Morgunblaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 4
Verslun hefur ekki náð fyrri hæðum Vísitala - fast verðlag Heimild: Rannsóknarsetur verslunarinnar 110 100 90 80 70 60 50 40 Raftæki Föt Húsgögn Rúm Ágúst 2007 Ágúst 2008 Ágúst 2009 Ágúst 2010 Ágúst 2011 Ágúst 2012 Ágúst 2013 (Janúar 2008 = 100) (Mælingu breytt) Janúar 2012 Ágúst 2013 350 300 250 200 150 100 50 0 Raftæki-hvít vara* Raftæki-brún vara** Tölvur Farsímar Des. 2012 Ágúst 2012 Jan. 2013 *Hvít vara: Stór raftæki, s.s. kæliskápar og þvottavélar **Brún vara: Minni raftæki ásamt sjónvörpum og hljómflutningstækjum. BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Enginn getur lengi verið án matar en það er hægt að ganga aðeins lengur í slitnum gallabuxum, fresta því að endurnýja sjónvarpssófann og venjast humminu í gamla ís- skápnum. Þessi sannindi endur- speglast í stöðu verslunar á Ís- landi; matvöruverslun er í jafnvægi en aðrar stórar og veltumiklar greinar hafa ekki náð sér á strik eftir hrunið 2008. Rannsóknasetur verslunarinnar á Bifröst safnar upplýsingum um veltu eftir einstökum greinum smá- verslunar. Í skýrslum setursins má m.a. lesa að raunvirði fataverslunar er 39% minna en árið 2007 og velta húsgagnaverslana er aðeins 50% af því sem hún var í ágúst 2007. Kaupmáttur Íslendinga var auð- vitað með mesta móti á árunum fyrir hrun, enda gengi krónunnar hátt og næg atvinna í boði. Þótt ekki sé endilega von á að aftur verði 2007-stemning í búðunum vonast verslunarmenn þó eftir bata. En hann lætur bíða eftir sér. Spara við sig Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að búist hafi ver- ið við meiri aukningu í sölu á raf- tækjum og húsgögnum, enda þurfi að endurnýja slíka hluti nokkuð reglulega. Því hafi stöðnun í sölu í þessum greinum komið nokkuð á óvart. Samdráttur í fataverslun er mik- ill. Þar hafi einkum tvennt áhrif; annars vegar að fólk spari greini- lega mjög við sig í fatakaupum og hins vegar fatakaup Íslendinga er- lendis. „Það hafa margir lýst því þannig að á góðærisárunum hafi þeir átt þrennar til fernar góðar gallabuxur. Nú eigi þeir bara einar eða tvennar. Það munar um þetta. Og það hefur veruleg áhrif ef við karlarnir erum með fimm skyrtur í notkun en ekki tíu,“ segir Andrés. Markaðurinn velti um 30-35 millj- örðum ári, og því hafi það veruleg áhrif ef margir spari við sig. Kaupa barnaföt ytra Samkvæmt könnun sem SVÞ birtu í fyrra kom í ljós að fataversl- un Íslendinga erlendis var á bilinu 28-42% eftir vöruflokkum og var al- gengast að barnaföt væru keypt er- lendis. Andrés segir að frá því könnunin var gerð hafi gjöldum og skött- um sem leggjast á fatnað ekkert verið breytt. Mynstrið sé líklega hið sama nú og þegar könnunin var gerð. „Eitt það athyglisverðasta sem kom í ljós í könnuninni var að eftir því sem ráðstöfunartekjur fólks voru hærri, því líklegra var það til að kaupa föt í útlöndum,“ segir Andrés. Þeir sem voru með minni tekjur höfðu sem sagt síður kost á innkaupaferðum til útlanda. Tvítolluð og ofurskattlögð SVÞ hafa ítrekað bent á að fatnaður frá Suðaustur-Asíu, sem er algengasta upprunasvæði fatn- aðar, beri að langmestu leyti tvö- faldan toll. Þegar fötin komi inn í Evrópusambandið leggist á þau 15% tollur og þegar þau séu flutt hingað frá birgjum í ESB leggist aftur á 15% alíslenskur tollur. Til- raunir til að fá ESB-tollinn felldan niður við flutning fatanna hingað hafi verið árangurslausar. Til við- bótar leggst einn hæsti virðis- aukaskattur í heimi ofan á föt hér- lendis. „Og við erum meðal annars að keppa við Bretland þar sem enginn virðisaukaskattur leggst of- an á föt fyrir börn upp að 14 ára aldri. Og í Bandaríkjunum er al- gengt að söluskattur sé 6-8%. Þetta er staðan,“ segir Andrés. Óvissa um efnahagsmál bæti ekki úr skák. Andrés segir að með- al félagsmanna í Samtökum versl- unar og þjónustu hafi verið gíf- urleg bjartsýni í kjölfar kosninganna í vor. „En núna eftir sumarið hefur bjartsýni manna óneitanlega minnkað verulega,“ segir hann. Almenningur og fyrir- tæki bíði eftir fréttum frá stjórn- völdum, að þau sýni á spilin. Fjár- lagafrumvarpið gefi engar sér- stakar vísbendingar um hvernig ríkisstjórnin ætli að efna loforð um skuldaniðurfellingu eða hvernig hún ætli að stuðla að auknum kaupmætti. „Afkoma verslunarinnar helst al- gjörlega í hendur við það hver kaupmáttur almennings er. Og það er mikil óvissa um hver hann verð- ur á næsta ári,“ segir hann. Færri gallabuxur og eldri sófar  Verslun á Íslandi hefur ekki náð sér á strik eftir 2008  Bíða eftir fréttum frá stjórnvöldum  Matvöruverslun í jafnvægi en fataverslun á erfitt uppdráttar  Gagnrýna tvítollun og háan skatt 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2013 Gestur Hjaltason, framkvæmda- stjóri ELKO, segir stöðuna mis- jafna eftir vöruflokkum. Salan sé svipuð á milli ára en heldur á upp- leið. Í kjölfar hrunsins hafi sala á raftækjum sem tengjast flutn- ingum, s.s. ísskápum og þvotta- vélum, hrunið en sé nú heldur að aukast á nýjan leik. Aukningin tengist aukinni veltu á fasteignamarkaði en einnig sé í mörgum tilfellum kominn tími á endurnýjun raftækja. Menn séu þó á tánum um framhaldið. „Manni finnst ekki nógu mikil bjartsýni á að hlutirnir séu að ganga,“ segir hann. Aukning en samt á tánum SALAN Á UPPLEIÐ Gestur Hjaltason Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Hér á landi þarf að efla forvarnar- starf og bæta meðferðarúrræði fyrir þá sem eiga við spilavanda að stríða,“ segir Daníel Þór Ólafsson, dósent í sálfræði við Háskóla Íslands. Ætla má að 4-7 þúsund fullorðnir Íslendingar eigi við verulegan vanda að stríða vegna þátttöku sinnar í peningaspilum. Rannsóknir sýna að um 2-3% unglinga á aldrinum 13-18 ára eiga við spilavanda að stríða. Daníel vill að Íslendingar dragi vagninn í forvarnarstarfi er lýtur að spilafíkn. „Það þarf að fræða fólk um algengar ályktunarvillur í tengslum við peningaspil. Fólk hefur iðulega rangar hugmyndir um líkur á vinn- ingi. Algengt er að þeir sem eru í vanda telji að hægt sé að spá fyrir um niðurstöðu peningaspila sem byggjast á tilviljun.“ Ráðast þarf í verkefnið með kerf- isbundnum hætti og forvarnarstarfið þarf að vera virkara á öllum stigum, ekki einungis að beina því að ungu kynslóðinni. Fræðsla til foreldra er mikilvæg. Byggja þarf slíkt starf á niðurstöð- um rannsókna sem hafa sýnt fram á haldbæran árangur, „ekki prenta út veggspjöld og klappa sér svo á bakið eftir það“. Aðspurður hvort til séu rannsóknir og gott efni til fræðslu segir hann svo vera, þó þurfi að laga það að íslenskum raunveruleika og þarna liggi sóknarfæri. Betri meðferðarúrræði er annað atriði sem Daníel kallar eftir. Þeir sem eiga við spilafíkn að etja eru oft með aðra sálræna kvilla eins og þunglyndi, kvíða og ánetjun áfengis eða eiturlyfja eru algeng. „Meðferð- arstarfið þarf að vera marksækið og byggjast á empírískum rannsóknum sem hafa sýnt að það beri árangur.“ Daníel hefur unnið að rannsóknum á spilavanda og peningaspilum á Ís- landi síðustu tíu ár, þar á meðal fyrir og eftir efnahagshrunið 2008. Þær breytingar sem hafa orðið á peningaspilum síðustu ár er að dreg- ið hefur úr spilun í spilakössum en spilun fjárhættuspila á netinu hefur aukist. „Vandinn er sá að netið er aldrei lokað, það er aðgengilegt allan sólarhringinn alla daga ársins. Net- spilun er nýtt í flóru peningaspila og þarf að umgangast með ábyrgð.“ Niðurstöður rannsókna Daníels sýna að þó svo að hafi orðið lítils hátt- ar aukning í spilavanda frá árinu 2007 til 2011 voru engin tengsl milli fjárhagsörðugleika fólks í kjölfar efnahagshrunsins og spilavanda. Hinsvegar virðast þeir sem eiga í fjárhagsvanda líklegri til að kaupa miða í lottói eða spila bingói. Þegar tengsl spilavanda og þátttöku í pen- ingaspilum eru skoðuð kemur í ljós að aðeins spilakassar, póker og net- spilun hafa marktæk tengsl. Þrátt fyrir þessar breytingar telur Daníel að ekki sé ástæða til að telja að ástand í þessum málum fari versnandi. „Engin sprenging í spila- fíkn hefur orðið. Við erum á svipuð- um slóðum og önnur Evrópulönd og erum ekki útsettari fyrir þessum vanda en aðrir.“ Þrátt fyrir það er brýnt að fækka þeim sem glíma við spilafíkn. Vandi hvers einstaklings hefur mikil áhrif á vini og fjölskyldu. Um þessar mundir stendur Nor- ræna fagráðið í forvörnum og ráð- gjöf fyrir námskeiði um peningaspil og spilavanda. Hafa iðulega rangar hug- myndir um líkur á vinningi  Vill efla forvarnarstarf og meðferðarúrræði við spilavanda  Peningaspil á netinu Spilafíkn Dregið hefur úr notkun á spilakössum en peningaspil hafa aukist á netinu sem aldrei er lokað. Á svipaðan hátt og fólk verður háð áfengi eða fíkniefnum verða spilafíklar haldnir óstjórnlegri löngun til að leggja undir fé í ým- iss konar fjárhættuspilum. Fjárhættuspil snúast um spennuna og hasarinn sem fylgir fjárhættuspilum er eins og að taka róandi lyf eða örvandi til að koma spilaranum í rétta stuðið og líðanina. Þessi áhrif hverfa svo aftur þegar fjárhættuspilarinn þarf að horfast í augu við raun- veruleikann, tapaða peninga og tíma. Þetta kemur fram á vef SÁÁ. Óstjórnleg löngun HVAÐ ER SPILAFÍKN? Snjókomubakki var væntanlegur að landinu úr vestri í gærkvöldi, að sögn veðurfræðings Vegagerðar- innar. Nú í morgunsárið voru horf- ur á snjókomu á Suðurlandsvegi austan Selfoss, að Markarfljóti eða svo. Veðurstofan spáði því að á höfuð- borgarsvæðinu þykknaði upp í nótt og að dálítil snjókoma eða slydda gæti orðið nú um tíma um morgun- inn og dálítil snjókoma og síðar él eftir hádegi í dag. Hiti yrði 0-4 stig að deginum. Spáð var talsvert hlýn- andi veðri á fimmtudag. Á föstudag á að verða 7-14 stiga hiti, hlýjast norðaustantil og um næstu helgi verður hlýtt í veðri á landinu. Sigurður Þór Guðjónsson, áhuga- maður um veður, benti á í bloggi sínu (nimbus.blog.is) að fyrsta næt- urfrostið í Reykjavík í haust var að- faranótt sl. laugardags, -0,1 stig. Þá hafði verið frostlaust í höfuðborg- inni frá 15. maí eða í 142 daga. Frostlausi tíminn í Reykjavík hefur verið að meðaltali 145 dagar á ári á þessari öld, að þessu ári meðtöldu, en 143 dagar miðað við öll árin frá 1920. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fyrst snjóar en svo hlýn- ar á landinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.