Morgunblaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2013 ✝ ÁsmundurPálsson fædd- ist á Eiðum í Eiða- þingá S-Múl 5. apríl 1928. Hann lést á Landspítalanum 29. september 2013. Foreldar hans voru Páll Her- mannsson, bóndi og þingmaður á Eið- um í Eiðaþingá S- Múl, f. 28. apríl 1880, d. 31. jan- úar 1958 og Dagbjört Guðjóns- dóttir húsfrú frá Saurum í Helgafellssveit, Snæfellsnesi, f. 17. mars 1904, d. 24. maí 2005. Systkini Ásmundar, Sigríður samfeðra, f. 1910, d. 1975. Her- mann, f. 1931 og Kristín Jó- hanna, f. 1936, d. 2006. Fyrri kona Ásmundar var Ingunn Ágústsdóttir, f. 1925, d. 1982. Börn þeirra eru 1) Páll, f. 1956, börn hans með Huldu Mar- gréti Sigtryggsdóttur, f. 1964, þau skildu. a) Katrín, f. 1985, maki Gunnar Ingi Sveinsson, f. 1983, sonur þeirra er Grettir Þór, f. 2010. b) Ásmundur, f. 1988, sambýliskona Áslaug Kar- en Jóhannsdóttir, f. 1988, sonur þeirra eru a) Bjarki Örn, f. 2010. b) Breki Örn, f. 2013. d) Bjarki Þór, f. 1994. Eftirlifandi eiginkona Ás- mundar er Unnur Konráðs- dóttir, f. 21. febrúar 1930. Ásmundur gekk í barna- og unglingaskóla á Eiðum og fór þaðan í MA og útskrifaðist sem stúdent 1948, hann lauk síðan lögfræðiprófi frá Háskóla Ís- lands 1958. Ásmundur vann í upphafi sem lögfræðingur hjá Varnarliðnu á Keflavíkur- flugvelli en lengst af á sínum starfsferli hjá Olíufélaginu Skeljungi í Reykjavík í inn- kaupa- og birgðadeild uns hann lét af störfum 1994. Ásmundur var landsþekktur briddsspilari og var meðal annars 10 sinnum Íslandsmeistari í tvímenningi, oftast með Hjalta Elíassyni og 9 sinnum Íslandsmeistari í sveita- keppni. Auk þess vann hann til fjölda annarra verðlauna á löngum og farsælum keppn- isferli sem spannaði tæp 60 ár, hann átti fast sæti í landsliði Ís- lands á árunum frá 1960 til 1980. Hann tók þátt í keppni al- veg fram í andlátið. Keppti hann síðast í bikarleik fyrir um það bil tveimur vikum síðan. Útför Ásmundar fer fram frá Háteigskirkju í dag, 8. október 2013, og hefst athöfnin kl. 13. þeirra er Hrannar Berg, f. 2013. c) Hermann Ingi, f. 1991. Seinni kona Páls er Einhildur Pálsdóttir, f. 1959. 2) Dagbjört Thelma, f. 1957, börn hennar með Ragnari Sigurjóns- syni, f. 1955, þau skildu. a) Davíð Berg, f. 1990, unn- usta Sigríður Rósa Örnólfs- dóttir, f. 1992. b) Inga Lóa, f. 1993, sambýlismaður Auðunn Björn Lárusson, f. 1978. 3) Sig- ríður, f. 1958, maki Kristófer Magnússon, f. 1950, börn þeirra eru a) Ingunn Huld, f. 1976, börn hennar með Bárði Eyjólfs- syni, f. 1974, þau skildu. a) Aníta Björk, f. 1997. b) Kristófer Ísak, f. 2003. Sambýlismaður Ing- unnar er Gísli Elíasson, f. 1976, börn þeirra eru a) Elías Ingi, f. 2007. b) Viktor Elí, f. 2011. b) Berglind, f. 1980, sambýlis- maður Eiríkur Þór Björnsson, f. 1974, sonur þeirra er Brimir Björn, f. 2010. c) Brynjar Þór, f. 1987, sambýliskona Brynja Björk Arnardóttir, f. 1986, börn Það eru 30 ár síðan mamma okkar giftist Ásmundi. Þar sem við vorum þá þegar orðin full- orðin og flutt að heiman þá bjó mamma orðið ein og það lét henni ekki sérlega vel. Þau mamma og Ásmundur undu sér vel saman og við vorum mjög sæl með það systkinin að hún hefði fundið sér nýjan maka og verðum honum ævinlega þakk- lát fyrir hvernig hann kom fram og þær ánægjustundir sem hann veitti mömmu okkar. Hún elskaði að ferðast og fékk þarna ferðafélaga til að flækjast með henni um hálfan heiminn og félagsskap. Fé- lagsskapurinn varð kannski eitt- hvað minni en hún hafði ætlað því Ásmundur spilaði mörg kvöld í viku á veturna og svo voru mót um helgar. Hann var gríðarlega einbeittur í því sem hann hafði áhuga á, árangurinn í bridge segir allt um það. Tutt- ugu ár í landsliðinu og tuttugu Íslandsmeistaratitlar auk ótal annarra sigra er ekki á margra færi. Ásmundur var vel lesinn, hafði mikinn áhuga á kvæðum og kunni ótal slík og svo var nánast hægt að fletta upp í hon- um allskonar fróðleik sem hann hafði á hraðbergi. Vegna þess hve fróður hann var gat verið gaman að diskútera við hann hin ýmsu mál því hann lá ekkert á skoðunum sínum og hann var svo sem ekkert mikið fyrir að skipta um þær heldur. Hann var snyrtimenni og vildi helst ekki ganga í neinu öðru en klæðske- rasniðnum fötum og óaðfinnan- legur til fara og það fór honum vel. Hann hafði konunglegt lag á því karlinn að láta hjólin snúast eftir sínu höfði án þess að vera nokkuð að óhreinka á sér putt- ana. Það hvarflaði óneitanlega stundum að manni spurningin um hverju þessi maður hefði get- að áorkað hefði þessum gáfum, stálminni og einbeitni verið beitt í praktískari farveg en að spila á spil. Ásmundur var afburðamað- ur á sínu sviði enda tilbúinn að leggja allt sitt af mörkum. Hjör- dís nýi heimsmeistarinn okkar í bridge var makker Ásmundar um tíma og naut tilsagnar hans. Hún sagði í viðtali í Mogganum að hann hefði kennt henni allt sem mestu skipti. Það vill svo til að á sömu stundu og hún vann heimsmeistaratitilinn úti á Balí taldi Ásmundur komið gott og kvaddi. Þau Ásmundur og mamma áttu saman mörg góð ár og fyrir þau erum við þakklát. Heilsu- leysi hefur verið að hrekkja þau síðastliðin ár með þeim leiðind- um sem slíku fylgja. Ási var á köflum mjög veikur en mamma stóð eins og klettur með honum í einu og öllu þrátt fyrir eigin heilsubrest. Hann hefur nú feng- ið friðinn og er laus undan þján- ingum. Við kveðjum Ásmund með virktum og söknuði, sendum mömmu, Palla, Siggu og Dæju, barnabörnum og þeirra börnum og aðstandendum öllum samúð- arkveðjur. Konráð Eyjólfsson og fjölskylda, Unnar Eyjólfsson og fjölskylda, Herdís Eyjólfsdóttir og fjölskylda. Við kveðjum nú mann sem setti sterkan svip á bridgeíþrótt- ina í áratugi. Ásmundur var mjög ungur þegar hann fór að spila bridge og varð hann 20 sinnum Íslandsmeistari í tví- menningi og sveitakeppni. Í nær 20 ár var hann fastamaður í landsliði Íslands í bridge. Hann var harður bridgespilari og ávallt stóð hugurinn til að ná betri árangri í spilamennskunni. Sú saga er sögð af Ásmundi að hann læsi bridgebækur með öðru auganu og horfði á sjónvarpið með hinu. Síðan komu tölvurnar til sögunnar og internetið með öllum sínum möguleikum fyrir bridgespilara. Það var leitt að Ásmundur skyldi ekki upplifa það að sjá sinn gamla meðspilara Hjördísi Eyþórsdóttur hreppa heims- meistaratitil með landsliði Bandaríkjanna fyrir nokkrum dögum. Það var mikið afrek hjá þessari glæsilegu bridgekonu. Þau spiluðu mikið saman í nokk- ur ár og kepptu í tvímenningi og sveitakeppni á árunum 1992- 1994. Síðan hélt Hjördís til Bandaríkjanna þar sem hún hef- ur spilað síðan við góðan orðstír. Fræðslan og reynslan af að hafa spilað með Ásmundi hefur örugglega komið henni til góða. Hin síðari ári spilaði með Ás- mundi Guðmundur Páll sem rek- ur Bridgeskólann. Í nýlegu blaðaviðtali um ágæti þess að spila bridge sagði Guðmundur m.a.: „Það er félagsskapurinn, spennan og löngunin eftir að vinna, það væri hægt að spila bridge fram á grafarbakkann.“ Það sannaðist svo sannarlega á Ásmundi, það eru ekki mjög margar vikur síðan hann tók þátt í sínu síðasta bridgemóti. Hann var ekki jafn snöggur og áður, en það var enn glampi í augunum þegar þurfti að kljást við erfið spil. Ásmundur var ötull liðsmaður í bridgehreyfingunni og lagði sitt af mörkum til að Ísland kæmist svo framarlega í alþjóðlegum samanburði í bridge eins og raun ber vitni. Við kveðjum góðan fé- laga með söknuði og þökkum fyr- ir framlagi hans til bridgeíþrótt- arinnar. Fjölskyldu hans sendum við innilegar samúðarkveðjur. Jafet S. Ólafsson, forseti Bridgesambandsins. Ásmundur Pálsson ✝ Eiríkur GuðjónRagnarsson fæddist í Ísafjarð- arsýslu 24. maí 1945. Hann lést á Landspítalanum 3. október 2013. Eiríkur var son- ur læknishjónanna Ragnars Ásgeirs- sonar, f. 14.12. 1912, d. 16.5. 1981 og Laufeyjar Marí- asdóttur, f. 15.3. 1914, d. 24.2. 2006. Systkini Eiríks eru Alfreð Georg Alfreðsson, f. 5.7. 1933, d. 18.7. 1990, Ragnheiður Ása Ragnarsdóttir, f. 8.2. 1938, d. 20.8. 2006, María Ragnarsdóttir, f. 3.5. 1943 og Þórir Sturla Ragn- arsson, f. 18.7. 1952. Eiginkona Eiríks var Fríða Regína Höskuldsdóttir, f. 9.3. 1949 á Akureyri. Þau slitu sam- vistum árið 1994. Börn þeirra eru: 1) Ragnar Gunnar Eiríks- son, f. 12.6. 1967, börn hans eru Steinn Jóhann Ragnarsson, f. 11.7. 1998, William Þór Ragn- arsson, f. 3.11. 2004, Nóel Freyr Ragnarsson, f. 10.8. 2006 og Klara Sjöfn Ragnarsdóttir, f. 18.2. 2011. 2) Steinn Jóhann Ei- ríksson, f. 1.8. 1974, d. 28.10. 1974. 3) Hulda Birna Eiríks- Ýmir Harðarson, f. 29.1. 1988. Eiríkur útskrifaðist með sam- vinnuskólapróf frá Samvinnu- skólanum á Bifröst 1967, fé- lagsráðgjafi frá Félagsráðgjafaskólanum í Stav- anger í Noregi 1975, ferðaráð- gjafi frá Ferðamálaskóla Íslands 1993 og sáttamaður 2007. Hann stundaði nám á meistarastigi við Nordiska hälsovårdshögskolan í Göteborg í Svíþjóð árin 1986 og 1991. Eiríkur starfaði við almenn skrifstofustörf á árunum 1964- 1971 hjá Útvegsbanka Íslands á Ísafirði og hjá Olíufélaginu h.f. í Reykjavík. Við félagsráð- gjafastörf, fyrst sem aðstoð- armaður félagsráðgjafa á Klepp- spítala og félagsmálafulltrúi á Landakotsspítala 1971-1972. Ár- in 1975-1981 félagsráðgjafi hjá Félagsmálastofnun Reykjavík- urborgar, forstöðumaður á með- ferðarheimili fyrir ofvirk börn, deildarstjóri fjölskyldudeildar SÁÁ. Árin 1982-1987 framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar, landssambandi fatlaðra. For- stjóri Náttúrulækningafélags Ís- lands 1987-1992. Árin 1993-2013 framkvæmdastjóri Glaðni h.f., yfirfélagsráðgjafi á Sjúkrahúsi Reykjavíkur öldrunarlækn- ingasviði, kennari við Heið- arskóla, félagsmálastjóri og sjálfstætt starfandi að ýmsum verkefnum tengdum fé- lagsráðgjöf og sáttamiðlun. Útför Eiríks fer fram frá Nes- kirkju í dag, 8. október 2013, og hefst athöfnin kl. 11. dóttir, f. 12.10. 1975, maki Guðjón Leifur Gunnarsson, f. 28.6. 1973, börn þeirra eru Linda Regína Guðjóns- dóttir, f. 12.8. 2001, Atli Björn Guð- jónsson, f. 16.5. 2005, Laufey María Guðjónsdóttir, f. 12.2. 2007, Dagur Þór Guðjónsson, f. 2.11. 2008. 4) Ragnheiður Eiríks- dóttir, f. 23.9. 1978, maki Hall- grímur Óskarsson, f. 14.5. 1967, börn þeirra eru Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, f. 1.5. 2002, Hrafnhildur Birna Hall- grímsdóttir, f. 29.4. 2004 og Jó- hannes Ragnar Hallgrímsson, f. 20.3. 2009. 5) Höskuldur Eiríks- son, f. 5.5. 1981, maki Freyja Jónsdóttir, f. 30.1. 1980, börn þeirra eru Ragnheiður Vala Höskuldsdóttir, f. 11.3. 2005, Hildur Eva Höskuldsdóttir, f. 28.2. 2007 og Jóel Höskuldsson, f. 17.12. 2009. 6) Alfreð Jóhann Ei- ríksson, f. 7.7. 1993. Sambýliskona Eiríks er Erla Björg Sigurðardóttir, fé- lagsráðgjafi MA, f. 1.1. 1959, syn- ir hennar eru Daníel Þór Harð- arson, f. 20.3. 1974 og Guðfinnur Hann Eiríkur frændi er dáinn. Hugur minn fer á flug og fer nokk- uð mörg ár aftur í tímann. Þá var Eiríkur ungur og var í hlutverkinu „uppáhaldsfrændi“ okkar systkin- anna. Það var alltaf mikill spenn- ingur þegar von var á honum til Njarðvíkur. Hann var svo mikill barnagæla að hann lét okkur alltaf ganga fyrir í leik áður en hann gaf sig á tal við fullorðna fólkið. Svo var það í eitt skiptið sem hann kom til að passa okkur eina kvöldstund sem hann kom með unga stúlku með sér, hana Regínu. Það var ekki laust við að við fengjum minni athygli það kvöld og vottaði fyrir afbrýðisemi okkar. Hann var svo upptekinn af þessari ungu fögru stúlku sem varð seinna eiginkona hans til margra ára. Við fyrirgáf- um honum þennan athyglisskort mjög fljótlega þegar við kynnt- umst Regínu betur. Þau eiga nú 5 frábær börn, tengdabörn og stór- an hóp af barnabörnum. Eiríkur ljómaði alltaf þegar hann talaði um þau, hann var svo stoltur af þeim öllum. Samband föður míns, Alfreðs, og Eiríks bróður hans var mjög gott í gegnum árin. Það voru ófáar heimsóknir fjölskyldunnar til Reykjavíkur til þeirra. Það er skrítið til þess að hugsa að þeir bræður deyja á nákvæm- lega sama hátt. Hjarta þeirra stöðvast bara í einu vetfangi. Ég vil meina að það sé ekki slæmt að fara þannig. Til viðbótar deyr Ei- ríkur á sama degi og móðir mín fyrir 31 ári síðan. Hann Eiríkur minn var mjög hæfileikaríkur en hann fór ansi torfæra leið í lífinu og átti oft erf- itt. Alltaf reis hann upp aftur og maður samgladdist honum virki- lega þegar vel gekk. Þá var önnur manneskja sem brosti sínu blí- ðasta, það var amma Laufey. Ég er viss um að hún bíður með eina nýbakaða „brúna“ fyrir hann Ei- rík sinn. Þau geta kannski deilt þessari brúnu með afa Ragnari, pabba mínum og mömmu. Verði þeim að góðu, ég er viss um að sú brúna klikkar ekki frekar en fyrri daginn. Ég vil votta sambýliskonu, börnum, tengdabörnum og barna- börnum mína innilegu samúð. Ylj- ið ykkur við góðu minningarnar því þar er af nógu að taka. Blessuð sé minning Eiríks frænda. Kristín Alfreðsdóttir. Rúmlega meðalmaður á hæð, fremur grannvaxinn, dökkur á brún og brá, augun móleit, drengi- leg og bera vott um festu og ró. Hæglátur í daglegri framkomu en er stórlyndur, býr yfir heitri skap- gerð þó enginn sjái hann skipta skapi. Hann er í senn góður nem- andi, hagsýnn umsjónarmaður og farsæll íþróttamaður. Einhvern veginn á þennan hátt lýsti Guðjón heitinn Sigurjónsson, bekkjarbróðir Eiríks og okkar hinna, frænda sínum í Ecce Homo við útskrift okkar úr Samvinnu- skólanum Bifröst vorið 1967. Þeir frændur eru nú helmingur þeirra fjögurra af útskriftarárgangi 1967 sem kvatt hafa þetta tilverustig. Blessuð sé minning þeirra beggja og Siggu og Benna, sem einnig hafa kvatt. Það var bjart yfir okkur 40 sem hófum nám í Bifröst haustið 1965. Framundan voru tveir vetur, full- ir af væntingum og vonum. Borg- arfjörðurinn tók á móti okkur í sinni fegustu mynd og fagnaði komu ungmennanna sem áttu sinn uppruna víðs vegar um land- ið. Vestan af Ísafirði kom Eiríkur, hógvær og yfirvegaður ungur maður sem ekki fór mikið fyrir í fyrstu en óx í áliti okkar skóla- systkinanna með sínum sterka persónuleika. Hann var að mörgu leyti lífsreyndari en við hin, var heitbundinn og m.a. búinn að stunda menntaskólanám á Akur- eyri en hafði tekið nýja stefnu og „svissað yfir“ í Samvinnuskólann. Þar féll hann vel inn í hópinn og ávann sér fljótt traust okkar bekkjarsystkinanna sem leiddi til þess, að í upphafi seinni vetrar okkar var hann skipaður umsjón- armaður okkar sem var í þann tíð ein helsta virðingar- og ábyrgðar- staða skólans og gegndi hann því starfi með mikilli prýði seinni vet- urinn. Bifrastarárin liðu hratt og eftir tiltölulega stuttan starfsferil á skrifstofuvettvangi venti Eiríkur sínu kvæði í kross, hélt til Noregs og nam þar félagsfræði sem síðan varð hans starfsvettvangur að mestu leyti. Samskiptin við okkur bekkjarsystkinin minnkuðu og við höfðum úr fjarska spurnir af ýms- um erfiðleikum, sem settu mark sitt á líf hans. Það breytti þó engu um það, að í hvert sinn sem endur- fundir komu til var sömu ljúf- mennskunni að mæta. Alltaf eins og við hefðum hist síðast í gær. Persónulega á ég Eiríki og Regínu, fyrrum konu hans, mikið að þakka. Við Eiríkur vorum sam- starfsmenn hjá Olíufélaginu hf. fyrstu árin eftir útskrift og á þeim tíma var ég nánast heimagangur hjá þeim hjónum í Skaftahlíðinni. En allt hefur sinn tíma. Aðstæður breytast og fjarlægðin tekur völd- in. Endurfundir voru þó ávallt jafn ljúfir, þegar til komu. Á kveðjustund minnumst við bekkjarsystkinin ljúfs drengs, sem ávallt var gott að vera í sam- skiptum við. Þökkum allar góðar stundir, sem gjarnan hefðu mátt vera fleiri. Börnum hans og fjöl- skyldu allri vottum við okkar dýpstu samúð. Guðmundur Jóelsson. Góður drengur er fallinn frá. Drengur sem hafði marga hæfi- leika. Drengur sem gladdi marga og hjálpaði mörgum. Maður sem kunni að hlusta og draga ályktanir og var svo einlægur í samkennd sinni og voru falin mörg mikilvæg störf um ævina. Okkur reyndist hann hinn besti vinur allt frá því er þau hjónin tóku á móti fjöl- skyldu okkar í Noregi árið 1973 og áttum við margar gleðistundir með fjölskyldunni sem seint munu gleymast bæði á þeirra heimili og okkar. En í lífinu skiptast á skin og skúrir. Og skyndilega eftir kynni okkar dimmdi í lífi þeirra hjóna er þau misstu ungbarn sitt úr vöggu- dauða á námsárunum. Treystust þá enn vinaböndin og áttum við Eiríkur margar góðar stundir í gleði og sorg þar sem við ræddum bæði líf og dauða, óleysanlegar gátur lífsins, gleði og sorg mann- lífsins. Lengur getum við ekki rætt saman þar sem grimmur hrammur áfengissýkinnar hertók hann á stundum og aðrir sjúk- dómar síðar meir sem urðu bana- mein hans. Minningin um góðan dreng lifir er hann hverfur yfir móðuna miklu og vottum við allri fjölskyld- unni heilshugar samúð og biðjum þess að þeim auðnist styrkur og þrek á sorgarstundum. Börnum hans og móður þeirra, Regínu, sendum við sérstakar kveðjur og þökkum allar góðu minningarnar með fjölskyldunni sem hlýja áfram hjörtum okkar og auka gleði okkar og lærdóm á vegferð lífsins. Ó, faðir, gjör mig sigursálm, eitt signað trúarlag, sem afli blæs í brotinn hálm og breytir nótt í dag. (Matthías Jochumsson) Þórir S. Guðbergsson og Rúna Gísladóttir. Eiríkur Guðjón Ragnarsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endur- gjaldslaust alla útgáfu- daga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsending- armáta og skilafrest. Minningargreinar HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.