Morgunblaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2013
Reginn á nú um 192
þúsund fermetra
Eignasafnið hefur vaxið um 40 þúsund fermetra á árinu
Morgunblaðið/Ásdís
Nýjustu kaupin 3. október var til-
kynnt um kaupin á Austurstræti 16.
Fasteignafélagið Reginn hafði yfir
að ráða eignasafni upp á um 152
þúsund fermetra í október 2012.
Miðað við tilkynnt og/eða frágeng-
in kaup á árinu 2013 þá stendur
eignasafn félagsins í dag í um 192
þúsund fermetrum. Eignasafn
Regins stóð í 152 þ. fm í lok októ-
ber 2012.
„Frá þeim tíma hefur félagið
fest kaup á Hafnarstræti 83-89,
Hótel KEA Akureyri, Ofanleiti 2
og í tengslum við þau kaup fjögur
minni fasteignafélög. Stórhöfða
ehf., Goshól ehf., Almenna bygg-
ingafélagið ehf. og síðast VIST
ehf. núna í september.
Einnig festi Reginn kaup á fast-
eignafélaginu Summit ehf. í maí sl.
Eftir þessa stækkun Regins var
eignasafn Regins 189 þúsund fer-
metrar,“ segir m.a. í tilkynningu
frá Regin.
„Að afloknum kaupum á Austur-
stræti 16 mun heildarfermetra-
fjöldi Regins hf. verða 192 þús,“
segir þar einnig.
Í kjölfar kaupanna var fljótlega
gengið frá leigusamningu á þeirri
eign við Verkfræðistofuna Verkís
hf. Samhliða þessum samningi
keypti Reginn upp nokkur lítil
fasteignafélag sem höfðu hýst
ýmsa starfsemi Verkís. Umfang
þeirra viðskipta var um 8.500 fer-
metrar. Félagið VIST ehf. var inn-
an þessarar viðskipta en frágang-
ur á þeim kaupum fór ekki fram
fyrr en í september sl. og nam
stærð þessa hluta 4.200 fermetr-
um, samkvæmt því sem fram kem-
ur í Morgunkorni Greiningar Ís-
landsbanka í gær.
Vanessa Fox,
sérfræðingur á
sviði leitarvéla á
netinu, verður
með vinnustofu
hjá TM Software
í Hörpu þann 11.
október.
Vanessa vann
áður hjá Google,
meðal annars við
þróun Webmas-
ter Central, segir í frétt frá TM
Software. Hún hefur ennfremur
haldið fjölda fyrirlestra og vinnu-
stofa um heim allan og gefið út bók-
ina Marketing in the Age of Google.
Vanessa er stofnandi Nine by
Blue sem þróað hefur hugbúnað til
að aðstoða vefstjóra.
Vinnustofa
um leit á
netinu
Vanessa
Fox
Sérfræðingur á
sviði leitarvéla
Í tilefni
Smáþings
sem fram
fer næst-
komandi
fimmtudag
vann Hag-
stofa Ís-
lands út-
tekt fyrir
Samtök at-
vinnulífsins
sem gefur
góðar vís-
bendingar
um umfang
og mikilvægi lítilla og meðalstórra
fyrirtækja á Íslandi á árunum
2010-2012. Í henni kemur m.a.
fram að lítil og meðalstór fyr-
irtæki (með færri en 250 starfs-
menn) greiddu 2/3 heildarlauna í
atvinnulífinu á árinu 2012 eða um
366 milljarða króna. Heildarlauna-
greiðslur í atvinnulífinu námu 555
milljörðum 2012. Þetta kemur
fram á heimasíðu Samtaka at-
vinnulífsins.
Mikilvæg Þýðing lít-
illa og meðalstórra
fyrirtækja er mikil.
Greiddu 2/3
heildarlauna
Grísk stjórnvöld gera ráð fyrir ör-
litlum hagvexti á næsta ári, eða
0,6%, samkvæmt drögum að fjár-
lagafrumvarpi fyrir árið 2014 sem
kynnt voru í gær.
Samkvæmt fréttavef Breska rík-
isútvarpsins, BBC, í gær reikna
grísk stjórnvöld þannig með því að
sex ára samfelldu samdráttarskeiði
í Grikklandi ljúki á þessu ári.
„Við sjáum fyrir okkur að sam-
dráttarskeiðinu verði lokið á árinu
2014,“ sagði Christos Staikkouras,
fjármálaráðherra Grikklands, m.a.
við fréttamenn þegar drögin að
fjárlagafrumvarpi ársins 2014 voru
kynnt.
Hagkerfi Grikkja hefur á undan-
förnum sex árum dregist saman um
23% og eins og ítrekað hefur komið
fram hefur efnahagur landsins ver-
ið drifinn áfram af neyðarlánum frá
„Þríeykinu“ svonefnda, Evrópska
seðlabankanum, Framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins og Al-
þjóðagjaldeyrissjóðnum. Samtals
hefur Grikkland fengið í lán á tíma-
bilinu 240 milljarða evra, eða sem
nemur tæplega 40 þúsund millj-
örðum króna.
AFP
Grikkland Christos Staikkouras, fjármálaráðherra Grikklands, kynnti
fréttamönnum drög að fjárlagafrumvarpi næsta árs í gær.
Grikkir reikna með
hagvexti á næsta ári
Er 6 ára samdráttarskeiði lokið?
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum
(Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum.
Er á Facebook
Kvef eða
flensa?
Ég er asma- og ofnæmissjúklingur og viðkvæm
fyrir kvefi, hálsbólgu, eyrnabólgum og ennis-
og kinnholusýkingum. Mér finnst tinktúran
Sólhattur og hvönn svínvirka fyrir mig og það
skemmir ekki hversu einfalt er að nota hana.
– Inga Harðardóttir
www.annarosa.is
Tinktúran Sólhattur og hvönn er talin styrkja
ónæmiskerfið. Hún hefur m.a. reynst afar vel
gegn kvefi, hálsbólgu, flensu, hósta og ennis- og
kinnholusýkingum ásamt því að örva blóðflæði.