Morgunblaðið - 09.09.2013, Side 40
MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 252. DAGUR ÁRSINS 2013
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Sló fjórtán ára dreng
2. Gangnamaður lést í Skíðadal
3. Í lífshættu í Reynisfjöru
4. 15-20 hvalir við Bug
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Páll Óskar og Monika hörpuleikari
halda tónleika í Café Flóru, í Grasa-
garðinum í Laugardal, á miðvikudag
og fimmtudag. Á efnisskránni eru lög
sem þau hafa spilað saman, auk laga
Palla í útsetningum fyrir hörpu.
Morgunblaðið/Golli
Páll Óskar og Monika
með tónleika í vikunni
Á laugardag var
opnuð í sal Ís-
lenskrar grafíkur í
Tryggvagötu 17
sýning á verkum
12 danskra grafík-
listamanna. Sýn-
ingin er liður í
samvinnuverkefni
félagsmanna í Ís-
lenskri grafík og grafíklistamanna í
Næstved. Sýningin stendur til 22.
september og opið verður fimmtu-
daga til sunnudaga frá kl. 14-18.
Danskir grafíklista-
menn sýna hérlendis
Hljómsveitin Snorri Helgason gefur
út sína þriðju plötu, Autumn Skies,
13. september nk. Af því til-
efni mun sveitin blása til
útgáfutónleika í Fríkirkj-
unni í Reykjavík mið-
vikudagskvöld 18. sept.
kl. 20. Tónlistarmenn-
irnir Skúli Sverrisson
og Óskar
Guðjónsson
hita upp.
Miðasla á
midi.is
Hljómsveitin Snorri
Helgason fagnar plötu
Á þriðjudag Vaxandi suðaustanátt, 10-18 m/s og rigning sunnan-
og vestantil seinnipartinn. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast á Norðurlandi.
Á miðvikudag Suðvestan 10-15 m/s vestanlands og rigning eða
súld, en 5-10,léttskýjað á austurhelmingi landsins. Hiti 8-15 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 5-13 m/s. Víða dálítil væta, en
úrkomulítið norðaustantil. Hiti 8-18 stig, hlýjast norðaustanlands.
VEÐUR
Spennandi lokaumferð er
framundan í riðlakeppni
Evrópumótsins í körfu-
knattleik í Slóveníu í dag.
Sterk lið eru þegar úr leik
en baráttan er í algleymingi
hjá öðrum þar sem leik-
menn liðanna munu selja
sig dýrt til þess að tryggja
sér og sínum sæti í milli-
riðlakeppninni sem hefst á
miðvikudag. Tólf þjóðir
halda áfram en jafnmargar
fara heim á morgun. »8
Spenna í loka-
umferðinni
„Fyrsta stigið er í húsi. Það skiptir
miklu máli fyrir nýliða í deildinni að
brjóta ísinn og krækja í fyrsta stigið,“
sagði Bjarki Már Elís-
son, handknattleiks-
maður hjá Eisenach,
eftir jafntefli við
Lemgo í þýsku 1.
deildinni í hand-
knattleik um
helgina. Bjarki
Már fór
á kost-
um í
leiknum
og skoraði m.a.
átta mörk úr
jafnmörgum
skotum. »7
Fyrsta stigið skiptir ný-
liða deildarinnar máli
„Það gerist ósjálfrátt að menn fara
aðeins að reikna og skoða þessi „ef“
og „gæti“ þegar staðan er svona. En
ef við vinnum ekki þessa leiki sem
framundan eru þurfum við ekkert að
vera að reikna mikið,“ segir Eiður
Smári Guðjohnsen spurður hvort
leikmenn íslenska landsliðsins velti
mikið fyrir sér möguleikanum á að
komast í lokakeppni HM. »1
Þarf ekki að reikna mik-
ið ef við vinnum ekki
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Ef fjármagn fæst munum við að
sjálfsögðu halda rannsókninni áfram,
það er mikil vinna eftir og efniviður-
inn nægur,“ segir Margrét Hrönn
Hallmundsdóttir, fornleifafræðingur
og stjórnandi rannsóknarinnar Arn-
arfjörður á miðöldum, en rann-
sóknum sumarsins lauk um helgina á
Hrafnseyri hjá fornleifadeild Nátt-
úrustofu Vestfjarða. Margrét og fé-
lagar voru einnig að störfum í sumar
á bænum Auðkúlu þar sem grafinn
var könnunarskurður. Komu þar í
ljós skáli og minjar um mikla járn-
vinnslu sem gæti verið frá landnáms-
öld. „Við fundum einnig mikið af gjalli
aðeins ofan við skálann, sem hefur
verið tappað af við bræðslu.“
Kirkjugarður frá frumkristni
Rannsóknin í Arnarfirði hófst sum-
arið 2011. Þá og í fyrra var farið að
grafa í gamla kirkjugarðinum á
Hrafnseyri, við hlið núverandi kirkju,
en í garðinum er greinileg rúst af
kirkju. Sýni fundust úr einstaklingi
sem hafði verið jarðaður við kirkju-
garðsvegg og aldursgreining leiddi í
ljós að maðurinn hefði látist á fyrri
hluta 11. aldar. Margrét segir því allt
benda til þess að kirkja og kirkju-
garður hafi verið á Hrafnseyri frá
frumkristni, eða skömmu eftir
kristnitökuna árið 1000. Fleiri heilleg
sýni hafa ekki fundist en grafirnar
eru grunnar og beinin hafa varðveist
mjög illa.
Að sögn Margrétar er gamli
kirkjugarðurinn sérstakur fyrir þá
sök að hann er ferkantaður en á þess-
um tímum voru kirkjugarðar yfirleitt
hringlaga.
Einnig fundust í fyrra jarðhýsi og
tvær eldunarholur, svonefndir seyð-
ar. Reyndist önnur þeirra vera kola-
gröf. Var hún vel djúp og í greftrinum
í sumar komu í ljós frekar heilleg við-
arkol. Margrét segir jarðhýsið vera
nokkuð stórt, eða sex metra að lengd
og niðurgrafið um einn metra.
Benda þessar minjar einnig til þess
að búseta hefur verið á Hrafnseyri
fyrr en talið var, eða allt frá 10. eða
11. öld. „Hér hefur greinilega verið
búseta, við höfum fundið jarðhýsin en
eigum bara eftir að finna skálann,“
segir Margrét en næsta vor stendur
til að gera svonefnda fjarkönnun með
jarðsjármælingatækjum þannig að
staðsetja megi mögulegan skála.
Búið er að skrá fleiri jarðir í Arnar-
firði sem hafa að geyma fornminjar
neðanjarðar. Marmið rannsóknar-
innar er einmitt að kanna búsetu-
þróun í firðinum frá landnámi fram á
miðaldir. Auk Margrétar hafa Rúna
Þráinsdóttir fornleifafræðingur og
Scott Riddell fornleifafræðinemi unn-
ið við rannsóknina. Þeim til aðstoðar
undir lok sumars voru átta breskir
nemendur í fornleifafræðum.
Byggðin eldri en talið var
Fornminjar frá
landnámsöld í
Arnarfirði
Ljósmyndir/Margrét Hrönn
Hrafnseyri Fornleifafræðingar að störfum á Hrafnseyri við Arnarfjörð í sumar. Rannsóknin heldur áfram.
Uppgröftur Þrír fornleifafræðingar á vegum fornleifadeildar Náttúrustofu
Vestfjarða hafa unnið að rannsókninni, auk breskra fornleifafræðinema.