Morgunblaðið - 08.10.2013, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 2013
Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is
Hægt að velja um lit og áferð að
eigin vali
Verð frá kr. 24.300Íslensk hönnun og framleiðsla
önnun frá 1960
E-6
Klass
0
ísk h
Svarið við spurningu dagsins
Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is
tilbúnar í pottinn heima
Fiskisúpur í Fylgifiskum
Verð 1.790 kr/ltr
Súpan kemur í fötu en fiskinum er pakkað sér.
Eldunaraðferð þegar heim er komið: Súpan er hituð upp að suðu, fiskinum er jafnað út milli súpudiska
eða settur í pottinn um leið og súpan er borin fram.
Hvað þarftu mikið?
Súpa sem aðalréttur – 0,5 ltr/mann Súpa sem forréttur – 0,25 ltr/mann
Indverskir matreiðslumeistarar
settu heimsmet í gær með því að
búa til lengstu dosa-pönnuköku
sem bökuð hefur verið í heiminum.
32 kokkar bökuðu pönnukökuna á
tíu mínútum og hún mældist 16,1
metra löng. Í hana fóru m.a. 80 kg
af hveiti og 30 kg af skíru (hreins-
uðu) smjöri, að sögn AFP.
Bökuðu sextán metra pönnuköku á tíu mínútum
AFP
Stærsta dosa-pönnukaka heimsins
Umræða hefst á
grænlenska
landsþinginu í dag
um hvort heimila
eigi vinnslu og út-
flutning á úrani.
Gert er ráð fyrir
því að þingið
greiði atkvæði um
málið 24. október.
Samkvæmt
dönskum lögum er bannað að vinna
úran sem er geislavirkt frumefni,
aðallega notað í kjarnaofna og kjarna-
vopn. Skv. lögum, sem sett voru í
Danmörku fyrir 34 árum og gilda
einnig á Grænlandi, má ekki vera
meira en sem nemur 60 grömmum af
úrani í hverju tonni af jarðmálmum
sem unnir eru.
Samsteypustjórn þriggja flokka
undir forystu Siumut-leiðtogans
Alequ Hammond vill breyta þessu og
búist er við að þingið samþykki að af-
nema bannið í atkvæðagreiðslunni.
Siumut vann stórsigur í þingkosning-
um á Grænlandi í mars sl. og í kosn-
ingabaráttunni hét flokkurinn því
meðal annars að heimila vinnslu á
úrani. IA, flokkur Kuupik Kleist, for-
manns síðustu landstjórnar, er hins
vegar andvígur úranvinnslu.
Sjaldgæfir málmar hafa fundist í
miklum mæli í Kvane-fjalli, nálægt
Narsaq, og talið er að í hverju tonni af
málmgrýtinu séu um það bil 350
grömm af úrani. Ekki er hægt að
vinna þetta málmgrýti án þess að úr-
an komi með því.
Grænlendingar ráða sjálfir yfir
náttúruauðlindum sínum en Villy
Søvndal, utanríkisráðherra Dan-
merkur, hefur sagt að þeir geti ekki
afnumið bannið við útflutningi á úrani
án samstarfs við dönsku stjórnina
sem fer með utanríkis-, varnar- og ör-
yggismál ríkissambands Danmerkur
og Grænlands. bogi@mbl.is
Rætt um að leyfa
vinnslu á úrani
Aleqa Hammond
Umdeild tillaga
» Úranvinnsla gæti haft mikla
efnahagslega þýðingu fyrir
Grænland. Úran er eftirsótt til
orkuframleiðslu og vinnsla á
því gæti því orðið mikilvæg
tekjulind og skapað störf.
» Tillagan um að leyfa náma-
fyrirtækjum að vinna úran er
umdeild vegna þess að óttast
er að vinnsla á þessu geisla-
virka efni skaði umhverfið.
Úranbann líklega afnumið á Grænlandi
Þegar Nicolas
Sarkozy fór út úr
Élysée-höll í Par-
ís eftir auðmýkj-
andi ósigur og
kvaðst aldrei
vilja snúa þangað
aftur virtist póli-
tískum ferli hans
vera lokið. En nú
þegar átján mán-
uðir eru liðnir frá kosningaósigr-
inum benda skoðanakannanir til
þess að fylgi hans hafi stóraukist og
hann sé nú annar vinsælasti stjórn-
málamaður landsins á eftir Manuel
Valls innanríkisráðherra.
Fallið frá rannsókn
Margir telja að Sarkozy sé nú eini
hægrimaðurinn sem eigi möguleika
á því að fara með sigur af hólmi í
næstu forsetakosningum í Frakk-
landi árið 2017. Ný könnun bendir
til þess að 35% treysti Sarkozy best
til að stjórna landinu. Um 75%
sögðust ekki treysta François Hol-
lande sem er orðinn óvinsælasti for-
setinn í nútímasögu Frakklands, ef
marka má kannanirnar.
Líkurnar á því að Sarkozy verði í
framboði í kosningunum jukust í
gær þegar skýrt var frá því að
frönsk lögregluyfirvöld hefðu hætt
rannsókn á ásökunum um að Sar-
kozy hefði tekið með ólögmætum
hætti við peningum í kosningasjóð
sinn frá auðugustu konu Frakk-
lands, Liliane Bettencourt. Franska
dagblaðið Le Monde sagði að Sar-
kozy væri ekki lengur á meðal
þeirra sem ættu að mæta fyrir rétt í
málinu. Hann hefur staðfastlega
neitað ásökunum um að hann hafi
heimsótt Bettencourt, erfingja
L’Oreal-snyrtivöruveldisins, og fal-
ast eftir peningum.
Frönsk yfirvöld eru enn að rann-
saka áksakanir um að Sarkozy sé
viðriðinn önnur spillingarmál, en
þau eru ekki talin geta valdið hon-
um jafnmiklum pólitískum skaða og
Bettencourt-málið hefði getað vald-
ið honum, að sögn AFP.
Fylgi Sarkozys
hefur stóraukist
Auknar líkur á forsetaframboði hans
Nicolas Sarkozy