Morgunblaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2013 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Miklar makrílgöngur vestur og norð- ur með landinu valda mönnum áhyggjum því á þeim slóðum eru upp- eldisslóðir ungviðis þorsks og loðnu. Rannsóknir Hafrannsókna- stofnunarinnar benda til þess að uppi- staðan í fæðu makríls hér við land sé áta, svifdýr af krabbaættum. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, sagði að á meðan makríllinn hélt sig mest fyrir suðaustan og austan land hafi menn verið rólegir því þar skaraðist hann ekki við verðmæta nytjastofna á borð við t.d. ungloðnu og þorskseiði. Aðalhrygningarstöðvar þorsksins eru vestan og suðvestan við landið. Þaðan berast seiðin með strandstraumnum norður fyrir land á uppeldisstöðv- arnar. Seiðin halda sig ofarlega í sjónum fyrsta sumarið og lengi fram eftir hausti þegar þau taka botn. „Nú þegar makríllinn hefur teygt sig vestar og norðar, sérstaklega í ár og í fyrra, þá er komin skörun,“ sagði Jóhann. Ekki liggja fyrir nið- urstöður rannsókna þar sem sýnt er fram á skaðleg áhrif makríls á um- rætt ungviði og líklega verður seint hægt að sanna þau, að mati Jóhanns. Hann minnti á að þorskárgangurinn frá 2012 virðist vera vel heppnaður, þrátt fyrir að makríllinn hafi farið vestur og norður fyrir land í fyrra. „Stofn eins og makríll sem fer vítt og breitt og étur mikið getur unnið svæðisbundinn skaða ef hann fer yfir viðkvæmt svæði á viðkvæmum tíma, til dæmis þar sem þorskseiðin eru ekki enn farin á botninn, þótt það sjá- ist ekki í heildarfæðunni,“ sagði Jó- hann. Makríll étur sandsíli Jóhann sagði vitað að sandsíla- stofninn hefði verið í lægð síðastliðin 5-10 ár. Lægðarinnar í sandsílinu varð vart áður en sterkar makríl- göngur hófust á Íslandsmið. „Við sáum t.d. í Reykjavíkurhöfn í fyrrasumar spriklandi sandsíli og makríl að nærast á því,“ sagði Jó- hann. „Það er alveg inni í myndinni að makríllinn hafi áhrif á sandsílið. Að minnsta kosti þannig að hann hamli því að það nái sér á strik. En þetta er ekki byggt á miklum gögn- um því þau eru ekki til.“ Jóhann sagði að sennilega væri makríllinn nokkuð kræfur í fæðu- náminu. „Hann er mjög þurftafrekur, hefur hröð efnaskipti og fitnar hratt á skömmum tíma í fæðugöngunum.“ Sennilegt er því að makrílganga hafi mikil áhrif á lífríkið þar sem hún fer um, enda er þar um að ræða mikinn fjölda fiska sem fer um stór svæði. Étur 2-3 milljónir tonna Undanfarin sumur hefur makríl- magnið í íslensku lögsögunni í júlí verið metið um 1,5 milljónir tonna. Jóhann sagði áætlað að makríllinn gæti aukið þyngd sína um meira en 40% á meðan hann er hér við land yfir sumarið. „Það er veruleg þyngdaraukning. Menn geta sér til að hann þurfi að éta 2-3 milljónir af sjávarfangi. Lang- mest af því eru svifdýr samkvæmt okkar rannsóknum,“ sagði Jóhann. Svifdýrin eða átan sem makríllinn ét- ur hefðu ella getað orðið fæða ann- arra fisktegunda. Til samanburðar má geta þess að fyrir nokkrum árum var áætlað að hvalir við Ísland ætu um sex milljónir tonna á ári. „Það er augljóst að þegar kominn er nýr gestur sem tekur til sín 2-3 milljónir tonna þá minnkar fram- leiðslugeta einhverra annarra fiski- stofna. En hvort það lendir á stofnum sem við erum að nýta eða einhverjum öðrum stofnum er ekki auðvelt að segja,“ sagði Jóhann. Hann sagði mikilvægt í vistfræðilegu tilliti hvar í fæðukeðjunni fæðan er tekin. Fæða sem er tekin á lægri fæðuþrepum, til dæmis dýrasvif, skipti minna máli fyrir vistkerfið í heild en fæða sem tekin er ofar í fæðukeðjunni, t.d. seiði eða fullorðinn fiskur. Áhyggjur af áhrifum á þorskseiðin  Makríllinn er farinn að ganga á uppeldisstöðvar þorsks og loðnu  Áhrif skörunar stofnanna eru ekki enn orðin ljós  Frekari rannsókn á fæðunámi makrílsins er fyrirhuguð á næstu mánuðum Morgunblaðið/Styrmir Kári Makríll Mikið af makríl, um 1,5 milljónir tonna, kemur í ætisleit á Íslands- mið. Talið er að makríllinn auki þyngd sína um 40% meðan hann dvelur hér. Doktorsnemi við Háskóla Íslands ætlar að rannsaka frekar hvað makríll étur á Íslandsmiðum. Um er að ræða rannsókn á vegum Hafrannsóknastofnunar í sam- starfi við HÍ og Matís. Greint var frá verkefninu á vísindaráðstefnu ICES sem var nýlega í Reykjavík. Hingað til hafa rannsóknir á magainnihaldi bent til þess að áta sé uppistaðan í fæðu mak- ríls. Aðallega hefur verið rann- sakaður makríll sem veiðist fjarri landi. Í fyrra voru og tekin sýni í Faxaflóa og Breiðafirði. Guð- mundur Óskarsson, fiskifræð- ingur hjá Hafrannsókna- stofnun, sagði að samsetning fæðunnar þar hefði verið svip- uð og fjær landi. Í sumar voru tekin fleiri sýni, t.d. í Steingríms- firði. Endanlegar niðurstöður liggja ekki fyrir en unnið verður úr sýnunum á næstu mánuðum. Vitað er að fæðugerðir meltast mishratt, fisklirfur verða t.d. fyrr ógreinanlegar en átan. Makríllinn étur mest átu FREKARI RANNSÓKNIR Á FÆÐUNÁMI MAKRÍLS Jóhann Sigurjónsson BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Óvild gamalgróinna bankastofnana í garð íslensku útrásarbankanna var ríkjandi þegar íslenska fjármálakerf- ið riðaði til falls haustið 2008 sem og andstaða erlendra ríkisstjórna sem kærðu sig ekki um samkeppni frá Ís- landi á fjármálasviðinu. Þetta kom fram í máli Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófess- ors í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands, á ráðstefnu Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt í Öskju, Há- skóla Íslands, í gær. Var tilefnið að nú eru liðin fimm ár frá hruninu. Ýmis nýmæli komu fram í máli Hannesar. Hann sagði þannig frá því að árið 2005 rannsakaði breska leyni- þjónustan, MI5, íslensku bankana vegna gruns um að þar leyndist fé frá rússnesku mafíunni. Þá tiltók hann hvernig fram kemur í æviminningum Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, þegar íslenska bankakerf- ið hrundi, að íslenskir bankamenn hefðu lagt Íhaldsflokknum til fé, höf- uðandstæðingi Verkamannaflokks- ins, flokk Darling, í breskum stjórn- málum. Þá hefði Darling verið undir þrýstingi frá sveitarstjórnarmönnum úr Verkamannaflokknum sem lögðu fé sveitarfélaganna inn á Icesave- reikninga. Björguðu öðrum bönkum Hinn 7. október 2008 hefðu bresk stjórnvöld stöðvað starfsemi Kaup- þings og Landsbankans en komið öll- um öðrum bönkum á Bretlandi til bjargar. Daginn eftir hefðu bresk stjórnvöld sett hryðjuverkalög á Ís- land og við það öll sund lokast. Hannes rifjaði einnig upp hvernig bandaríski seðlabankinn hefði neitað að gera gjaldeyrisskiptasamninga við Ísland, en hefði þá gert það við önnur ríki á Norðurlöndum. Ísland hefði staðið eitt og berskjaldað í fjármála- fárviðrinu. Loks hefðu verðmætar eignir föllnu íslensku bankanna verið seldar á brunaútsölu. Fram kom í máli Hannesar að ís- lenska bankahrunið hefði ekki verið dýpri kreppa en varð í mörgum Evr- ópuríkjum í fjármálafárviðrinu, þeg- ar útlánabólan sprakk með hvelli. Ís- lenska bankakerfið hefði verið stórt en það sama mætti segja um banka- kerfin í Sviss og Bretlandi. Íslenskir bankamenn hefðu verið áhættusækn- ir en ekki meiri glannar en aðrir. Hannes rifjaði upp orsakir alþjóða- kreppunnar og hvernig margt hefði lagst á eitt um að auka framboð af ódýru lánsfé. Þá benti Hannes á að þjóðarframleiðsla hefði dregist meira saman í sjö Evrópuríkjum en á Ís- landi árið 2009 en mestur varð sam- drátturinn í Lettlandi, eða um 18% af vergri landsframleiðslu (VLF). Þá benti Hannes á að skammtímaskuldir í íslenska bankakerfinu hefðu verið minni en t.d. í Sviss og Bretlandi. Varð hlutfallið á Íslandi mest ríflega tvöföld VLF. Annars konar fjármálamiðstöð Hannes vék að rannsóknarskýrslu Alþingis og hvernig þar væri mikið fjallað um það markmið að Ísland yrði alþjóðleg fjármálamiðstöð. Sagði Hannes að hugmyndin hefði upphaflega komið frá Mikael Karls- syni, prófessor í heimspeki við Há- skóla Íslands, og þeir tveir þróað hana í sameiningu. Hugmyndin hefði gengið út á að laða hingað til lands stórfyrirtæki með lágum sköttum og stöðugu stjórnarfari, líkt og á t.d. væri gert á Ermarsundseyjum. Hug- myndin hefði þannig ekki gengið út á að láta íslenska banka vaxa erlendis og skapa fjármálabólu á Íslandi. Jafnframt sagði Hannes að reglu- verkið hér hefði ekki verið minna í sniðum en í ríkjum ESB, ásamt því sem hann rifjaði upp þau skref sem voru stigin til þess að auka frjálsræði til athafna á Íslandi 1991-2004. Umskipti hefðu orðið árið 2004 þegar Jón Ásgeir Jóhannesson og fé- lag hans Baugur hefðu haft betur í orrustunni um fjölmiðlafrumvarpið. Á árunum 2004-2008 hefði tekið við skeið klíkukapítalisma, þar sem stór- eignamenn beittu fjölmiðlum í sína þágu með gagnkvæmum stuðningi stjórnmálamanna. Dómskerfið hefði spilað með. Brá Hannes síðan upp skjámynd af útlánum þriggja helstu viðskiptasamstæðna Íslands árin 2005 til 2008 sem sýndi hvernig stærstur hluti lánanna tengdist Baugi. »12 MI5 rannsakaði íslensku bankana  Breska leyniþjónustan kannaði hvort íslensku útrásarbankarnir hefðu tengsl við rússnesku mafíuna  Fjármálaráðherra Bretlands var undir þrýstingi flokksbræðra sinna vegna fjár á Icesave-reikningum Morgunblaðið/Kristinn Í Öskju Frá vinstri eru Eamonn Butler, forstöðumaður Adam Smith-stofnunarinnar, Pythagoras Petratos, kennari við Oxford, Hannes Hólmsteinn, Ásgeir Jónsson og Stefanía Óskarsdóttir, lektor í stjórnmálafræði við HÍ. Fern meginmistök voru gerð eftir hrunið á Íslandi, að mati Ásgeirs Jónssonar, lektors í hagfræði við Háskóla Íslands, og eins ræðumanna í Öskju. Í fyrsta lagi voru kröfuhöfum færð yfirráð yfir Íslandsbanka og Arion banka og eiga þeir nú miklar eignir í krónum, sem eru m.a. tilkomnar vegna mikils hagnaðar bankanna frá hruni. Í öðru lagi hafi kröfuhöfum Landsbankans verið afhent skuldabréf í erlendum gjaldeyri sem er ríkistryggt, í ljósi 98% eignarhlutar ríkisins í bank- anum. Í þriðja lagi hafi björgun sparisjóðakerfisins reynst dýr og þeir fjármunir nýst illa. Í fjórða lagi hafi mikil og dýr- keypt mistök verið gerð þegar ríkið kom Íbúðalánasjóði til að- stoðar, í stað þess að láta sjóð- inn fara í þrot á sama tíma og stóru bankana. Erlendir kröfuhafar eigi nú 1.000 til 1.300 milljarða eignir í krónum, ígildi 50-70% þjóðar- framleiðslunnar. Líkti Ásgeir vandanum við þá erfiðu stöðu sem Þjóðverjar voru í eftir fyrri heimsstyrjöldina þegar þeim var gert að greiða himinháar stríðsskaðabætur í Versala- samningunum, sem þeir gátu engan veginn staðið undir. Nýr „Versala- samningur“ LEKTOR UM SNJÓHENGJU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.