Morgunblaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2013 Styrmir Gunnarsson segir frá þvíá Evrópuvaktinni að um helgina hafi nokkrir írskir embætt- ismenn flogið til Brussel. Erindið þangað hafi verið að leggja fyrir starfsmenn fram- kvæmdastjórnar Evrópusambandsins meginlínur nýs fjár- lagafrumvarps írsku ríkisstjórnar- innar fyrir næsta ár og fá óformlegt samþykki framkvæmdastjórn- arinnar fyrir því.    Embættismennirnir hafi hittstarfsbræður sína hjá ESB í fyrrakvöld og haldið áfram funda- höldum í gær.    Og Styrmir heldur áfram: „Nýttfjárlagafrumvarp er með þess- um hætti lagt fyrir yfirvöld ESB í Brussel áður en það hefur verið samþykkt í írsku ríkisstjórninni og áður en það er lagt fram á írska þinginu.    Hvað mundu Íslendingar segjaum það að hópur embættis- manna færi héðan til Brussel til þess að fá samþykki Evrópusam- bandsins fyrir fjárlagafrumvarpi ís- lenzku ríkisstjórnarinnar áður en það væri lagt fram á ríkisstjórnar- fundi og áður en það væri lagt fram á Alþingi? Hvað mundu aðrir ráð- herrar segja? Hvað mundu þing- menn í öllum flokkum segja?    Þetta er veruleikinn, þegar ríkieiga aðild að Evrópusamband- inu. Og það á ekki bara við um ríki sem hafa verið í vandræðum eins og Írland. Að því er stefnt að þetta verði kerfið í framtíðinni innan Evrópusambandsins.    Hvenær verður aðildarumsókn-in dregin formlega til baka?“ Styrmir Gunnarsson Írar hitta yfirboð- ara sína í Brussel STAKSTEINAR Veður víða um heim 7.10., kl. 18.00 Reykjavík 3 skýjað Bolungarvík 4 skýjað Akureyri 1 skýjað Nuuk -1 heiðskírt Þórshöfn 11 léttskýjað Ósló 13 heiðskírt Kaupmannahöfn 15 léttskýjað Stokkhólmur 15 léttskýjað Helsinki 12 heiðskírt Lúxemborg 15 skýjað Brussel 17 skýjað Dublin 17 skýjað Glasgow 17 skýjað London 18 léttskýjað París 17 heiðskírt Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 16 skýjað Berlín 16 skýjað Vín 12 skýjað Moskva 10 alskýjað Algarve 23 léttskýjað Madríd 23 heiðskírt Barcelona 22 léttskýjað Mallorca 21 léttskýjað Róm 21 léttskýjað Aþena 17 skýjað Winnipeg 11 heiðskírt Montreal 22 skýjað New York 22 alskýjað Chicago 13 léttskýjað Orlando 27 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 8. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:59 18:33 ÍSAFJÖRÐUR 8:08 18:34 SIGLUFJÖRÐUR 7:51 18:17 DJÚPIVOGUR 7:29 18:01 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Framkvæmdir við nýjan Álftanesveg gætu endað fyrir EFTA-dómstólnum að sögn Gunnsteins Ólafssonar, eins Hraunavina sem barist hafa gegn lagningu vegarins í Gálgahrauni. Hér- aðsdómur Reykjavíkur hafnaði í gær beiðni Hraunavina og þriggja annarra náttúruverndarsamtaka um að leitað yrði ráðgefandi álits EFTA-dómstóls- ins um það hvort samtökin ættu lög- varinna hagsmuna að gæta vegna framkvæmda við nýjan Álftanesveg. Auk Hraunavina standa Land- vernd, Náttúruverndarsamtök Ís- lands og Náttúruverndarsamtök Suð- vesturlands að kröfunni. Þau fóru í sumar fram á lögbann á framkvæmd- irnar við veginn en Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði þeirri kröfu á þeirri forsendu að samtökin ættu ekki lögvarinna hagsmuna að gæta í mál- inu. Eiga alltaf hagsmuna að gæta Héraðsdómur á enn eftir að taka af- stöðu til kæru samtakanna fernra vegna þeirrar ákvörðunar. Við máls- meðferðina óskuðu samtökin eftir því að leitað yrði álits EFTA-dómstólsins um það hvort þau ættu lögvarinna hagsmuna að gæta vegna fram- kvæmdanna á grundvelli EES-samn- ingsins og Árósasamkomulagsins. Héraðsdómur synjaði því. „Dómurinn telur sig ekki þurfa að leita ráðgjafar hjá EFTA-dómstóln- um en það er hætt við því að þetta mál endi samt þar. Ef héraðsdómur úr- skurðar eins og sýslumaður að við eigum ekki aðild að náttúruverndar- málum þá hljótum við að leita beint til EFTA-dómstólsins,“ segir Gunn- steinn. Hann segir að EES-samn- ingnum hafi verið breytt til þess að Árósasamningurinn gilti hér á landi. Hann kveði á um að náttúruverndar- samtök eigi alltaf lögvarinna hags- muna að gæta í náttúruverndarmál- um. Hraunavinir hafa meðal annars gripið til þess ráðs að stöðva vinnu- vélar í Gálgahrauni en undanfarnar vikur hefur Vegagerðin haldið að sér höndum í hrauninu og einbeitt sér að framkvæmdum utan sjálfs hraunsins. Gunnsteinn segir að Hraunavinir eigi fund með Vegagerðinni á fimmtudag. „Við viljum náttúrlega að fram- kvæmdir hefjist ekki á meðan dóms- mál eru í gangi en Vegagerðin telur sig ekki þurfa að bíða niðurstöðu þeirra. Við teljum það úrelt sjónarmið á 21. öld. Ég vona bara að Vegagerðin ætli að tilkynna okkur að hún ætli að bíða niðurstöðu dómstóla,“ segir hann. Vegurinn gæti endað hjá EFTA  Hraunavinir funda með Vegagerðinni Morgunblaðið/Kristinn * Skv. uppgefnum meðaleyðslutölum frá framleiðanda. Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16 ASKJA NOTAÐIR BÍLAR Kletthálsi 2 · 110 Reykjavík · Sími 590 2160 · www.notadir.is Veldu notaðan Kia með lengri ábyrgð M.v. 50% innborgun og 72 mán. óverðtryggt lán á 9,7% vöxtum. Árleg hlutfallstala kostnaðar: 11,28%. 60.370 kr. á mánuði 5 ár eftir af ábyrgð Kia Sorento EX Luxury 4wd Árg. 2011, ekinn 30 þús. km, 198 hö., dísil, sjálfskiptur, eyðsla 7,4 l/100 km*. Verð: 6.690.000 kr. Tilboðsverð: 6.390.000 kr. Haustrall Hafrannsóknastofnunar hófst 1. október í 18. skipti, en stofn- mæling botnfiska að haustlagi er eitt umfangsmesta rannsóknaverkefni Hafrannsóknastofnunar. Togað verður á 387 stöðvum allt í kringum landið á einum mánuði og taka bæði rannsóknaskip stofnunarinnar, Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson, þátt í verkefninu. Rannsóknasvæðið miðast við land- grunn Íslands, allt niður á 1.500 m dýpi. Eins og fyrr felast rannsóknir um borð í því að mæla allan afla sem fæst og safna kvörnum til aldurs- greininga, þar sem sérstök áhersla er lögð á mælingar á grálúðu, djúp- karfa, þorski og ýsu. Verkefnisstjóri er Kristján Krist- insson. Átj́ánda haustrall Hafró hafið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.