Morgunblaðið - 02.10.2013, Side 2
SVIÐSLJÓS
Björn Már Ólafsson
bmo@mbl.is
Viðbrögð stjórnarandstöðunnar við
fjárlögum ársins 2014, sem kynnt
voru í gær, eru að mestu leyti nei-
kvæð. Flestir eru á því að banka-
skatturinn sé rétt skref en finnst
fjárframlögin til heilbrigðis- og
menntamála of lág.
Röng forgangsröðun
„Í eðlilegu árferði þætti þessi
niðurskurður til heilbrigðismála
ekki endilega mikill, en vegna þess
niðurskurðar sem hefur orðið í
málaflokknum á undanförnum ár-
um er þetta of mikið,“ segir Oddný
Harðardóttir, fyrrverandi fjármála-
ráðherra og fulltrúi Samfylkingar-
innar í fjárlaganefnd. „Fyrir árið
2013 gerði síðasta ríkisstjórn ekki
ráð fyrir neinum niðurskurði í
rekstri heilbrigð-
isstofnana eins
og gert er nú.
Okkur finnst for-
gangsröðunin
vitlaus, sérstak-
lega þegar búið
er að gefa eftir
tekjur vegna
veiðileyfagjalds-
ins og virðis-
aukaskatts á
gistingu en samt heldur niður-
skurðurinn áfram.“ Oddný segir
einnig fyrirhugað gjald fyrir inn-
lögn á sjúkrahús óréttlátt. „Þetta er
legugjald fyrir okkar veikasta fólk,
því eina fólkið sem leggst inn á
sjúkrahús í dag eru þeir allra veik-
ustu.“
Vantar sókn í fjárlögin
„Mér finnst töluvert ójafnvægi í
þessu frumvarpi,“ segir Guðmund-
ur Steingrímsson, formaður Bjartr-
ar framtíðar. „Það er í raun boðuð
alger stöðnun og í raun niðurníðsla
á Landspítalanum þar sem er mikil
þörf á nýju húsnæði eða viðhaldi á
því gamla.“ Hann hefur áhyggjur af
því að ekki sé boðuð nægilega skýr
stefna til framtíðar. „Það eru
dregnar til baka fjárfestingar sem
hafa legið fyrir í rannsóknum, hug-
verkaiðnaði og skapandi greinum
sem ég tel að hefðu getað skapað
miklar tekjur í framtíðinni. Það
vantar einhverja sókn til framtíð-
ar,“ segir Guð-
mundur.
„Þetta lítur
ekkert sérstak-
lega vel út, þetta
er stöðnunar-
frumvarp og aug-
ljóslega töluverð-
ur niðurskurður
sem boðaður er,“
segir Bjarkey
Gunnarsdóttir,
þingmaður VG í fjárlaganefnd.
„Það sem stingur helst í augu er
sjúklingaskattar sem á að leggja á,
bæði á Landspítalanum og Sjúkra-
húsinu á Akureyri, sem og að
tækjakaup eru skorin niður,“ segir
Bjarkey. Hún kveðst ósátt við að
auðlegðarskattur og orkuskattur
verði ekki framlengdir og segir það
kosta ríkið um tíu milljarða. „Þau
virðast ætla að slá af alla rann-
sókna- og þróunarstyrki meira og
minna, hvort sem það tilheyrir
skapandi greinum eða ferðaþjón-
ustunni. Boðorðið er auðvitað að
minnkandi skattheimta skili meiri
tekjum, en það teljum við ekki. Við
töldum að með því að slá ekki af
sköttunum hefðum við getað haldið
þessu til streitu. En ég er ánægð
með bankaskattinn ef það verður
framkvæmanlegt,“ segir Bjarkey.
Bjartsýni að stefna á afgang
„Það sem stendur upp úr finnst
mér vera forgangsröðunin sem gerð
var á sumarþingi þar sem verið er
að skera niður í tekjustofnunum,“
segir Helgi Hrafn Gunnarsson,
þingmaður Pírata. Hann segir það
mikla bjartsýni að stefna á afgang
af rekstri ríkissjóðs á næsta ári.
„Það er göfugt markmið, en ég ótt-
ast að þeir muni reyna að ná þessu
markmiði alfarið með niðurskurði
og tekjuskerðingu. Ég sé það ekki
ganga yfirhöfuð, hvað þá að það
verði réttlátt,“ segir Helgi.
Hafa áhyggjur af skertum tekjum
Stjórnarandstaðan setur spurningarmerki við forgangsröðun Skortir fjárfestingu og framtíðarsýn
Gjald fyrir legu á sjúkrahúsi óréttlátt Telur litlar líkur á að áform um rekstrarafgang gangi eftir
Bjarkey
Gunnarsdóttir
Helgi Hrafn
Gunnarsson
Oddný
Harðardóttir
Guðmundur
Steingrímsson
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir
Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Þing kom saman að nýju í gær. Að venju hélt for-
seti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, setningar-
ræðu. Lagði hann áherslu á mikilvægi þess að
þjóðin kæmi að stórum ákvörðunum, veitti
þinginu aðhald og að þingið endurheimti traust
meðal almennings. Vísaði hann meðal annars í orð
Jóns Sigurðssonar. „Hin mesta sæmd sem nokkur
maður getur hlotið er að halda fullkomnu trausti
samlanda sinna,“ sagði Ólafur Ragnar.
Forseti ávarpaði þingheim í ræðu við setningu Alþingis í gær
Morgunblaðið/Kristinn
Þjóðin komi að stórum ákvörðunum
Björn Már Ólafsson
Viðar Guðjónsson
„Við eigum eftir að sjá hvort fjárlögin
standast allar þær væntingar sem við
höfðum til þeirra, en ég er ánægð með
að svo virðist sem ríkisstjórnin hafi
séð sér fært að standa við loforðin
sem gefin voru á sumarþinginu,“ seg-
ir Jóna Valgerður Kristjánsdóttir,
formaður Landssambands eldri borg-
ara, um frumvarp til fjárlaga ársins
2014. Í skýringum með frumvarpinu
segir: „Frumvarpið felur í sér aukin
útgjöld til elli- og örorkulífeyrisþega
og félagslegrar aðstoðar sem nema
fimm milljörðum króna vegna ýmissa
breytinga á kjörum og réttindum
þessa hóps.“
Jóna segir enn eiga eftir að leið-
rétta margar skerðingar sem eldri
borgarar fengu á sig, en það að staðið
hafi verið við það sem kom fram á
sumarþinginu sé ákveðinn áfangi fyr-
ir eldri borgara.
Óviðunandi gjald sjúklinga
Guðmundur Magnússon, formaður
Öryrkjabandalags Íslands, segir það
jákvætt að útgjöld verði aukin til elli-
og örorkulífeyrisþega. „Vonandi þýð-
ir þetta að staðið sé við gefin loforð
um auknar almannatrygginga-
greiðslur og komið verði til móts við
þær skerðingar sem þessi hópur hef-
ur orðið fyrir,“ segir Guðmundur.
Aftur á móti er hann afar mótfall-
inn fyrirhuguðu gjaldi á sjúklinga
sem þurfa að leggjast inn á sjúkrahús.
„Þú átt ekkert að þurfa að greiða fyrir
það að vera veikur og þetta gjald er
óviðunandi.“
Ánægð með aukin útgjöld
Ákveðinn áfangi fyrir eldri borgara „Þú átt ekki að þurfa að greiða fyrir það
að vera veikur“ ÖBÍ ósátt við legugjaldið Vonandi verður staðið við loforðin
Guðmundur
Magnússon
Jóna Valgerður
Kristjánsdóttir
Fjárlögin
» Útgjöld til elli- og örorkulíf-
eyrisþega verða aukin.
» Útgjöld almannatrygginga
vaxa á næsta ári vegna fjölg-
unar bótaþega og verðbóta á
lífeyri.
Frumvarp til fjárlaga 2014
Félag kvikmynda-
gerðarmanna,
FK, harmar í yf-
irlýsingu sinni
áform um nið-
urskurð ríkis-
stjórnarinnar til
Kvikmyndasjóðs,
sem fram kemur í
fjárlagafrumvarp-
inu. Vitnað er til
orða Friðriks
Þórs Friðrikssonar kvikmyndagerð-
armanns, sem líkir fyrirhuguðum nið-
urskurði við að „slátra mjólkur-
kúnni“. Fara framlögin úr 1,1
milljarði niður í 735 milljónir kr.
Segir félagið að niðurskurðurinn
muni fyrst og fremst kippa fótunum
undan innlendri kvikmyndagerð,
„sem stóð mjög völtum fótum eftir þá
atlögu sem var gerð þegar sjóðirnir
voru skornir niður um 35% 2009“,
segir í yfirlýsingunni. Nú eigi að
skera fjármagnið niður um 42%, sem
sé „hrein atlaga“ að greininni. Áætlar
félagið að ríflega 200 ársstörf geti
tapast.
„Eins og að
slátra mjólk-
urkúnni“
Friðrik Þór
Friðriksson
Elín Björg Jóns-
dóttir, formaður
BSRB, segir að
við fyrsta yfir-
lestur fjárlaga-
frumvarpsins sé
útlit fyrir að
breytingar rík-
isstjórnarinnar
hafi verið minni
en búist var við.
Saknar hún þess
að sjá þá 12-13 milljarða innspýtingu
sem lofað hafi verið þar fyrir kosn-
ingar. Eins hefur hún áhyggjur af
legugjaldi á þá sem leggjast inn á
sjúkrahús. Þá telur hún að koma
þurfi á samræmdum húsnæðisbótum
svo að ekki skapist ósamræmi á milli
þeirra sem leigja og þeirra sem búa í
eigin húsnæði. Á móti fagnar hún því
að barna- og vaxtabætur skuli ekki
hafa verið lækkaðar auk þess sem
hún telur að 0,8% skattalækkun á
milliþrepi muni gagnast mörgum.
Minni breyt-
ingar en bú-
ast mátti við
Elín Björg
Jónsdóttir
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013
2