Morgunblaðið - 02.10.2013, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 02.10.2013, Qupperneq 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. OKTÓBER 2013 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Rokkhátíðin Rokkjötnar II verður haldin í íþróttahúsinu í Kaplakrika í Hafnarfirði á laugardaginn, 5. október. Tíu hljómsveitir koma fram á hátíðinni og þær ekki af verri endanum: Bubbi Morthens og Jötnarnir, Sólstafir, Agent Fresco, Dimma, The Vintage Caravan, Leg- end, Kontinuum, Ophidian I, Strigaskór Nr. 42 og Saktmóðígur. Kristinn Thorarensen, skipu- leggjandi hátíðarinnar, segir Rokk- jötna hafa heppnast afskaplega vel í fyrra og að hljómsveitirnar verði tveimur fleiri í ár. Boðið verði upp á það besta í íslensku rokki af þyngri gerðinni. „Það er líka okkar stefna að heiðursmenn eins og Bubbi Morthens, sem er aðalatriðið í ár, fái sinn sess líka því hann á stóran þátt í rokksögunni, alveg gríðarlega stóran,“ segir Kristinn. Jötnana skipa gítarleikararnir Beggi Morthens og Ingó Geirdal, Flosi Þorgeirsson bassaleikari og trommuleikarinn Björn Stefánsson. „Þetta er algjör monster-grúppa. Þeir ætla að spila Utangarðs- manna, Egó og Das Kapital kata- lóginn. Kassagítarinn verður skil- inn eftir heima, það er allt brjálað, bullandi „Hiroshima“,“ segir Krist- inn um Bubba og Jötnana. Það hafi verið magnað að fylgjast með þeim á æfingum og ljóst að Bubbi sé í fantaformi. Þeir hafi auk þess farið í hljóðver og gert nýja útgáfu af laginu „Loksins loksins“ af plötu Bubba, 3 heimar, frá árinu 1994. „Það er búið að djúsa það vel upp og það er brjálæðislega flott,“ segir Kristinn um lagið. Af öðrum sveitum sem hafa marga rokkfjöruna sopið má nefna Strigaskó nr. 42 sem gaf út plötu fyrir skömmu. „Það er líka okkar stefna að reyna aðeins að sparka mönnum fram úr rúminu sem hafa verið lengi í dvala. Það verður gam- an að sjá þá,“ segir Kristinn um þá ágætu sveit. Af öðrum spennandi megi svo nefna tríóið The Vintage Caravan sem samið hafi nýverið við eitt stærsta útgáfufyrirtæki heims í þungarokksgeiranum, hið þýska Nuclear Blast. „Svo verður Tóna- búðin með sýningu á gíturum og mögnurum, Tattóstofan er að tattó- vera, að taka pantanir í tattó, Ham- borgarafabrikkan fyrir utan að selja hamborgara. Þetta er bara gleði,“ segir Kristinn. Saktmóðígur stígur fyrst á svið í Kaplakrika, kl. 15 og Bubbi og Jötnarnir ljúka hátíðinni, hefja leik um miðnætti. Miðasala fer fram á midi.is. Ljósmynd/Bowen Staines Rokkveisla Bubbi og Jötnarnir, aðalatriði Rokkjötna II, á æfingu. Kassagítarinn skilinn eftir heima  Tíu rokksveitir á Rokkjötnum II Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Önnur sólóplata Daníels Bjarnason- ar tónskálds, Over Light Earth, kom út á mánudaginn var á vegum Bedroom Community. Fyrri plötur hans, Sólaris (2012) og Processions (2010), hlutu afbragðs dóma og óhætt er að segja að þessi nýi diskur sé unninn af miklum metnaði. Á hon- um eru þrjú verk. Titilverkið „Over Light Earth“ var frumflutt í lok síð- asts árs af Fílharmóníuhljómsveit- inni í Los Angeles undir stjórn Johns Adams, og hlaut afar góðar viðtökur; „Emer- gence“ var frum- flutt á Myrkum músíkdögum í fyrra en Loka- verkið „Soli- tudes“ er eldra, en það er fyrsti píanókonsert Daníels. Platan er sögð unnin á nýstárlegan hátt með aðstoð Valgeirs Sigurðssonar og Pauls Evans upptökustjóra, og hinn- ar nýstofnuðu Reykjavík Sinfónía. Dudamel stjórnar nýja verkinu „Fyrri tvo verkin eru tiltölulega nýleg en píanókonsertinn er hins vegar að verða tíu ára gamall. Hann var fyrsta verkið sem ég tók upp með Valgeiri þegar við fórum að vinna saman fyrir um fjórum árum,“ segir Daníel. „Verkið passaði ekki á síðustu plötu en eftir að Valgeir og Ben Frost höfðu fengið leyfi til að bæta ofan á upptökuna einu elek- trónísku lagi, þá var hann kominn í gott samhengi við nýju verkin.“ Daníel segir þetta allt vera verk fyrir stóra hljómsveit en hljóðrituð á óvenjulegan hátt. Platan var tekin upp í bútum, þar sem hljóðfæraleik- ararnir léku hver í sínu lagi eða í litlum hópum. „Fyrir vikið er hljóm- urinn allt annar en ef hljómsveitir eru hljóðritaðar „læf“,“ segir hann. „Þetta var mjög spennandi upp- tökuferli og meira í ætt við það sem tíðkast við upptökur á allri annarri tónlist en klassískri. Ég er skráður sem hljómsveitarstjórinn en sveifl- aði lítið sprota heldur sat í hljóð- verinu og var meira eins og leik- stjóri. Þetta var tímafrekt ferli og eftir- vinnslan mjög flókin, þetta voru svo margar rásir. Það var ekki fyrr en frekar seint í ferlinu að við gátum heyrt öll hljóðfærin saman, annars hefðum við sprengt kerfið. Þetta voru hátt í tvö hundruð rásir.“ Aðstandendur plötunnar mega vera ánægðir með afraksturinn, sem hljómar afar vel og verkin eru seið- mögnuð og hrífandi. En Daníel seg- ist stefna að því að hafa færri hljóð- færi á næstu plötu. „Ég er þegar með hana í mag- anum þótt ég eigi eftir að skrifa tón- listina,“ segir hann. „Það væri áhugavert að vera með verk á henni sem væri auðveldara að leika á tón- leikum og fylgja þannig eftir.“ Fyrst þarf hann þó að leggja loka- hönd á nýtt verk sem Fílharm- óníuhljómsveitin í Los Angeles pant- aði og verður flutt á fernum tónleikum undir stjórn hins heims- fræga Dudamels, í efnisskrá með verkum eftir Rachmaninoff og Stra- vinsky. „Þetta er um tíu mínútna langt hljómsveitarverk. Hljóm- sveitin mun einnig flytja það á tón- leikaferð um Bandaríkin, meðal ann- ars í New York og í San Francisco.“ Þá bíður Daníels að skrifa verk fyrir Kammerkór Hollands og blásara- kvintettinn Calefax. „Eftir það get ég farið að huga að nýrri plötu,“ seg- ir hann. „Þetta var mjög spenn- andi upptökuferli“  Ný sólóplata Daníels Bjarnasonar  Hátt í 200 rásir Morgunblaðið/Árni Sæberg Tónskáldið „Það var ekki fyrr en frekar seint í ferlinu að við gátum heyrt öll hljóðfærin saman, annars hefðum við sprengt kerfið,“segir Daníel. LifunTíska og förðun –– Meira fyrir lesendur : Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Tísku og förðun föstudaginn 11. október 2013. SÉ RB LA Ð Tíska & förðun Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 7. október. Í blaðinu verður fjallað um tískuna haust/vetur 2013 í förðun, snyrtingu og fatnaði, fylgihlutum auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira Sunnuhlíð 12, Akureyri, sími 462 1415 www.tonabudin.is Síðumúla 20, Reykjavík, sími 591 5340 www.hljodfaerahusid.is Yamaha píanó og flyglar með og án “silent” búnaðar. Áratuga góð reynsla gerir Yamaha að augljósum kosti þegar vanda skal valið. Veldu gæði, veldu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.