Morgunblaðið - 02.10.2013, Blaðsíða 11
Hátíðardagskrá í Þjóðminjasafni 5. október kl. 13
um Hrafn Sveinbjarnarson:
Torfi H. Tulinius: Höfðingi nýrra tíma. Hrafn
Sveinbjarnarson í samtíð sinni.
Guðrún Nordal: Undrin í skáldskap Hrafns sögu.
Ásdís Egilsdóttir: Lækningar og sáluhjálp. Við-
horf til lækninga í Hrafns sögu.
Eiríkur Jónsson: Þvagfæraskurðlæknirinn Hrafn
Sveinbjarnarson.
Jón Jóhannes Jónsson:
Guðrún P. Helgadóttir og
fræðivinna hennar.
Revía í tali og tónum:
Dýrlingur á faraldsfæti:
Óttar Guðmundsson
og Diabolus In Me-
dica;
Jóhanna V. Þórhalls-
dóttir, Aðalheiður Þor-
steinsdóttir, Páll Torfi
Önundarson, Jón Sig-
urpálsson.
Umræður á milli fyr-
irlestra og kaffihlé.
RÁÐSTEFNA
Hrafn var m.a. þekktur fyrir að vinna á nýrnasteinum.
800 ára ártíð Hrafns
Sveinbjarnarsonar
Revía Frá Hrafnseyri í sumar þegar Óttar og Diabolus in Medica fluttu revíu um dýrling á faraldsfæti.
Hrafn og Þorvaldur
Örlög Hrafns urðu ill, hann lenti í deilum við hinn
goðorðsmanninn á Vestfjörðum, Þorvald Vatnsfirðing,
sem endaði með því að Þorvaldur drap Hrafn. „Þetta var
stríð um yfirráð, en slíkar ættardeilur voru ekki óalgeng-
ar á þeim tíma. Þarna tókust á Seldælir og Vatnsfirð-
ingar, en Hrafn var foringi Seldælinga. Þorvaldi er í
Hrafnssögu lýst sem miklu illmenni, en Hrafn hafði áður
sýnt honum miskunn og vináttu. Hrafn hafði líf Þorvald-
ar í hendi sér og hefði getað drepið hann, eins og aðrir
höfðingjar Sturlungu gerðu gjarnan. En hann sýndi
kristilega miskunnsemi og var drepinn fyrir vik-
ið. Dauði hans minnir sumpart á dauða Krists,
hann fyrirgefur óvinum sínum og er drepinn á
hrottalegan hátt. Ýmis jarteikn urðu eftir þann
atburð, til dæmis varð hóllinn þar sem Hrafn var
hálshöggvinn, algrænn í miðju páskahreti.“
Mikið mannvit
Óttar segir að mannvit og vísindi ráði för
í skemmtilegum erindum sem flutt verða á
laugardaginn, en í lok dagskrárinnar verður
flutt revía með Óttari og hljómsveitinni
Diabolus In Medica. „Þar tökum við ævi
Hrafns í tali og tónum, ég segi söguna af hon-
um en svo er það kryddað með dægurlögum
og öðru skemmtilegu. Það er afskaplega óvís-
indalegur léttleiki ráðandi í því atriði, grín og
glens.“
Morgunblaðið/Ómar
Þátttakendur Jóhanna og Óttar taka þátt í Revíunni.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013
Tríó Sunnu Gunnlaugs spilar í Edin-
borgarhúsi á Ísafirði á morgun,
fimmtudag, kl. 20. Sunna fagnar ný-
útkomnum diski Tríós Sunnu Gunn-
laugs, „Distilled“, sem fengið hefur
góða umfjöllun erlendis. Djass-
gagnrýnandi Rhapsody valdi „Dis-
tilled“ sem einn af top 10 diskum
septembermánaðar. Diskurinn fékk
einnig nýlega umfjöllun hjá London
Jazz News sem segir Sunnu vera
„sérlega smekklegan píanista“ og
diskinn vera „ferskan og óaðfinn-
anlega fram settan af þéttu tríói,
stútfullu af hugmyndum“.
Jazznytt í Noregi mælir með diskn-
um í nýjasta tölublaði sínu og Jazz
Japan gefur honum einnig frábæra
dóma og segir „stemningu disksins
ná hæðum sem einungis topp-tónlist
nær“. Tríóið fagnar nú útkomu disks-
ins með tónleikum víða um land.
Hefur fengið góða dóma í útlandinu
Tríó Sunna píanó, Þorgrímur Jónsson bassi, Scott McLemore trommur.
Tríó Sunnu Gunnlaugs fagnar
Í dag kl. 15.30 verður málþing í
fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins
þar sem fjallað verður um gildi
menntunar og þekkingar í fjöl-
menningarlegum heimi. Sérlegur
gestur er Anjimile Oponyo, ráðu-
neytisstjóri menntamálaráðuneytis
Malaví.
Erindi hennar ber yfirskriftina
Menntun í Malaví og áskoranir í
skólamálum.
Hildur Blöndal Sveinsdóttir flyt-
ur erindið Veröldin og við, mennt-
un, margbreytileiki og hnattræn
vitund. Kynntar verða niðurstöður
nýrrar skoðanakönnunar um við-
horf til alþjóðlegrar þróunarsam-
vinnu Íslands og þekkingu á mála-
flokknum ásamt nýrri skýrslu um
stöðu þróunarfræðslu hér á landi.
Illugi Gunnarsson, mennta- og
menningarmálaráðherra, mun opna
formlega nýjan upplýsingavef:
Til að auka skilning og þekkingu á málefnum þróunarlanda
Sérlegur gestur Anjimile Oponyo.
Hvers virði er menntun?
komumheiminumilag.is, um
þróunarfræðslu í grunn- og fram-
haldsskólum þar sem safnað hefur
verið saman gagnlegum upplýs-
ingum.
Næstkomandi föstudag, 4. október
klukkan 17, verður opnuð sýning á
ljósmyndum eftir Guðjón Róbert
Ágústsson á Bókasafninu í Hvera-
gerði. Flestar myndirnar eru teknar
á síðustu þremur árum og sýna fjöl-
breytileika í íslenskri náttúru. Ró-
bert hefur unnið við ljósmyndun
síðan í maí 1965 þegar hann hóf
störf á ljósmyndadeild dagblaðsins
Tímans við prentmyndagerð og
blaðaljósmyndun. Hann vann á Tím-
anum og NT fram í júní 1984. Frá
þeim tíma hefur hann unnið sjálf-
stætt sem ljósmyndari og blaða-
maður. Róbert hefur búið í Hvera-
gerði síðastliðin tvö ár.
Sýningin verður opin á afgreiðslu-
tíma bókasafnsins, virka daga kl.
13-18.30 og laugardaga kl. 11-14.
Ljósmyndasýning Róberts á Bókasafninu í Hveragerði
Ljósmyndari Guðjón Róbert hefur tekið margar myndir úti í náttúru Íslands.
Fjölbreytileiki íslenskrar náttúru