Morgunblaðið - 02.10.2013, Page 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013
✝ Anne MieNiiuchi Nilsen
fæddist í Nishi-
nomia, Japan 24.
desember 1971.
Hún lést á Land-
spítalanum 23.
september 2013.
Foreldrar henn-
ar: Svein Nilsen, f.
25.8. 1942, d. 30.1.
1998 og Hiroko
Niiuchi-Nilsen, f.
5.10. 1947. Systkini Anne eru
Liv Akie Niiuchi Nilsen, f. 16.5.
1969, Nina Lie Niiuchi Nilsen, f.
19.8. 1970 og Karl Toshinaka
Niiuchi Nilsen, f. 23.4. 1974.
Eftirlifandi maki Anne er
Ölvir Karl Emilsson, f. 9.4. 1972.
Synir Anne og Ölv-
is eru Jonas Rafn, f.
10.3. 1995, Tobias
Már, f. 1.7. 1999, og
Mathias Bragi, f.
23.9. 2000.
Anne ólst upp í
Kragerø, Noregi til
ársins 1982, en þá
flutti fjölskyldan til
Porsgrunn. Árið
1993 réði Anne sig í
vinnu í Garði,
Hrunamannahreppi, þar sem
hún kynntist eiginmanni sínum,
og bjuggu þau á Flúðum síðan.
Útför Anne Mie fer fram frá
Skálholtsdómkirkju í dag, 2.
október 2013, kl. 14.
Ég bið þig ljósið fagra,
að lýsa mína leið.
Því dimman milli dægra,
nú virðist djúp og breið.
Minningarnar vefa,
um hjörtun okkar fast.
Og sorgina mun sefa,
þín ást sem öllum gafst.
(FS.)
Elsku Ölli, Jónas, Tobias og
Mathias. Við sendum ykkur all-
an okkar styrk á þessum erfiðu
tímum.
Kristinn, Fríður og
Ragnheiður.
Elsku Anne, ég get ekki trú-
að því að þú sért ekki lengur
hérna með okkur og vona ég að
næsti heimur taki vel á móti
þér. Mig langar að minnast þín
með örfáum orðum og þakka
fyrir allan stuðninginn í gegn-
um árin, sama hvar ég hef verið
staddur þá varstu alltaf til stað-
ar, mikið er ég þakklátur fyrir
allt. Ég man alltaf eftir því þeg-
ar þú passaðir mig sem smá
polla og hvað ég gat verið erf-
iður en þú lést ekkert buga þig.
Við áttum margar góðar stundir
saman og rosalega er ég glaður
að hafa komið í mat til ykkar í
júlí og átt æðislega stund með
ykkur.
Ég mun sakna þín óendan-
lega mikið og þú munt alltaf
eiga stað í huga mér og ég
varðveiti allar góðu minning-
arnar og hlýja mér við þær. Ég
votta fjölskyldu þinni mína
dýpstu samúð.
Þinn
Unnar Þór.
Hvers vegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði.)
Sú sorgarfrétt barst okkur
síðastliðinn mánudag að hún
Anne okkar hefði látist þá um
morguninn í blóma lífsins. Sorg-
in er óbærileg og erfitt að vera
langt í burtu á svona stundu.
Hugurinn er á Flúðum hjá ást-
vinum Anne og við rifjum upp
allt það skemmtilega sem við
upplifðum saman í gegnum ár-
in, yljum okkur við minning-
arnar og brosum gegnum tárin.
Anne kom til Íslands fyrir um
það bil 20 árum til að vinna
tímabundið við garðyrkju,
fjörug og falleg stelpa með allt
lífið framundan. Okkar happ er
að hún dvaldi áfram á Flúðum
eignaðist fjölskyldu og undi sér
vel í sveitinni okkar, með strák-
ana sína, hestana og hundana.
Við höfum eytt mörgum stund-
um með henni og fjölskyldunni
við leik og störf, oft var glatt á
hjalla og margt brallað saman í
gegnum árin, grill, hestaferðir,
Sellandsferðir, jeppaferðir, svo
eitthvað sé nefnt. Takk fyrir
allt sem þú gafst okkur, alla
hjálpina gegnum árin og minn-
ingarnar sem við eigum og
munu lifa hjá okkur um ókomna
tíð.
Elsku Ölli, Jonas, Tobias,
Mathias og fjölskyldan öll ykk-
ar missir er mikill og við send-
um okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Sólveig og Birgir Þór.
Elsku Anne mín.
Það er ótrúlegt til þess að
hugsa að þú sért ekki hérna hjá
okkur lengur. Margar góðar
minningar hafa flogið um huga
minn síðustu daga og er ég
þakklát fyrir að hafa átt þig að.
Ég man það svo vel þegar þú
komst til Íslands með Jónas ný-
lega fæddan, 10. maí 1995. Ég
var 13 ára og þið bjugguð hjá
okkur á Grafarbakka. Ég var
heppin þá strax að fá að kynn-
ast þér, elsku Anne, því þú
leyfðir mér að taka þátt í öllu
því sem þið voruð að gera, eins
og að fara í ungbarnasund með
Jónas og ferðast með þér hér í
kring að skoða landið. Fyrsta
utanlandsferðin mín var með
þér og Jónasi þar sem við fór-
um til Noregs að heimsækja
fjölskylduna þína.
Þú varst alltaf til staðar fyrir
mig, sama hvort eitthvað kom
upp á hjá mér eða þegar eitt-
hvað markvert gerðist. Þegar
ég varð ólétt að Ingunni Lilju
varst þú ein af þeim fyrstu sem
ég sagði frá því. Þú studdir mig
í gegnum alla meðgönguna og
þegar kom að fæðingunni hætt-
ir þú við að fara til Noregs í af-
mæli mömmu þinnar til að vera
hjá mér. Þú varst viðstödd fæð-
inguna og veittir mér allan þinn
stuðning sem ég svo innilega
þurfti. Við mæðgur bjuggum
hjá ykkur Ölla og strákunum
fyrstu mánuðina sem var dýr-
mætt. Ykkar dyr hafa alltaf
staðið opnar fyrir okkur og
þökkum við fyrir það.
Í gegnum tíðina höfum við
unnið saman á ýmsum stöðum,
síðast í Vínbúðinni hérna á
Flúðum. Þú varst mikil hesta-
kona og dróst mig með á bak.
Ingunn Lilja fékk svo hesta-
áhugann frá okkur og varst þú
alltaf boðin og búin að taka inn
hross fyrir hana og hvattir hana
til að fara á reiðnámskeið.
Elsku Anne, það verður erfitt
að læra að lifa án þín því dag-
lega gerist eitthvað sem ég vil
segja þér frá eða ég þarf ráð
frá þér. Ég ætla að gera mitt
besta í að standa með Ölla þín-
um og strákunum, vera til stað-
ar fyrir þá eins og þú varst allt-
af fyrir okkur Ingunni Lilju.
Takk fyrir allt Anne mín,
minningarnar um þig lifa áfram.
Þín
Katrín Ösp og Ingunn Lilja.
Elsku Anne okkar. Þau eru
mörg tárin sem hafa runnið nið-
ur kinnar undanfarna daga. Það
er svo ósanngjarnt að ung kona
sé hrifsuð burtu frá fjölskyldu
sinni og vinum. Þú ætlaðir svo
sannarlega að sigra óvininn sem
sótti að þér. Af einstakri
ákveðni tókstu á við hann og
lengi vel voru allir vongóðir um
að þú hefðir betur.
Á kveðjustund hugsum við til
allra góðu stundanna sem við
áttum saman, barnaafmælanna
þar sem fjölskyldur okkar sam-
einuðust, nú síðast þegar haldið
var upp á afmæli júlístrákanna
okkar. Við hugsum til skötu-
veislnanna þar sem við vinkon-
urnar fitjuðum bara upp á nefið
og átum okkar saltfisk. Við
hugsum til yndislegu jóladags-
veislanna, þar sem þú varst bú-
in að töfra fram dýrindis veit-
ingar, í ótrúlegu magni,
snemma dags. Við hugsum til
sólbaðsdaganna þegar við kerl-
urnar sátum í marga klukku-
tíma á pallinum þínum og sól-
uðum okkur. Önnur okkar varð
eins og freknóttur karfi en hin,
þú, fallega súkkulaðibrún. Fyrir
allar þessar stundir og svo
margar, margar fleiri erum við
svo ótrúlega þakklát.
Þegar einhver fellur frá fyllist
hjartað tómi
en margur síðan mikið á í
minninganna hljómi.
Á meðan hjörtun mild og góð
minning örmum vefur
þá fær að hljóma lífsins ljóð
og lag sem tilgang hefur.
Ef minning geymir ást og yl
hún yfir sorgum gnæfir
því alltaf verða tónar til
fsem tíminn ekki svæfir.
(Kristján Hreinsson.)
Elsku Ölli, Jónas, Tóbías,
Mathias og aðrir ástvinir, við
vottum ykkur okkar dýpstu
samúð.
Við kveðjum vinkonu okkar
með virðingu, þakklæti og mikl-
um söknuði.
Helena, Sigmundur og börn.
Mér er þungt um hjartaræt-
ur er ég skrifa þessar línur.
Orrustan er töpuð. Hún Anne
neyddist til þess að lúta í lægra
haldi fyrir hinum illvíga sjúk-
dómi krabbameini. Í blóma lífs-
ins og þrátt fyrir ötula baráttu.
Aldrei datt mér neitt annað í
hug en að hún Anne hefði sigur
að lokum, svo sterkur var bar-
áttuviljinn.
Ég er lánsöm að hafa kynnst
Anne Nilsen og fengið að njóta
nærveru hennar, hjálpsemi og
góðmennsku sem nágranna og
vinkonu í gegnum árin okkar
hér á Flúðum. Nú síðastliðna 11
mánuði efldust kynni okkar og
höfum við varið mörgum stund-
um saman í veikindum hennar.
Þetta voru lærdómsríkar og
kærleiksríkar gleðistundir.
Anne var heilsteypt og vönd-
uð manneskja, með sterkar
skoðanir. Hún var náttúrubarn,
dýravinur, hestakona, dugnað-
arforkur, ástfangin eiginkona
og móðir. Ég tek orð sonar
míns mér í munn er hann lýsti
mömmunni Anne: „snilldar-
mamma og það vita nú allir“.
Þess bera fagurt vitni synir
hennar, Jónas Rafn, Tobias
Már og Mathias Bragi.
Svo var hún Anne mikill fag-
urkeri. Það vantaði nú ekki
neitt upp á það. Ófáar veislur
töfraði hún fram þrátt fyrir
þróttleysið og bagalega heilsu.
Hún naut þess að hafa gesti á
heimilinu. Við fjölskyldan feng-
um þess oft að njóta. Það eru
afar dýmætar minningar.
Framundan var „gourme“-
kvöld okkar stelpnanna, það var
Anne búin að skipuleggja. Við
hlökkuðum til. En lífið er und-
arlegt ferðalag. Við Maja mun-
um matreiða humarinn og gera
okkur glaðan dag.
Það verður ólýsanlega sárt
að hafa þig ekki með okkur,
elsku vinkona. Við munum lyfta
glösum þér til heiðurs, þú fylg-
ist með af himnum ofan. Þar
höldum við veislur fyrir fagur-
kera síðar. Þangað ert þú núna
komin, á vit nýrra ævintýra.
Hún Ásdís Hrönn hefur tekið á
móti þér með útbreiddan faðm-
inn. Þér þótti ofur vænt um
hana og saknaðir hennar. Við
hin sem höldum áfram lífsgöng-
unni ættum að tileinka okkur
kærleika og að lifa í núinu.
Það var ljúft fyrir mig að eiga þig að.
Þínum anda fylgdi glens og gleði.
Gamansemin auðnu þinni réði.
Því skaltu halda áfram hinum megin.
Með himnaríkisglens við mjóa veginn.
Ég vona að þegar lífi mínu lýkur,
ég líka verði engill gæfuríkur
og þá við skoðum skýjabreiður
saman
og skemmtum okkur, já, það verður
gaman.
(Lýður Ægisson.)
Ég bið góðan Guð um styrk
fyrir fjölskyldu Anne Mie
Niiuce Nilsen.
Hvíl í friði.
K. Kristín Daníelsdóttir.
Kær vinkona er fallin frá
langt fyrir aldur fram og eftir
sitja eiginmaður, þrír ungir
synir og ástvinir í yfirþyrmandi
sorg. Minningar streyma fram í
hugann um ótal samverustundir
liðinna ára. Allar heimsóknirnar
á Smiðjustíginn þar sem ávallt
voru kræsingar á borðum og vel
veitt og allir ávallt velkomnir.
Allar hestaferðirnar sem Anne
átti veg og vanda að þar sem
hún naut sín best, úti í nátt-
úrunni með hestunum sínum í
góðra vina hópi þar sem kvöld-
unum var varið við söng og
gleði fram á nótt. Allar stund-
irnar í Vesturbænum sem við
áttum saman. Allir frænkuhitt-
ingarnir.
Anne var sterkur persónu-
leiki, ákveðin með ríka réttlæt-
iskennd og stórt hjarta. Henni
var mjög umhugað um þá sem
minna máttu sín og hún var
alltaf reiðubúin til að rétta
hjálparhönd ef eitthvað bjátaði
á hjá sínu samferðafólki. Hún
var gestrisin með eindæmum og
einstaklega barngóð enda heim-
ilið gjarnan yfirfullt af börnum
sem undu sér vel hjá Anne og
sóttu í nærveru hennar og
hlýju. Anne var alla tíð með for-
gangsröðunina á hreinu á með-
an hún lifði, fjölskyldan var
númer eitt. Strákunum sínum
unni hún svo ofurheitt og
þreyttist aldrei á að tala um
hversu óendanlega stolt hún
væri af þeim. Hún var yndisleg
móðir, svona súpermamma sem
var heima með strákana sína á
meðan þeir voru litlir því hún
vildi hugsa um þá sjálf og hún
talaði oft um hversu ómetanlegt
það væri að hafa haft tök á því
og hversu yndislegur tími það
hefði verið. Hún saknaði oft
móður sinnar og fjölskyldu í
Noregi og talaði alla tíð um þau
af miklum kærleika. En Anne
var ánægð með það líf sem hún
og Ölli höfðu skapað sér saman
og ræddi það oft hversu heppin
þau væru í lífinu að eiga strák-
ana sína og auðvitað Rósu,
Skellu og hestana. Þegar Ölli
gekk í gegnum erfið veikindi
stóð Anne eins og klettur við
hlið hans, studdi hann í hví-
vetna og saman komust þau í
gegnum erfiða tíma. Framtíðin
var björt, Anne var svo ánægð í
vinnunni sem hún sinnti af
miklum metnaði og hlaut mikið
lof fyrir og síðastliðið haust hóf
hún nám í Reiðmanninum og
var full tilhlökkunar. Alvarleg
veikindi knúðu svo dyra öllum
að óvörum og við tóku erfiðir
tímar. En Anne var ákveðin
eins og henni einni var lagið og
hún ætlaði sér að sigra þessa
baráttu með Ölla sér við hlið
sem veitti henni ómældan styrk
og einstaka umhyggju.
Í ágúst síðastliðnum áttum
við saman yndislega daga í
Vesturbænum og uppi á Heið-
arvatni með krökkunum, Kötu
og Ingunni þinni sem þú áttir
svo mikið í. Þér leið svo vel, tal-
aðir um framtíðina og að þú
ætlaðir með Ölla til Bora Bora
þegar þessi veikindi væru að
baki. Við gleðjumst yfir því að
hafa átt saman þessa góðu daga
því þetta voru okkar hinstu
dagar saman. Samverustundirn-
ar verða ekki fleiri að sinni,
sorgin og söknuðurinn er sár en
minning um kæra vinkonu lifir
og þær munum við ávallt geyma
í huga okkar.
Elsku Ölli, Jonas, Tobias og
Mathias megi kærleikurinn sem
Anne umvafði ykkur ávallt með
veita ykkur styrk nú og leiða
ykkur áfram um lífsins veg.
Lucinda og Guðbrandur.
Ég heyrði því einhvers staðar
haldið fram að ef fiðrildi blakaði
vængjunum í lognmollu austur í
Asíu gæti það komið af stað
hreyfingu sem leiddi til veðra-
brigða og jafnvel óveðurs. Með
áframhaldandi keðjuverkun
gæti þessi vængjasláttur meira
að segja haft áhrif hér norður í
höfum. Þetta er ekki vitlausari
kenning en margar aðrar. Fiðr-
ildin eru jú alltaf að blaka
vængjunum og lægðirnar ganga
yfir okkur ein af annarri. Segja
má að þetta eigi líka við um lífið
sjálft. Smáir hversdagslegir at-
burðir nær og fjær hafa áhrif á
líf okkar í hrærigraut tilviljana
og eitt leiðir af öðru.
Norskt flutningaskip kemur
til viðgerðar í Kobe í Japan.
Skipverji hittir þar fyrir stúlku
sem honum líst vel á. Þau fella
hugi saman og ákveða síðar að
ganga í hjónaband og stofna
fjölskyldu. Þetta voru foreldrar
Anne, þau Svein og Hiroko.
Anne fæddist í Japan á að-
fangadag árið 1971. Fjölskyldan
var þá flutt til Noregs en þegar
Anne var í móðurkviði sigldu
foreldrar hennar og eldri systir
til Japans þar sem hún fæddist.
Sex mánaða gömul flutti Anne
með fjölskyldunni aftur til Nor-
egs þar sem hún ólst upp til
fullorðinsára.
Kynni mín af Anne hófust
haustið 1993. Við Ingibjörg
höfðum þá nýlega flutt að Garði
og vantaði aðstoð við garðyrkju-
störfin. Á þeim tíma var nokkuð
algengt að norskar stúlkur, lík-
lega í ævintýraleit, réðu sig í
vinnu á garðyrkjustöðvum á
Flúðum og í nágrenninu. Þann-
ig æxlaðist það að Anne, sem í
raun hafði ætlað sér til Japans í
eitt ár, stóð einn góðan veð-
urdag hjá okkur í Garði með
stóra ferðatösku. Hún kom sér
fyrir í vinnukonuherberginu og
var tilbúin til starfa. Það að
bjóða bláókunnugri stúlku að
búa með bláókunnugri fjöl-
skyldu felur í sér ákveðna
áhættu. Þolum við hana og þolir
hún okkur? Í tilfelli Anne var
þetta aldrei vafamál. Hún hafði
sérstaklega þægilega nærveru,
strákarnir okkar, þá litlir,
hændust strax að henni og sér-
staklega varð kært með henni
og heimilishundinum, enda Kát-
ur mikill mannþekkjari. Til stóð
að Anne yrði á Íslandi í eitt ár
en dvölin varð jú miklu lengri.
Það voru fleiri en við fjölskyld-
an í Garði sem kunnu vel við
Anne. Við tókum eftir því að
ungur maður frá næsta bæ,
Ölvir Karl, fór að venja komur
sínar í vinnukonuherbergið.
Ástin hafði gripið í taumana og
leiðir Anne og Ölla lágu saman
upp frá því. Þau fóru að búa
saman hér á Flúðum og strák-
arnir komu í heiminn einn af
öðrum, þrír mannvænlegir pilt-
ar. Hér hafði Anne fest rætur
og var komin til að vera.
Anne hafði mikinn áhuga á
hestum og fljótlega eftir að hún
kom hingað fór hún að spyrja
hvort hún kæmist ekki á hest-
bak. Það var auðsótt mál og
upp frá því áttum við margar
góðar stundir saman í hesta-
mennskunni, við útreiðar, í
hestaferðum og ýmsu stússi
kringum hrossin. Anne kom sér
sjálf upp hrossastofni í félagi
við tengdaforeldra sína á Graf-
arbakka og var alltaf mikill
hugur í henni þegar hrossin
voru annars vegar. Hún hóf
nám í reiðmennsku fyrir rúmu
ári og ætlaði sér að ná meiri
færni á því sviði, en veikindi
hennar stöðvuðu þau áform, í
bili, sagði hún sjálf.
Það er sárt þegar góður vin-
ur er tekinn frá manni í blóma
lífsins. Ég og fjölskylda mín
minnist Anne með söknuði en
um leið þakklæti fyrir að hún
skyldi koma við hjá okkur á
sinni lífsleið, að því er virðist
fyrir hreina tilviljun.
Helgi Jóhannesson.
Elsku Anne, ég get ekki lýst
því hvað mér brá þegar ég
frétti að þú værir dáin. Ég var
hættur að hafa áhyggjur af þér,
eftir seinni hestaferðina í sumar
var ég sannfærður um að veik-
indin hefðu gefist upp á að
vinna þér meira mein. Þú varst
svo ákveðin í að láta ekkert
buga þig, og bjartsýni þín á
framtíðina hafði smitandi áhrif
á alla sem voru í kringum þig.
Þegar ég grufla í minningar-
brotunum frá því ég kynntist
þér fyrst, fyrir eitthvað um
tuttugu árum þegar þig rak hér
á land, finn ég bara góðar minn-
ingar. Af stelpunni sem hann
Ölli Kalli var eitthvað að stjákla
í kringum, af stelpunni sem var
svo lífsglöð, annaðhvort bros-
andi eða hlæjandi, af stelpunni
sem gerði vin minn svo ham-
ingjusaman, af konunni sem
fæddi í heiminn þessa þrjá fyr-
irmyndar drengi sem þú unnir
svo heitt, af konunni sem var
alltaf tilbúin að hjálpa þeim sem
þurftu á hjálp að halda, af kon-
unni sem gerði heiminn betri
með því einu að vera til.
Elsku Anne, það er svo óend-
anlega sárt að horfa á eftir þér,
en ég er þakklátur fyrir að hafa
kynnst þér og kallað þig vin,
takk fyrir að hafa verið til.
Þórarinn Valgeirsson.
Kær vinkona er látin langt
fyrir aldur fram. Fyrstu kynni
okkar af Anne var þegar Ölli
kynnti hana fyrir ættinni á
stóru ættarmóti. Alltaf er nú
erfitt að takast á við svo stóran
hóp af ókunnugu fólki en það
vafðist ekki fyrir henni. Kom
þar strax í ljós að hún naut sín í
hópnum. Fljótt náði Anne
sterkum tengslum við þennan
hóp og tók oft að sér að verða
límið sem hélt okkur saman.
Hún var ein af upphafsmönnum
frænkuklúbbsins sem reyndi að
hittast reglulega, borða, hlæja
og skiptast á sögum. Jafnframt
var hún forvígismaður og að-
alskipuleggjandi árlegrar hesta-
ferðar sem við vorum svo hepp-
in að fá að taka þátt í. Anne var
mikil hestakona og vafðist það
ekki fyrir henni að leiða hóp af
fólki með sér upp á hálendið,
skipuleggja, stýra og stjórna
okkur öllum. Þrátt fyrir veik-
indi sín hélt Anne sínu striki og
fórum við undir hennar stjórn í
ferð síðastliðið sumar og fyrir
það erum við ævinlega þakklát.
Anne hafði gaman af því að
hafa fólk í kringum sig og var
mikill gestagangur á heimili
hennar og Ölla. Hún bjó drengj-
unum sínum gott og glaðvært
heimili þar sem alltaf var tekið
vel á móti fólki, hvort sem það
voru vinir drengjanna, ættingj-
ar eða vinir. Anne hafði búið sér
heimili á Íslandi en hélt þó allt-
af í sínar norsku rætur sem hún
var stolt af. Enda gleymdist það
stundum að hún var ekki borin
og barnfædd hér á landi enda
hafði hún náð afburðatökum á
íslensku.
Við kveðjum góða vinkonu
með þakklæti fyrir góðar stund-
ir og vináttu. Við sendum Ölla,
sonunum, móður, systkinum og
öðrum fjölskyldumeðlimum
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Kristín og Ari.
Anne Mie
Niiuchi Nilsen