Morgunblaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2013
✝ Ólafur Siem-sen fæddist í
Reykjavík 5. októ-
ber 1953. Hann lést
á heimili sínu 28.
september 2013.
Ólafur var sonur
hjónanna Ludwig
Hartwig Siemsen,
f. 4. júní 1921, d. 8.
nóvember 1996 og
Sigríðar Siemsen,
f. 8. janúar 1923, d.
1. apríl 2007. Ólafur var þriðji
elstur í röð fimm systkina. Hin
eru í aldursröð 1) Árni, f. 7.
febrúar 1950; 2) Sigríður, f. 8.
janúar 1952; 3) Elísabet, f. 26.
febrúar 1955; 4) Helga, f. 15.
september 1965, d. 14. janúar
1973.
Ólafur kvæntist 1. mars 1975
eftirlifandi eiginkonu sinni,
Auði Snorradóttur, hjúkr-
unarfræðingi, f. 10. júlí 1953.
Auður er dóttir hjónanna
þeirra eru a) Brynja Karen, f.
21. júlí 2006 og b) Jökull Logi,
f. 13. júní 2012; 4) Anna Sigríð-
ur, f. 27. október 1989.
Ólafur lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík
árið 1973 og hóf nám í lyfja-
fræði við Háskóla Íslands það
sama ár. Hann lauk prófi sem
aðstoðarlyfjafræðingur frá Há-
skóla Íslands í júní árið 1976.
Ólafur stundaði nám við Dan-
marks Farmaceutiske Højskole
í Kaupmannahöfn frá 1976 til
ársins 1980 og útskrifaðist það-
an sem cand.pharm í janúar
1980. Ólafur starfaði sem að-
stoðarlyfjafræðingur í Apóteki
Austurbæjar, í Laugavegs Apó-
teki og sem lyfjafræðingur í
Lyfjaverslun ríkisins frá 1980
til ársins 1984. Ólafur hóf störf
hjá Pharmaco árið 1984, síðar
Actavis, og hefði fagnað þrjátíu
ára starfsafmæli sínu í febrúar
á næsta ári.
Útför Ólafs fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í
dag, 8. október 2013, og hefst
athöfnin klukkan 15.
Snorra Hallgríms-
sonar, f. 9. október
1912, d. 27. janúar
1973 og Þuríðar
Finnsdóttur, f. 27.
júlí 1915, d. 25.
september 1993.
Börn Ólafs og Auð-
ar eru: 1) Guð-
mundur, f. 29. des-
ember 1978, áður
kvæntur Ástu Guð-
jónsdóttur, f. 17.
nóvember 1977. Börn þeirra
eru a) Auður, f. 24. nóvember
2003 og b) Katrín, f. 10. nóv-
ember 2006. Guðmundur er í
sambúð með Hrund Ott-
ósdóttur, f. 18. desember 1978,
þau eiga Hrafnhildi Kötlu, f. 30.
apríl 2011; 2) Snorri, f. 3. júní
1980, í sambúð með Jóni Kjart-
ani Ágústssyni, f. 13. apríl 1984;
3) Rósa, f. 20. júní 1985, í sam-
búð með Jóhanni David Barða-
syni, f. 24. júlí 1985, börn
Elsku besti pabbi okkar.
Margar dýrmætar stundir höf-
um við átt saman. Alltaf varstu til
staðar fyrir okkur fjölskylduna
og var alltaf hægt að leita til þín
og fá ráð og stuðning. Þú studdir
mann í einu og öllu og hafðir allt-
af áhuga á því sem maður var að
gera, hvort sem það var í leik,
námi eða starfi. Þú varst pabbinn
sem allt gat, hvort sem það var að
smíða, búa til eða gera við hluti
og héldum við systurnar á tíma-
bili þegar við vorum litlar að þú
værir smiður þar sem þú varst sí-
fellt að dytta að hlutum eða
græja og gera hvort sem það var
heima eða uppi í bústað í Grafn-
ingnum.
Margar eftirminnilegar ferðir
fórum við saman innanlands sem
utan. Hvort sem það var í Grafn-
inginn, útilegur, skíðaferðir,
hringtúr um landið eða sólar-
landaferðir var alltaf gaman að
ferðast með þér. Við systkinin
urðum á unga aldri víðförlari en
margur annar og græddum á
þessum ferðalögum allskonar
fróðleiksmola um hina ýmsu staði
sem á vegi okkar urðu.
Þú varst sælkeri mikill eins og
flestir í fjölskyldunni og þótti þér
fátt betra en þegar við komum
með eitthvert heimalagað gúm-
melaði handa þér með kaffinu.
Mamma átti líka stundum í
mestu vandræðum með þig fyrir
jólin þegar þú varst búinn að stel-
ast í allt suðusúkkulaðið sem átti
að fara í jólabaksturinn. En það
gerði ekkert til því þá var bara
keypt meira til að eiga í allar
gómsætu kökurnar sem mamma
bakaði.
Þú varst algjör prakkari og
stríðnispúki og hafðir unun af því
að stríða okkur krökkunum og
mömmu. Sérstaklega okkur
systrunum þar sem við urðum
alltaf svo æstar yfir þessari
stríðni þinni og það þótti þér
fyndið. Þú gast alltaf séð það já-
kvæða við hlutina og sást furðu-
legustu hluti í fyndnu ljósi. Hár-
beitt grínið var til staðar alveg
fram á þína síðustu daga og sama
hversu veikburða og lasinn þú
varst orðinn kom alltaf smá grín
frá þér annað slagið sem lét okk-
ur systkinin og mömmu brosa í
gegnum tárin.
Þrátt fyrir prakkaraskapinn
varstu samt alltaf svo rólegur og
yfirvegaður og jákvæður fyrir
öllu sem þú tókst þér fyrir hend-
ur. Æðruleysi einkenndi þig líka
og kom kannski best fram þegar
þú greindist af veikindum þínum.
Þá sagðirðu okkur með yfirveg-
aðri röddu að maður réði ekki
alltaf þeim verkefnum sem mað-
ur fengi í hendurnar en þetta
væri verkefni sem þú þyrftir að
takast á við og þú ætlaðir þér að
gera það með stæl. Og það gerð-
irðu svo sannarlega, elsku pabbi
okkar, þó þér hafi ekki tekist að
ljúka verkefninu á þann hátt sem
við öll hefðum viljað. Baráttuhug-
urinn og dugnaðurinn í þér ein-
kenndi þig alveg fram á síðustu
stundu og er það eitthvað sem við
munum ávallt muna.
Það vantar mikið í lífið eftir að
þú kvaddir en við vitum að þú
vakir yfir okkur og munum við
systkinin efna loforð okkar við
þig og passa hana mömmu fyrir
þig.
Elsku hjartans pabbi okkar,
þakka þér allar fallegu og
skemmtilegu samverustundirn-
ar.
Þínar lillur,
Rósa og Anna Sigríður
(Anna Sigga).
Kær bróðir er kvaddur í dag.
Ólafur, eða Óli frændi eins og
börnin mín kölluðu hann ætíð,
var okkur afar kær. Hann var
rétt rúmu ári eldri en ég og mót-
aðist án efa af því að vera á milli
tveggja atorkumikilla systra.
Hann lét okkur um að tala en
hugsaði þess meira. Rólegur, yf-
irvegaður og jafnlyndur en jafn-
framt stríðinn og með skemmti-
legan húmor. Hann var mikill
fjölskyldumaður og virtist alltaf
hafa tíma fyrir börnin sín og síðar
afabörnin. Með þeim gat hann
verið tímunum saman í ýmsu
grúski, í bílskúrnum eða í Grafn-
ingnum sem var hans griðastað-
ur. Þar leið honum afskaplega vel
enda fékk hann þar útrás fyrir
það sem honum þótti skemmti-
legast, smíðar. Hann hafði stund-
um á orði að hann hefði kannski
átt að verða smiður, ekki það að
hann hafi ekki verið ánægður
með sitt lífsstarf heldur var hann
hagleikssmiður. Strax í æsku
man ég varla eftir honum öðru-
vísi en að vera að „betrumbæta“
ýmsa hluti. Stundum urðu nokk-
ur stykki eftir þegar búið var að
setja vekjaraklukku saman, en
samt sem áður gekk hún. Hann
var mikill pælari og gátu ferða-
langarnir á Húsafellshátíðirnar
t.d. reitt sig á að honum tækist að
koma „nestinu“ til skila. Stund-
um var setið í heilan dag í her-
berginu hans og drukkið úr heil-
um kókkassa, en flöskurnar voru
svo ansi heppilegar undir annað.
Þá var búið að pæla í hvernig
best væri að tappa á án þess að
klókir verðir yrðu þess áskynja
að búið væri að fikta við innihald-
ið. Ýmsum tilraunum man ég líka
eftir í kjallaranum á Fjölnisveg-
inum en allar voru þær í hans
huga tilraunir til að finna upp á
einhverju nýju, reyna á nýja
kunnáttu og ekki spillti ef uppá-
tækið gengi nú upp.
Ólafur var börnum mínum
ekki aðeins móðurbróðir heldur
mikill vinur. Fjölskyldurnar voru
í mörg ár nágrannar og elstu
börnin ólust nánast upp eins og
systkini. Mér var hann ætíð góð-
ur stóri bróðir, ótrúlegt hvað
hann nennti stundum að leyfa
mér að dröslast með. Líklegast
hefur honum stundum þótt betra
að hafa mig með heldur en að
standa í einhverju þrasi, það var
ekki hans stíll. Hann átti ógrynni
af vinum sem löðuðust að ljúfri
lund og miklum húmor. Fráfall
hans er þyngra en orð fá lýst,
hann var ungur og fullur af lífi og
gekk upp um öll fjöll þegar sjúk-
dómurinn knúði dyra. Hann tókst
á við veikindin sem hvert annað
verkefni sem þyrfti að leysa, ekk-
ert vol eða víl heldur barðist hann
fram á síðasta dag.
Í MR kynntist Ólafur ástinni
sinni, henni Auði. Þau hafa geng-
ið saman samstiga í næstum 40
ár. Þau hafa kynnst ýmsu mót-
læti í lífinu en þeim hefur ætíð
tekist að finna leiðina áfram og
búa börnum sínum fallegt heim-
ili. Börn þeirra fjögur eru nú öll
uppkomin, tengdabörn og barna-
börn hafa bæst við og enginn var
stoltari af hópnum sínum en Ólaf-
ur. Orð fá ekki lýst aðdáun minni
og virðingu fyrir Auði sem hjúkr-
aði Ólafi í veikindum hans og
gerði honum kleift að vera heima
þar til yfir lauk. Í sorginni og erf-
iðu lokastríði tókst henni að
skapa umgjörð fegurðar og friðar
sem börn, tengdabörn og barna-
börn munu ætíð minnast.
Hvíl í friði, elsku bróðir.
Elísabet (Beta).
Ólafur Siemsen mágur minn
og vinur tengdist fjölskyldu
minni fyrir fjórum áratugum
þegar þau Auður systir mín tóku
saman. Við bræður kunnum fljótt
að meta þennan nýliða í fjölskyld-
unni. Sýnt var að Auður væri
komin í góða höfn og drengurinn
reyndist hafa ýmsa eiginleika
sem féllu vel að þeirri sérkenni-
legu fjölskyldu sem hann ánetj-
aðist – bættu hana raunar upp
svo um munaði. Ólafur var skarp-
ur, rólegur og hógvær, gat tekið
stríðni og jafnvel svarað í sömu
mynt. Miklu skipti að áliti okkar
bræðra hversu liðtækur hann var
til slarkferða og sumarbústaða-
smíða. Eftirminnilegar eru
smíðaferðir okkar bræðra, mága
og félaga austur í Landbrot að
haustlagi um miðjan áttunda ára-
tuginn, alltaf í grenjandi rigningu
og niðaþoku svo ekki sá út úr
augum. Þangað hafði Ólafur ekki
komið fyrr á fullorðinsárum og
það var fyrst í fjórðu ferð sem
hann leit landið í Vestur-Skafta-
fellssýslu. Þá sá um stund til sól-
ar einn sunnudagsmorgun og Óli,
staddur uppi á þaki á verðandi
sumarbústað í Tungu, leit í kring-
um sig og mælti spök orð – „já
svona lítur þá út hérna“.
Ólafur fór varlega að okkur
mágum sínum í fyrstu en fór
fljótlega að hafa vit fyrir mér við
smíðar og ýmislegt annað sem
krafðist verksvits og útsjónar-
semi. Hann átti drjúgan þátt í að
koma upp bústaðnum í Tungu og
gera hann íveruhæfan. Hann tók
við forráðum við gamla bústað
fjölskyldunnar í Grafningi, end-
urbyggði, endurbætti og hélt við.
Oft hjálpaði hann mér við smíðar
og lagfæringar, heima og í
Tungu, og þá var það ekki alltaf
aðstoðin sem mest var um vert;
ekki síður félagskapurinn og
samveran.
Mikill samgangur var með fjöl-
skyldum okkar þegar börnin
voru að alast upp. Okkur foreldr-
unum þótti þessi samvist góð og
gaman að hafa hópinn saman,
ekki síst í Tungu. Krakkarnir
kynnust því vel, varð vel til vina,
er það enn og raunar er þessi
frændsystkinahópur býsna þétt-
ur. Samgangurinn hélst alla tíð
en breyttist eins og gengur eftir
því sem börnin eltust og barna-
börnum fjölgaði.
Ólafur var fjölskyldumaður í
þess orðs bestu merkingu; hann
sinnti liði sínu vel, var Auði og
krökkunum ekki aðeins eigin-
maður og faðir heldur einnig fé-
lagi og vinur. Þannig fjölskyldur
er gaman að umgangast og þann-
ig er það sannarlega með fjöl-
skyldu þeirra Auðar. Ólafur var
heilsteyptur maður, vel gefinn og
gerður, traustur og yfirvegaður.
Hann var skapgóður, glaðvær og
jafnan var stutt í kímni og bros.
Hann var harðduglegur og út-
haldsgóður við allt sem hann tók
sér fyrir hendur, hvort sem það
var í vinnu eða leik, heimili, börn
eða barnabörn.
Við mágarnir kynntumst
snemma vel og bundumst vin-
fengi sem varð varanlegt. Við átt-
um skap saman og jafnan fór vel
á með okkur. Vissa strengi áttum
við sameiginlega hvað snerti Auði
og fjölskyldur okkar en eitthvað
annað kom því til viðbótar sem
hvað mig varðar grundaðist á
mannkostum Ólafs, góðu skapi
hans, lítillæti og hlýleika. Það var
gott að eiga Óla Siemsen að mági
og vini. Það er afar sárt að sjá á
eftir honum. Ég er þakklátur fyr-
ir samfylgd hans og vináttu.
Hallgrímur Snorrason.
Ólafur mágur minn eða Óli
frændi eins og við í fjölskyldunni
kölluðum hann til aðgreiningar
frá syni mínum er fallinn frá
langt fyrir aldur fram. Það koma
margar minningar upp í huga
minn þegar ég lít til baka yfir þau
rúm fjörutíu ár sem liðin eru frá
því að ég kynntist honum fyrst á
árshátíð Framtíðarinnar í MR,
sem fram fór í Súlnasal Hótel
Sögu. Í miðjum dansi við systur
hans vatt hann sér að mér og
sagði: passaðu þig á henni, ég
þekki hana. Samverustundirnar
hafa verið margar eins og í sum-
arbústöðum þeirra í Þorsteinsvík
og Tungu, skíðaferðum í Bláfjöll,
veiðiferðum, sjötímanum, Rót-
arýstarfinu og gönguferð á Snæ-
fellsjökul árið 2010, sama ár og
hann greindist með þann illvíga
sjúkdóm sem nú hefur tekið hann
frá okkur. Við sem eftir sitjum
getum yljað okkur við þessar
góðu endurminningar.
Ólafur sýndi mikið æðruleysi
fram á síðustu stundu og hélt
húmornum í lagi þar til yfir lauk.
Í samtali við hann fyrir stuttu
hafði ég orð á því hvað hann væri
búinn að standa sig vel í barátt-
unni við sjúkdóminn. Svar hans
var mjög skýrt: „Það er nú ekk-
ert miðað við hvernig hún Auður
hefur staðið sig eins og hetja við
að annast mig og komið því til
leiðar að ég gat verið heima í um-
sjón hennar.“
Söknuður fjölskyldunnar er
mikill og verður erfitt fyrir þau
að hafa ekki Óla sér við hlið leng-
ur.
Hvíldu í friði, kæri vinur, og
megi minningin um góðan eigin-
mann, föður, tengdaföður og afa
hjálpa þeim í gegnum erfiða tíma.
Guðmundur Ámundason.
Elsku Óli frændi. Það er af-
skaplega erfitt að skrifa þessi
stuttu minningarorð um þig en
jafnframt gleðilegt að rifja upp
allar þær góðu minningar sem við
deildum. Mínar fyrstu minningar
um þig eru fyrir hartnær 30 árum
frá Suðurvanginum og seinna
Hjallabrautinni. Þar brölluðum
við frændurnir Gummi og Snorri
ýmislegt og alltaf varst þú þol-
inmæðin uppmáluð. Það má segja
sem svo að ég hafi verið eilítið
eins og heimalningur hjá ykkur
Auju á þeim árum og því er óhætt
að fullyrða að þið Auja eigið stór-
an hlut í mér. Fyrir það verð ég
ævinlega þakklátur. Þegar ég
komst á táningsárin man ég eftir
tíðum ferðum í Grafninginn og í
Tungu þar sem þú stundaðir
tvær af þínum uppáhaldsiðjum af
miklum móð; að dytta að húsun-
um og veiða. Við strákarnir tók-
um mest þátt í veiðinni og þeirri
ástríðu deildum við með þér allir
og vorum meðlimir í sama veiði-
klúbbi. Það er mikil eftirsjá að
þér úr þeim góða hópi þar sem þú
varst yfirleitt sá sem hélt uppi
fjörinu.
Fyrir um það bil 14 árum
kynntir þú mig fyrir lyfjaiðnaðin-
um þegar við Gummi aðstoðuðum
þig við jólatalninguna á lagernum
í Delta. Höfum við nafnarnir síð-
an verið viðloðandi Delta, seinna
Actavis, og í nokkur ár unnum við
meira að segja í sömu deild. Allan
þann tíma sem ég vann á Íslandi
varst þú eilífur viskubrunnur
fróðleiks og ávallt tilbúinn að að-
stoða mig sem og aðra samstarfs-
félaga. Þetta gerðir þú alltaf með
bros á vör og jafnvel flautandi
lagstúf. Betri fyrirmynd er vart
hægt að finna og hef ég reynt að
tileinka mér þína þrotlausu þjón-
ustulund og lundarfar, þó ég
komist vart með tærnar þar sem
þú hafðir hælana.
Þú varst mikil félagsvera og
lést þig sjaldan vanta á nokkra
viðburði, hvorki vinnutengda né
hjá fjölskyldunni. Ég man svo vel
eftir brúðkaupsveislu okkar Eyju
fyrir þremur árum þar sem þið
Auja svifuð um gólfið undir
harmonikkuleik. Mér skildist á
öðrum brúðkaupsgestum að þú
hefðir verið á dansgólfinu allt
kvöldið og hefðir ekki einungis
dansað við Auju heldur einnig við
vinkonur okkar Eyju sem allar
höfðu á orði hve magnaður þú
værir á dansgólfinu.
Þrautseigja þín og jákvæðni
eftir að sjúkdómurinn byrjaði að
láta að sér kveða hafa verið
hreint ótrúleg. Þú varst alltaf
tilbúinn að spjalla, aldrei var
uppgjöf til í dæminu og ávallt
gast þú séð ljósa punkta í tilver-
unni.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
náð að spjalla við þig tvisvar í vik-
unni áður en þú kvaddir okkur
þar sem þú varst, eins og alltaf,
nokkuð brattur og barst þig vel
þó þú viðurkenndir að þú værir
orðinn frekar lélegur. Ekki grun-
aði mig þá að þetta væru síðustu
samtöl okkar í lifandi lífi.
Elsku Óli frændi, ég kveð þig
nú með miklum trega og á eftir
að sakna þín afar mikið. Allar
góðu minningarnar og sú stað-
reynd að þú verður hjá mér í hug-
anum um aldur og ævi hjálpa til í
sorginni. Hvíl í friði, elsku Óli.
Elsku Auja og fjölskylda, ég
vona að minningarnar um góðan
og kærleiksríkan mann hjálpi í
sorginni, því minningarnar lifa að
eilífu.
Þinn frændi,
Ólafur Guðmundsson.
Fyrir meira en þrjátíu árum
hjóluðum við Óli saman hvern
virkan dag um það bil tuttugu
kílómetra frá Amager í Lyfjafræ-
ðiháskólann í Kaupmannahöfn.
Þetta voru góðir tímar og margt
spjallað á leiðinni og ekki
skemmdi fyrir þegar við litum
inn á ölstofu til að lífga upp á and-
ann og var þá mun léttara að
hjóla heim. Óli var einstaklega
traustur og góður félagi, léttur í
skapi og sá ætíð björtu hliðarnar.
Hjálpsamur, orðheppinn og
hrókur alls fagnaðar þegar það
átti við.
Á þessum árum var erfiðara að
hafa samskipti við ættinga á Ís-
landi en nú er og varð því sam-
heldni og samgangur fjölskyldna
stúdenta á Øresundskollegíinu á
Amager mikill og flest tækifæri
notuð til að gleðjast saman.
Minnist ég sérstaklega þeirra
tímamóta í lífi Óla og Auðar þeg-
ar frumburðurinn fæddist og
fram undan var gamlárskvöld og
Auður á fæðingardeildinni. Ekki
kom annað til greina en að nota
kvöldið til að gleðjast og voru
búningar í samræmi við tilefnið.
Góður hópur fagnaði nýju ári
saman, framtíðin var óráðin, lifað
var í áhyggjuleysi líðandi stund-
ar.
Óli var fagmaður góður og var
lyfjaframleiðsla, og þá sérstak-
lega allt sem að töfluframleiðslu
laut, innan hans sérsviðs. Ef afla
þurfti upplýsinga um lyfjafram-
leiðslu var hann ætíð reiðubúinn
til að upplýsa og leiðbeina.
Hvenær sem kallið kemur
kaupir sér enginn frí.
Þessi orð Hallgríms Péturs-
sonar koma upp í hugann þegar
gott fólk kveður. Við Una send-
um Auði og fjölskyldunni allri
innilegar samúðarkveðjur. Megi
minningin um góðan og traustan
dreng lifa.
Bessi Gíslason.
Það er haust 1969 og við æsku-
vinkonurnar erum að hefja nám í
Menntaskólanum í Reykjavík.
Sumar okkar koma úr Kvennó og
aðrar úr Hagaskóla. Landsprófið
að baki og framtíðin okkar. Stúd-
entaóeirðirnar í París, hippa-
tímabilið í blóma og við finnum
mjög vel fyrir breytingum í lofti.
En í þá daga gengu strákarnir í
sjötta bekk í jakkafötum með
lakkrísbindi og stelpurnar mættu
í skólann í pilsum með uppsett
hárið. Meðal nemenda sem hófu
nám þetta haust var strákahópur
uppalinn í Þingholtunum og svo
fór að vinatengsl mynduðust á
milli stelpnanna úr Vesturbæn-
um og strákanna úr Þingholtun-
um. Í þessum hóp var hann Ólaf-
ur okkar, oftast kallaður Óli Sím,
sem við kveðjum nú í dag. Með
árunum bundumst við sterkum
vináttuböndum og enn sterkari
varð sú taug, þegar hann Óli Sím
gerðist eiginmaður Auðar. Síðan
eru liðin mörg ár og minning um
þennan dreng yljar svo sannar-
lega. Alltaf hrókur alls fagnaðar í
ferðum okkar og alltaf lumaði
hann á óvæntu útspili, sem setti
punktinn yfir iið. Brosandi gerði
hann grín að sjálfum sér og at-
hugasemdir hans hittu alltaf í
mark. Viljum við þakka fyrir all-
ar ferðirnar sem við fengum að
njóta með honum. En fyrr á
þessu ári fór saumaklúbburinn
ásamt mökum til sólarlanda og
síðustu ár hafa eftirminnilegar
ferðir verið farnar í Jökulfirði og
á Langanes. Það er ekki unnt að
skrifa um hann Óla Sím nema
minnast á hana Auði eiginkonu
hans og lífsförunaut. Þau hafa
verið afar samhent og miklir mát-
ar. Börn og barnabörn hafa átt
kærleiksríka foreldra og afa og
ömmu. Þau hafa ferðast innan-
lands og til útlanda um fjölmörg
ár. Náttúruunnendur fram í fing-
urgóma. Við hittumst á mynda-
kvöldi heima hjá þeim hjónum
fyrir fáum vikum, þá skynjuðum
við að það væri að styttast hjá
Óla lífshlaupið. Viðmót hans
þetta kvöld gerði okkur öll nánari
Ólafur Siemsen