Morgunblaðið - 09.11.2013, Síða 1
L A U G A R D A G U R 9. N Ó V E M B E R 2 0 1 3
261. tölublað 101. árgangur
VILL GLEÐJA
AÐRA OG
KOMA Á ÓVART
FERLIÐ
FRÁ DAUÐA
TIL GRAFAR
LILJA LIND BEST
Í ÓLYMPÍSKUM
LYFTINGUM
SUNNUDAGUR MEISTARI ÍÞRÓTTIRTÖFRAMAÐUR 10
ÁRA
STOFNAÐ
1913
Framkvæmdir standa nú yfir á Þingvöllum við gerð
útsýnispalls við Öxarárfoss. Hætta er talin á að
troðningur og álag spilli svæðinu að óbreyttu og því
var farið í þetta verkefni sem starfsmenn verktaka-
fyrirtækisins Pálmtrés hafa með höndum.
Að verkstaðnum er hins vegar nokkuð torfært.
Þurfti að flytja tíu tonn af timburfjölum og því var
gripið til óvenjulegra ráða. Leigð var þyrla frá Norð-
urflugi til flutninga og tók ekki nema um hálftíma að
flytja tæplega tíu tonn af timbri.
„Það hefði eiginlega verið ógjörningur að koma
timbrinu inn í gjána nema með því að bera það inn
og það hefði tekið langan tíma og fjölda manns hefði
þurft til,“ segir Einar Á.E. Sæmundsen, fræðslu-
fulltrúi í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Á döfinni eru
ýmsar fleiri framkvæmdir eystra sem eru taldar
mjög aðkallandi vegna álags. Er talið að á bilinu 500-
600 þúsund gestir komi á Þingvelli á ári hverju eða
80-90% erlendra ferðamanna sem til landsins koma.
sbs@mbl.is
Flogið með tíu tonn af timbri
Ljósmynd/Einar Á.E. Sæmundsen
Þyrla notuð í timburflutninga á Þingvöllum
Rúnar Pálmason
Guðni Einarsson
Ríkissjóður mun á þessu ári inn-
heimta 17 milljarða í skatta af ferða-
þjónustu og fær 10 milljarða í viðbót
ef allt er talið með, að sögn Önnu
Dóru Sæþórsdóttur, dósents í ferða-
málafræði við Háskóla Íslands. Samt
áformi stjórnvöld að leggja á nýjan
skatt – náttúrupassa – til að standa
straum af viðhaldi og uppbyggingu
ferðamannastaða, án þess að láta
fyrst kanna hvaða áhrif passinn hafi á
ferðamennina, ferðaþjónustuna og
ferðalög Íslendinga.
að náttúrupassi sé vænlegasta leiðin
en stjórnvöld hyggjast byggja á þeirri
skýrslu þegar ákveðið verður hvernig
standa á að gjaldtöku næsta sumar.
Athugasemdir til ráðherra
Í skýrslu BCG sé lagst gegn komu-
eða brottfarargjaldi, m.a. á þeirri for-
sendu að ósanngjarnt sé að ferða-
menn á leið á ráðstefnur borgi fyrir
uppbyggingu við náttúruperlur. Um
leið sé litið fram hjá þeirri staðreynd
að viðskiptaferðamenn noti ýmislegt
sem íslenskir skattgreiðendur hafa
borgað, svo sem vegi og ráðstefnusali
í Hörpu.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson,
málstofustjóri í málstofu um sjálf-
bæra landnýtingu á umhverfisþingi í
gær, sagði að allir sem tóku til máls í
almennum umræðum hefðu lýst efa-
semdum um náttúrupassa. Í þeim
hópi var m.a. fólk sem starfar á
vernduðum svæðum.
„Margir stóðu upp og töldu þetta
ekki réttu leiðina. Enginn mælti með
þessu,“ sagði Guðmundur Ingi. Því
var beint til umhverfisráðuneytisins
að koma þessum athugasemdum á
framfæri við iðnaðarráðherra.
Varað við því að stjórnvöld
æði af stað með náttúrupassa
Enginn mælti með upptöku náttúrupassa í umræðum á umhverfisþingi í gær
Anna Dóra var-
ar eindregið við
því að stjórnvöld
æði af stað með
náttúrupassa, án
þess að áhrifin hafi
fyrst verið rann-
sökuð. Í raun séu
stjórnvöld þó fallin
á tíma því ferða-
þjónustufyrirtæki
séu þegar búin að
gefa út verðskrár, án þess að geta
gert ráð fyrir kostnaði við náttúru-
passa. Hún gagnrýnir niðurstöðu
Boston Consulting Group (BCG) um
Anna Dóra
Sæþórsdóttir
MPassinn hvorki í sátt … »6
Ingvar Unnsteinn Skúlason, fram-
kvæmdastjóri íslenska félagsins
Klappir Development, segir Kín-
verska þróunarbankann reiðubúinn
að fjármagna uppbyggingu 120.000
tonna álvers á iðnaðarsvæðinu á
Bakka við Húsavík.
Gert er ráð fyrir að heildar-
fjárfesting verkefnisins nemi um 43
milljörðum íslenskra króna og hefur
Landsvirkjun undirritað viljayfirlýs-
ingu um að fyrirtækið sé tilbúið að
hefja viðræður við forsvarsmenn
Klappa vegna afhendingar á 100
MW fyrir árið 2016. »28
Vilja reisa 120.000
tonna álver á Bakka
Kaffihús verður opnað í húsnæði
antikverslunarinnar Fríðu frænku
á Vesturgötu í vor. Það er kaffi-
húsið Stofan, sem er nú við Aðal-
stræti, sem flytur í húsið og þar
verður rekið kaffihús á tveimur
hæðum sem verður með sæti fyrir
150 gesti. Stofan verður tíundi veit-
ingastaðurinn við Grófartorg en á
þeim litla miðdepli Reykjavíkur-
borgar virðist vera vinsælt að vera
með veitingarekstur.
Ekki verður farið í miklar breyt-
ingar á húsnæðinu, sem er sögu-
frægt. „Því verður ekkert breytt
utanhúss og það er margt fallegt og
skemmtilegt innanhúss sem fær að
njóta sín. Þetta hús hefur mikið
sögulegt gildi og hefur sett sterkan
svip á svæðið,“ segir Haukur Ingi
Jónsson, eigandi Stofunnar, en
ásamt honum mun Vilborg Ása
Dýradóttir reka Stofuna á nýjum
stað. »6
150 manna kaffihús
opnað í vor í hús-
næði Fríðu frænku
Verslun Fríða frænka hættir rekstri í apríl.
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Aukinnar bjart-
sýni og tiltrúar
á landshlutann
gætir meðal
Sunnlendinga.
Stöðugleiki ein-
kennir atvinnu-
vegi og afkomu
fólks. Ferða-
þjónusta er
helsti vaxtar-
sproti atvinnulífsins og það er
henni að þakka að lítil og til-
tölulega fámenn byggðarlög sem
átt hafa í vök að verjast hafa náð
viðspyrnu.
Þetta er meðal þess sem fram
kom í hringborðsumræðum um
málefni Suðurlands sem Morgun-
blaðið efndi til í tengslum við 100
daga hringferð blaðsins um landið.
Greint er frá umræðunum á
tveimur opnum í blaðinu í dag.
Þátttakendur í umræðunum
lögðu m.a. áherslu á að arður af
ferðaþjónustu héldist innan lands-
hlutans og nýttist til frekari upp-
byggingar. »20-27
Ferðaþjón-
ustan vaxt-
arbroddur
Bjartsýni og tiltrú
meðal Sunnlendinga
Geysir í Haukadal.
Fimm tilboð hafa borist í Bern-
höftstorfuna í Reykjavík en um er að
ræða húseignirnar Bankastræti 2,
Lækjargötu 3 og Amtmannsstíg 1.
Að sögn Kjartans Hallgeirssonar,
fasteignasala hjá Eignamiðlun, eru
tilboðsgjafar fagaðilar og fjárfestar.
Unnið verður úr tilboðunum yfir
helgina og ætti niðurstaða að liggja
fyrir á allra næstu dögum. Eign-
irnar, sem allar eru í útleigu, verða
seldar í einu lagi en séreignarflat-
armál þeirra er 1.812 fermetrar.
Morgunblaðið/Þorkell
Til sölu Bernhöftstorfan í Reykjavík.
Fimm tilboð borist
í Bernhöftstorfuna
Unnið er að tveimur íslenskum
rafbókaveitum þar sem hægt verð-
ur að streyma rituðu máli. Fram-
kvæmdastjóri eBóka segir að horft
sé til lausna á borð við tónlistarveit-
una Spotify en enn eigi eftir að
ganga frá samningum við útgef-
endur. Áhersla verði lögð á íslenskt
efni til að byrja með. »19
Íslenskar rafbóka-
veitur í undirbúningi