Morgunblaðið - 02.10.2013, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 02.10.2013, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013 Úrkomudagar að sumri í Reykja- vík hafa aðeins tvisvar sinnum verið fleiri en á liðnu sumri frá árinu 1920. Þetta kemur fram í pistli Sigurðar Þórs Guðjónssonar veðursagnfræðings (nim- bus.blog.is). Sigurður segir að mánuðirnir júní til september séu hinir hefð- bundnu sumarmánuðir að mati Veðurstofunnar. Úrkomudagarnir á nýliðnu sumri voru 89, sumarið 1969 voru þeir 97 en 95 sumarið 1955. Miðað við úrkomumagn var síðastliðið sumar það tíunda úr- komumesta í Reykjavík síðan 1920 þegar Veðurstofan var stofnuð. Úrkoman í sumar var 314 milli- metrar. Sumrin 2007 og 2008 mældist meiri úrkoma að magni til en nú. Úrkomudagar voru þó færri en í sumar. Áður en Veðurstofan var stofnuð var úrkoman í Reykja- vík athuguð á árunum 1885-1907. Sumarið 1887 mældist úrkoman vera 407 mm og sumarið 1899 var hún 405 mm. Á fyrrnefndu tímabili voru því þessi sumur og eins árin 1900 og 1901 úrkomusamari en sumarið sem er nýliðið. Sigurður fjallar einnig um sól- skinsstundir. Í sumar urðu þær 540 samkvæmt mælingum. Alls hefur 21 sumar verið sólarminna í Reykjavík frá árinu 1911 ef Vífils- staðir eru taldir með (1911-1917). Frá því Veðurstofan var stofnuð 1920 hafa 17 sumur verið sól- arminni. Meðalhiti sá minnsti frá 1995 Meðalhitinn í Reykjavík í sumar var 9,5 stig og sá minnsti frá árinu 1995. Þá var meðalhitinn nánast sá sami og nú. Frá því Veðurstofan var stofnuð árið 1920 hafa 36 sum- ur verið kaldari í Reykjavík, þar af voru 23 á árunum 1966-1995, samkvæmt pistli Sigurðar Þórs. Meðalhitinn á liðnu sumri var 0,2 stigum yfir meðaltalinu 1961-1990 og 0,6 stigum undir meðalhitanum á hlýindatímabilinu 1931-1960 og 1,2 stigum undir meðallagi þess- arar aldar. Fram að þessu verður hún „að kallast gullöld reykvísks veðurfars,“ að mati Sigurðar Þórs. gudni@mbl.is Margir úrkomudagar í sumar  Aðeins tvisvar verið fleiri í Reykjavík frá 1920 Morgunblaðið/RAX Votviðri Regnhlífarnar hafa verið á lofti marga daga á þessu sumri. Íslenska vitafélagið – félag um ís- lenska strandmenningu er að hefja vetrarstarfið. Fyrsti fundurinn verður 2. október, kl. 20.00 í Vík- inni við Grandagarð. Örlygur Kristfinnsson fjallar fyrst um Siglufjörð og norræna samvinnu en Siglufjörður var miðstöð síld- veiða fyrr á árum og öldum. Loks verður fjallað um trébátinn Húna II sem vakti mikla athygli í sumar þegar hann sigldi kringum landið og skipverjar fluttu tónleika og skemmtidagskrá. Siglufjörður og Húni II á fræðslukvöldi Málþing um kynferðisofbeldi gegn fötluðu fólki verður haldið á Grand Hóteli í Reykjavík á morg- un, fimmtudag, frá klukkan 13 til 17. Aðgangur að málþinginu er ókeypis en skráning fer fram á vefnum throskahjalp.is. Rit- og táknmálstúlkar verða á staðnum. Málþing um kynferðisofbeldi Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Hiti í nýliðnum september var nærri meðallagi áranna 1961 til 1990, en víðast hvar rúmlega einu stigi undir meðallagi síðustu tíu ára. Þetta kemur fram í yfirliti Trausta Jónssonar veðurfræðings um mán- uðinn. Úrkomusamt var á landinu og þurrkar víða daufir, segir Trausti. Mikið norðanillviðri gerði um miðjan mánuðinn og olli skaða á nokkrum stöðum og setti niður talsverðan snjó á heiðar og í fjöll. Meðalhiti í Reykjavík var 7,1 stig í september, 0,2 stigum neðan með- allags áranna 1961 til 1990, en 1,6 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Þetta er kaldasti september síð- an 2005, en hiti var mjög svipaður í september í fyrra. Telst mánuðurinn sá 96. hlýjasti af þeim 143 árum sem mælingar hafa staðið. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 6,7 stig og er það í meðallagi. Á Akureyri mældist með- alhiti 6,4 stig og er það 0,1 stigi ofan meðallags 1961 til 1990 en 1,4 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Höfn í Hornafirði var meðalhitinn 7,3 stig og 1,9 stig á Hveravöllum. Hæstur var meðalhiti mánaðarins á Garðskagavita, 8,1 stig, og 7,9 í Surtsey. Lægstur var meðalhitinn á Þverfjalli, 0,3 stig. Í byggð var með- alhiti lægstur í Möðrudal, 3,0 stig. Hæsti hiti mánaðarins mældist á Hallormsstað hinn 7. september, 20,4 stig. Á mannaðri stöð mældist hitinn hæstur 19,8 stig hinn 8. á Skjaldþingsstöðum. Lægsti hiti mánaðarins mældist -13,4 stig á Brúarjökli hinn 28. Í byggð mældist lægsti hitinn -7,3 stig í Möðrudal hinn 19. Lægsti hiti á mannaðri stöð mældist -5,0 stig á Grímsstöðum hinn 28. Frostið á Brú- arjökli hinn 28. er nýtt dægurmet (lægsti lágmarkshiti 28. september). Eldra met var frá Grímsstöðum á Fjöllum árið 1969, -11,5 stig. Úrkoman mældist 89,7 millimetr- ar í Reykjavík í september. Það er um 35% umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Meiri úrkoma mældist í Reykjavík í september í fyrra en nú. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 129,1 mm. Það er meira en tvöföld meðalúrkoma septembermánaðar og það mesta í september síðan 2008. Á Akureyri mældist úrkoman 62,5 mm, það er um 60% umfram meðallag. Úrkoma á Stórhöfða í Vestmanna- eyjum mældist 209,1 mm og er það líka um 60% umfram meðallag. Septembermánuður í meðallagi  Úrkomusamt var á landinu og þurrkar víða daufir  Þetta er kaldasti september í höfuðborginni síðan árið 2005  Úrkoman var yfir meðallagi á flestum veðurstöðvum  Metfrost á Brúarjökli Sólarlítið » Sólskin í Reykjavík mældist í 120,1 stund í september, fimm stundum minna en í meðalári. » Í september í fyrra mæld- ust rúmar 142 sólskinsstundir í Reykjavík. » Á Akureyri mældust sól- skinsstundirnar 98,8. Það er 13 stundir umfram meðallag. » Á Akureyri mældust sól- skinsstundirnar 84,7 í sept- ember í fyrra. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Rigning Septembermánuður var blautur víða um land. Við erum sérfræðingar í prenturum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki Otto B. Arnar ehf | Skipholt 17, 105 Reykjavík | Sími 588 4699 | www.oba.is | oba@oba.is PRENTLAUSNIR Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Trúnaðarmaður hjúkrunarfræðinga á Heilsugæslustöðinni á Akureyri (HAK) segir að hjúkrunarfræðingar hafi ekki fengið launahækkun í sam- ræmi við jafnlaunaátak stjórnvalda, þrátt fyrir að hinu gagnstæða hafi verið haldið fram. Vísar hún þar í ummæli Birgis Gunnarssonar, forstjóra Reykja- lundar, sem sagði í samtali við Morg- unblaðið á laugardag og ítrekaði í blaðinu í gær að hann hefði heimildir fyrir því að heilsugæslunni á Akur- eyri hefði verið „kippt inn“ í jafn- launaátakið sem renna átti til ríkis- stofnana á heilbrigðissviði. Heilsugæslustöðin á Akureyri er rekin á þjónustusamningi sem Akur- eyrarbær og ríkið gerðu með sér og flokkast HAK því ekki sem bein und- irstofnun ríkisins. „Hjúkrunarfræðingar á Heilsu- gæslustöðinni á Akureyri hafa ekki fengið þessa launahækkun,“ segir Ingibjörg Sólrún Ingimundardóttir, trúnaðarmaður hjúkrunarfræðinga á HAK. Heilsugæslustöðvarnar á Höfn í Hornafirði og á Akureyri eru reknar á þjónustusamningi við ríkið. „Með jafnlaunaátaki ríkisins er verið að leiðrétta kynjamismun í launum en á sama tíma er búin til annars konar mismunun,“ segir Ingibjörg. Verði leiðrétt hið snarasta Hjúkrunarfræðingar á heilsu- gæslum á höfuðborgarsvæðinu og á Sjúkrahúsinu á Akureyri hafa fengið launahækkun í kjölfar jafnlauna- átaksins. „Af hverju eigum við að gjalda þess að Akureyrarbær er með þjón- ustusamning við ríkið? Við fögnum þessu jafnlaunaátaki og treystum því að Akureyrarbær leiðrétti þetta hið snarasta og fái svo framlög frá ríkinu í samræmi við það,“ segir Ingibjörg Sólrún. Hafa ekki fengið launahækkun  Akureyrarbær leiðrétti launin Heilsugæsla Hjúkrunarfræðingar hafa ekki fengið launahækkanir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.