Morgunblaðið - 02.10.2013, Qupperneq 22
BAKSVIÐ
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Eru bandarísk stjórnvöld algerlega
gengin af göflunum? spurði öld-
ungadeildarþingmaðurinn Claire
McCaskill, demókrati frá Missouri, í
ræðu í öldungadeild Bandaríkja-
þings eftir að deildin hafnaði fjár-
lagafrumvarpi repúblikana sem
hafði verið samþykkt í fulltrúadeild-
inni. „Það er mjög erfitt að átta sig á
því úr fjarlægð hverjir hafa misst
vitið. Annar flokkurinn, hinn flokk-
urinn, við öll, forsetinn?“ spurði
McCaskill.
Öldungadeildin hafnaði frumvarpi
til bráðabirgðafjárlaga sem var háð
því skilyrði repúblikana að gildis-
töku nýrra laga um sjúkratrygg-
ingar yrði frestað. Demókratar, sem
eru í meirihluta í öldungadeildinni
en minnihluta í fulltrúadeildinni,
höfnuðu þessu skilyrði.
Pattstaðan á þinginu í deilunni um
fjárlögin varð til þess að fjárheim-
ildir hins opinbera runnu út í gær og
starfsemi bandarískra ríkisstofnana
stöðvaðist að miklu leyti í fyrsta
skipti í sautján ár.
Flokkarnir á þinginu kenndu hvor
öðrum um. Barack Obama Banda-
ríkjaforseti og þingmenn demókrata
sögðu að repúblikanar ættu einir sök
á því að starfsemi stofnananna
stöðvaðist vegna þess að þeir hefðu
notað fjárlagafrumvarpið til að
reyna að hindra gildistöku nýju lag-
anna um sjúkratryggingar, sem
nefnd hafa verið Obamacare.
Repúblikanar skelltu hins vegar
skuldinni á Obama og Harry M.
Reid, leiðtoga meirihlutans í öld-
ungadeildinni, vegna þess að þeir
hefðu neitað að semja um málið og
ekki léð máls á neinum tilslökunum.
Skoðanakönnun, sem The Was-
hington Post birti í fyrradag, bendir
til þess að almenningur í Bandaríkj-
unum hafi fengið sig fullsaddan á
karpi flokkanna og óánægjan beinist
einkum að repúblikönum. Aðeins
26% sögðust vera ánægð með fram-
göngu repúblikana í málinu, 34%
voru ánægð með demókrata og 41%
með Obama forseta.
Könnun Quinnipiac-háskóla, sem
birt var í gær, bendir til þess að 72%
Bandaríkjamanna séu andvíg því að
starfsemi ríkisstofnana sé stöðvuð
með það að markmiði að hindra
gildistöku sjúkratryggingalaganna.
Peter Foster, fréttaskýrandi The
Telegraph, telur líklegt að Obama
hafi betur í rimmunni við repúblik-
ana um fjárlögin. Þótt kannanir
bendi til þess að meirihluti Banda-
ríkjamanna sé andvígur nýju sjúkra-
tryggingalögunum séu tveir þriðju
þeirra á móti því að ríkisstofnunum
sé lokað vegna Obamacare.
„Eins og John McCain, öldunga-
deildarþingmaður repbúblikana, tók
mæðulega fram þegar þetta ferli
hófst þá voru Obamacare-lögin sam-
þykkt á Bandaríkjaþingi, staðfest af
hæstarétti Bandaríkjanna og tekist
var á um þau í kosningunum 2012 –
þegar Obama sigraði örugglega,“
skrifar Foster. Hann bendir einnig á
að repúblikanar eru taldir hafa farið
halloka síðast þegar starfsemi
bandarískra stofnana lamaðist
vegna deilna um fjárlög, veturinn
1995-1996. Skuldinni var þá einkum
skellt á repúblikana, sérstaklega
Newt Gingrich, sem var þá forseti
fulltrúadeildarinnar. Bill Clinton
sakaði repúblikana á þinginu um of-
stæki og var endurkjörinn forseti í
nóvember 1996.
„Heimskuleg“ tenging
Sem forseti er Obama í betri að-
stöðu en þingmenn repúblikana til
að sannfæra þjóðina um að andstæð-
ingar hans eigi sök á því að starf-
semi ríkisstofnana lamaðist. Að sögn
The New York Times er ágreiningur
meðal þingmanna repúblikana um
hvort rétt hafi verið að tengja fjár-
lögin við sjúkratryggingalögin. „Það
er heimskulegt að loka ríkisstofn-
unum út af þessu máli,“ hefur blaðið
eftir Phil Gingrey, fulltrúadeildar-
þingmanni frá Georgíu.
Repúblikanar í Teboðshreyfing-
unni svonefndu láta þó engan bilbug
á sér finna og nokkrir þeirra hafa
sagt að ekki skipti öllu máli hvort
repúblikanar hafi betur í rimmunni.
„Stundum verða menn að fylgja
sannfæringu sinni án þess að spyrja
hvað það kosti, hvaða líkur séu á því
að það beri árangur,“ hefur The
New York Times eftir fulltrúa-
deildarþingmanninum John Culber-
son, repúblikana frá Texas.
Gæti skaðað repúblikana
Talið líklegt að Obama hafi betur í rimmunni við repúblikana um fjárlagafrumvarpið eftir að
starfsemi ríkisstofnana stöðvaðist að miklu leyti Í betri aðstöðu til að fá þjóðina á sitt band
AFP
Í tímaþröng Harry M. Reid, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni (t.h.), og þingmaðurinn Chuck Schumer, demó-
krati frá New York, á blaðamannafundi í þinghúsinu í Washington áður en fjárheimildir hins opinbera runnu út.
Röng ákvörðun?
» Þingmenn repúblikana
sögðust ekki ætla að gefa eft-
ir í deilunni um fjárlögin en
fram komu skýr merki um að
þeir hefðu vaxandi áhyggjur
af því að lokun ríkisstofnana
myndi skaða repúblikana, að
sögn The Wall Street Journal.
» Blaðið hefur eftir Jeff
Flake, repúblikana í öld-
ungadeildinni, að þótt hann
sé hlynntur því að repúblik-
anar beiti sér gegn sjúkra-
tryggingalögunum, Obama-
care, telji hann að það hafi
verið röng ákvörðun að tengja
þau við fjárlagafrumvarpið.
Demókratar séu vissir um að
repúblikönum verði kennt um
það að starfsemi ríkisstofn-
ana lamist.
22 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013
Vesturvör 32, 200 Kópavogur, Sími 564 1600 islyft@islyft.is - www.islyft.is
DísellyftararMest seldi dísellyftarinn á Íslandi•
Hydrostatic drif•
Gott ökumannshús•
Dempun á mastri•
Örugg og góð þjónusta•
Fátt bendir til þess að starfsemi
bandarískra ríkisstofnana hefjist að
nýju á næstunni, að mati bandaríska
stjórnmálaskýrandans Chris Krueg-
ers. „Lokunin gæti haldið áfram þar
til við komum að næsta þverhnípi,
17. október, sem verður miklu bratt-
ara,“ hefur bandaríska dagblaðið
The Wall Street Journal eftir Chris
Krueger.
Hann skírskotaði til þess að þenn-
an dag rennur út frestur Banda-
ríkjaþings til að hækka skuldaþak
ríkisins sem er núna 16,7 billjónir
Bandaríkjadala og var hækkað síð-
ast í janúar.
Jack Lew, fjármálaráðherra
Bandaríkjanna, hefur sagt að ef
skuldaþakið verði ekki hækkað enn
frekar geti ríkið ekki staðið við
skuldbindingar sínar á borð við líf-
eyrisgreiðslur, launagreiðslur til
hermanna og greiðslur til Medicare,
sem eru sjúkratryggingar fyrir þá
sem eru 65 ára og eldri.
Flokkarnir deila um
sparnaðaraðgerðir
Demókratar og repúblikanar hafa
deilt harkalega á þinginu um sparn-
aðaraðgerðir sem nauðsynlegar eru
til að draga úr skuldasöfnuninni.
Stjórn Baracks Obama vill að
þingið hækki skuldaþak ríkisins til
að hægt verði að taka fleiri lán og af-
stýra greiðsluþroti sem myndi leiða
til efnahagssamdráttar í Bandaríkj-
unum, stærsta hagkerfi heimsins.
Repúblikanar vilja ekki hækka
skuldaþakið nema stjórnin fallist á
stórfelldan niðurskurð á ríkis-
útgjöldum og segja að skuldirnar
séu þegar orðnar alltof miklar.
Færast nær
nýju hengiflugi
Reynt að afstýra greiðsluþroti
Skuldir ríkja
bornar saman
Heimild: OECD
Japan
228,4
Bandaríkin
109,1
109,1
Suður-
Kórea
35,0
Grikkland
183,7
Ítalía
143,6
Spánn
Bretland Þýskaland
87,997,8
Sem hlutfall af landsframleiðslu
100%
Miðað við júní sl.