafelli. Þar var Guðjón með
tjöld í Gömlu túnum uppi í brekk-
unum, sem hóparnir gistu í. Síðan
gekk hann með fólkinu um Skafta-
fell. Nokkrir hópar komu á hans
vegum yfir sumarið og eftir því
sem við best vitum var hann sá
fyrsti sem var með skipulagðar
ferðir um Skaftafell.
Það er margs góðs að minnast
og erfitt að velja úr. Helgi og Guð-
jón gengu um Skaftafellsfjöllin
fyrir mörgum árum, þar átti Guð-
jón vel heima og var öllum hnútum
kunnugur, þar geislaði af honum.
Guðjón dreymdi um að sjá
Fagurhólsmýri skógi vaxna. Árið
1974 dreifði hann birkifræi og lúp-
ínufræi á Rauðhólinn. Þar var lítið
skjól og jarðvegurinn snauður svo
þetta tók tíma: birkihríslur sáust
þar fyrst árið 1992 og þá varð Guð-
jón himinlifandi. Guðjón gladdist
líka þegar foreldrar okkar og fjöl-
skyldan í Efribænum ákváðu að
leggja land undir skógrækt, þegar
Landgræðslufélag Öræfinga var
stofnað. Mörg næstu árin kom
Guðjón austur og vann að upp-
græðslu. Þegar Helgi tók við bú-
skapnum í Neðribænum keypti
hann öfluga dráttarvél og sturtu-
vagn og með þessum tækjum gátu
þeir feðgar Sigurgeir og Helgi
gert Guðjóni kleift að framkvæma
ýmislegt sem áður voru bara
óraunsæir draumar. Margir lögðu
hönd á plóg í uppgræðsluverkefn-
unum en Guðjóns má sannarlega
minnast sem frumkvöðuls í rækt-
un skjólbelta og annarra trjáa hér.
Jónína, Sigrún og Helgi.
Þótt okkur vinum og vensla-
fólki Guðjóns væri kunnugt um
mein það, er hann gekk með, hafði
hann verið hress í bragði á síðustu
fundum, svo að endalokin komu
snöggt og óvænt, þegar fólk uggði
ekki að sér, upptekið við að ná tor-
sóttum gæðum úr tregu sumri, og
er því stutt til stefnu. Guðjón hafði
lengi haft þá sérstöðu meðal ein-
staklinga að halda uppi sjálfstæðri
málefnastöðu gagnvart almenn-
ingi fremur en að sækja kraft sinn
og sannfæringu til stjórnmálaafla.
Hafa menn því átt örðugt um full-
an skilning á honum, og hann
gjarnan lent í kröppum mála-
flækjum.
Í illvígri eftirstríðsverðbólgu
hafði tvennt orðið til að marka
honum bás til frambúðar. Brugðið
var á það ráð að reyna að kenna
börnum að spara með sérstakri
sparifjársöfnun skólabarna, sem
Guðjón, valinkunnur kennari, var
kjörinn til að annast, og það átak
vistað í Seðlabankanum. Að hinu
leytinu voru sett lög um verð-
tryggð innlán, en urðu ekki virk,
þar sem bankar og pólitíkusar til
samans glúpnuðu fyrir þeim
vanda að samsama kerfið almenn-
um réttsýnisviðhorfum. Sparifjár-
átakið var þannig andvana fætt og
litið á það sem búið spil, þegar
frumkvæði var vakið frá hagfræð-
ingum og Seðlabanka að bjarga
lánakerfinu með verðtryggingu
lánsfjár. Úrslitum réði, að bráða-
birgðastjórn krata sannfærðist
um málstaðinn, en ekki að nafn-
stimpill Ólafs komst á lögin.
Guðjón sýndi að bragði mann-
dóm sinn og hóf eggjunarskrif
samhliða hagfræðingunum, sem
hefur varla linnt síðan, og gaf
þeim lítt eftir. Hafði hann um
skeið sinnt póstdreifingu bankans.
Spurði þá sonur okkar, sem var
nokkuð sokkinn í pólitík, og þó í
spaugi: „Ef bankastjórnin þarf að
snúa sér til almennings með mik-
ilvæg stefnumál, er það þá póst-
deildin, sem annast það?“ Gaf
Guðjón aldrei afslátt af sinni af-
stöðu.
Margvísleg hugðarefni og hug-
sjónir Guðjóns tengdust einkum
hinni helgu þrenningu: landið,
þjóðin, tungan, og beindust eink-
um að ættarbyggð hans, Öræfum
og Suðursveit. Þar sem það fólk
var álíka skylt Rósu minni, gekk
það gjarnan undir nafninu Snill-
ingarnir úr Suðursveit, yfirleitt
samfélagshyggjufólk, áður sumt í
róttækara lagi. Helgaði Guðjón
sig einkum náttúru Skaftafells.
Stóð hann fyrst fyrir ferðum
þangað kringum landið m.a. með
hagstofnanir, ásamt útilegu. Þótti
vel menntuðu fólki í ferðunum
málfar hans og framsögn til fyr-
irmyndar, og unun á að hlýða. Síð-
ar urðu skógrækt, gróðurfar og
gönguleiðir um heimalönd og
þjóðgarð viðfangsefni, sem hann
varði mikilli atorku og fjármunum
til. Hefur hann þar reist sér óbrot-
gjarnan minnisvarða, sem halda
mun minningu hans við loft til
frambúðar.
Enda þótt næg efni væru til að
staldra við ættgarð þeirra Guð-
jóns og Rósu minnar í austursýsl-
unni og jafnvel teygja vestur til
míns, er hér ekki ráðrúm til þess.
Þökkum við honum að endingu
samfylgdina í jarðlífinu og óskum
honum heilla á eilífðarbraut.
Blessuð sé minning hans.
Bjarni Bragi Jónsson.
Guðjón Jónsson
Fleiri minningargreinar
um Guðjón Jónsson bíða birt-
ingar og munu birtast í blað-
inu næstu daga.
✝ Una Jónmunds-dóttir fæddist á
Laugalandi í Fljót-
um 22. júní 1933.
Hún lést á Dvalar-
heimilinu Höfða,
Akranesi, 29. ágúst
2013.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Va-
ley Benedikts-
dóttir, f. 26. ágúst
1910, d. 4. júlí 1992
og Jónmundur Gunnar Guð-
mundsson, f. 7. maí 1908, d. 25.
ágúst 1997. Una var elst þriggja
systkina. Yngri bræður hennar
eru Guðmundur Eiríkur og
Benedikt Björn, auk þess ólust
upp á heimili þeirra þau Zop-
honías Frímannsson og Stein-
unn María Óskarsdóttir.
Eftirlifandi eiginmaður Unu
er Guðjón Jóhannes Hafliðason,
f. 21. ágúst 1938, þau gengu í
dóttir og þeirra dóttir er Valey
Rún, c) Emilía Agnes, f. 1996, d.
1996, 3) Hafliði Páll, f. 30. sept-
ember 1965, kvæntur Hörpu
Hrönn Finnbogadóttur. Þeirra
börn eru a) Christopher, b) Una
Rakel, hennar unnusti er Ágúst
Júlíusson, c) Droplaug María, d)
Matthildur.
Una ólst upp á Laugalandi í
Fljótum á ástríku og gestkvæmu
heimili foreldra sinna. Hún
gekk í Barnaskólann að Sól-
görðum og síðar í Gagnfræða-
skólann á Siglufirði. Árið 1954
fluttist fjölskyldan á Akranes,
þar sem Una hefur búið alla tíð
síðan. Á yngri árum vann hún
m.a. við síldarsöltun á Siglufirði
og svo verslunarstörf á Akra-
nesi þar til börnin fæddust, en
þá varð hún heimavinnandi hús-
móðir. Hún var mikill dýravinur
og áttu þau hjón hesta til
margra ára. Einnig var hún
bíladellukona og varð fyrst
kvenna til að taka bílpróf í sinni
sveit.
Útför Unu fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 9. sept-
ember 2013, og hefst athöfnin
kl. 14.
hjónaband 31. maí
1964. Börn þeirra
eru þrjú: 1) Guðrún
Agnes, f. 23. janúar
1960, gift Ingólfi
Árnasyni. Þeirra
börn eru a) Árni, b)
Jónmundur Valur,
hans unnusta er
Helga Sjöfn Jó-
hannesdóttir og
þeirra sonur er
Guðjón Valur, c)
Una Lovísa, hennar maður er
Arnfinnur Teitur Ottesen og
þeirra sonur er Daníel Árni, d)
Margrét. 2) Valey Björk, f. 17.
janúar 1963, fyrrverandi eigin-
maður Guðlaugur Sæmundsson.
Þeirra börn eru a) Guðjón Jó-
hannes, hans unnusta er Marsi-
bil Björk Eiríksdóttir og þeirra
börn eru Emilía Kristín og Arn-
ór Breki, b) Birkir Snær, hans
kona er Eyrún Jóna Reynis-
Elsku hjartans mamma mín,
nú eru þrautir þínar á enda og
trúi ég að þú sért komin á góðan
stað þar sem vel var tekið á móti
þér af ömmu, afa og litlunni
minni, Emilíu Agnesi. Nú geysist
þú eflaust á honum Fálka þínum
um grænar grundir í fallegu
sveitinni þinni, Fljótunum, og
Snati hleypur með.
Man ég að þú sagðir mér
hversu mjög þig langaði til að
vera hjá ömmu þinni og afa þegar
þú varst lítil og þú varst svo
heppin að þau bjuggu á sama stað
og þú. Eins var það með mig, að
þegar ég var lítil stelpa hélt ég
óskaplega mikið upp á móður-
ömmu mína og afa, vildi ég helst
hvergi annars staðar vera. Að
þessu leyti vorum við líkar,
mamma mín, þú skildir mig svo
vel og leyfðir mér að vera mikið
hjá þeim. Fyrir það verð ég þér
ævinlega þakklát.
Það var margt sem þú kenndir
mér, elsku mamma, meðal ann-
ars þar sem þú varst mikill dýra-
vinur og hestakona þá kenndir þú
mér að sjálfsögðu að sitja hest og
umgangast þá. Á mínum yngri
árum voru það ófáar stundir sem
við áttum saman í hesthúsinu.
Þú varst ólík mörgum öðrum
mæðrum, varst með mikla bíla-
dellu og fékkst þér geggjaðan
kagga – Lettann – sem þú hefur
nú átt í ríflega hálfa öld. Vinum
mínum fannst fátt skemmtilegra
en að fá far í Lettanum heim úr
skólanum og meira að segja þá
leyfðir þú sumum strákunum að
„teika“ þegar snjóaði.
Á Furugrundina voru alltaf
allir velkomnir, þar voru vinir
mínir ekki undanskildir enda
ósjaldan sem við mig var sagt:
Hún mamma þín er alveg dásam-
leg, alltaf svo ljúf og góð og svo
gott að kíkja við í pönnsur og
skemmtilegt spjall. Síðan þegar
ég varð eldri og eignaðist mín
börn þá vil ég þakka þér það
skjól, væntumþykju og hlýju sem
þú sýndir þeim. Þú hreinlega um-
vafðir þau alla tíð með ást og um-
hyggju sem þér var einni lagið.
Svo þegar barnabarnabörnin
bættust í hópinn þá fylltist þú
stolti og gleði og fannst þér fátt
skemmtilegra en að fá þau til þín
í heimsókn. Mamma mín, ég veit
að þú munt halda áfram að fylgj-
ast með okkur öllum eins og þú
hefur ávallt gert.
Því meir,
ég minnist þín,
– sjá minningar,
í fjarlægð opnast sýn,
í Guðsljóma skín,
í ljósið, sem lifir inn í mér.
Sama hvert ég fer
um lífsins veg,
þú ávallt fylgir mér.
Eins og sólin er
yndisleg,
ertu þar eins og hér.
Í mistri,
grámóðu fortíðar
gleymast sporin hver.
Samt þú lifir ein
svo hrein og bein
innst í hjarta mér.
Sama hvert ég fer
um lífsins veg
þú ávallt fylgir mér.
Eins og sólin er
yndisleg,
ertu þar eins og hér
innst í hjarta mér,
– þar eins og hér.
Styrk við stöndum nú
í sterkri trú.
Í mildum höndum hans
hvílir sála manns
sem lifði hér
– líkist bara þér.
Sama hvert ég fer
um lífsins veg,
þú ávallt fylgir mér.
(Þórir Kristinsson)
Elsku mamma mín, þakka þér
fyrir allt það góða sem þú gafst
mér og mínum ég á eftir að sakna
þín óendanlega mikið.
Guð geymi þig.
Góða ferð og góða heimkomu.
Þín dóttir,
Valey Björk.
Elsku mamma mín.
Þú varst alltaf svo góð við mig,
ég fékk athygli þína óskipta,
þú lifðir fyrir mig,
hlustaðir á mig,
talaðir við mig,
leiðbeindir mér,
lékst við mig,
sýndir mér þolinmæði,
agaðir mig í kærleika,
sagðir mér sögur,
fræddir mig
og baðst með mér.
Þú varst alltaf svo nærgætin
og skilningsrík,
umhyggjusöm og hjartahlý.
Þú varst skjól mitt og varnarþing.
Við stóðum saman í blíðu og stríðu,
vorum sannir vinir.
Mér þótti svo undur vænt um þig,
elsku mamma mín.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Elska þig,
þín
Guðrún Agnes (Nenna).
Elsku mamma.
Það er sárt að þurfa að kveðja
þig. Við erum búin að vera sam-
ferða alla tíð. Ég hef sjaldan eða
aldrei tekið ákvarðanir í mínu
lífi nema ráðfæra mig fyrst við
þig.
Minningin lifir alla tíð. Þú
varst hjartahlý og umhyggjusöm
og ótrúleg baráttukona. Síðustu
árin voru þér erfið en þú varst
ekki að væla eða skæla yfir því.
Þú varst þrjósk og stóðst föst á
þínu. Ég vona að ég hafi erft eitt-
hvað af þínum karakter og vona
að ég geti miðlað minni reynslu af
þér til barnanna minna.
Mig langaði að kveðja þig á
sérstakan hátt og fékk kæran vin
okkar beggja, Pétur Ottesen, til
að yrkja til þín fallegt ljóð.
Í Fljótunum er fegurð mest
fjallsýnin einnig best
en fögur núna sól er sest
af söknuði hún grætur.
Þar ung úr grasi uxu börn
út við fagra urtatjörn
bjástruðu í búmannstörn
bestu landsins dætur.
Þig, mamma, nú ég kveð þig kært
hve minning þín hún lýsir skært
um allt sem ég hef af þér lært
ég átti þig að vini.
Að lokum falla lífsins tjöld
nú leikur þú við englafjöld
en þökkin hún er þúsundföld
frá þínum einkasyni.
Vertu sæl elsku mamma mín.
Þinn sonur,
Hafliði Páll.
Una
Jónmundsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Unu Jónmundsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.