Morgunblaðið - 02.10.2013, Page 8

Morgunblaðið - 02.10.2013, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013 Þótt Robert nokkur Wade hafifallið fyrir gríni um „fjölskyld- urnar fjórtán“ sem var yfirfært án talningar frá Rómönsku-Ameríku á Ísland hefur hann ekki enn svarað spurningunum fimmtán frá Hann- esi H. Gissurarsyni eins og Vef- Þjóðviljinn minnir á:    Ef marka má þaðsem Hannes vitnar til greinar þeirra, og svo spurninga hans, þá virðist vera ótrú- lega mikið af bein- um rangfærslum og órökstuddum full- yrðingum í grein þeirra. Hvers vegna ætli fjölmiðlar minnist ekki einu orði á spurning- arnar og það að ekkert svar muni hafa komið við þeim? Ekki hefur alltaf skort áhugann á þeim Wade og Sigurbjörgu.    Og ef spurningar Hannesar erutómur misskilningur og rang- færslur, þá væri það auðvitað nei- kvætt fyrir hann og ekki vantar eft- irspurnina eftir slíku. Samt minnast fjölmiðlar og álitsgjafar ekki á spurningarnar. En fjölmiðlar sögðu hins vegar frá því um daginn að Sigurbjörg hefði beðið Hannes afsökunar á því að hafa ranglega fullyrt opinber- lega að hann hefði sagt eitthvað, sem hann hafði aldrei sagt. Senni- lega var sú frétt óskiljanleg í eyrum flestra, og hugsanlega hafa ein- hverjir haldið að þar með hefði ver- ið svarað spurningunum til Wades. Þær hefðu þá bara snúist um ein- hverja vitlausa tilvitnun í Hannes.    En þetta mál var alls ekki meðalspurninganna til Wades. Þeim hefur aldrei verið svarað opinber- lega svo vitað sé, en enginn fjölmið- ill hefur áhuga á því.“ Robert Wade Veit ekki svörin? STAKSTEINAR Hannes H. Gissurarson Veður víða um heim 1.10., kl. 18.00 Reykjavík 7 súld Bolungarvík 5 skýjað Akureyri 5 alskýjað Nuuk 5 súld Þórshöfn 10 alskýjað Ósló 10 léttskýjað Kaupmannahöfn 12 léttskýjað Stokkhólmur 7 léttskýjað Helsinki 5 skýjað Lúxemborg 15 léttskýjað Brussel 17 heiðskírt Dublin 15 þoka Glasgow 15 léttskýjað London 17 skýjað París 17 heiðskírt Amsterdam 15 heiðskírt Hamborg 12 heiðskírt Berlín 12 léttskýjað Vín 12 skýjað Moskva 2 skýjað Algarve 22 skýjað Madríd 23 léttskýjað Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 28 léttskýjað Róm 23 léttskýjað Aþena 25 léttskýjað Winnipeg 12 heiðskírt Montreal 17 léttskýjað New York 23 heiðskírt Chicago 20 alskýjað Orlando 28 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 2. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:41 18:54 ÍSAFJÖRÐUR 7:48 18:57 SIGLUFJÖRÐUR 7:31 18:40 DJÚPIVOGUR 7:11 18:23 Borgarstjórn samþykkti í gær samhljóða tillögur borgarstjóra um aðgerðir gegn kynbundnum launamun sem byggðar eru á áætlun aðgerðahóps um kynbund- inn launamun. Aðgerðirnar eru í nokkrum liðum. Meðal annars að birta tölfræðiskýrslur ársfjórð- ungslega, framkvæma úttekt á launamun árlega og skylda stjórnendur til að sitja fræðslu- fundi. Fjöldi kvenna sem starfa hjá Reykjavíkurborg mætti á fundinn til að þrýsta á borgaryf- irvöld að leiðrétta kynbundinn launamun. Morgunblaðið/Júlíus Fjöldi krafðist útrýmingar kynbundins launamunar Illugi Gunnarsson menntamála- ráðherra leikur hér fyrsta leikinn fyrir hönd Sergeis Fedorchuks í skák gegn Arnari E. Gunnarssyni í fyrstu umferð stórmeistaramóts Taflfélags Reykjavíkur sem fram fór í gær. Mótið stendur til 8. október og þar tefla meðal annarra þrír stór- meistarar og fimm alþjóðlegir meist- arar. Úkraínumaðurinn Fedorchuck er stigahæsti keppandinn á mótinu með 2.667 stig en næstur er sam- landi hans, Mikhailo Olaksienko, með 2.596 stig. Arnar er stigahæstur Íslendinganna og sá sjötti stiga- hæsti á mótinu með 2.441 stig. Morgunblaðið/Ómar Ráðherra leikur fram Auglýst eftir umsóknum um Eyrarrósina Byggðastofnun, Listahátíð í Reykjavík og Flugfélag Íslands standa saman að Eyrarrósinni, viðurkenningu sem árlega er veitt afburða menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar. Umsækjendur geta m.a. verið stofnun, tímabundið verkefni, safn eða menningarhátíð. Verndari Eyrarrósarinnar er Dorrit Moussaieff, forsetafrú. Þrjú verkefni eru tilnefnd og hlýtur eitt þeirra Eyrar- rósina, peningaverðlaun að upphæð 1.650.000 kr. og flugferðir hjá Flugfélagi Íslands. Hin tvö hljóta 300.000 kr. auk flugferða. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2013 og verður öllum umsóknum svarað. Eyrarrósin verður afhent í febrúar 2014. Umsóknir skal senda rafrænt til Listahátíðar í Reykjavík á netfangið eyrarros@artfest.is. Umsókn skal fylgja greinargóð lýsing á verkefninu, tíma- og verkáætlun, upplýsingar um aðstandendur og fjárhagsáætlun. Allar nánari upplýsingar á vef Listahátíðar í Reykjavík: www.listahatid.is og í síma 561-2444.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.