Morgunblaðið - 21.09.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.09.2013, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2013 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Veltan í hinum ýmsu atvinnugrein- um hefur aukist umtalsvert frá árinu 2010 en samdráttur í hagkerfinu var þá hvað mestur eftir hrunið. Ágætt dæmi um þetta er að velta gistihúsa og veitingastaða hefur auk- ist úr 26,5 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2010 en var til samanburðar rúmir 39 milljarðar í ár. Jafngildir það 30% raunaukn- ingu, sé vísitala neysluverðs í júní 2010 og 2013 borin saman. Tölurnar eru sóttar í veltu skv. vsk-skýrslum en Hagstofan birti í gær tölur fyrir maí og júní í ár. Veltan í nokkrum greinum er sýnd hér en tölur eru ekki núvirtar. Vísitala neysluverðs stóð í 364,1 stigi í júní 2010 en var 413,5 stig í júní í ár. Er það 13,3% hækkun. Bílaleigur í örum vexti Önnur grein sem vaxið hefur hratt á tímabilinu er leigustarfsemi, þó ekki fasteignaleiga, en hún hefur nær tvöfaldast, farið úr 7,7 milljörð- um í 15,3 milljarða króna. Undir þessa grein heyra bílaleigur og kom fram í svari frá Hagstofunni að velta þeirra hefur aukist úr 3,8 milljörðum króna á tímabilinu frá janúar til júní 2010 í 8,84 milljarða á þessu ári. Jafngildir það 104% raunaukningu, en fyrri talan væri 4,324 milljarðar króna á núvirði. Spurður út í þróun veltunnar í at- vinnugreinunum sem hér eru til skoðunar segir Emil B. Karlsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar, að þær vitni um að fyrirtæki í ferðaþjónustu, þ.m.t. gististaðir, veitingahús og bílaleigur, hafi upplifað góðan vöxt síðustu ár. Öðru máli gegni hins vegar um aðrar greinar. Þær hafi vaxið lítið að raunvirði sem sé í takt við litla fjár- festingu hin síðari ár. Hvað varðar smásöluverslunina segir Emil að aukningin á tímabilinu sé aðeins 3,5% að raungildi, sé meðaltal vísitöl- unnar í mars og apríl árið 2010 og 2013 borið saman. Fer eftir tegund verslunar „Þetta fer eftir því hvaða tegund verslunar á í hlut. Nauðsynjavörur hreyfast mest og vörur þar sem endurnýjunarþörfin er mest. Hins vegar er munaðarvara sem fólk get- ur verið án í miklum samdrætti og hefur ekki náð sér á strik. Þá hefur sala á fatnaði staðið í stað, þrátt fyrir aukna sölu til ferðamanna.“ Heildarvelta eftir atvinnugreinum Á fyrstu sex mánuðum árs 2010-2013 Heimild: Hagstofa Íslands 2010 2011 2012 2013 (jan.-jún.) (jan.-jún.) (jan.-jún.) (jan.-jún.) Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð 52.214 49.175 50.384 58.965 Smásöluverslun, að undan- skildum vélknúnum ökutækjum 139.216 141.515 154.337 163.105 Rekstur gististaða og veitingarekst. 26.502 29.318 33.099 39.087 Fjármálaþjónusta, þó ekki starf- semi vátryggingaf. og lífeyrissj. 39.577 35.028 41.732 42.302 Fasteignaviðskipti 22.529 24.249 26.524 28.437 Starfsemi arkitekta og verkfræðinga; tæknilegar prófanir og greining 12.060 15.194 18.582 14.602 Auglýsingastarfsemi og markaðsrannsóknir 5.393 5.878 7.087 7.868 Leigustarfsemi, þó ekki fasteignaleiga 7.708 10.815 12.942 15.310 (Tölur í milljónum króna) Margar greinar vaxa  Velta gisti- og veitingahúsa var 30% meiri á fyrri hluta árs en á sama tíma 2010  Velta bílaleiga jókst um 104% á þeim tíma Morgunblaðið/Rósa Braga Hótel Natura Veltan af rekstri gisti- og veitingastaða hefur aukist mikið síðustu ár. Samdráttur » Sé vísitala neysluverðs í júní 2010 og 2013 borin sam- an hefur veltan í bygging- arstarfsemi og mann- virkjagerð minnkað úr 59,35 milljörðum 2010 á núvirði í 58,97 milljarða 2013. » Sé veltan í fjármálaþjón- ustu, skv. skilgreiningunni hér, framreiknuð á sama hátt var veltan 2010 44,98 milljarðar en var 42,3 milljarðar í ár. » Það er 0,6% samdráttur. Fæst einnig í veFverslun stoðar 31ár 1982-2013 Trönuhrauni 8 | 220Hafnarfirði | Sími 565 2885 Opið kl. 8 - 17 virka daga | stod@stod.is | www.stod.is Þar sem sérFræðingar aðstoðaÞig viðvalá hlíFum Við styðjum þig STOÐ P O R T hö nn un 19 daga ævintýraferð á ári Hestsins 5.-23. júní 2014 með KÍNAKLÚBBI UNNAR til KÍNA - TÍBET Farið verður til SHANGHAI, SUZHOU, TONGLI, HANGZHOU, CHENGDU, LHASA og BEIJING. Siglt verður á KEISARASKURÐINUM og gengið á KÍNAMÚRNUM. Heildarverð á mann: Kr. 720 þúsund Kínastund Kínaklúbbur Unnar Njálsgötu 33, 101 Reykjavík sími/símbréf: 551 2596, farsími: 868 2726 Vefsíða: www.simnet.is/kinaklubbur Netfang: kinaklubbur@simnet.is Hópar og einstaklingar geta pantað „Kínastund“, á Njálsgötunni, með mynda- sýningu, sýningu á Tai-Chi og kínverskum listmunum, ásamt veitingum. Kínaklúbburinn sérhannar einnig ferðir fyrir hverja sem er Allt innifalið, þ.e. fullt prógramm skv. ferðaskrá, gisting í tvíbýli á 4-5 stjörnu hótelum (einb. + 98 þ.), fullt fæði með drykkjum, skattar og gjöld, staðarleið- sögumenn og fararstjórn Unnar Guðjónsdóttur, en þetta verður 35. hópferðin sem hún skipuleggur og leiðir um Kína, þar af 5. ferðin til Tíbet. Nýtt skip hefur bæst í flota Sam- skipa-samstæðunnar. Gengið var frá kaupum á skipinu í byrjun mánaðar- ins og hefur það fengið nafnið Sam- skip Akrafell. Fram kemur í frétt frá Samskip- um að um sé að ræða systurskip Pio- neer Bay sem notað hefur verið með- al annars í strandsiglingum á Íslandi. Samskip Akrafell var byggt í Jinling skipasmíðastöðinni í Kína ár- ið 2003 og er 99,9 metra langt, 18,6 metra breitt og ber um 500 gámaein- ingar. Tveir gámakranar eru um borð og eru báðir með 40 tonna lyfti- getu. Samskip Akrafell er nú í þurrkví í Rotterdam, þar sem reglubundið viðhald fer fram. Vinnu við skipið lýkur í næstu viku. Fyrirhugað er að þessi nýjasta viðbót Samskipaflot- ans verði í Evrópusiglingum og þjóni ýmist siglingum við Noreg eða við Ísland. Akrafell Hið nýja skip Samskipa getur borið 500 gámaeiningar. Nýtt skip í flota Samskipa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.