Morgunblaðið - 09.09.2013, Side 30
30 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2013
Ferðamannatíminn stendur enn og því reikna ég með að verðaí vinnu í dag. Alls gerum við út sjö skip og báta. Hildur, einskonnortan okkar, verður á Akureyri. Það er því sennilegt
að dagurinn beri í skauti sér að við rennum okkur út Eyjafjörð. Ég
hlakka til, það er gaman að sigla á skútu sem líður blítt og létt með
byr í seglum,“ segir Hörður Sigurbjarnarson á Húsavík sem er 61
árs í dag.
Hörður er Þingeyingur að uppruna. Um tvítugt fór hann suður til
Reykjavíkur í vélstjórnarnám. Með þá menntun sneri hann aftur til
baka og starfaði í Kísiliðjunni og Kröfluvirkjun frá 1976 og í tuttugu
ár eftir það. „Síðan komu ný tækifæri. Okkur Árna bróður mínum
rann til rifja að gömlu íslensku eikarbátarnir færu í stórum stíl á
bálið. Keyptum því einn slíkan, Knörrinn, árið 1994 og gerðum upp.
Og til að hafa fyrir kostnaði fórum við að bjóða fólki í útsýnissigl-
ingar eins og hvalaskoðun. Úr því varð fyrirtækið Norðursigling
til,“ segir Hörður
Húsavík hefur stundum og réttilega verið nefndur hvalaskoð-
unarbær Norður-Atlantshafsins. Tugir þúsunda ferðamanna koma
norður á ári hverju til þess að sjá hval. „Fyrir helgina sáust í einni
ferðinni fjórir hnúfubakar, tvær hrefnur og höfrungar,“ segir Hörð-
ur sem er kvæntur Sigríði Einarsdóttur og eiga þau þrjú börn.
sbs@mbl.is
Hörður Sigurbjarnarson er 61 árs í dag
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Húsavík Til að hafa fyrir kostnaði fórum við að bjóða fólki í útsýnis-
siglingar eins og hvalaskoðun,“ segir Hörður Sigurbjarnarson.
Gaman að sigla
með byr í seglum
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Jóhanna Þórkatla Eiríks-
dóttir hefur haldið
nokkrar tombólur og þá
hefur hún einnig sungið
til styrktar Rauða kross-
inum. Hún hefur í allt
safnað 23.800 krónum.
Söfnun
Hvolsvöllur Svala Ingibjörg fæddist
24. ágúst 2012, kl. 15.06. Hún vó
3.825 g og var 53 cm löng. Foreldrar
hennar eru Svandís Þórhallsdóttir og
Guðmundur Jón Jónsson.
Nýir borgarar
Egilsgata 18 Helen Una Grétarsdóttir
fæddist 22. nóvember kl. 9.36. Hún vó
3.180 g og var 47 cm löng. Foreldrar
hennar eru Sara Ósk Þrúðmarsdóttir
og Grétar Birgisson.
H
eiður fæddist í
Reykjavík 9.6. 1963
og ólst upp í Hlíð-
unum. Hún var í
Ísaksskóla, Álfta-
mýrarskóla og Hlíðaskóla, stundaði
nám við Verzlunarskóla Íslands og
lauk þaðan stúdentsprófi 1983.
Heiður byrjaði ung að afgreiða
hjá föður sínum í matvöruverslun-
inni Helgakjöri sem var við Hamra-
hlíðina. Hún stundaði síðan versl-
unarstörf með skóla til 1979 er hún
hóf störf í Útvegsbankanum við
Hlemm. Þar starfaði hún með skóla
og eftir stúdentspróf til 1985.
Allt í öllu á Sjónvarpinu
Heiður hóf störf hjá Sjónvarpinu
1985, fyrst sem ritari framkvæmda-
stjóra í þrjú ár og sinnti síðan ýms-
um áhugaverðum störfum við stofn-
unina. Hún lærði förðun í London
Heiður Ósk Helgadóttir tæknimaður – 50 ára
Heiður og Hjalti Skötuhjú og starfsmenn kvikmyndafyrirtækisins HS Tókatækni á Héraði.
Í tæknivinnu og kvik-
myndagerð á Héraði
Frænkufans Kátt á hjalla hjá uppáhalds frænkunni og systkinadætrunum.
Tunguhálsi 7 110 Reykjavík 554 1989 www.gardlist.is
Trjáfelling
og stubba-
tæting
FJARLÆGJUM LÍTIL SEM
STÓR TRÉ OG TÆTUM
TRJÁSTOFNA.
Við búum yfir mikilli reynslu og frábærum
tækjakosti þegar kemur að því að fella
stór sem smá tré. Stubbatætarinn er svo
frábær lausn til þess að losna við
trjástofna sem standa eftir í garðinum.