Morgunblaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2013 Hinn 4. september sl. þegar Sýrlandsdeilan stóð hvað hæst gaf Obama Bandaríkja- forseti sér tíma til að eiga fund með forsætis- ráðherrum Norður- landanna. Í yfirlýsingu fundarins segir m.a. að „… til að styrkja þá þegar öfluga samvinnu á sviði öryggismála, tví- hliða og svæðisbundna, ákváðum við að koma á fót Samráði Bandaríkjanna og Norðurlandanna í öryggismálum – US – Nordic Secu- rity Dialogue“. Þetta er sérstaklega þýðingarmikið fyrir Ísland vegna ör- yggis á norðurskautinu. Frekari bráðnun íshellu norður- skautsins er fyrirsjáanleg og mun strategísk lykilstaða Íslands, í miðju nýrra siglingleiða frá Asíu, vega enn þyngra en áður. Að vísu eru menn ekki á eitt sáttir um þessar breyt- ingar en Rússar telja að norðaustur siglingaleiðin, að mestu undan ströndum Síberíu, sé opin 3-4 mán- uði ársins Ef siglingar um Súes- skurð teppast verður að taka mið af þörfum norðurskautsleiðarinnar. Landvarnir Bandaríkjanna byggðust á því að tryggja stöðuna í Norður-Atlantshafi með hersetu á Íslandi í 60 ár heimsstyrjaldar og kalda stríðsins. Þá kom sú ákvörðun Bush forseta og Rumsfeld varnar- málaráðherra 2006, að loka herstöð- inni í Keflavík í andstöðu við óskir ís- lenskra stjórnvalda. Eftirmál hins mikla stríðsreksturs í Írak og Afganistan virðast hafa valdið því, að afleiðingar af bráðnun íshellu norðurskautsins hafi ekki komist réttilega á dagskrá í Washington. Bandaríkjaher er sagður á förum frá Evrópu og að ný stefna geri Asíu að þungamiðju staðsetningar hans. Með brottförinni frá Íslandi, var kastað á glæ áunnu og viðurkenndu hlutverki að tryggja stöðugleika á svæði, sem alltaf mun varða öryggi Norður-Ameríku miklu. Vera Bandaríkjahers í Keflavík, hinni óviðjafnanlegu aðstöðu á norður- skautinu, gegndi sama hlutverki og bandaríski herinn í Alaska fyrir norðurameríska heimskautssvæðið, þ.e. að tryggja frið- sæld og koma í veg fyr- ir alla utanaðkomandi áreitni. Brottför alls bandarísks herstyrks frá Keflavík olli var- hugaverðu tómarúmi – power vacuum – á Evr- ópuhluta heimskauts- ins, enda voru Kínverj- ar fljótir til að sjá sér leik á borði á Íslandi. Þótt svæðið heyri til samábyrgðar NATO, skv. 5. gr. stofnsátt- mála þess, hefur fram- ferði Kanada varðandi norð- urskautsmál í NATO og brottför Bandaríkjamanna frá Keflavík, greinilega verið túlkað á ýmsa vegu. Að lega Íslands væri lítt áhugaverð og vanrækt af NATO hefur varla verið talið fara milli mála. Þá hefur það væntanlega vakið athygli að for- seti Íslands lýsti því yfir að Evrópu- sambandið hvorki vildi né gæti haft Ísland sem aðildarríki. Þar með yrð- um við ekki innan sameiginlegra landamæra Evrópuríkja en það var Finnlandi og Eystrasaltsríkjunum mikið mál af öryggisástæðum. Reyndar á það sama við um Ísland; aðstæður eru ólíkar en ástæður þær sömu að vilja tryggja að lifa í friði í nánu samstarfi við grannríki. Hin hliðin á þeim peningi er efnahags- legt öryggi, þar með að fylgja stefnu Evrópuríkja í samningum eins og fríverslunarmálum. . Deilur Kínverja um lögsögu við Japani í Austur-Kínahafi og Filipps- eyjar og Víetnam í Suður-Kínahafi kalla til aðstoðar Bandaríkjanna. Fari þar illa yrði Evrópusvæði norð- urskautsins varla undanþegið árekstrum, hvenær og hvernig sem það gæti orðið. Fyrir Kínverja er Ís- land sagt hliðið að norðurskautinu með yfirráðum á stórhöfn í Finna- firði og flugvelli á Norðausturlandi til tengingar námarekstri á Græn- landi. Íslendingar sjá ekki fremur en aðrir fyrir sér neina yfirvofandi árásarhættu hvað sem verður í framtíðinni. Hvað sem því líður skal fyrirbyggja um aldur og ævi, að nokkur varanleg aðstaða kínverskra risafyrirtækja eða annarra fjárfesta með ófyrirsjáanlegri eigin mannafls- og fjármagnsþörf, nái til þessa lands. Slíkt tvíbýli myndi í óráðinni framtíð kaffæra okkar fámennu þjóð og raska hernaðarlegu valdajafn- vægi á svæðinu. Um heimskautið undan ströndum Norður-Ameríku og auðæfi hafs- botnsins gegnir allt öðru máli en á evrópska íshafinu. Það nýtur feiki- mikillar herverndar, m.a. hinnar miklu Elmendorf-herstöðvar í Anchorage, sem tengist NORAD- ratsjárkerfinu og hýsir stórsveit flughersins með meiru. Þessi mikla hagsmunavarsla verður skiljanlegri við heimsókn á þessar slóðir. Olíu- vinnslan í Prudhoe Bay á norður- strönd Alaska gekk fullkomlega eðli- lega fyrir sig í 55 stiga frosti. Leiðslu- og dæluverkið nær um 1.300 km til hafnar á suðurströnd- inni með allt að fimmtungi af þörf Bandaríkjanna á fljótandi elds- neyti ... Á bak við háfleygar stuðningsyfir- lýsingar um samvinnu við norður- skautsráðið, stefna ríkin utan þess í að nýta gríðarlega miklar auðlindir olíu og gass á hafsbotni, sem strand- ríkin lýsa sem sínum samkvæmt ákvæðum Hafréttarsáttmálans. En norðurskautsráðið er valdalaus sam- ráðsvettvangur og ekki fært um setja niður deilur vegna andstæðra sjónarmiða. Þetta er þeim mun and- snúnara, að NATO tapaði ágætri stöðu um þessi mál sem var 2009. NATO-ráðstefna var haldin það ár í Reykjavík um Security Prospects in the High North með öllu forystuliði bandalagsins, en aðalframkvæmda- stjórinn, Jaap de Hoop Scheffer, lýsti verkefnum NATO á Norður- slóðum svofellt: leitar- og björg- unarverkefni; viðbrögð gegn nátt- úruhamförum; orkutengd örygg- ismál; viðræðuvettvangur um deilumál og samvinna við Rússa t.d. í leitar- og björgunarmálum. Höfund- inum, sem sat ráðstefnuna, var létt við þetta og taldi að þrátt fyrir brott- förina frá Keflavík væru varnarmál- in hér í góðu lagi. Þetta reyndist tál- sýn. Framkvæmdastjóraskipti urðu í NATO 2009 og við tók Anders Fogh Rasmussen, sem lýsti því yfir 2013: „Eins og er hefur NATO engar fyr- irætlanir um að auka viðveru sína eða starfsemi á norðurslóðum.“ Fyr- irætluð verkefni og frá 2009 runnu nefnilega hljóðlega út í sandinn og komu ekki til framkvæmda. Var þetta vegna algjörrar andstöðu Kan- ada við að neins staðar væri minnst á norðurskaut í aðgerðaáætlun NATO (e. NATO Strategic Concept) 2010 eða í yfirlýsingu leiðtogafundar NATO í Chicago 2012. Það verður þó að segjast að Ísland var ekki skilið eftir fullkomlega van- rækt og berskjaldað. Takmörkuð loftrýmisgæsla flugherja NATO- ríkja frá Keflavík var ákveðin, einnig með þátttöku Svía og Finna. Þá skiptir miklu máli, að það hlutverk sem Landhelgisgæslunni er ætlað varðandi radar- og samskiptakerfi NATO, er vel rækt og með full- komnum tækjakosti. En staðreyndin er þó sú að einir NATO-ríkja erum við með hálfgildings loftvarnir. Hér þarf því að koma til frumkvæði Ís- lands til breytingar. Til lágmarks þarf loftrýmisgæslan að vera var- anleg og Keflavík að verða aðsetur samhæfingar á öflugri leitar- og björgunarþjónustu á norðurslóðum. Það þarf að efna til samstarfs um ís- brjót / dráttarbát og langdrægar þyrlur, ásamt fylgdarflugvél með eldneytisbirgðir. Þetta er löngu tímabært, m.a. vegna hættu á sjó- slysum skemmtiferðaskipa. Að lokum mætti spyrja hvort eitt- hvað jákvætt hvað Ísland varðar verði lagt til málanna með tilkomu hinna nýstofnuðu samtaka, Artic Circle, undir forystu forseta Íslands og fleiri þekktra aðila. Hlutverk Arctic Circle ætti að koma í ljós á ráðstefnu þess í Reykjavík 12.-14. október nk. en boðaðir eru margir fyrirmenn, m.a. frá Alaska, sem von- andi reynast ráðagóðir. Öryggi á norðurskauti? Eftir Einar Benediktsson » Fyrirbyggja verður um aldur og ævi að nokkur varanleg að- staða kínverskra risa- fyrirtækja eða annarra fjárfesta … nái til þessa lands. Einar Benediktsson Höfundur er fyrrverandi sendiherra. þingholtsstræti 1 · 101 rvk · sími 562 7335 caruso.is · caruso@caruso.is við Erum líka á facebook Hádegisseðill • Mánudag til föstudags kl. 11.30-14.00 Njóttu þess að borða góðan mat í hádeginu Rómantískur og hlýlegur veitingastaður á þremur hæðum í miðbæ Reykjavíkur - Súpa dagsins með heimabökuðu brauði .......................... kr. 790 - Kjúklingasúpa með grænmeti, chilly og núðlum ........... kr. 1.290 - Sjávarréttasúpa Caruso................................................ kr. 1.350 - Kjúklingasalat m. hunangsgljáðum kjúklingastrimlum .. kr. 1.390 - Tómatsalat m. mozzarella og ruccolasalati í jurtaolíu .... kr. 1.250 - Salat Templada m. hvítlauksristuðum nautastrimlum .... kr. 1.650 - Caruso chef´s salat ...................................................... kr. 1.290 - Caruso kjötlasagna...................................................... kr. 1.390 - Spaghetti carbonara .................................................... kr. 1.390 - Hvítlauksristaðar risarækjur Risotto ............................. kr. 1.450 - Ferskasta sjávarfang dagsins ....................................... kr. 1.670 - Pítsa með tveimur áleggstegundum að eigin vali .......... kr. 1.390 - Pítsasamloka með kjúkling, pepperoni og salati ........... kr. 1.390 - Ristað lambafille með villisveppum og parmesan.......... kr. 2.890 - Blandaður ítalskur krapís með ávöxtum.......................... kr. 950 - Panna Cotta með ávöxtum og jarðarberjasósu................. kr. 950 Hjá okkur er alltaf notalegt bæði í hádeginu og á kvöldin Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.