Morgunblaðið - 02.10.2013, Page 25

Morgunblaðið - 02.10.2013, Page 25
25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013 Sjötugur Nokkrir gesta í afmæli Þristsins, Páls Sveinssonar, á Akureyri, flugstjórar og aðrir „vinir“ þekkja afmælisbarnið öðrum fremur Frá vinstri: Árni Sigurbergsson, Jóhannes Fossdal, Arn- grímur Jóhannsson, Eyþór Baldursson, Erling Andreassen, Hallgrímur Jónsson, Tómas Dagur Helgason, Björn Thoroddsen og Haraldur Snæhólm, Björn Bjarnarson og Hannes Thorarensen. Skapti Hallgrímsson „Við erum alltaf á sama aldri innra með okkur,“ er haft eftir bandaríska rithöfund- inum Gertrude Stein og er það án efa tilfinning sem flestir ef ekki allir upplifa þótt árunum fjölgi. Þess vegna er svo mikilvægt að hafa þetta í huga þegar rætt er um málefni eldri borgara. Því miður einkennist umræðan um of af „vandamálum“ þar sem dregin er upp dökk mynd af stöðu þessa mik- ilvæga þjóðfélagshóps í samfélaginu, hvort sem rætt er um líf, kjör eða val- frelsi eldra fólks. Það er gott að eldast Þó svo að sannarlega megi margt betur fara er engu að síður mikilvægt að halda því til haga sem vel er gert og sýna því jákvæða meiri áhuga. Það er nefnilega gott að eldast. Samfara al- mennt betri heilsu hafa valmöguleikar hinna eldri aukist í lífinu, til tómstunda og iðkunar annarra áhugamála. Tæki- færin eru í raun óteljandi. Í dag hefur „gamla fólkið“ svo mikið að gera að það skýtur mörgum okkar sem yngri erum ref fyrir rass þegar kemur að lík- amlegri og andlegri virkni. Það er ekki tiltökumál lengur að mæta eldri borg- urum í hlíðum Esjunnar eða á skokki eftir Sæbrautinni, svo dæmi séu tekin. Það er vert að hafa þetta í huga, en í gær, 1. október, var alþjóðlegur dagur aldraðra. Baráttunni hvergi lokið Í umræðunni um aldur og aldraða er vert að minnast þess að aldur er af- stæður. Á það benti Satchel Page þeg- ar hann sagði: „Hversu gamall værir þú ef þú vissir ekki aldur þinn?“ Þess vegna er það ef til vill miður að tileinka þurfi öldruðum sérstakan alþjóðlegan dag, svo sjálfsagður og samofinn sem aldurshópurinn er í samfélagi þjóð- anna. Ef til vill er ástæð- an sú að baráttunni fyrir málefnum eldra fólks er hvergi nærri lokið. Ár eftir ár skerða stjórnvöld framlög til málaflokksins og nú er svo komið að lík- legt er að margt sem án- unnist hefur tapist á nýj- an leik haldi fram sem horfir. Afturför í mála- flokknum blasir því við sjái stjórnvöld ekki að sér. Við lifum æ lengur Samfara hækkandi lífaldri fólks í þróuðum ríkjum eykst hlutfall eldri borgara í heiminum. Hér á landi er hlutfall þeirra sem náð hafa 67 ára aldri um 10 prósent landsmanna. Um þessar mundir er gert ráð fyrir að Ís- lendingum fjölgi um 33% á næstu 46 árum og verði um 430 þúsund árið 2060. Við karlarnir getum nú vænst þess að verða 81 árs og konurnar enn eldri, eða 84 ára að meðaltali. Börnin okkar munu ef að líkum lætur verða enn eldri árið 2060, karlarnir 87 ára og konurnar 88. Það dregur saman með kynjunum. Okkar að taka við keflinu Það er verkefni okkar sem yngri er- um að leggja öldruðum lið, taka við boltanum í baráttunni fyrir bættum hag eldra fólks. Ef rétt verður á mál- um haldið er ég viss um að við getum gert okkar góða land ennþá betra. Vonandi upplifi ég þann dag að allt eldra fólk njóti þeirra lífsgæða sem það á skilið. Eftir Pétur Magnússon » Tækifærin eru í raun óteljandi. Í dag hefur „gamla fólkið“ svo mikið að gera … Pétur Magnússon Höfundur er formaður Öldrunarráðs Íslands. Hversu gamall værir þú ef þú vissir ekki aldur þinn?Sterkt og sam- keppnishæft atvinnu- líf byggist á mörgum stoðum; stoðum sem snerta ekki eingöngu skýra efnahags- stefnu, ábyrg rík- isfjármál eða einfald- ara regluverk. Öflugt og sveigjanlegt menntakerfi sem mætir þörfum at- vinnulífsins og ýtir undir mögu- leika einstaklinganna til að auka við sig hæfni og færni í leik og starfi er ein af grunnstoðum þess að við getum byggt upp fjölbreytt og öflugt atvinnulíf. Það sama gildir um sterka rannsóknar- og tæknisjóði þar sem grunnreglan við veitingu fjármagns byggir á samkeppni. Margt hefur verið gert í þá veru á umliðnum árum og áratugum en betur má ef duga skal. Efling iðn- og starfsnáms, sveigjanleiki í námi, stytting námstíma Áherslur nýs menntamálaráð- herra og vilji til mikilvægra breytinga á menntakerfinu eru fagnaðarefni enda brýnt að haldið verði áfram með þær fyrirætlanir sem hin heildstæða skólalöggjöf frá árinu 2008 felur í sér. Hafði þá lengi verið kallað eftir auknu vægi og virðingu iðn- og verk- náms sem og aðgerða gegn brott- falli auk sveigjanleika í námi. Markmið löggjafarinnar frá 2008, sem allir stjórnmálaflokkar sam- þykktu, er að að auka sveigj- anleika í skólastarfi m.a. milli skólastiga, efla iðn- og starfsnám og stytta námstíma til stúdents- prófs eins og kostur er. Allir þessir þættir eiga síðan að geta stuðlað að minna brottfalli úr námi. Svo ekki sé minnst á fjár- hagslegan ávinning nemenda og þjóðhagslegan fyrir samfélagið að nemendur útskrifist fyrr úr fram- haldsskóla en nú er. Þessum brýnu málum var því miður slegið á frest í nokkur ár á síðasta kjör- tímabili en nú er lag; nú er tími fyrir frek- ari breytingar á fræðslu- og skóla- kerfinu. Ef mönnum er alvara með að styrkja og efla ís- lenskt atvinnulíf verður ekki litið framhjá því mik- ilvæga tæki sem menntakerfið er. Að breyta hugsunarhætti og nálgun Ákall er um breytingar og það róttækar. Mörg skref er hægt að taka í þá veru. Eitt er að ýta við framkvæmd skólalöggjafarinnar, hitt er að skoða fleiri kosti er hjálpa til við að stokka upp í kerf- inu og gera okkur samkeppn- ishæfari til lengri tíma. Við erum að sjá sveitarfélögin mörg hver, framhaldsskóla og sjálfstæða fræðsluaðila taka mikilvægar ákvarðanir í þágu skólamála þar sem svigrúm er veitt fyrir breytt- an hugsunarhátt og nálgun. Reykjavíkurborg ákvað t.d. á sínum tíma að tryggja að sama fjármagn fylgdi barni í leikskóla. Hjallastefnan tók við rekstri Laufásborgar, fjölgaði börnum úr 91 í 127 með því að breyta skrif- stofum í skólasvæði fyrir börnin. Nú eru um 500 börn á biðlista. Menntaskólinn á Akureyri hefur í samvinnu við Akureyrarbæ gert krökkum, sem það kjósa, kleift að hefja nám fyrr í menntaskóla. Frá Kvennaskólanum í Reykjavík útskrifast nú um 70% stúdenta á þremur árum. Mosfellsbær hefur farið af stað með Krikaskóla sem er samþættur leik- og grunnskóli fyrir börn á aldrinum 2-9 ára. Önnur bæjarfélög hafa einnig sýnt mikinn metnað við fram- kvæmd skólastefnu. Garðabær hefur um árabil haft forystu þeg- ar kemur að fjölbreytni og val- frelsi í skólastarfi. Nú hefur sveit- arfélagið óskað eftir því við ríkið að taka yfir rekstur Fjölbrauta- skólans í Garðabæ til reynslu með það í huga að geta m.a. boðið upp á heildstæða skólastefnu frá 18 mánaða til 18 ára aldurs. Þessari breyttu nálgun er vert að veita athygli og helst framgang. Umræða nauðsynleg, breytingar óumflýjanlegar Umræða um nýjungar og breyttar aðferðir í skólamálum, bæði í kennsluháttum sem rekstri, kemur alltaf upp reglu- lega. En slíkar umræður eru líka nauðsynlegar svo hægt sé að kall- ast á við nýtt og betra kerfi. Þar er ekkert undanskilið. Getur t.d. ávísanakerfi þar sem fé fylgir barni óháð því hvaða skóla það velur stuðlað að betra og skilvirk- ara skólastarfi? Í Svíþjóð hefur það gefið góða raun en þar hefur fjölbreytni og samkeppni á sviði skólamála frekar stuðlað að efl- ingu menntakerfisins en hitt. Breytingar á skólakerfinu eru óumflýjanlegar, þær kalla á um- ræður og hugsanlega tímabundn- ar vindkviður af hálfu einstakra aðila, en þær mega ekki bíða ef taka á tillit til samfélagsins alls og samkeppnisstöðu landsins. Ávinningurinn er augljós. Efl- ing menntakerfis, hins óformlega sem formlega, eykur hagvöxt til lengri tíma og rennir styrkari stoðum undir fjölbreytt og eft- irsóknarvert atvinnulíf. Þannig verður samfélagið allt blómlegra. Í því samhengi er rétt að undir- strika að Samtök atvinnulífsins styðja þessi markmið laganna og áform menntamálaráðherra til frekari menntasóknar enda eru þau í samræmi við ályktanir sam- takanna um árabil. Á þessu sviði sem öðrum er varðstaða um kyrrstöðu ekki val- kostur. Eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur »Umræða um nýj- ungar og breyttar aðferðir í skólamálum, bæði í kennsluháttum sem rekstri, er nauð- synleg. Þar er ekkert undanskilið. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Höfundur veitir mennta- og nýsköpunarsviði SA forstöðu. Tími breytinga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.