Morgunblaðið - 09.09.2013, Síða 27
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
SIGRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR,
Klettási 5,
Njarðvík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðju-
daginn 3. september í faðmi fjölskyldunnar.
Hún verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn
11. september kl. 15.00.
Jón Heiðar Sveinsson,
Hólmfríður Jónsdóttir, Bjarki Sigurðsson,
Sveinn Gunnar Jónsson, Harpa Þorbjörnsdóttir,
Berglind Jónsdóttir, Kristján Adolf Marinosson
og barnabörn.
✝ Elín Helga Þór-arinsdóttir
fæddist í Sauð-
eyjum á Breiðafirði
2. apríl 1925. Hún
lést á Landspítal-
anum 24. ágúst
2013.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Þór-
arinn Jóhannes Ein-
arsson kennari,
fæddur 3. septem-
ber 1897 á Haukabergi á Barða-
strönd, d. 23. maí 1989, og
Guðný Jónsdóttir, húsmóðir,
fædd í Kálfadal í Gufudalshreppi
í Barðastrandarsýslu 4. apríl
1896, d. 12. september 1986. Þau
bjuggu á Egilsgötu 26 í Reykja-
vík. Systkini Elínar eru: Gyða
Sigurveig, f. 11. maí 1923, Jón
Arnfinnur, f. 28. desember 1926,
og Jarþrúður Ragnhildur, f. 15.
október 1934.
2. febrúar 1951 gekk Elín að
eiga Gísla Guðmundsson lög-
regluþjón, f. 12. júlí 1917 í
Reykjavík, d. 8. ágúst 1998 á
Landakotsspítala. Foreldrar
hans voru Ingibjörg Gísladóttir,
húsfreyja og Guðmundur Magn-
ússon, sjómaður og fiskimats-
maður. Börn Elínar og Gísla eru:
1) Þórarinn, prófessor og læknir,
f. 17. október 1951. Kona hans
Bryndís Benediktsdóttir, pró-
Ingi, f. 11. október 1989, d. 21.
júní 1991. d) Þórarinn Viðar raf-
virki, f. 30. janúar 1991 og á
hann börnin Ými og Birki, f. 20.
júní 2012, með Hannah Sigur-
aast. 3) Guðmundur Ingi húsa-
smíðameistari, f. 7. maí 1955.
Kona hans er Vigdís Arnheiður
Gunnlaugsdóttir, lífeindafræð-
ingur, f. 11. febrúar 1957. Börn
þeirra: a) Valur, f. 9. desember
1980, verkfræðingur, kona hans
Emily Lawson ljósmóðir, og eiga
þau Björn Benedikt, f. 13. ágúst
2013. b) Fanney lyfjafræðingur,
f. 11. júlí 1985, sambýlismaður er
Stefnir Elíasson rafvirki og c)
Haukur, nemi f. 15. apr 1994. 4)
Hrafnkell Viðar tölvunarfræð-
ingur, f. 5. maí 1960. Kona hans
Björg Eysteinsdóttir hjúkrunar-
fræðingur, f. 10. september
1961. Börn þeirra: a) Margrét
Lilja, hagfræðingur, f. 10 októ-
ber 1989, sambýlismaður Jóhann
Ingi Jóhannsson verkfræðingur.
b) Snorri, nemi, f. 8. september
1993, c) Elín Sóley, nemi, f. 16.
september 1998 og d) Eysteinn,
nemi, f. 16. september 1998.
Elín lauk gagnfræðaprófi frá
Austurbæjarskólanum og 2ja
ára námi frá Verslunarskól-
anum. Starfaði hún sem dómrit-
ari hjá Sakadómaraembættinu
til 1951 og seinna hjá Borgar-
dómaraembættinu 1972-1992.
Elín og Gísli bjuggu á Tóm-
asarhaga 38 árin 1951-1989 og
síðan á Skúlagötu 40 í Reykja-
vík.
Útför Elínar fer fram frá Nes-
kirkju í dag, 9. september 2013,
kl. 13.
fessor og læknir, f.
9. ágúst 1951. Börn
þeirra: a) Hulda
Rósa, læknir, f. 12.
ágúst 1978, sam-
býlismaður Ómar
Gunnar Ómarsson,
endurskoðandi, og
eiga þau Bryndísi
Huldu, f. 25. febr-
úar 2008. b) Gísli
Hrafn, geislafræð-
ingur, f. 27. sept-
ember 1980, sambýliskona er
Edda Sigurveig Indriðadóttir. c)
Elín Helga, læknir, f. 9. apríl
1986. Maður hennar er Gísli Árni
Gíslason, lögregluþjónn. d) Lís-
bet Guðný, nemi við Listaháskól-
ann, f. 17. júlí 1991. 2) Guðný,
hjúkrunarfræðingur, f. 27. júní
1953. Hennar maður er Sigur-
geir Guðmundsson sundlaug-
arvörður, f. 21. nóvember 1957.
Börn þeirra: a) Gísli Hreinn Hall-
dórsson, verkfræðingur, f. 31.
ágúst 1978, kona hans er Oddný
Kristinsdóttir hjúkrunarfræð-
ingur og börn þeirra eru: Jóhann
Ingi, f. 10. maí 2004, Tómas Orri,
f. 26. mars 2006, og Bjarni Frið-
rik, f. 3. febrúar 2009. b) Guð-
mundur Sigurbjörn, rafvirki, f .
18. október 1986, sambýliskona
hans er María Erla Kjart-
ansdóttir og eiga þau Sigurgeir
Flóka, f. 1. ágúst 2012. c) Jóhann
Á þessum tímamótum, þegar
mamma er kvödd, velti ég fyrir
mér hvernig dagarnir verða
þegar mamma er ekki lengur til
staðar, ekki hægt að skreppa í
heimsókn og fá sér kaffisopa,
ekki hægt að rabba um liðna tíð,
rifja upp liðnar stundir. Minnast
þess hvernig lífið gekk fyrir sig
á æskuheimilinu á Tómasarhag-
anum, þegar dagarnir voru
langir á sumrin og lífið var ein-
falt og áhyggjulaust. Ekki var
mikið um boð og bönn, en þó var
reglulega minnt á grundvallar-
reglur um heiðarleika og vinnu-
semi. Hægt var að ganga að því
vísu að mamma væri til staðar
þegar heim var komið eftir leiki
dagsins. Útgangurinn á synin-
um var hins vegar ekki alltaf til
að hrópa húrra fyrir, enda leik-
völlurinn oft fjaran við Ægisíð-
una, þar sem gjarnan var vaðið
aðeins lengra út í sjóinn en stíg-
vélin leyfðu. Mér fannst mjög
ósanngjarnt að á mig væri sett-
ur kvóti um að vera háttaður of-
an í rúm þegar ég kom heim
blautur í þriðja sinn á sama deg-
inum. Afstaða mín til þessa
kvóta hefur reyndar mildast
mjög með árunum, eftir að ég
fór að ala upp börnin mín fjögur.
Í þá daga var lífið einfaldara og
almennt gerðar minni kröfur til
þeirra lífsgæða sem einkenna líf
okkar flestra í dag. Þegar ég
horfi um öxl finnst mér hins
vegar ekki að mig hafi skort
nokkurn hlut, enda var ríkulega
veitt af umhyggju og ástúð á
æskuheimili mínu. Móðir mín
var mjög vandvirk og nákvæm í
öllu sem hún tók sér fyrir hend-
ur, hvort sem var í vinnu eða á
heimilinu. Mamma hafði gaman
af handavinnu og hannyrðum. Á
tímabili prjónaði hún lopapeys-
ur sem seldar voru túristum, en
seinna meir lagði hún fyrir sig
alls konar útsaum og aðrar
hannyrðir. Mömmu var umhug-
að um að við gleymdum ekki
neinu þegar farið var úr húsi.
T.d. minnti hún mig ævinlega á
að taka með mér lykla, oft við
dræmar undirtektir mínar. Ég
held reyndar að þessi tegund
umhyggju gangi í erfðir, því ég á
það til gera þetta líka á mínu
heimili, einnig við dræmar und-
irtektir. Foreldrar mínir lögðu
mikið upp úr því að hlúa að fjöl-
skyldunni og stuðla að sam-
skiptum okkar systkinanna,
þegar færi gafst. Þegar börnin
voru flutt að heiman voru gjarn-
an heimboð og matarveislur um
helgar þar sem mamma reiddi
fram veislumat á íslenska vísu.
Var þá glatt á hjalla þegar fjöl-
skyldan var samankomin.
En nú hefur leiðir skilið að
sinni. Eftir situr björt minning
um góða daga í foreldrahúsum
og um ástúð og umhyggju alla
tíð. Takk fyrir allar góðu stund-
irnar mamma og hvíl þú í friði.
Hrafnkell.
Hún Ella amma var besta
tengdamamma sem nokkur get-
ur eignast.
Ég kom fyrst á heimili henn-
ar og Gísla á Tómasarhaganum
á gamlárskvöld fyrir 45 árum.
Strax tók ég eftir að Ella með
sitt rólega fas ljómaði af gæsku
og áhuga. Hún átti ekki langt að
sækja það því hún var uppalin á
heimili foreldra sinna, þar sem
traust og væntumþykja réði
ríkjum. Hún sagði mér oft
seinna frá lífinu á Egilsgötu 26.
Mér finnst eins og það hafi alltaf
verið sólskin og birta á Egils-
götunni. Guðný, móðir hennar
gegnumgóð, og Þórarinn faðir
hennar greindur, fræðimaður og
kennari stóðu eins og klettar
með börnum sínum og barna-
börnum. Elín og systkini hennar
sýndu þakklæti sitt í verki og
hugsuðu um gömlu hjónin á ein-
stakan hátt allt til dauðadags
þeirra.
Á sama hátt hefur Elín reynst
sínum börnum, tengda- og
barnabörnum. Umhyggja henn-
ar átti sér engin takmörk og öllu
skyldi jafnt skipt, enginn gleym-
ast í stórri fjölskyldu. Hún sýndi
börnum og barnabörnum ein-
lægan áhuga, gladdist með ef
vel gekk og studdi þau ef eitt-
hvað bjátaði á. Hún lagði sig
fram um að treysta fjölskyldu-
böndin og efla vináttu. Hún
bauð börnum og tengdabörnum
í mat á Tómasarhagann alla
sunnudaga meðan við vorum í
námi. Seinna kallaði hún reglu-
lega á öll barnabörnin til sín á
Skúlagötuna, bauð í mat og
spjall. Aldrei gleymdi hún af-
mælis- eða merkisdögum í fjöl-
skyldunni og naut þess að vera
með á hátíðarstundum. Hún tók
þátt í brúðkaupi alnöfnu sinnar,
tveim vikum fyrir andlátið, og
neitaði að fara heim fyrr en hún
hefði séð þau dansa brúðarvals-
inn. Amma var ómissandi þegar
fjölskyldan á Lindarflötinni
kom saman, hvort sem það var
sunnudagsmatur eða stórhátíð
og mun vanta mikið þegar hún
situr ekki lengur í stólnum sín-
um þar.
Nákvæmni, samviskusemi og
heiðarleiki voru ásamt gæsk-
unni það sem einkenndi Elínu
og komu þessir eiginleikar sér
vel í starfi hennar sem dómsrit-
ari. Hún vann hjá sakadómara
áður en hún giftist, en seinna
hjá Borgardómaraembættinu.
Það var ekki tilviljun að það var
hún sem var valin til að skrifa
dóma sem bundnir voru inn í
skinn.
Eftir að börnin komust á legg
ferðuðust Elín og Gísli um allan
heim, kynntust góðum vinum og
sögðu oft frá ferðum sínum. Eft-
ir að Gísli dó hélt Elín áfram að
ferðast til útlanda næstum hvert
ár með fjölskyldu okkar Þórar-
ins og nutum við þess að hafa
hana með. Hún var með þegar
við gerðum upp sumarhúsið
okkar í Svíþjóð, átti sitt eigið
herbergi þar, tók þátt í lífinu í
sveitinni og var þar sem annars
staðar hvers manns hugljúfi.
Elín var mikil handavinnu-
kona. Hún saumaði listaverk
sem prýða heimili barna og
barnabarna. Muni sem glöddu
og eftir er tekið. Hún hafði svo
fallega rithönd og lagði mikið
upp úr fallegum heillaóskakort-
um sem við varðveitum.
Ég kveð Ellu á þessum degi
með miklum söknuði. Ég vil
þakka alla þá vináttu og góðvild
sem ég hef orðið aðnjótandi og
allar skemmtilegu stundirnar.
Ég kveð þig með sömu orðum og
þú kvaddir mig með í síðasta
sinn. Góða ferð, elskan mín,
hafðu það sem best og guð varð-
veiti þig og blessi.
Þín tengdadóttir
Bryndís.
Elín Helga
Þórarinsdóttir
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2013
Fleiri minningargreinar
um Elínu Helgu Þórarins-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
✝
Elsku mamma mín, systir okkar og mágkona,
SVALA HELGADÓTTIR,
sem lést laugardaginn 31. ágúst, verður
jarðsungin frá Digraneskirkju þriðjudaginn
10. september kl. 13.00.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á
minningarsjóð líknardeildar Landspítalans
eða önnur líknarfélög.
Helga Sigríður Böðvarsdóttir,
Erla Helgadóttir, Sverrir Guðmundsson,
Valur Helgason, Ásta Gísladóttir,
Hulda Kristín Brynjúlfsdóttir,
Haukur Helgason, Eyrún Kjartansdóttir,
Örn Helgason, Elísabet Hannam.
Ástkær
Faðir okkar, stjúpi, tengdafaðir, afi og
langafi,
BENJAMÍN JÓHANNESSON
frá Hellissandi,
Melabraut 18, Seltjarnarnesi,
lést hinn 6. september 2013.
Þóra Haraldsdóttir,
Arngrímur Benjamínsson,
Sverrir Benjamínsson,
Jóhannes Geir Benjamínsson,
Snjólaug Benjamínsdóttir,
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
✝ Hulda Bald-ursdóttir fædd-
ist á Þúfnavöllum í
Hörgárdal 12. júní
1923. Hún lést á
hjúkrunarheimili
Hrafnistu í Kópa-
vogi 31. ágúst 2013.
Foreldrar henn-
ar voru þau Baldur
Guðmundsson,
bóndi á Þúfnavöll-
um í Hörgárdal, f.
15.1. 1897, d. 8.4. 1992, og Júl-
íana Björnsdóttir, húsfreyja á
Þúfnavöllum, f. 16.4. 1895, d.
19.8. 1977.
Systkini Huldu eru Þórunn, f.
9.9. 1919, og Björn, f. 26.9 1921,
d. 24.7. 1988.
Hulda giftist 5. ágúst 1950
Páli Bergþórssyni veðurfræð-
ingi, f. 13.8. 1923. Börn Huldu
og Páls eru Baldur kerfisfræð-
ingur, f. 4.7. 1951, Kristín hjúkr-
unarfræðingur, f. 14.11. 1952,
og Bergþór óperusöngvari, f.
22.10. 1957. Synir Baldurs og
fyrri eiginkonu hans, Sig-
urbjargar Ottesen, f. 10.3. 1950,
eru: 1) Páll, f. 9.6. 1977. 2)
Hjalti, f. 11.10. 1978, eiginkona
Ingunn Guðbrandsdóttir, f. 9.7.
1978, og eiga þau Baldur, en
Sólrúnar Bragadóttur, f. 1.12.
1959, er: 1) Bragi, f. 16.4. 1981,
eiginkona Júlía Mogensen, f.
4.7. 1985, og eiga þau Marsibil
og Ólaf. Sambýlismaður Berg-
þórs er Albert Eiríksson, f. 16.8.
1966.
Hulda ólst upp á Þúfnavöllum
í Hörgárdal í hópi systkina og
frændsystkina. Þegar hún var
tíu ára veiktist hún af berklum í
mjöðm og dvaldist á sjúkrahúsi
á Akureyri í tvö ár. Hulda bar
menjar þessara veikinda ævi-
langt.
Hún varð gagnfræðingur frá
Gagnfræðaskóla Akureyrar og
stundaði verslunarnám í Eng-
landi. Árið 1942 hóf hún nám og
störf á Langlínumiðstöð Land-
símans í Reykjavík og var tal-
símakona þar 1944. Hún vann á
Landsímanum til hausts 1946 og
var þar síðar við sumarafleys-
ingar. Hulda gerðist einkaritari
Teresíu Guðmundsson veð-
urstofustjóra og á Veðurstof-
unni kynntist hún eftirlifandi
eiginmanni sínum, Páli. Heimili
þeirra stóð ætíð í Reykjavík, síð-
ast á Byggðarenda 7. Eftir að
börnin komust á legg starfaði
Hulda sem læknaritari um ára-
bil en síðast vann hún sem ritari
á Veðurstofunni. Fyrir u.þ.b. tíu
árum fór heilsu Huldu að hraka
og dró smám saman af henni.
Útför Huldu verður gerð frá
Háteigskirkju í dag, 9. sept-
ember 2013, og hefst athöfnin
kl. 15.
fyrir átti Ingunn
soninn Benedikt
Kristin Briem.
Dóttir Baldurs og
eiginkonu hans,
Þóru Fríðu Sæ-
mundsdóttur, f. 7.9.
1955, er: 3) Þórhild-
ur Katrín, f. 18.1.
1999. Börn Krist-
ínar og eiginmanns
hennar, Jóns Stein-
ars Gunnlaugs-
sonar, f. 27.9. 1947, eru: 1) Ívar
Páll, f. 27.2. 1974, eiginkona Ás-
dís Rósa Þórðardóttir, f. 15.10.
1978, og eiga þau Jón Steinar og
Ernu Rún. 2) Gunnlaugur, f. 4.6.
1976, eiginkona Júlía Helgadótt-
ir, f. 29.7. 1980, og eiga þau
Matthildi Elínu og Helga Hen-
rik. 3) Konráð, f. 12.2. 1984,
sambýliskona Rannveig Björg
Þórarinsdóttir, f. 3.5. 1985, og
eiga þau Elsu Kristínu. 4) Hulda
Björg, f. 16.3. 1986, sambýlis-
maður Arnþór Stefánsson, f.
8.10. 1983, og eiga þau Kristínu
Eddu. 5) Hlynur, f. 30.8. 1988,
sambýliskona Þura Sigríður
Garðarsdóttir, f. 24.10. 1986,
dóttir Þuru er Sólgerður Vala, f.
3.8. 2009. Sonur Bergþórs og
fyrrverandi eiginkonu hans,
„Vertu blessaður, elsku vin-
urinn minn.“ Orðaskilin voru
skýr, þótt röddin væri þróttlítil
og veik. Um leið og ég heyrði
þessa kveðju vissi ég að mamma
vissi, að þessi yrðu hennar síð-
ustu orð við mig. Næst þegar ég
kom voru orðaskilin horfin út í
móðuna sem er á milli lífs og
dauða; orðin mín öndun út í
tómið.
En um leið fullkomnast
myndin af mömmu, sem er vel-
vildin ein. Hún lifir nú í orðum
sínum, trúnni á getu barnanna
sinna, umhyggjunni fyrir vel-
ferð þeirra, dugnaðinum við að
sjá fyrir þeim, óbilandi hvatn-
ingu til þeirra að standa sig. Og
þessari baráttu fylgdi auðvitað
oft sár kvíði, áhyggjur og erf-
iðleikar, því jafnvel þótt hún
hefði við hlið sér manninn sem
er úrræðasnillingur gat margt
farið úrskeiðis. Og fór úrskeiðis.
Það er þess vegna sem þarf um-
hyggju, trú, kærleika, velvild;
og má ég bæta við reisn og
kjarki.
Allt þetta hafði mamma en
einnig þær hindranir sem hún
hafði verið dæmd til að lifa við.
Í þeim gat hún verið ótrúlega
fyndin og orðheppin, nokkuð
sem hún tók í arf, og hlátur-
mildi hennar var með eindæm-
um. Það var mikil skemmtun að
fá hana til að hlæja. Þessum
eiginleika hélt hún allt undir hið
síðasta, löngu eftir að hrammur
heilabilunar hafði gert hana að
skugganum af sjálfri sér.
Það er kveðjustund.
„Vertu blessuð, elsku mamma
mín. Guð geymir þig, núna.“
Baldur.
Elskuleg tengdamóðir mín er
fallin frá.
Samskipti okkar mótuðust af
gagnkvæmri virðingu og hlýju.
Hulda hafði næmt auga fyrir
fallegum hlutum og fötum og
tók iðulega eftir fötunum sem
maður var í.
Ég man eftir ættarmóti
Þúfnavallaættarinnar 1998 þar
sem hún sat við borð í sam-
komuhúsi í Svarfaðardalnum og
var eins og drottning, bein í
baki og tignarleg.
Stundirnar í eldhúskróknum
á Byggðarendanum þar sem
Þórhildur dóttir okkar spilaði
við ömmu sína voru ómetanleg-
ar og alltaf var stutt í hláturinn
og kímnina, alltaf nógur tími.
Hulda var frekar mikil
prívatmanneskja, flíkaði ekki
tilfinningum sínum, en hafði
mikil áhrif á umhverfið með
nærveru sinni.
Áhugi hennar á afkomendun-
um var einstakur og hún var
mikil fyrirmynd.
Síðustu árin voru henni frek-
ar erfið, en aðdáunarvert var að
sjá samband þeirra Huldu og
Páls, þvílík væntumþykja og ást
sem skein úr augum þeirra
beggja alveg fram á síðasta dag.
Ég kveð Huldu með þökk
fyrir allt.
Þóra Fríða.
Hulda
Baldursdóttir
Fleiri minningargreinar
um Hulda Baldursdóttir bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.