Morgunblaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2013
✝ Guðrún Thor-arensen fædd-
ist að Breiðabóls-
stað í
Fljótshlíðarhreppi í
Rangárvallasýslu 1.
apríl 1923. Hún lést
á Hjúkrunarheim-
ilinu Eir 27. sept-
ember 2013.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Ósk-
ar Þorsteinsson
Thorarensen, bóndi og hrepp-
stjóri á Breiðabólsstað í Fljóts-
hlíðarhreppi í Rangárvallasýslu,
síðar forstjóri Bifreiðastöðvar
Reykjavíkur, f. 24. september
1884, d. 20. september 1953, og
6. ágúst 1926, og Guðrún Her-
mannsdóttir húsfreyja, f. 18.
mars 1866, d. 4. júní 1959.
Systkini Guðrúnar eru Eggert,
forstjóri BSR, f. 26. maí 1921, d.
30. mars 2008, Þorsteinn, rithöf-
undur og bókaútgefandi, f. 26.
ágúst 1927, d. 26. október 2006,
Oddur, sóknarprestur og síðar
safnvörður, f. 12. jan. 1932, d.
20. apríl 2004, Skúli, lögfræð-
ingur og fulltrúi, f. 12. jan. 1932,
d. 28. ágúst 1969, Solveig,
menntaskólakennari, f. 9. sept.
1933, og Ásta Guðrún, deild-
arstjóri, f. 10. júlí 1937.
Guðrún ólst upp í Reykjavík,
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum í Reykjavík 1943 og
starfaði hjá embætti borgarfóg-
eta, síðar embætti sýslumanns í
Reykjavík, alla sína starfsævi.
Guðrún verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju í Reykjavík í
dag, 8. október 2013, og hefst
athöfnin klukkan 15.
Ingunn Eggerts-
dóttir Thorarensen
húsfreyja f. 7. jan-
úar 1896, d. 12.
mars 1982. For-
eldrar Óskars voru
Þorsteinn Thor-
arensen, bóndi og
hreppstjóri á Mó-
eiðarhvoli í Hvol-
hreppi, f. 2. sept-
ember 1853, d. 29.
apríl 1916, og Sol-
veig Guðmundsdóttir, húsfreyja
á Móeiðarhvoli, f. 8. ágúst 1861,
d. 6. júní 1918. Foreldrar Ing-
unnar voru Eggert Pálsson, pró-
fastur og alþingismaður á
Breiðabólsstað, f. 6. okt. 1864, d.
Elskuleg systir og mágkona,
Guðrún Thorarensen, hefur nú
kvatt okkur hinsta sinni níræð að
aldri. Með henni er horfin mikil
öðlingskona, sem bar í brjósti ein-
læga hlýju og sterka ábyrgðar-
kennd gagnvart allri fjölskyldu
sinni, enda báru allir virðingu fyr-
ir henni. Hún var sú sem allir leit-
uðu til með vandamál sín og
spurningar. Þýddi þá ekkert fyrir
neinn að vefengja úrskurðinn, því
að þá var nóg að segja „hún Rúna
systir segir það“ og þar með var
málinu lokið. Sumum þótti þetta
skondið, en svona var það bara.
Rúna var líka afskaplega hjálp-
söm við alla í fjölskyldunni og nut-
um við hjónin góðs af því þegar
okkur langaði að kaupa okkur litla
íbúð. Þá stóð ekki á hjálpinni frá
Rúnu. Hún átti kost á láni og hik-
aði ekki við að lána okkur lánið
sitt. Síðar þegar til stóð að stækka
hús fjölskyldunnar á Fjölnisveg-
inum, vorum við hjónin orðin bet-
ur stæð og gátum endurgreitt
henni lánið svo að allt gekk vel.
Móðir okkar, Ingunn Thor-
arensen, hlaut seinna arf eftir
móðurbróður sinn, Halldór Her-
mannsson bókavörð við Íþöku í
Bandaríkjunum. Þá ákváðu þær
mæðgur að nota hann til að
ferðast saman til framandi landa
og varð það sannarlega mikil
ánægjuferð fyrir þær báðar. Enda
skrifaði móðir okkar alla ferðasög-
una undir nafninu „Sjö landa sýn“
því sjö voru löndin sem þær heim-
sóttu og hefur sú saga oft verið
lesin öllum til ánægju.
Segja má að Guðrún hafi lifað
fyrir alla fjölskyldu sína, enda
þótti öllum vænt um hana og báru
virðingu fyrir henni. Við hjónin
þökkum henni alla hjálpsemina og
góðar samverustundir í gegnum
tíðina og biðjum Guð að blessa
minningu hennar.
Solveig Thorarensen
og Sturla Eiríksson.
„Skrat kvæntist Sipp, Skrat-
skrata-rat kvæntist Sippa-sippa-
nipp og Skrat-skrata-rat-skrat-
skrúmmum-skrat kvæntist Sipp-
sippa-nipp-sipp-súrum-sipp…“ Ó,
hvað það var gott að kúra í holunni
hennar Rúnu frænku og hlusta á
hana segja sögur, hjúfra sig svo
upp að henni og sofna. Rúna
gegndi stóru hlutverki í uppvexti
mínum, hún var glæsileg kona, vit-
ur og skemmtileg. Falleg með sitt
mikla hár, fagurmótaða leggi og
smáa fætur. Hún átti ótrúlega
mikið af fallegum skóm og var allt-
af óaðfinnanleg til fara. Það er
merkilegt að lítil stúlka skuli bera
skynbragð á slíka hluti en ég gat
unað mér stundunum saman við
að horfa á hana. Það var ævintýri
líkast þegar hún bar sígarettuna
upp að bleikmáluðum vörunum og
reykurinn liðaðist bláhvítur um
nánast samlitt hárið. Heillandi.
Rúna var mér afskaplega góð
alla tíð, mér fannst ég vera einstök
þegar ég var með henni. Hún hafði
lag á börnum án dekurs, hún veitti
nánd en var samt fjarlæg. Hún var
í mínum huga sannkölluð drottn-
ing. Hún minnti mig á frægu leik-
konurnar í Hollywood en var samt
á einhvern magnaðan hátt tenging
við horfinn tíma. Hún hélt heimili
með ömmu minni og nöfnu á
Fjölnisveginum sem var sannkall-
að ættaróðal prýtt innbúi sem
myndi sóma sér í hvaða ævintýra-
höll sem væri. Þar áttu allir fjöl-
skyldumeðlimir öruggt athvarf.
Rúna var fagurkeri, hafði yndi af
tónlist og bókmenntum. Hún hafði
næmt auga fyrir fallegum hlutum,
var mikil hannyrðakona, fjölfróð
og ósínk á góð ráð og hvers kyns
fróðleik. Hún unni landi sínu og
ferðaðist mikið með Ferðafélagi
Íslands. Ég fór með henni í eina
slíka ferð um Snæfellsnes og er
hún mér ógleymanleg. Þá sem
fyrr tókst Rúnu að fræða, sýna
hlýju, hlæja og vera kát en var á
einhvern dularfullan hátt ósnert-
anleg í nándinni. Heillandi.
Nú þegar Rúna er öll sækja á
hugann ótal minningar, innilegt
þakklæti og yfirþyrmandi söknuð-
ur.
Með henni hverfur veruleiki
sem framvegis mun aðeins lifa í
minningunni. Nú kemur svo vel í
ljós hversu mikill þáttur í lífi stór-
fjölskyldunnar Rúna var, hún var
ekki bara drottning í huga lítillar
stúlku fyrir löngu. Hún var
drottning. Sannkallaður ættar-
stólpi sem hægt var að treysta á
og leita til hvenær sem var, hvar
sem var. Rúna var fædd 1. apríl en
hún var svo sannarlega ekkert
aprílgabb. Hún var, er og verður í
hjarta mínu. Alltaf.
Elsku besta Rúna frænka mín,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Ingunn Ósk Sturludóttir.
Þær eru margar minningarnar
sem streyma fram í hugann við
fráfall elskulegrar föðursystur
minnar, Rúnu, sem nú hefur kvatt
þetta jarðlíf í hárri elli.
Rúna var næstelst í sínum syst-
kinahópi, elsta stelpan, og eins og
títt var á þessum tíma í barnmörg-
um fjölskyldum, kom það oft í hlut
elstu dótturinnar að hjálpa til við
uppeldi þeirra yngri. Það mótaði
eflaust stöðu hennar innan fjöl-
skyldunnar og Rúna varð hægri
hönd Ingunnar ömmu alla tíð.
Þegar systkinin uxu úr grasi og
fluttu að heiman eitt af öðru bjó
Rúna áfram á Fjölnisveginum
með Ingunni ömmu eftir að Óskar
afi féll frá.
Af Fjölnisveginum er svo ótal
margs að minnast, þar sem amma
og Rúna réðu ríkjum. Þar var allt-
af gott að koma og glatt á hjalla og
við krakkarnir nutum lífsins hvort
sem var á draugalegu háaloftinu
eða úti í ævintýralegum garðinum
og svo var spilað á gamla píanóið
og sungið og spilað.
Rúna giftist ekki og átti engin
börn, nema auðvitað okkur öll
systkinabörnin sín sem hún hlúði
að og lét sér einlæglega annt um.
Ég gleymi aldrei hrifningunni
þegar hún kom með heim frá út-
löndum með dýrindis kjóla handa
okkur elstu stelpunum, annan
bleikan og hinn lillabláan. Okkur
fannst við fínustu stelpur á öllu
landinu, því svona kjóla var ekki
hægt að fá á Íslandi í þá daga. Þær
voru líka ófáar peysurnar sem hún
prjónaði á krakkana í fjölskyld-
unni og alltaf var hún að víkja ein-
hverju að okkur.
Rúna var glæsileg kona. Ég
man hvað okkur fannst hún alltaf
flott og elegant. Hún átti mikið af
guðdómlega fallegum skóm sem
við stelpurnar frænkur hennar
dáðumst að, vitandi að aldrei
myndi okkur auðnast að fara í þá,
nema saga af okkur hæl eða tá.
Rúna var víðlesin, fróð og
skemmtileg – og ótrúlega minnug
á alla hluti. Hún gleymdi t.d. aldr-
ei afmælum okkar krakkanna,
þótt við værum orðin rígfullorðin
og hún gömul kona, alltaf skyldi
hún hringja og óska okkur til ham-
ingju með daginn.
Ég tel að Rúna hafi verið mikil
gæfukona. Hún var svo vel af Guði
gerð, hafði einstaklega góða lund,
alltaf kát og hress. Hún hafði lif-
andi áhuga á lífinu, naut þess að
ferðast og fræðast um landið sitt,
átti góða fjölskyldu sem mat hana
að verðleikum og stóran vin-
kvennahóp sem hittist reglulega.
Rúna naut sín vel í starfi, en hún
vann sem gjaldkeri hjá Borgar-
fógetaembættinu alla sína starfs-
ævi.
Og nú er hún horfin á vit feðra
sinna, elsku fænka mín. Systur
hennar tvær Dollý og Ásta horfa á
eftir stóru systur með eftirsjá og
söknuði og ég votta þeim sérstak-
lega samúð mína.
Ég kveð hana með þakklæti fyr-
ir allt sem hún var og gaf.
Blessuð sé minning hennar.
Ingunn Thorarensen.
Það er gamlárskvöld. Rúna
frænka situr í sófa með krosslagða
leggi. Allt svo flott sem hún er í.
Skórnir glansandi og það skrjáfar í
glæsilega kjólnum hennar þegar
hún ber Pall Mall-sígarettuna upp
að munninum. Hún heldur reykn-
um uppi í sér í smá tíma og svo
sleppir hún honum út af einstökum
þokka og hann liðast í kringum
höfuðið hennar og leikur um óað-
finnanlega greiðsluna. Hárið og
reykurinn hafa sömu litablæbrigð-
in og í stundarkorn greini ég ekki
hvað er hár og hvað er reykur.
Svona, akkúrat svona langar mig
að verða þegar ég er orðin stór. Ég
skríð undir sófaborð, næli mér í
Pall Mall-pakkann og nappa einni
sígarettu, laumast með hana afsíð-
is og tekst einhvernveginn að
kveikja mér í. Ég anda að mér
reyknum en uppsker ekkert nema
hóstakast og ógleði. Fullorðna
fólkið stumrar yfir kjánanum sem
ætlaði að verða stór á augabragði
og snýr sér síðan aftur að gaml-
árskvöldsgleðinni. Rúna brosir
kankvís til mín. Kannski það sé
betra að halda sig bara við fallega
skó og glæsilega kjóla. Ég get at-
hugað með sígaretturnar seinna.
Þetta er ein af mínum fyrstu
minningum um Rúnu móðursyst-
ur mína.
Hún bjó á Fjölnisveginum,
ásamt ömmu Ingunni, æskuheim-
ili móður minnar. Á aðfangadags-
kvöld lá leiðin alltaf á Fjölnisveg-
inn. Við hlupum spennt upp
stigana og inn í ævintýralandið á
efstu hæð. Þar hittust allir í fjöl-
skyldunni og við krakkarnir
drukkum heitt súkkulaði og mát-
umst á um hver hefði fengið falleg-
ustu jólagjafirnar. Yfirleitt voru
gjafirnar frá Rúnu ofarlega á lista
og minnist ég þess að ávallt var ég
spenntust að opna hennar þar sem
hún lagði metnað og natni í hverja
gjöf. Á Fjölnisveginum kenndi
margra grasa. Þar ægði saman
fallegum málverkum, mublum,
bókum og myndastyttum. Allt átti
sinn stað. Minnisstæð er okkur
öllum styttan af Ganimedes að
brynna erninum. Hún átti heið-
urssess í borðstofuglugganum og
Hallgrímskirkjan blasti við í bak-
grunni. Stóra klukkan, sem við
krakkarnir rifumst um að fá að
trekkja upp, sló alltaf á sama tíma
og klukkurnar í Hallgrímskirkju.
Það voru falleg hljóð. Rúna bar í
okkur smákökur, hverja sortina á
fætur annarri og oft lumaði hún á
kattartungum sem runnu ljúflega
niður með kakóinu. Þegar æsing-
urinn og sykurinn var alveg að
æra okkur hlupum við fram á
gang og læddumst upp á háaloft.
Þá sagði Rúna að við þyrftum að
passa okkur á honum Bola sem
bjó víst þar og las gamlar bækur
um Basil fursta en fúlsaði ekki við
að fá óþægan krakka að éta endr-
um og sinnum. Eftir að amma dó
hélt Rúna ávallt heimili á Fjöln-
isveginum þar til heilsu hennar
byrjaði að hraka og hún þurfti að
flytja á Eir. Þar kom hún sér fyrir
og líkaði ávallt vel. Eitt af því fáa
sem hún tók með sér af Fjölnis-
veginum var einmitt styttan af Ga-
nimedes. Það var alltaf ljúft að
fara til hennar, sitja og spjalla.
Hún hafði svo ótrúlega gott minni
og maður gat alltaf leitað til henn-
ar ef mann vantaði að skerpa á
sér.
Í dag kveðjum við elsku Rúnu. Í
dag finnst mér ég vera orðin full-
orðin því með henni fer svo stór
tenging við bernsku mína, sem
mér finnst núna fyrst aldrei koma
aftur.
Rósa.
Látin er í hárri elli heiðurskon-
an Guðrún Thorarensen, Rúna,
sem var besta vinkona foreldra
minna og hefur fylgt mér alla tíð í
gegnum lífið. Hún og móðir mín,
Soffía Jónsdóttir, voru æskuvin-
konur en þær voru nágrannar og
ólust upp saman á Fjölnisveginum
í hjarta Reykjavíkur, Rúna á nr. 1
og móðir mín beint á móti henni á
nr. 6. Reyndar var Rúna svo mikil
miðbæjarmanneskja að ekki að-
eins bjó hún alla sína tíð að Fjöln-
isvegi 1 og gekk eingöngu í skóla í
næsta nágrenni, heldur vann
stærstan hluta ævi sinnar hjá
Borgarfógeta, sem lengi var til
húsa á Skólavörðustíg – allt í
göngufæri frá Fjölnisvegi 1.
Svo skemmtilega vildi til að
þegar Rúna fór í Menntaskólann í
Reykjavík þá kynntist hún föður
mínum, Snorra Jónssyni, og urðu
þau samstúdentar vorið 1942. Það
var svo ekki fyrr en rúmum ára-
tug síðar sem foreldrar mínir
kynnast og má því segja að þau
hefðu ekki getað átt betri „sam-
nefnara“ en Rúnu, enda varð hún
fastagestur á heimili þeirra alla tíð
og órjúfanlegur hluti af æsku
minni. Í minningunni finnst mér
sem ekki hafi liðið sá dagur að hún
og móðir mín hafi ekki talast við í
síma og tel ég að vinátta þeirra
hafi náð meira en heilum manns-
aldri, en móðir mín féll frá 2009.
Þegar ég var yngri og foreldrar
mínir voru á ferð erlendis var
Rúnu alltaf falin ábyrgð á mér og
fylgdist hún vel með mér og ég gat
leitað til hennar um alla hluti. Töl-
uðum við þá saman daglega og
bauð hún mér í mat og varð í raun
mamma mín í þessi skipti. En þó
Rúna hafi verið ógift og barnlaus,
þá nutu systkinabörn hennar
þessarar miklu umhyggju sem ég
þekkti svo vel.
Rúna kom alla tíð til mín á af-
mælisdag minn með gjöf og eftir
að ég fór að heiman þá mundi hún
alltaf eftir afmæli mínu og hafði
samband, en á meðan ég bjó er-
lendis kom hún sérstaklega til for-
eldra minna í kaffi þann dag.
Minnisstæðasti afmælisdagurinn
er þegar ég varð 10 ára gamall, þá
barst mér símskeyti, sem ég á enn
þann dag í dag, og þar óskaði hún
mér til hamingju með „fyrsta tug-
inn“ eins og segir í skeytinu.
Langt er nú um liðið enda fer ég
bráðum að fylla sjötta tuginn og
Rúna var búin að fylla þann ní-
unda þegar hún lést.
Það er því með mikilli virðingu
og þökk sem ég kveð hana Rúnu í
dag og sendi eftirlifandi systrum
hennar og öðrum ættingjum sam-
úðarkveðjur mínar.
Jón Snorri.
Guðrún
Thorarensen
✝ Þorsteinn Guð-jónsson fæddist
í Vestmannaeyjum
11. september 1932.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Vest-
mannaeyja 20. sept-
ember 2013.
Þorsteinn var
sonur hjónanna Pál-
ínu Geirlaugar
Pálsdóttur frá Hlíð
undir Eyjafjöllum,
f. 20. júní 1901, d. 11. mars 1992,
og Guðjóns Þorsteinssonar frá
Hallskoti í Fljótshlíð, f. 15. júní
1889, d. 25. júní 1980. Systkini
mannabraut á meðan þeirra naut
við og síðar í sama húsi til dauða-
dags. Á yngri árum sigldi hann
um tíma á flutningaskipinu Þyrli
sem þá var í lýsisflutningum til
erlendra hafna. Steini brá sér
svo í kokkinn og vann í nokkur
ár á matstofu Vinnslustöðv-
arinnar við Strandveg þar sem
eldað var fyrir vertíðarfólk, sem
hér var þá í hundraðatali. Hann
fór svo eftir það að starfa hjá fyr-
irtæki sem hét Flekamót sem sá
um báta- og húsasmíðar ásamt
margskonar viðhaldsverkefnum.
Hann var þar í nokkur ár. Mörg
seinni ár starfsævinnar var hann
starfsmaður Fiskiðjunnar og síð-
ar Vinnslustöðvar Vest-
mannaeyja eftir sameiningu
þeirra fyrirtækja.
Þorsteinn var jarðsettur í
kyrrþey að eigin ósk.
Meira: mbl.is/minningar
Þorsteins eru Páll
Magnús Guð-
jónsson, f. 12. des-
ember 1926, and-
vana fæddur
drengur 6. ágúst
1929, Ingibjörg
Lovísa Guðjóns-
dóttir, f. 5. ágúst
1930, og fóst-
urbróðir, Magnús
Gísli Magnússon, f.
5. september 1947.
Steini, eins og hann var alltaf
nefndur, var ókvæntur og barn-
laus. Hann bjó hjá foreldrum sín-
um á Lögbergi við Vest-
Elsku hjartans Steini frændi.
Hvernig verður lífið án þess að
koma við á Lögbergi til að hitta
þig? Það fyrsta sem þessi litla
stelpa gerði þegar hún kom til
Eyja var að hlaupa niður á Lög-
berg og láta alla vita að hún væri
nú komin. Og þegar hún gisti hjá
ömmu og afa var Steini frændi
ávallt tilbúinn að leika við litlu
stelpuna sem hann kallaði
„prumma“. Henda henni til og frá
í óhreinatauskörfunni, leika í
mömmó og gefa henni óskipta at-
hygli. Það voru ekki ófá skiptin
sem sú stutta hékk fyrir framan
herbergishurðina snemma morg-
uns til að kanna hvort hann væri
nú ekki að fara að vakna svo hún
gæti setið hjá honum og spjallað.
Margar yndislegar minningar
sem maður mun aldrei gleyma.
Eftir að ég eignaðist mína eig-
in fjölskyldu var alltaf yndislegt
að koma í heimsókn til þín og þá
var mikið spjallað og mikið hleg-
ið. Börnin mín munu um ókomna
tíð fá að heyra sögur af Steina
frænda.
Við munum sakna þín.
Þín
Aníta.
Mikið mun ég sakna þín Steini.
Þú varst einn af þeim sem bera
aldurinn svo vel að þangað til þú
veiktist var ég sannfærð um að
þú myndir lifa okkur öll. Þú hafð-
ir aldrei veikst áður, varla af
flensu og hvað þá af einhverju
verra, og ef ég skoða gamlar
myndir frá okkur á stórhátíðum
eða sunnudagsmatarboðum hafð-
ir þú heldur varla breyst, alltaf
svo unglegur og hress, eins og þið
systkinin reyndar öll. Ég vildi að
það hefði alltaf getað verið þann-
ig, en því miður verð ég að kveðja
þig, elsku frændi, ég mun minn-
ast þín með mikilli hlýju.
Ég minnist sérstaklega þegar
ég var barn en þá var fastur
punktur hjá mér nokkrum sinn-
um í viku að fara með ykkur
pabba í heimsókn til ömmu á spít-
alann, þar sem hún lá frá því áður
en ég fæddist og þangað til ég var
níu ára. Þá tókuð þið mig í hend-
urnar og sveifluðuð mér á milli
ykkar göngustíginn upp að spít-
alanum frá bílnum og svo aftur á
leiðinni út, í hvert einasta skipti
sem ég kom með, í fleiri mánuði
og ár. Þið sögðuð aldrei „nei, ekki
núna“ og það gerðir þú ekki held-
ur þegar þú varst heima á Breka-
stígnum né þegar við gerðum
innrás á Lögbergið. Jú reyndar
kannski þegar við ætluðum að
breyta einhverju hjá þér eða fara
okkur að voða. En alltaf var því
slegið upp í grín, þú tókst af okk-
ur nefið og við fengum að velja
hönd og uppskárum alltaf 50
krónur, síðar 500-kall, að launum.
Það var alltaf svo gaman að
koma til þín á Lögberg og ég man
ekki eftir heimsókn til Eyja síðan
ég flutti burt án þess að þú hafir
verið með á einn eða annan máta.
Ég er sérstaklega þakklát fyrir
seinustu páska þegar ég kvaddi
þig fyrir utan Lögbergið og þú
varst svo hress þótt krabbamein-
ið væri farið að hrjá þig. Við
ræddum loðnuvertíðina, brýr og
flugvélar um kvöldið og þú vissir
eins og alltaf allt sem tengist
verkfræði brúa og flugvéla. Þú
hoppaðir út úr bílnum og ætlaðir
að skjótast inn í Lögbergið til að
sækja handa mér 5.000-kall, enda
litla frænka þín aldrei of gömul
fyrir peningagjafir að þínu mati.
Ég sagði: „Vertu ekki að þessu
brölti upp og niður stigana, ég
kem og rukka þig bara næst þeg-
ar ég kem.“ Þetta fannst þér
sniðugt og við kvöddumst með
bros á vör. Enda skipti pening-
urinn engu, mér fannst hugsunin
um næst bara svo miklu betri. En
það varð aldrei.
Steini lét efnishyggju nú-
tímans sig lítið varða og einbeitti
sér frekar að málefnum hugans.
Hann nennti engu þrasi og veseni
og smámunasemi var ekki til í
honum. Ég ætla að reyna að taka
hann mér til fyrirmyndar.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Þín frænka,
Rakel Gísladóttir.
Þorsteinn
Guðjónsson