Morgunblaðið - 02.10.2013, Side 14

Morgunblaðið - 02.10.2013, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013 Frumvarp til fjárlaga 2014 SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Gert er ráð fyrir hallalausum rekstri á ríkissjóði á næsta ári í fjárlaga- frumvarpi ársins 2014, sem lagt var fram á Alþingi í gær. Gangi það eftir yrðu fjárlög næsta árs fyrstu halla- lausu fjárlögin í sex ár. Heildargjöld ríkissjóðs á næsta ári eru áætluð 587,1 milljarður kr. og lækka útgjöldin um 6,6 milljarða frá fjárlögum yfirstandandi árs að frá- töldum gengis- og verðlagsbreyting- um. Heildartekjur ríkissjóðs eiga að nema 587,6 milljörðum á rekstrar- grunni og er það aukning um 31,9 milljarða frá áætlaðri endurmetinni útkomu á yfirstandandi ári. Vaxa þær um 5,7% að nafnvirði frá fyrra ári. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði er hann kynnti frumvarpið á fréttamanna- fundi að markmiðin væru að ná jafn- vægi í ríkisfjármálum, breikka skatt- stofna og lækka skatta, auka ráð- stöfunartekjur heimila og örva atvinnulífið. Benti hann á að á þessu ári stefndi í 31,1 milljarðs kr. halla á ríkissjóði en í fjárlögum var gert ráð fyrir 3,7 milljarða kr. halla. Boðaðar eru viðamiklar aðhalds-, hagræðingar- og niðurskurðar- aðgerðir í frumvarpinu upp á tæpa 12 milljarða króna. Aðahaldsaðgerð- unum er skipt í þrennt. Í fyrsta lagi var ráðuneytunum sett almennt að- haldsmarkmið um að draga úr út- gjöldum sem nemur 1,5% af veltu málaflokka ráðuneytanna. Eiga út- gjöldin að lækka um 3,6 milljarða með þessum aðgerðum. Í öðru lagi var ákveðið að hætta við ýmis nýleg eða óútfærð verkefni og skera þau framlög sem ella hefðu komið til nið- ur um 5,8 milljarða kr. Þetta eru að- allega ýmis verkefni sem fyrri rík- isstjórn hafði ákveðið í svonefndri fjárfestingaráætlun 2013-2015 að frátöldum verkefnum sem búið er að bjóða út og samningsbinda, s.s. Norðfjarðargöng og nýtt fangelsi. Í þriðja lagi á svo að grípa til ýmissa sértækra aðhaldsaðgerða sem eiga að lækka útgjöld um 2,6 milljarða. „Fá að nýju alvöruviðspyrnu“ Þessu til viðbótar er lagt til að dregið verði úr vaxtabyrði ríkissjóðs með endurskoðun á skilmálum skuldabréfs sem gefið var út í kjölfar hruns viðskiptabankanna til að styrkja eiginfjárstöðu Seðlabank- ans. Það stóð í 170 milljörðum í lok síðasta árs. Eiga vaxtagreiðslur rík- isins að lækka um 10,7 milljarða með þessari aðgerð. Ráðstafanir sem gripið verður til á tekjuhlið eiga að skila ríkissjóði sjö milljarða kr. tekjuauka á næsta ári. Þar vegur þyngst hækkun banka- skattsins og breikkun skattstofns- ins, sem á að skila 14,2 milljörðum. Á móti lækkar fjársýsluskatturinn á fjármálastofnanir. Miðþrepið í tekju- skattskerfinu verður lækkað í 25% eða sem gæti numið um fimm millj- örðum kr. en fram kom í máli ráð- herra að um 80% skattgreiðenda greiddu skatt í þessu skattþrepi. Nú er útlit fyrir að skuldir ríkis- sjóðs verði samanlagt 1.500 milljarð- ar kr. eða 84% af landsframleiðslu í lok þessa árs. Fram kom í máli ráð- herra að skuldaaukning ríkisins vegna hallarekstrar síðustu ára verði nærri 400 milljarðar í lok árs- ins 2013. „Þessi mikla skuldastaða, ófjár- magnaðar skuldbindingar og háar vaxtagreiðslu draga upp óviðunandi stöðu. Þess vegna er það forgangs- atriði í fjárlagagerðinni fyrir árið 2014 að stöðva skuldasöfnunina og leggja áherslu á hversu miklu jöfn- uður í ríkisfjármálunum skiptir fyrir okkur til þess að fá að nýju alvöru- viðspyrnu,“ sagði Bjarni. Stefnt að hallalausum rekstri  Boðaðar aðhalds- og niðurskurðaraðgerðir upp á 12 milljarða  Markmið sett um að breikka skattstofna, lækka skatta, stöðva skuldasöfnunina, auka ráðstöfunartekjur heimila og örva atvinnulífið Morgunblaðið/Kristinn Fjárlagafrumvarpið Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti frumvarp til fjárlaga fyrir fréttamönnum í gær. Dregið verður úr nýfram- kvæmdum á vegum ríkisins á næsta ári samkvæmt fjárlaga- frumvarpinu fyrir um 800 millj- ónir króna og segir í greinargerð frumvarpsins að þetta sé gert til að vega á móti auknum út- gjöldum við stórverkefni á borð við jarðgangaframkvæmdir. Einnig lækkar framlag ríkis- sjóðs til starfstengdra endur- hæfingarsjóða um 600 milljónir. Þá verða styrkir til fisk- vinnslustöðva felldir niður sem leiðir til 200 milljóna kr. lækk- unar á útgjöldum ríkissjóðs og tímabundin 200 milljóna króna lækkun verður á framlagi til flug- valla og flugleiðsöguþjónustu, að því er fram kemur í frumvarp- inu. Útgjöld aukast hins vegar samtals um 1,5 milljarða kr. vegna uppbyggingar á innviðum í tengslum við atvinnuuppbygg- ingu á Bakka við Húsavík. Þar er um að ræða framlög vegna hafn- arframkvæmda, vegtengingar og lóðaframkvæmda. Ennfremur er lagt til að fram- lag til Norðfjarðarganga hækki um tæplega 700 miljónir og verði 3,2 milljarðar á næsta ári. Þá kemur fram í frumvarpinu að lagt er til að veita 500 millj- ónir kr. til eflingar almennri lög- gæslu í landinu. 1,5 milljarðar vegna Bakka DREGIÐ VERÐUR ÚR NÝFRAMKVÆMDUM Gert er ráð fyrir 4,5 milljarða kr. fjárheimild í fjárlagafrumvarpi næsta árs til að mæta fjárþörf Íbúðalánasjóðs sem kunni að leiða af rekstrarhalla vegna ósjálfbærs vaxtamunar og kostnaðar við yfir- teknar fasteignir, að því er segir í greinargerð frumvarpsins. Meðal annarra ráðstafana á út- gjaldahlið er að ákveðið hefur verið að gera breytingar á fæðing- arorlofskerfinu með því að hækka þak í fæðingarorlofi í 370 þúsund krónur. Hins vegar verður fallið frá lengingu orlofsins. Átakið „Allir vinna“ verður fram- lengt, en ella hefðu um áramót fall- ið niður endurgreiðslur á virðis- aukaskatti vegna vinnu við íbúðar-, frístundahúsnæði og húsnæði sem er alfarið í eigu sveitarfélaga. Áformum um Stofnun ís- lenskra fræða skotið á frest Nokkrir fjárlagaliðir fá enga fjárveitingu í ár og aðrar þurfa að taka á sig verulega skerðingu. Áformum um byggingu Stofnunar íslenskra fræða við Suðurgötu í Reykjavík verður skotið á frest og sama á við byggingu nýs Landspít- ala. Embætti talsmanns neytenda fær engar fjárveitingar á næsta ári, en gert er ráð fyrir að embættið sameinist Neytendastofu á næsta ári. Embættið kostar 14,8 milljónir í ár. Fóðursjóður verður lagður niður, en hann veltir 1.400 millj- ónum á þessu ári. Verðmiðlun á landbúnaðarvörum verður sömu- leiðis hætt, en 405 milljónir fara í þennan lið í ár. Ekki er heldur gert ráð fyrir neinu framlagi í jöfnun flutningskostnaðar, en síðasta rík- isstjórn beitti sér fyrir því að tæp- lega 200 milljónir færu í þetta verkefni í ár. Hætt verður við nokkur verkefni sem tengjast fjárfestingaráætlun fyrri ríkisstjórnar. Framlög til sóknaráætlunar landshluta lækkar úr 400 milljónum niður 15 milljónir. Liðurinn græn skref og vistvæn innkaup fær ekkert í frumvarpinu, en hann fékk 150 milljónir í ár. Framlag upp á 280 milljónir í Græna hagkerfið verður fellt niður. 4,5 milljarða heimild til ÍLS  Þak í fæðingarorlofi í 370 þúsund Morgunblaðið/Jim Smart Fæðingarorlof Launaþakið hækkar um 20 þúsund kr. og fer í 370 þús. Skannaðu kóðann til að sjá viðtal við fjármálaráðherra. Alþjóðleg ráðstefna um bankahrunið og smáríkin í Evrópu í stofu N-132 í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, mánudaginn 7. október 2013 kl. 17–19 Dr. Eamonn Butler, forstöðumaður Adam Smith-stofnunarinnar í Lundúnum: Causes of the Financial Crisis Dr. Pythagoras Petratos, kennari í fjármálafræði í Said School of Business í Oxford: Cyprus — the other island Prófessor Hannes H. Gissurarson, Háskóla Íslands: Causes of the Icelandic Bank Collapse Dr. Ásgeir Jónsson, hagfræðilektor í Háskóla Íslands: What Happened after the Icelandic Bank Collapse? Umsegjandi: Dr. Stefanía Óskarsdóttir, lektor í stjórnmálafræði Fundarstjóri: Ásta Möller, forstöðumaður Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála Ókeypis aðgangur Allir velkomnir, meðan húsrúm leyfir Að kvöldi sama dags verður Frelsiskvöldverður RNH, þar sem Davíð Oddsson ritstjóri verður ræðumaður og rifjar upp bankahrunið, og er uppselt í hann. Nánari upplýsingar: www.rnh.is Þegar rykið er sest: BANKAHRUNIÐ AÐ FIMM ÁRUM LIÐNUM Dýpri skilningur, ný sjónarhorn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.