Morgunblaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 281. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Spá snjókomu á morgun 2. Bjargvætturinn lét sig hverfa 3. Bjargaði fimm ára stúlku 4. Mótmælti og skeit á þröskuldinn »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Ný styttist í að Íslenska óperan frumsýni hina sívinsælu óperu Car- men í Hörpu. Hanna Dóra Sturludótt- ir og Sesselja Kristjánsdóttir syngja titilhlutverkið. Frumsýning er 19. október og eru fyrirhugaðar sex sýn- ingar. Þegar munu um tveir þriðju hlutar miðanna vera seldir og hefur miðasalan aldrei gengið jafn vel. Miðasala Óperunnar aldrei gengið jafn vel  Bandaríski leik- arinn Tobey Mag- uire er staddur á Snæfellsnesi við tökur á kvikmynd um skáksnilling- inn Bobby Fischer. Sagafilm sér um að aðstoða töku- lið myndarinnar. Kvikmyndin nefnist Pawn Sacrifice og leikstjóri hennar er Edward Zwick. Maguire fer með hlutverk Fischers en Liev Schreiber leikur Boris Spasskí. Tobey Maguire í tök- um á Snæfellsnesi  Gagnrýnandi kvikmyndatímaritsins Variety, Jay Weissberg, fer afar lof- samlegum orðum um fyrstu kvik- mynd Benedikts Erlingssonar, Hross í oss. Weissberg ber mikið lof á Bene- dikt sem hann telur sýna djörfung og frumlega sýn og tökumanninn Berg- stein Björg- úlfsson. Dóminn má finna á vari- ety.com. Gagnrýnandi Variety lofsyngur Hross í oss Á miðvikudag Suðvestan 3-8 m/s, en norðvestan 8-13 með aust- urströndinni framan af degi. Léttskýjað með köflum. Á fimmtudag Gengur í sunnan 10-18 m/s vestantil á landinu með rigningu eða súld. Hægari og bjart fyrir austan. Hlýnar talsvert. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Yfirleitt þurrt og bjart norðaustanlands. Hiti 0 til 5 stig að degi, um frostmark fyrir norðan. Víða frost í nótt. VEÐUR „Ég er að komast í flott form. Á stundum finnst mér eins og ég sé nær markinu en í fyrra. Þetta er svolítið sérstök tilfinning. Ekki ósvipað og í golfinu þegar vel gengur að pútta, þá er eins og holan stækki,“ segir Sigurbergur Sveinsson handknattleiksmaður úr Haukum sem er leikmaður 3. umferðarinnar í Olís- deild karla eftir frammi- stöðu sína gegn FH. »4 Finnst eins og ég sé nær markinu „Stærsta breytingin verður hins veg- ar sú að íslenskir leikmenn fá loks valdið til þess að búa til liðskjarna óháðan erlendum leikmönnum, sem hafa vissulega tröllriðið körfubolta- menningu okkar síð- asta áratug,“ segir Kristinn Friðriksson í umfjöllun sinni um þau sex lið sem hann telur að verði í neðri hluta Dominos- deildar karla í körfubolta í vetur. »4 Íslensku leikmennirnir fá tækifærið Úrvalsdeildarliðið Fram í fótbolta karla hefur áhuga á að fá Rúnar Pál Sigmundsson, aðstoðarþjálfara Stjörnunnar, til að þjálfa liðið en það er þjálfaralaust eftir að samningar náðust ekki á milli Safamýrarliðsins og Ríkharðs Daðasonar. Hringt var í Rúnar Páll úr Safamýr- inni en hann er ekki farinn í formlegar viðræður við bikarmeistarana. » 1 Þjálfaraleit bikarmeist- ara Fram heldur áfram ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Ólympíufararnir sem félagið átti standa upp úr í sögunni,“ segir Sigurgeir Jónsson, sem hefur skrá- sett bókina Íþróttafélagið Þór Vestmannaeyjum í 100 ár. Hann á þar við frjálsíþróttamennina Torfa Bryngeirsson og Sigurð Sigurðs- son í Húsunum, sem voru báðir í Knattspyrnufélaginu Þór í Vest- mannaeyjum áður en þeir fluttu upp á land. „En svo átti Þór sitt blómaskeið í handboltanum á ár- unum eftir gos.“ Knattspyrnufélag Vestmanna- eyja, KV, tók þátt í fyrsta Íslands- mótinu ásamt Fram og KR 1912. Í kjölfarið lognaðist starfsemi KV út af. Sigurgeir rifjar upp að í ung- mennafélaginu í Eyjum hafi menn einkum lagt áherslu á sund og glímu. Áhugamenn um fótbolta hafi því ákveðið að stofna Þór og hafi gert það 9. september 1913. Hins vegar vekur hann athygli á því í bókinni að árið eftir hafi verið haldnir níu fundir í félaginu og aldrei verið minnst á knattspyrnu á þeim nema hvað formaðurinn hafi lagt til í nóvember að keyptur yrði fótbolti af bestu gerð og hafi það verið samþykkt. Á hinn bóginn hafi glíma verið í hávegum höfð. Georg Gíslason var fyrsti for- maður Þórs, en Sigurgeir segir að Guðmundur Hofdal Sigurjónsson, sem hafi komið til Eyja til þess að kenna glímu, hafi verið helsti hvatamaður að stofnun félagsins og unnið að henni ásamt heima- mönnum. Annálar Þórs voru skrifaðir í um fjóra áratugi frá 1945 og kennir þar margra grasa, en þeim eru gerð góð skil í bókinni. „Þar er greint frá nánast öllu sem gerist í félaginu,“ segir Sigurgeir og bend- ir sérstaklega á lýsingar annálarit- ara þegar þeir koma heim af vell- inum. „Þar er oft mikill tilfinninga- hiti og hægt að skemmta sér yfir honum.“ Búningarnir frá KV Í heila öld hefur gjarnan verið haft á orði að Eyjamenn væru ann- aðhvort grænir eða bláir. Á Ís- landsmótinu 1912 lék Knattspyrnu- félag Vestmannaeyja í blá- og hvítröndóttum skyrtum og hvítum buxum. Þór fékk að nota búning- ana frá 1915. Félagið var bindind- isfélag og hurfu nokkrir menn frá félaginu vegna þess. Þeir ásamt öðrum endurreistu KV og þá þurfti nýja búninga því Þór hélt í þá gömlu. KV lék því í grænum peys- um og svörtum buxum. 1921 kom upp ósætti í KV og var Knatt- spyrnufélagið Týr þá stofnað. Þetta þýddi endalok KV og tók Týr yfir búningana en skömmu síðar var svörtu buxunum skipt út fyrir hvítar. Þó að Knattspyrnu- félag Vestmannaeyja hafi ekki ver- ið langlíft sá það þó báðum félög- unum fyrir búningum. Þau sameinuðust í ÍBV 1996 en voru samt ekki lögð niður. „Í raun og veru eru því bæði fé- lögin ennþá til,“ segir Sigurgeir. „Það voru mjög deildar meiningar um sameininguna á sínum tíma en ætli það séu ekki um 95% manna í báðum félögum sem eru á því nú að þetta hafi verið það eina rétta.“ Sigurgeir vann að bókinni í rúm þrjú ár. Hún er ríflega 500 síður í stóru broti með um 500 myndum en í nafnaskrá eru á þriðja þúsund nöfn. Afreksmenn í Eyjum  100 ár frá stofnun Þórs í Vestmannaeyjum Morgunblaðið/RAX Skrásetjari Sigurgeir Jónsson með bókina um Þór í Vestmannaeyjum. Ísland sendi 15 íþróttamenn í sundknattleik og frjálsíþróttum á Ólympíuleikana í Berlín 1936 auk þess sem 11 glímukappar sýndu glímu. Fæstir höfðu farið til keppni erlendis áður og var árangur þeirra slakur. Sigurður Sigurðsson úr Þór stóð sig best allra, setti Íslandsmet þegar hann stökk 13,68 m í þrístökki og varð í 22. sæti en met hans stóð í 10 ár. Sagt var að afrek hans hefði réttlætt þátttöku Ís- lendinga. Torfi Bryngeirsson gekk í KR og keppti í stangarstökki á Ól- ympíuleikunum 1948 og 1952. Hann var hársbreidd frá því að komast í úrslit á leikunum í London, en tókst það í Helsinki fjórum árum síðar. Á Evrópu- meistaramótinu í Brussel 1950 keppti Torfi í stangarstökki og langstökki og komst í úrslit í báðum greinum. Úrslitakeppnin fór fram á sama tíma, hann valdi langstökkið og varð Evr- ópumeistari, stökk 7,32 m. Ís- landsmet hans í stangarstökki, 4,35 m, stóð í nokkur ár. Sigurður best- ur og Torfi á efsta stalli FRJÁLSÍÞRÓTTAKAPPAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.