Morgunblaðið - 21.09.2013, Side 12

Morgunblaðið - 21.09.2013, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Veltan í hinum ýmsu atvinnugrein- um hefur aukist umtalsvert frá árinu 2010 en samdráttur í hagkerfinu var þá hvað mestur eftir hrunið. Ágætt dæmi um þetta er að velta gistihúsa og veitingastaða hefur auk- ist úr 26,5 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2010 en var til samanburðar rúmir 39 milljarðar í ár. Jafngildir það 30% raunaukn- ingu, sé vísitala neysluverðs í júní 2010 og 2013 borin saman. Tölurnar eru sóttar í veltu skv. vsk-skýrslum en Hagstofan birti í gær tölur fyrir maí og júní í ár. Veltan í nokkrum greinum er sýnd hér en tölur eru ekki núvirtar. Vísitala neysluverðs stóð í 364,1 stigi í júní 2010 en var 413,5 stig í júní í ár. Er það 13,3% hækkun. Bílaleigur í örum vexti Önnur grein sem vaxið hefur hratt á tímabilinu er leigustarfsemi, þó ekki fasteignaleiga, en hún hefur nær tvöfaldast, farið úr 7,7 milljörð- um í 15,3 milljarða króna. Undir þessa grein heyra bílaleigur og kom fram í svari frá Hagstofunni að velta þeirra hefur aukist úr 3,8 milljörðum króna á tímabilinu frá janúar til júní 2010 í 8,84 milljarða á þessu ári. Jafngildir það 104% raunaukningu, en fyrri talan væri 4,324 milljarðar króna á núvirði. Spurður út í þróun veltunnar í at- vinnugreinunum sem hér eru til skoðunar segir Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar, að þær vitni um að fyrirtæki í ferðaþjónustu, þ.m.t. gististaðir, veitingahús og bílaleigur, hafi upplifað góðan vöxt síðustu ár. Öðru máli gegni hins vegar um aðrar greinar. Þær hafi vaxið lítið að raunvirði sem sé í takt við litla fjár- festingu hin síðari ár. Hvað varðar smásöluverslunina segir Emil að aukningin á tímabilinu sé aðeins 3,5% að raungildi, sé meðaltal vísitöl- unnar í mars og apríl árið 2010 og 2013 borið saman. Fer eftir tegund verslunar „Þetta fer eftir því hvaða tegund verslunar á í hlut. Nauðsynjavörur hreyfast mest og vörur þar sem endurnýjunarþörfin er mest. Hins vegar er munaðarvara sem fólk get- ur verið án í miklum samdrætti og hefur ekki náð sér á strik. Þá hefur sala á fatnaði staðið í stað, þrátt fyrir aukna sölu til ferðamanna.“ Heildarvelta eftir atvinnugreinum Á fyrstu sex mánuðum árs 2010-2013 Heimild: Hagstofa Íslands 2010 2011 2012 2013 (jan.-jún.) (jan.-jún.) (jan.-jún.) (jan.-jún.) Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð 52.214 49.175 50.384 58.965 Smásöluverslun, að undan- skildum vélknúnum ökutækjum 139.216 141.515 154.337 163.105 Rekstur gististaða og veitingarekst. 26.502 29.318 33.099 39.087 Fjármálaþjónusta, þó ekki starf- semi vátryggingaf. og lífeyrissj. 39.577 35.028 41.732 42.302 Fasteignaviðskipti 22.529 24.249 26.524 28.437 Starfsemi arkitekta og verkfræðinga; tæknilegar prófanir og greining 12.060 15.194 18.582 14.602 Auglýsingastarfsemi og markaðsrannsóknir 5.393 5.878 7.087 7.868 Leigustarfsemi, þó ekki fasteignaleiga 7.708 10.815 12.942 15.310 (Tölur í milljónum króna) Margar greinar vaxa  Velta gisti- og veitingahúsa var 30% meiri á fyrri hluta árs en á sama tíma 2010  Velta bílaleiga jókst um 104% á þeim tíma Morgunblaðið/Rósa Braga Hótel Natura Veltan af rekstri gisti- og veitingastaða hefur aukist mikið síðustu ár. Samdráttur » Sé vísitala neysluverðs í júní 2010 og 2013 borin sam- an hefur veltan í bygging- arstarfsemi og mann- virkjagerð minnkað úr 59,35 milljörðum 2010 á núvirði í 58,97 milljarða 2013. » Sé veltan í fjármálaþjón- ustu, skv. skilgreiningunni hér, framreiknuð á sama hátt var veltan 2010 44,98 milljarðar en var 42,3 milljarðar í ár. » Það er 0,6% samdráttur. Fæst einnig í veFverslun stoðar 31ár 1982-2013 Trönuhrauni 8 | 220Hafnarfirði | Sími 565 2885 Opið kl. 8 - 17 virka daga | stod@stod.is | www.stod.is Þar sem sérFræðingar aðstoðaÞig viðvalá hlíFum Við styðjum þig STOÐ P O R T hö nn un 19 daga ævintýraferð á ári Hestsins 5.-23. júní 2014 með KÍNAKLÚBBI UNNAR til KÍNA - TÍBET Farið verður til SHANGHAI, SUZHOU, TONGLI, HANGZHOU, CHENGDU, LHASA og BEIJING. Siglt verður á KEISARASKURÐINUM og gengið á KÍNAMÚRNUM. Heildarverð á mann: Kr. 720 þúsund Kínastund Kínaklúbbur Unnar Njálsgötu 33, 101 Reykjavík sími/símbréf: 551 2596, farsími: 868 2726 Vefsíða: www.simnet.is/kinaklubbur Netfang: kinaklubbur@simnet.is Hópar og einstaklingar geta pantað „Kínastund“, á Njálsgötunni, með mynda- sýningu, sýningu á Tai-Chi og kínverskum listmunum, ásamt veitingum. Kínaklúbburinn sérhannar einnig ferðir fyrir hverja sem er Allt innifalið, þ.e. fullt prógramm skv. ferðaskrá, gisting í tvíbýli á 4-5 stjörnu hótelum (einb. + 98 þ.), fullt fæði með drykkjum, skattar og gjöld, staðarleið- sögumenn og fararstjórn Unnar Guðjónsdóttur, en þetta verður 35. hópferðin sem hún skipuleggur og leiðir um Kína, þar af 5. ferðin til Tíbet. Nýtt skip hefur bæst í flota Sam- skipa-samstæðunnar. Gengið var frá kaupum á skipinu í byrjun mánaðar- ins og hefur það fengið nafnið Sam- skip Akrafell. Fram kemur í frétt frá Samskip- um að um sé að ræða systurskip Pio- neer Bay sem notað hefur verið með- al annars í strandsiglingum á Íslandi. Samskip Akrafell var byggt í Jinling skipasmíðastöðinni í Kína ár- ið 2003 og er 99,9 metra langt, 18,6 metra breitt og ber um 500 gámaein- ingar. Tveir gámakranar eru um borð og eru báðir með 40 tonna lyfti- getu. Samskip Akrafell er nú í þurrkví í Rotterdam, þar sem reglubundið viðhald fer fram. Vinnu við skipið lýkur í næstu viku. Fyrirhugað er að þessi nýjasta viðbót Samskipaflot- ans verði í Evrópusiglingum og þjóni ýmist siglingum við Noreg eða við Ísland. Akrafell Hið nýja skip Samskipa getur borið 500 gámaeiningar. Nýtt skip í flota Samskipa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.