Morgunblaðið - 09.11.2013, Qupperneq 4
Upprennandi listamenn fóru blys-
för frá Norræna húsinu að Ægisíðu
í gær og kveiktu þar í elds-
kúlptúrum til að fagna myrkrinu að
fornum sið. Um var að ræða há-
punkt námskeiðs sem tvær finnskar
listkonur héldu fyrir nemendur list-
kennsludeildar Listaháskólans og
níu ára nemendur Hjallastefn-
unnar, þar sem þeir lærðu að búa til
eldskúlptúra með aldagamalli að-
ferð frá Lapplandi.
Myrkrinu fagnað að fornum sið
Morgunblaðið/Kristinn
Eldskúlptúrar við Ægisíðu
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Rannsóknaskipið Dröfn var í gær
við síldarleit í norðanverðum
Breiðafirði og er fyrirhugað að skip-
ið haldi áfram leit þar í dag, en
fregnir bárust nýlega um mikið
hvalalíf og síld suður af Flatey.
Ljóst þykir að meginhluti stofns ís-
lenskrar sumargotssíldar hefur ekki
gengið inn á svæði í grennd við
Stykkishólm og í Kolgrafafjörð þar
sem hún hefur haldið sig síðustu
vetur. Vangaveltur eru um hvort
síldin hafi fundið sér nýjar vetr-
arstöðvar, sem hefur gerst mörgum
sinnum á síðustu áratugum.
Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri
nytjastofnasviðs Hafrannsókna-
stofnunar, segir
að við mælingar í
síðustu viku hafi
lítið fundist af
síld á sunnan-
verðum Breiða-
firði í grennd við
Stykkishólm og
Grundarfjörð.
Afli skipanna hafi
ekki verið mikill
á þessum slóðum
í haust, þó svo að góð köst hafi feng-
ist á milli.
Dröfninni, sem var á leið í mæl-
ingar á smásíld fyrir Norðurlandi,
hafi því verið snúið við til leitar að
síld í Breiðafirði, m.a. á svæðum
sem eru erfið fyrir stóru skipin.
Dröfnin byrjaði leitina í gær undan
Barðaströnd, Vatnsfirði, Kerlingar-
firði og Kjálkafirði.
Á næstunni verður farið í hefð-
bundna leiðangra til rannsókna á
Bjarna Sæmundssyni og Dröfn fer
til rannsókna á smásíld að lokinni
leitinni í Breiðafirðinum. Að þessum
verkefnum loknum ætti að hafa
skýrst hvar síldin heldur sig.
Vísbendingar hafa verið um að
yngri síldin hafi í auknum mæli haft
vetursetu við Suðausturland, en
eldri árganga væri frekar að finna í
Breiðafirði. Síldveiðar í haust renna
stoðum undir þessa kenningu því
mest hefur fengist af stærri og eldri
síld í Breiðafirðinum.
Í fyrravetur var talið að um fjórð-
ungur stofnsins hefði haldið sig utan
Breiðafjarðar.
Við síldarleit í Breiðafirði
Vangaveltur um hvort síldin hafi fundið sér nýjar vetr-
arstöðvar Fregnir um hvali og síld nálægt Flatey
Þorsteinn
Sigurðsson
SVIÐSLJÓS
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Kaffihúsið Stofan, sem nú er við Að-
alstræti, flytur inn í húsnæði antik-
verslunarinnar Fríðu frænku við
Vesturgötu í vor. Fríða frænka mun
hætta rekstri í apríl og segir Haukur
Ingi Jónsson, eigandi Stofunnar, að
þau stefni á að opna kaffihúsið þar í
maí.
Haukur er einn eigandi Stofunnar
sem stendur en Vilborg Ása Dýra-
dóttir kemur inn í reksturinn með
honum á nýja staðnum.
Stofan er nú með sæti fyrir fimm-
tíu gesti en húsnæði Fríðu frænku
er um 250 fermetrar og á tveimur
hæðum. Það getur tekið við 148
gestum samkvæmt skipulagi, en
Haukur segir að þau ætli að hafa
kaffihúsið á báðum hæðunum.
„Stofan hefur ekki annað öllum
sem vilja koma inn, það eru margir
sem þurfa frá að hverfa á degi hverj-
um,“ segir Haukur spurður hvort
það sé ekki stórt stökk að auka
sætafjöldann um hundrað á einu
bretti.
Haukur áætlar fimm vikur í und-
irbúning á húsnæðinu eftir að versl-
unin er farin úr því í vor. Öll tilskilin
leyfi eru komin og verið er að klára
teikningar hjá byggingarfulltrúa.
Sama rekstrarform
Stofan er veitingastaður í flokki
tvö, þar er opnað klukkan átta á
morgnana og er opið til eitt eftir
miðnætti. Haukur segir að þau ætli
ekkert að breyta rekstrinum í nýju
húsnæði, rekstraformið verði áfram
það sama. „Við höldum sama rólega
fyrirkomulaginu, verðum með kósí-
umhverfi og þægilegt andrúmsloft.
Þetta verður áfram eingöngu kaffi-
hús en við munum bæta við úrvalið
sem við erum með í brauði og kökum
og vera góð í morgunmatnum, vín-
og bjórúrvali.“
Eins og sjá má á meðfylgjandi
korti verður Stofan tíundi veitinga-
staðurinn við Grófartorg, í miðju
Reykjavíkur. Samkvæmt upplýs-
ingum frá lögreglunni eru 290 staðir
með vínveitingaleyfi í Reykjavík nú.
Spurður hvort ekki sé komið nóg af
veitingastöðum og kaffihúsum í mið-
bænum svara Haukur neitandi.
„Það eru of fáir staðir yfir sum-
artímann til að anna eftirspurn. Það
eru margir veitingastaðir en ekki
svo mörg kaffihús. Ferðamennirnir
streyma nú þegar til okkar og við
sjáum fyrir okkur straum af Íslend-
ingum yfir vetrartímann. Staðsetn-
ingin er góð, alveg við Vesturbæinn
og svo á að fara þétta byggð við
höfnina og þetta er við tengigötuna í
Kvosinni á milli hafnarinnar og mið-
bæjarins.“
Hús með mikla sögu
Húsið Vesturgata 3 hefur löngum
sett svip sinn á miðbæinn, það var
byggt árið 1842 og í því var lengi
rekin rakarastofa og enska búðin
Liverpool. Fríða frænka hefur verið
í húsinu í um þrjátíu ár.
Ekki verður farið í miklar breyt-
ingar á húsnæðinu að sögn Hauks.
„Því verður ekkert breytt utanhúss
og það er margt fallegt og skemmti-
legt innanhúss sem fær að njóta sín.
Þetta hús hefur mikið sögulegt gildi
og hefur sett sterkan svip á svæðið.
Húsið verður áfram með þessu
gamla þema, fólk fílar kósístemn-
ingu auk þess sem ekki væri hægt að
setja Stofuna inn í steypta nútíma-
byggingu.“
Haukur segir að þau hafi þurft að
rýma húsnæðið sem Stofan er í núna
vegna framkvæmda fyrir Landssím-
areitinn. En það á að taka það í gegn
og aðlaga nýjum reit. Haukur leigði
húsið undir reksturinn en hann
kaupir hús Fríðu frænku.
Stofan kemur í stað Fríðu frænku
Kaffihús sem getur tekið 150 gesti opnað í Grófinni í vor Verður tíundi veitingastaðurinn á
litlum bletti Búast við stöðugum straumi Útlit hússins Vesturgötu 3 fær að halda sér
Veitingastaðir og kaffihús við Grófartorg
Vesturgata
Vesturgata
Gró
fin
Að
al
st
ræ
ti
Hafnarstræti
Tryggvagata
Hlölla bátar
Ingólfstorgi
Rub23
Aðalstræti 2
Geysir (bistro bar)
Aðalstræti 2
Tapas Barinn
Vesturgötu 3b
Fríða frænka
Vesturgötu 3
Stofan flyst
þangað
Restaurant
Reykjavík
Vesturgötu 2
Uno
Hafnar-
stræti 1-3
Tabasco´s
Hafnar-
stræti 1-3
Iða Zimsen bókakaffi
Vesturgötu 2a
Fiskfélagið
Vesturgötu 2a
Loftmyndir ehf.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kaffihús Haukur Ingi Jónsson við afgreiðsluborðið í Stofunni sem er nú í
Aðalstræti og tekur fimmtíu manns í sæti. Alltaf er fullt út úr dyrum.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013
Sigurborg Kr. Hannesdóttir, forseti
bæjarstjórnar Grundarfjarðar-
bæjar, segir brýnt að grípa til að-
gerða í Kolgrafafirði sem allra fyrst
til að reyna að koma í veg fyrir að
síld drepist í firðinum. Hún tekur
undir með Huga Ólafssyni, formanni
tengiliðahóps um verkefnið, þess
efnis að raunhæfasti kosturinn í vet-
ur sé trúlega girðing utan við brú til
að fæla síldina frá. Þó að óvissa sé
um hvar síldin heldur sig núna geti
hún í ár eða á næstu árum þjappað
sér saman inni á Kolgrafafirði.
Vilji hefur komið fram í bæjar-
stjórninni þess efnis að firðinum
verði lokað varanlega með stálþili
eða á annan hátt. Sigurborg segir að
hún hafi skilning á að slík fram-
kvæmd taki langan tíma og þurfi að
undirbúa vel. Tilraun með fæling-
argirðingu með hvítum fjölum sé
hugmynd sem sé þess virði að prófa
og virðist vera vel framkvæmanleg.
Fyrstu áætlanir
bentu til þess að
slík girðing
myndi kosta 60-
80 milljónir, en
Sigurborg segir
að nánari skoðun
bendi til þess að
sá kostnaður sé
mun lægri.
„Þessir atburð-
ir í Kolgrafafirði í
fyrra sitja mjög í fólki í sveitarfé-
laginu sem er eðlilegt því í raun var
um náttúruhamfarir að ræða,“ segir
Sigurborg. „Við höfum áhyggjur af
því hversu langan tíma þetta tekur í
stjórnsýslunni, en það skýrist að ein-
hverju leyti af því að málið er bæði
stórt og snúið og engar augljósar
lausnir sem við höfum tryggingu
fyrir að skili árangri. Það þarf samt
að stíga skref, þrátt fyrir þessa
óvissu.
Girðing með skiltum og eftir atvik-
um ljós, hljóð og loftbólur eru góð
byrjun og árangurinn myndi skila sér
inn í ákvarðanatöku fyrir lausn til
lengri tíma, sem þarf að koma til
framkvæmda fyrir næsta vetur. Mér
finnst gríðarlega mikilvægt að við
sjáum sem fyrst einhverjar aðgerðir
til þess að reyna að koma í veg fyrir
að síldin komist inn fyrir brú. Við
megum ekki gefast upp fyrir við-
fangsefninu heldur verður að gera
allt í mannlegu valdi til að koma í veg
fyrir að svona gerist aftur.“
Sigurborg segir að vissulega kosti
allar aðgerðir peninga, en ekki megi
gleyma því að tjón þjóðarbúsins í
síldardauðanum í fyrravetur hlaupi
á milljörðum og hreinsunarstarfið
hafi kostað tugi milljóna. Þá hafi
verið hægt að grafa mikið af síldinni
í fjörunni við Kolgrafafjörð, en slíkt
verði ekki mögulegt gerist sambæri-
legir atburðir aftur. aij@mbl.is
Sigurborg Kr.
Hannesdóttir
Brýnt að grípa til aðgerða