Morgunblaðið - 02.10.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.10.2013, Blaðsíða 4
BAKSVIÐS Baldur Arnarson baldura@mbl.is Samanlagður hagnaður stóru við- skiptabankanna þriggja frá ársbyrj- un 2009 til loka júní á þessu ári er um 223,4 milljarðar króna. Tímabilið skiptist niður í fjögur og hálft ár, eða 54 mánuði, og er samanlagður hagn- aður á mánuði því um 4,13 milljarðar króna, hvern einasta mánuð. Það gera 136 milljónir króna á dag í um 1.642 daga, eða sem svarar 5,7 milljónum króna á klukkustund, frá 1. janúar 2009 til 30. júní 2013. Hagnaðurinn er sýndur á mynd- rænan hátt hér til hliðar en tölurnar eru sóttar í ársreikninga, ársskýrslur bankanna 2009-2012 og uppgjör þeirra fyrir fyrri hluta þessa árs. Sýnir grafið hvernig Íslandsbanki hefur hagnast mest eða um tæplega 90.000 milljónir króna, þrátt fyrir 17,9 milljarða einskiptiskostnað árið 2011 vegna yfirtöku á Byr. Væri 243 milljarðar á núvirði Nokkur verðbólga hefur verið á tímabilinu og má nefna að vísitala neysluverðs var tæplega 16% hærri í júní 2013 en í desember 2009. Sé hagnaður hvers árs framreiknaður miðað við breytingar á vísitölunni frá desember ár hvert til júní 2013 er hann alls um 20 milljörðum hærri á núvirði, alls um 243.000 milljónir. Fram kom í Morgunblaðinu í febr- úar sl. að samanlagður heildarkostn- aður við byggingu nýs Landspítala væri þá metinn á 85 milljarða króna, samkvæmt frumvarpi fjármálaráð- herra um stofnun opinbers hluta- félags um spítalann. Inni í þeirri tölu var fjármagnskostnaður upp á 20 milljarða, ásamt því sem tekið var til- lit til sölu eigna upp á 8,5 milljarða. Myndi samanlagður hagnaður bankanna þriggja frá 2009 því fara langleiðina með að duga fyrir þrem nýjum Landspítölum. Skal í þessu efni tekið fram að hér er miðað við hagnað banka eftir skatta. Nokkur umræða skapaðist vegna greinar Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, í Morgunblaðinu sl. laugardag. Setti forstjórinn þar fram þá hug- mynd „að Alþingi setji inn í fjárlög 25% skatt á gróða bankanna sem verði notaður til þess að fjármagna endurreisn heilbrigðiskerfisins“. Hefði skilað 55,8 milljörðum Ef slíkur skattur hefði verið við lýði frá ársbyrjun 2009 hefði hann skilað 12,8 milljörðum fyrsta árið, 17,3 milljörðum 2010, 7,4 milljörðum 2011, 10,1 milljarði 2012 og 8,2 millj- örðum á fyrri hluta þessa árs, samanlagt um 55,8 milljörðum króna. Til samanburðar var rekstrar- kostnaður Landspítalans um 40 milljarðar króna í fyrra. Sem fyrr segir er samanlagður hagnaður bankanna ríflega 223 millj- arðar frá ársbyrjun 2009. Það gera 223.000.000.000 krónur eða milljón sinnum meira en 223.000 króna mán- aðartekur einstaklings eftir skatt, svo dæmi sé tekið. Annar samanburður er að laus- lega áætlaður byggingarkostnaður Hörpunnar er um 30 milljarðar króna og myndi hagnaðurinn því duga fyrir sjö slíkum tónlistarhús- um. Skal tekið fram að deilt er um kostnað við Hörpuna. Loks var áætl- að fyrr á þessu ári að kostnaður við Vaðlaheiðargöng yrði 8,7 milljarðar króna og mætti því grafa 26 slík göng fyrir hagnaðinn. Sex milljónir á klukkustund  Samanlagður hagnaður stóru bankanna þriggja frá ársbyrjun 2009 er ríflega 223.000 milljónir króna  Myndi duga til að reisa þrjá nýja Landspítala  Íslandsbanki hagnast mest eða um 90 milljarða Hagnaður viðskiptabankanna frá hruni í milljörðum króna *Hagnaðurinn árið 2011 var 1,9 milljarðar, en þar gætti áhrifa vegna virðisrýrnunar á viðskiptavild í kjölfar sameiningar Íslandsbanka og Byrs sparisjóðs sem olli einskiptiskostnaði upp á 17,873 milljarða króna. **Fyrstu sex mánuðir ársins. Heimildir: Ársreikningar og ársskýrslur bankanna 2009-2012, uppgjör bankanna fyrir fyrri hluta árs 2013. 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 59,53 ma.kr. 20 09 20 10 20 11 20 12 20 13 ** 12 ,8 7 12 ,5 6 11 ,1 0 17 ,1 0 5, 90 74,02 ma.kr. 20 09 20 10 20 11 20 12 20 13 ** 14 ,3 3 27 ,2 3 16 ,9 6 2 5, 49 4 15 ,5 0 89,83 ma.kr.* 20 09 20 10 20 11 20 12 20 13 ** 23 ,9 8 29 ,3 7 1, 87 23 ,4 0 11 ,2 1 20 09 20 10 20 11 20 12 20 13 ** 250 200 150 100 50 0 Samtals 223,37 ma.kr. 51 ,1 9 69 ,1 6 29 ,9 2 40 ,5 0 32 ,6 1 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Icelandair hefur auglýst eftir flug- mönnum til starfa vegna aukinna umsvifa. Gert er ráð fyrir að nýir flugmenn hefji störf næsta vor og starfi til hausts. Umsóknarfrestur er til 15. október nk. Ráðnir verða „einhverjir tugir“ nýrra flugmanna, segir Guðjón Arn- grímsson, upplýsingafulltrúi Ice- landair. Hann vildi ekki tilgreina fjöldann með meiri nákvæmni á þessu stigi málsins. Guðjón sagði fjölgun flugmanna tengjast fyrirætl- unum Icelandair á næsta ári. Þá bætast við þrír nýir áfangastaðir og verða þeir því alls 38 talsins. Tíðni flugferða á staði sem fyrir eru í áætl- unarkerfi félagsins verður aukin. Þrjár flugvélar bætast við flugflota Icelandair og verður 21 þota í flot- anum þegar mest verður. „Þetta er um 18% vöxtur og við gerum ráð fyr- ir að einhverjir tugir flugmanna verði ráðnir,“ sagði Guðjón. Betra atvinnuástand „Atvinnuástand á meðal flug- manna er betra nú en oft áður,“ sagði Sindri Sveinsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra at- vinnuflugmanna. Hann sagðist ekki hafa handbærar tölur um fjölda at- vinnulausra flugmanna. „Það er allt- af töluvert af ungum flugmönnum sem bíða eftir því að komast í fast flugmannsstarf. Margir hafa lokið atvinnuflugmannsnámi og starfa sem flugkennarar í hlutastarfi og jafnvel í öðru starfi með. Það er að- eins öðruvísi með flugmennina en ýmsar aðrar stéttir.“ Sindri sagði að vöxtur íslenskra flugfélaga væri ekki einungis já- kvæður fyrir flugmannastéttina heldur einnig fyrir atvinnulífið og þjóðarbúið í heild. Tugir flug- manna ráðnir Ljósmynd/Icelandair Icelandair Félagið hyggst fjölga flugvélum í flota sínum.  Aukning hjá Icelandair skapar störf Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Í gær varð hundrað ára Elísabet Jóhanna Sigurðar- dóttir, alltaf kölluð Jóhanna. Hún fæddist 1. október 1913 í Hofsgerði á Höfðaströnd en ólst að mestu upp í Hólakoti á Reykjaströnd í Skagafirði. Öll sín búskaparár bjó hún á Akureyri og dvelur nú á Hjúkrunar- og dval- arheimilinu Hlíð þar í bæ. Heilsa Jóhönnu er góð miðað við aldur en hún heyr- ir orðið mjög illa. Þegar blaðamaður hafði símasamband við hana í gær gat Jóhanna þó rætt aðeins í símann. Hvernig er að vera orðin hundrað ára? „Ég finn engan mun á mér frá því í gær,“ svarar Jó- hanna glettin. Hvað á að gera í tilefni dagsins? „Það verður kaffi í dag og veisla á laugardaginn. Ég er vön að fá pönnukökur.“ Í þjóðskrá stendur að þú sért fædd 1. október en í kirkjubókum 2. október, hvort er rétt? „Það er ekkert að marka þetta,“ segir Jóhanna og staðfestir að 1. október sé fæðingardagur hennar. Hvað er eftirminnilegast á löngu æviskeiði? „Líklega þegar ég sá fyrsta barnið mitt og heyrði það gráta,“ svarar Jóhanna. Þá er símtalinu lokið og við- eigandi að heyra í eldra barni Jóhönnu, Ástu Ein- arsdóttur, sem búsett er á Dalvík. „Miðað við aldur er hún ágætlega hress en skamm- tímaminnið er orðið ógurlega dapurt, hún dvelur meira í fortíðinni,“ segir Ásta um heilsu móður sinnar. Árið 1946 fékk Jóhanna berkla og dvaldi á Kristnesi í fjögur ár, Ásta segir mestu furðu hvað hún náði sér eft- ir það. Á fjögur barnabarnabarnabörn Jóhanna stundaði nám í gagnfræðaskólanum á Ak- ureyri og fór svo í MA. Hún þurfti að hætta þar námi og snúa heim í Skagafjörð til að sjá um heimili foreldra sinna eftir að móðir hennar lenti í slysi og varð rúmliggj- andi í langan tíma. Jóhanna átti sjö bræður. Eftir það sótti hún nám einn vetur í Kvennaskólanum í Reykjavík. „Hún var heimavinnandi húsmóðir eftir að hún setti saman heimili en áður starfaði hún meðal annars á saumastofu, í verslun og var einn vetur farkennari í Skagafirði,“ segir Ásta um starfsævi móður sinnar og bætir við að fyrrverandi nemendur hennar hafi enn sam- band við hana. Jóhanna giftist Einari Guðmundssyni frá Grímsey 19. nóvember 1938. Þau bjuggu nær allan sinn búskap á Klettaborg 2 á Akureyri en fluttu á hjúkrunarheimilið Hlíð árið 2006. Einar lést 2008, 97 ára að aldri. Jóhanna og Einar eignuðust tvö börn, Ástu og Sigurð Svein. Barnabörnin eru níu, barnabarnabörnin tuttugu og fjög- ur og barnabarnabarnabörnin eru orðin fjögur. Hundrað ára og ágætlega hress miðað við aldur Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Aldarafmæli Jóhanna Sigurðardóttir með afkomendum í fimm ættliði, börnin hennar tvö; Ásta Einarsdóttir og Sigurður Sveinn Einarsson, eru fyrir aftan hana. Yngsta barnabarnabarnabarnið er 3ja mánaða, Hilmir Þór. Landssamband íslenskra vélsleða- manna (LÍV) lýsir yfir stuðningi við þá ákvörðun umhverfisráðherra að fara í endurskoðun þeirra laga um náttúruvernd sem samþykkt voru á síðasta þingi og taka áttu gildi næsta vor. Að mati LÍV horfir margt í hinum nýju lögum engu að síður til framfara og geti þau verið góður grunnur fyrir frekari vinnu. „Líkt og við vinnslu svokallaðrar „Hvítbókar“ á sínum tíma var þó lítið tillit tekið til þeirra fjölmörgu athugasemda sem bárust frá þeim hópum sem einkum nýta hálendið og óbyggðir til útivistar og dægra- dvalar. Það er fjölmargt í hinum nýju lögum sem orkar tvímælis og þarfnast vandaðri yfirferðar,“ seg- ir m.a. í yfirlýsingu LÍV. Fagna vél- sleðamenn bættum vinnubrögðum núverandi umhverfisráðherra og að skapa eigi breiðari sátt um málið með því að hlusta á raddir þeirra aðila sem þekkja til á hálendinu. LÍV muni koma að þeirri vinnu. Vélsleðamenn styðja umhverfisráðherra og endurskoðun laga um náttúruvernd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.