Morgunblaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2013 Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. bizhub C35 er sannkallað fjölnotatæki bizhub C35 er prentlausn sem hentar flestum fyritækjum. Prentari, ljósritunarvél, faxtæki og skanni í einu nettu tæki sem prentar 30 blaðsíður á mínútu, hvort sem er í svart-hvítu eða lit. Kynntu þér rekstrarkostnaðinn því hann kemur á óvart. Þú þarft ekki annað tæki en bizhub C35. Verð: 379.900 kr. Konica Minolta fjölnotatækin eru margverðlaunuð fyrir hönnun, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is ● Japan Airlines hefur samið við Airbus um kaup á 31 flugvél. Samningurinn hljóðar upp á 9,5 milljarða bandaríkja- dala. Helsti keppinautur Airbus, Boeing, hefur hingað til haft yfirburðastöðu á flugmarkaði í Japan, skv. frétt AFP í gær. Japan Airlines mun kaupa 18 vélar af gerðinni A350-900 og 13 af gerðinni A350-1000. Þá er fyrirvari í samn- ingnum um kaup á 25 vélum til við- bótar. Nýju vélarnar verða teknar í notkun árið 2019. Japan Airlines semur um kaup á 31 Airbus AFP Airbus Áætlað er að nýju Airbus-350 vél- arnar verði teknar í notkun árið 2019. BAKSVIÐ Hörður Ægisson hordur@mbl.is Í stað þess að beina sjónum að einstökum söku- dólgum, líkt og alltaf gerist eftir að loftið fer úr bólum á eignamörkuðum, þá ætti að horfa á þann kerfislæga vanda sem hefur framkallað tíðar fjármálakreppur síðustu fjörutíu ár í al- þjóðahagkerfinu. Vandinn stafar fyrst og fremst af gölluðu gjaldmiðlakerfi sem einkenn- ist af sveigjanlegu gengi gjaldmiðla og engum hömlum á gríðarlegum fjármagnsflutningum milli landa. Þetta kom fram í fyrirlestri Roberts Alibers, prófessors í alþjóðahagfræði og fjármálum við háskólann í Chicago, sem var haldinn í Háskóla Íslands í gær. Aliber segir að þetta kerfi hafi gert það að verkum að ríki séu berskjaldaðri en ella gagnvart meiriháttar innflæði erlends fjár- magns. Þrátt fyrir að slíkt fjármagnsinnflæði valdi til skamms tíma verðhækkunum á verð- bréfamörkuðum, með tilheyrandi auðsáhrifum á raunhagkerfið, þá verður niðurstaðan ávallt sú að loftið lekur úr bólunni þegar fjárfestar flýja með fé sitt – og við tekur fjármálakreppa. Þetta hafi verið meginorsök ekki aðeins fjár- málakreppunnar á Íslandi heldur einnig í Bret- landi, Bandaríkjunum og öðrum ríkjum á Vest- urlöndum – þótt fjármálahrunið hér hafi vissulega verið hlutfallslega miklu stærra. Ár- leg útlán bankakerfisins hafi til að mynda aukist um 60-70% sem Aliber sagði að væri með því mesta sem hann hefði nokkurn tíma séð. Ísland þarf sveigjanlegt gengi Robert Aliber hefur skrifað fjölda bóka og ritgerða um alþjóðafjármál, erlenda fjárfest- ingu og starfsemi fjölþjóðlegra fyrirtækja. Síð- ustu árin hefur hann einnig sýnt efnahagsmál- um á Íslandi mikinn áhuga og fylgst vel með þróun mála. Árið 2008 skrifaði hann ritgerð um bóluhagkerfið sem hér hafði orðið til. Fram kom í máli Alibers, þar sem hann fjallaði meðal annars um hagstjórn á Íslandi með krónu sem gjaldmiðil, að hann mælti með því að Ísland myndi festa gengi krónunnar við körfu annarra gjaldmiðla með víðum vikmörk- um sem yrðu endurskoðuð mánaðarlega af Seðlabankanum. Slík peningastefna var í raun við lýði á Íslandi á árunum 1994 til 2001 þegar verðbólgumarkmið og flotgengi var tekið upp. Vegna þess að útflutningstekjur koma að mestu frá fáum atvinnugreinum – ekki síst sjáv- arútvegi – þá telur Aliber mikilvægt að Ísland búi við tiltölulega sveigjanlegt gjaldmiðlakerfi þar sem gengi krónunnar getur lækkað gagn- vart öðrum gjaldmiðlum þegar það verður framboðsskellur í helstu útflutningsgreinum þjóðarinnar. Af þeim sökum sagði Aliber að það væri alls ekki skynsamlegt fyrir Ísland að ger- ast aðili að hinu sameiginlega evrópska mynt- bandalagi. Tíðari fjármálakreppur með flotgengi Að mati prófessorsins, sem hefur meðal ann- ars ritað bókina Manias, Panics and Crashes: A History of Financial Crises, þá hefur reynslan af núverandi gjaldmiðlakerfi sýnt að það er í eðli sínu mjög óstöðugt – og fjármálakreppur séu mun tíðari eftir að flotgengi og verðbólgu- markmið var tekið upp af helstu þjóðum heims. Öfugt við það sem talsmenn flotgengis og frjálsra fjármagnsflutninga hafa haldið fram á sínum tíma þá getur gengi gjaldmiðla verið und- ir- eða yfirverðlagt í mjög langan tíma. Við þær aðstæður getur byggst upp mikið ójafnvægi á greiðslujöfnuði samtímis því að skuldsetning þjóðarbúsins eykst mun meira en sem nemur vexti landsframleiðslunnar. Það væri skýrt merki um aðdraganda fjármálakreppu þegar skuldsetning þjóðarbúsins eykst 2-3 sinnum hraðar en árlegur hagvöxtur. Aliber sagði að það væri fyllilega réttlætan- legt fyrir stjórnvöld að beita þeim úrræðum sem þau hefðu yfir að ráða til að stemma stigu við óæskilegri þróun á gjaldeyrismörkuðum. Meiriháttar innflæði erlends fjármagns ýti und- ir ósjálfbæra skuldsetningu í hagkerfinu sem aftur auki líkurnar á alvarlegri fjármálakreppu. Þetta eigi ekki að vera spurning um það hvort menn séu vinstra eða hægra megin á hinu póli- tíska litrófi enda hafi gengisþróun gjaldmiðla gríðarleg áhrif á alla eignaflokka í hagkerfinu. Benti Aliber á að það sem væri einstakt við fjármálakreppur síðustu áratugi – í samanburði við tímabilið frá 1945-1973 – væri að þær hafa alltaf verið samofnar bankakreppum. Vandinn er gallað gjaldmiðlakerfi Ljósmynd/Árni Sæberg Prófessor Robert Aliber hefur sýnt efnahagsmálum á Íslandi mikinn áhuga og fylgst vel með þróun mála frá hruni fjármálakerfisins 2008.  Prófessor í alþjóðahagfræði við háskólann í Chicago segir að tíðar kreppur síðustu áratugi megi rekja til kerfisvanda á fjármálamörkuðum  Ekki skynsamlegt fyrir Ísland að gerast aðili að myntbandalagi Kreppur og gjaldmiðlakerfi » Robert Aliber, prófessor í alþjóða- hagfræði við háskólann í Chicago, segir að vandinn á fjármálamörkuðum stafi af gölluðu gjaldmiðlakerfi sem einkennist af sveigjanlegu gengi gjaldmiðla og eng- um hömlum á gríðarlegum fjármagns- flutningum milli landa. » Þetta hafi verið meginorsök ekki að- eins fjármálakreppunnar á Íslandi 2008 heldur einnig í Bretlandi, Bandaríkjunum og öðrum ríkjum á Vesturlöndum. » Hann segir Ísland samt þurfa sveigj- anlegt gengi og mælir með því að festa gengi krónunnar við körfu annarra gjald- miðla með víðum vikmörkum sem yrðu endurskoðuð mánaðarlega af Seðla- banka Íslands. ● Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,4% í liðinni viku. Bréf í tveimur félögum hækk- uðu, Fjarskipti hækkuðu um 2,9% og Icelandair um 2%. Hins vegar lækkuðu bréf í hinum sjö félögunum sem skráð eru á markað hér. Mest lækkuðu bréf í Össuri, eða um 3,1%, hlutabréf TM lækkuðu um 2,8% og bréf í Regin lækkuðu um 2,7%. Þetta kom fram á heimasíðu Landsbankans í gær. Þar kom jafnframt fram að íslenska krónan veiktist lítillega á móti evrunni (EURISK = 164,2; +0,2%) í vikunni. Á móti Bandaríkjadal stóð hún óbreytt (US- DISK = 121,1; +0,0%), en styrktist á móti breska pundinu (GBPISK = 193,8; -0,8%). Vísitalan lækkaði um 0,4% ● NASDAQ OMX Iceland hf. hefur sam- þykkt beiðni Eyrir Invest hf. um töku skuldabréfa félagsins með auðkennið EYRI 11 1 úr viðskiptum með vísan til til- kynningar sem birt var opinberlega 4. október 2013. Skuldabréfin verða tekin úr viðskiptum við lok viðskipta hinn 9. október 2013, skv. OMX. Skuldabréf Eyris                                         !"# $% " &'( )* '$* +,-./ +01.0+ ++2.32 ,+.045 ,-.+,2 +3./-3 +11.4/ +.,553 +34.5/ +21./0 +,-.00 +05.13 ++/., ,,.-+3 ,-.+34 +3./21 +11.05 +.,535 +32.-, +25.,4 ,+0.55+2 +,+.,3 +05.34 ++/.45 ,,.-3, ,-.,55 +3.3+3 +15.1+ +.,4, +32.4/ +25./+ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.