Morgunblaðið - 02.10.2013, Page 27
UMRÆÐAN 27
Bréf til blaðsins
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013
Legugreining
Frí legugreining
Heilsurúm
rafmagnsrúm
Stillanleg
Rúmgott er eini
aðilinn á Íslandi
sem býður upp
á legugreiningu.
20-50%
afsl. af öllum
heilsurúmum
ÞÉR ER BOÐIÐ Í
FRÍA
LEGUGREININGU
Betri svefn - betri heilsa
Smiðjuvegi 2 (við hliðina á Bónus), Kópavogi • sími 544 2121
Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 11-16 • www.rumgott.is
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum
(Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum.
Er á Facebook
Kvef eða
flensa?
Ég er asma- og ofnæmissjúklingur og viðkvæm
fyrir kvefi, hálsbólgu, eyrnabólgum og ennis-
og kinnholusýkingum. Mér finnst tinktúran
Sólhattur og hvönn svínvirka fyrir mig og það
skemmir ekki hversu einfalt er að nota hana.
– Inga Harðardóttir
www.annarosa.is
Tinktúran Sólhattur og hvönn er talin styrkja
ónæmiskerfið. Hún hefur m.a. reynst afar vel
gegn kvefi, hálsbólgu, flensu, hósta og ennis- og
kinnholusýkingum ásamt því að örva blóðflæði.
Ja hérna, grein mín „Mál að linni“
hefur aldeilis farið fyrir brjóstið á
þeim sem tjá sig á vef DV. Ég gaf
DV aldrei leyfi til
notkunar á henni
og hvað þá að
tæta hana í sund-
ur. Ég get ekki
gert að því að þið
sem þetta sáuð
hafið ekki les-
skilning, en
greinin fjallar um
þrjá þrýstihópa.
Það er ennþá
mál- og ritfrelsi
hér á landi, svo að ég má láta í ljósi
mínar skoðanir, og það þarf enginn
að vera mér sammála. En að rökin
frá háskólafólkinu sem tjáir sig á vef
DV skuli vera þau, að ég sé snar-
rugluð, fáfróð, hafi ekki komið út
fyrir Sauðárkrók og ekki áorkað
neinu í lífinu (þið ættuð bara að vita)
og sé bara fúl kerling, vá, þið sannið
svo sannanlega skrif mín um það
fólk, sem er í raun ekki háskólahæft.
Þið kaupið nefnilega ekki vitið með
því að vera í háskóla.
Menntun er góð, hef ég skrifað áð-
ur, og við eigum fjöldann allan af vel
menntuðu fólki, en að flestum skuli
stýrt inn í háskóla er misnotkun.
Þjóðin þarf fólk með allskonar
menntun, verkmenntun, og einnig er
pláss og þörf fyrir fólk sem er
ómenntað, svo að þjóðin dafni. Þið
sem farið mikinn á vefnum, eruð þið
meðvituð um það að æ færri vinn-
andi hendur standa undir bákninu
og mjög líklega er þjóðin gjaldþrota,
svo að hver á borga allt það sem þið
farið fram á og teljið rétt ykkar
ásamt öllum hinum? Þið segið að það
sé fjárfest í menntun ykkar, ja
hérna, þið meinið ef til vill menntun
þeirra sem skila sér heim eftir nám
erlendis.
En hér kemur önnur sprengja, og
til stjórnvalda, – ráðið erlenda lækna
og hjúkrunarfræðinga, þeir yrðu
margir ánægðir með aðstöðuna hér.
Stór hluti verkafólks þessa lands er
útlendingar, svo af hverju ekki í öðr-
um störfum? – En þakkir til þeirra
lækna okkar sem völdu og vilja vera
um kyrrt og hjálpa þjóð sinni.
STEFANÍA JÓNASDÓTTIR,
Sauðárkróki.
Vefur DV
Frá Stefaníu Jónasdóttur
Stefanía
Jónasdóttir
Sighvatur Björg-
vinsson gerði nýlega að
umtalsefni (í Frétta-
blaðinu) að stór hópur
Evrópusinna hefði op-
inberað skringilegan
skilningsskort á skil-
yrtum loforðum.
Nú er svo sem ekki
hægt að krefja með-
almenn um slíkan skiln-
ing, svo lengi sem þeir
eru ekki að trana sér
mikið fram í stjórnmálaumræðunni.
En þegar þingmenn opinbera van-
getu sína til að skilja skilyrtar yrð-
ingar, vekja þeir einnig spurningar
um hæfni sína til að sitja á þingi, og
aldrei hefði ég ætlað jafn greindum
manni og Benedikt Zoëga að svona
yrðingar gætu ruglað hann í ríminu.
Ég svæfi rólegar á nóttunni ef ég
gæti treyst því að loforð mitt um að
bjóða einhverri persónu í utanlands-
ferð, ef ég ynni meira en milljarð í
Víkingalottóinu, leiddi ekki til þess
að þessi persóna
hermdi upp á mig
ferðaloforðið, þótt ég
hefði engan vinning
hlotið í Víkingalottóinu.
Á sama hátt er það
ósanngjarnt að ESB-
sinnar heimti þjóð-
aratkvæðagreiðslu af
stjórnarflokkunum,
sem stjórnarflokkarnir
lofuðu eingöngu í því
tilfelli að þeir breyttu
núverandi stefnu sinni,
og svikju kjósendur
sína með því að sækja
um aðild að ESB.
Fólk sem er svo skyni skroppið að
það skilur ekki hvað skilyrt loforð
innifela ætti ekki að vera fjalla mikið
um stjórnmál.
Reyndar innihalda loforð núver-
andi stjórnarflokka það að ESB-
umsóknin gæti tekið undir með Sig-
hvati Björgvinssyni um að ESB-
sinnar væru með þessu að gera sig að
athlægi og einnig með karlanganum í
íslensku þjóðsögunnni: „Nú skyldi ég
hlæja væri ég ekki dauð.“
Vitræn óheilindi
En getum við skrifað þessa furðu-
legu vangetu til að skilja skilyrtar
yrðingar á heimsku eða einfeldni eins
og Sighvatur getur sér til? Ég óttast
þvert á móti að við þurfum að skrifa
þetta á vitræn óheilindi, en óheilindi
og blekkingar eru þau tæki sem
ESB-sinnar hafa beitt til að innlima
hvert ríkið á fætur öðru í ESB á und-
anförnum árum.
Hins vegar var skotið yfir markið
þegar aðildarviðræður voru sam-
þykktar á liðnu þingi, en með því var
gert samsæri um að beita svikum og
blekkingum til að hafa fullveldið af
þjóðinni, en slíkt athæfi kallast land-
ráð í refsilöggjöf landsins, þó að enn
hafi þeir sem svikum þessum beittu
ekki verið sóttir til saka fyrir þetta
refsiverða afbrot.
Dómsvaldið þarf aðeins að svara
þremur spurningum til að sakfella:
Var blekkingum/svikum beitt? Var
reynt að koma fullveldinu til annarra
en löggiltra íslenskra stjórnvalda?
Var um samsæri um þetta að ræða?
Öllum er ljóst hver svörin eru við
þessum spurningum.
Hlýtur það að verða hlutverk nú-
verandi utanríkisráðherra og innan-
ríkisráðherra að hefja saksóknina
gegn afbrotamönnunum sem voru
reyndar margir hverjir þingmenn
þegar brotin áttu sér stað.
Sök bítur sekan
Það hlýtur að hjálpa þeim við þetta
verkefni, að ESB-sinnarnir eru (með
blekkingarkrossferð sinni) að reyna
að þvinga þá í þá stöðu að saksókn
gegn landráðamönnunum sé fljótleg-
asta aðferðin til að staðfesta dauða
aðildarumsóknarinnar og ólögmæti
hennar.
Bregðist núverandi ráðherrar ekki
við með tafarlausri saksókn, taka
þeir þá áhættu að þeir sjálfir standi
frammi fyrir slíkri saksókn í framtíð-
inni, því aðgerðarleysi þeirra má
túlka sem þátttöku í svikasamsæri
fyrri ríkisstjórnar.
En vissulega er núverandi rík-
isstjórn í vandasamri stöðu. Efna-
hagsárásin sem fólst í EES-
samningnum, og ætlað var að tryggja
að Ísland kæmi á hnjánum til að
sækja um aðild að ESB (eins og
Norðmenn höfðu gert eftir að EES-
framkallaði fjármálakreppu hjá
þeim), hefur verið fylgt eftir með sí-
felldum ákærum og hótunum um
efnahagslegar stríðsaðgerðir eins og
makríldeilan ber með sér. Þessar
stríðsaðgerðir og tengdar hótanir
hafa stórskaðað efnahag landsins og
veikt krónuna. Og gleymum ekki
hryðjuverkalögum Breta. Aðeins
verður svarað með því að segja upp
EES og Schengen og heimta stríðs-
skaðabætur frá ESB ekki minna en
3.000 milljarða ef greitt er fyrir lok
þessa árs.
Það er ekki ráðlegt fyrir ESB að
mynda sér óvin í Norður-Atlantshafi,
sem verður í aðstöðu til að loka bæði
fyrir skipaflutninga og flugumferð á
norðurhveli jarðar innan tveggja ára-
tuga sökum þróunar sem nú á sér
stað í hernaðartækni.
Kínverjar eru löngu búnir að gera
sér grein fyrir þessu; Drekinn hans
Napóleons er vaknaður, en hvenær
vaknar Evrópunátttröllið?
ESB-umsóknin: „Nú skyldi ég
hlæja væri ég ekki dauð!“
Eftir Árna
Thoroddsen »Hins vegar var skot-
ið yfir markið þegar
aðildarviðræður voru
samþykktar á liðnu
þingi.
Árni
Thoroddsen
Höfundur er kerfishönnuður.