Morgunblaðið - 09.11.2013, Síða 6

Morgunblaðið - 09.11.2013, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013 VIÐTAL Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Gjaldtaka að náttúruperlum er hvorki í sátt við land né þjóð, eins og staðan er nú, og nauðsynlegt er að rannsaka hvaða áhrif náttúrupassi muni hafa, áður en anað er að ákvörðun. Þetta segir Anna Dóra Sæ- þórsdóttir, dós- ent í ferða- málafræði við Háskóla Íslands, en hún flutti í gær erindi á Um- hverfisþingi um gjaldtöku að náttúruperlum. Anna Dóra tekur fram að bregð- ast þurfi við fjölgun ferðamanna og nauðsynlegt sé að verja fé til fram- kvæmda á ferðamannastöðum. Um leið verði að hafa í huga að ferða- þjónustan skili miklum skatttekjum til ríkissjóðs. Á árinu 2013 stefni í að tekjur ríkissjóðs af ferðaþjónustu verði 17 milljarðar og 10 milljarðar í viðbót sé tekið tillit til allra þátta. Um 7.000 störf hafi skapast í ferða- þjónustu, hún skili 239 milljarða gjaldeyristekjum og sé ein af þrem- ur undirstöðuatvinnugreinum lands- ins. „Miðað við þá umræðu sem nú á sér stað um náttúrupassa eru menn í raun og veru að segja að ferðaþjón- ustan skili ekki nægum tekjum. Og þá hlýtur að þurfa að svara þeirri grundvallarspurningu hvernig eigi að ná auknum tekjum en ekki æða af stað með náttúrupassa,“ segir hún. Ríkið geti valið á milli ýmissa ann- arra leiða leiða til að auka skatt- heimtu. Ein þeirra sé að hækka virð- isaukaskatt af gistingu en hann sé hvergi lægri á Norðurlöndunum. Ár- ið 2007 hafi hann verið lækkaður úr 14% í 7%. Síðasta ríkisstjórn hafi ætlað að hækka skattinn upp í 25,5% vorið 2013 en sú áætlun olli miklu fjarðafoki og úr varð að ríkisstjórnin lækkaði hann í 14%. Núverandi rík- isstjórn hafi hins vegar ákveðið að skatturinn yrði áfram 7%. Ekki hið „eina sanna plagg“ Anna Dóra bendir á að búið sé að skrifa nokkrar skýrslur um leiðir til að kosta uppbyggingu og viðhald á ferðamannastöðum. Ein þessara skýrslna sé eftir starfsmenn Boston Consulting Group. „Þeir segja í inn- gangi að skýrslunni sé ekki ætlað að veita endanleg svör, heldur vera inn- legg í umræðuna. Samt er vitnað til skýrslunnar eins og hún sé hið eina sanna plagg og þar sé öll svör að finna. Og svo ef maður skoðar hverj- ir eru verkkaupar að þessari skýrslu, þá eru það Icelandair Group, Isavia, Bláa lónið og fleiri,“ segir Anna Dóra. Burtséð frá því hvort verkkaupar hafi haft áhrif á efni eða efnistök skýrslunnar eða ekki sé rétt að hafa þetta í huga. Í skýrslunni er fjallað um þrjár leiðir til gjaldtöku, í fyrsta lagi með komu- eða brottfarargjaldi, í öðru lagi með gjaldtöku inn á einstaka skoðunarverða staði og í þriðja lagi með náttúrupassa sem allir sem vilji skoða náttúruperlur á Íslandi verði að kaupa. Niðurstaðan var að nátt- úrupassinn væri vænlegasta leiðin. Að mati Önnu Dóra er röksemda- færslan í skýrslunni alls ekki nógu sannfærandi. „Og maður fær það á tilfinninguna að þar séu færð rök fyrir fyrirfram gefinni niðurstöðu,“ segir hún. Ein af mótbárunum í skýrslunni við komu- eða brottfarargjaldi sé sú að þá myndi ferðamönnum ekki fjölga eins ört og undanfarin ár. „En er það slæmt að ferðamönnum fjölgi hægar? Er það ekki nákvæmlega það sem við þurfum á að halda til þess að við getum vandað okkur bet- ur við að byggja upp greinina til framtíðar?“ spyr Anna Dóra. Lengi hafi verið talið eftirsóknarverðara að fjölga vel stæðum ferðamönnum, frekar en einblína á fjölgunina sem slíka. Það sé ekki hollt fyrir neitt land að ferðamönnum fjölgi um 20% á milli ára, ár eftir ár, líkt og hér hafi gerst. Landsbyggðarskattur? Þar að auki megi velta því fyrir sér hvort náttúrupassinn sé ekki eins konar landsbyggðarskattur. Einhver hópur ferðamanna muni sleppa því að fara að náttúruperlum, þurfi þeir að greiða fyrir aðgang að þeim. Þeir muni þá hugsanlega dvelja meira í Reykjavík. Þeir muni þá hugsanlega sækja meira í náttúr- una í grennd við borgina, s.s. Esjuna og Heiðmörk, staði sem ferðamenn hafi ekki mikið sótt til þessa og Ís- lendingar fengið að „hafa í friði“. Á meðan fari þeir ekki út á land og skilji enga peninga eftir þar. Passinn hvorki í sátt við land né þjóð  Ríkið innheimtir 17 milljarða í skatta af ferðaþjónustu og fær 10 milljarða að auki ef allt er talið  Röksemdafærsla í skýrslu BCG alls ekki nógu sannfærandi  Ekki slæmt þótt fjölgun verði hægari Sjálfsmynd Anna Dóra segir hugsanlegt að gjaldtaka við náttúruperlur geti haft áhrif á sjálfsmynd Íslendinga. „Og hvað þýðir það fyrir sjálfsmynd barnanna okkar ef þau fá ekki að sjá Geysi, Gullfoss og Þingvelli?“ spyr hún. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Frumvarp til breytingar á lögreglu- lögum er nú til skoðunar hjá innan- ríkisráðuneytinu og verður lagt fram á Alþingi rétt fyrir eða eftir áramótin. „Það er í undirbúningi hér í ráðuneytinu frumvarp bæði um fækkun sýslumanna og lög- regluembættanna. Tilgangur þessa frumvarps er mjög skýr, hann er að efla embættin enn frekar og tryggja að þau nái að sinna þeim mikilvægu verkefnum sem þeim er ætlað að takast á við,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, ekki sé tímabært að tjá sig um nán- ari útfærslu á frumvarpinu. Hanna Birna segir að ekki þurfi að óttast að störfum á landsbyggð- inni fækki við stækkun embætt- anna, hún tryggi frekar að hægt sé að færa önnur verkefni úr miðlægri stjórnsýslu til þeirra og bæta þann- ig þjónustu í héraði. Þá standi til að fjölga lögreglumönnum, sérstak- lega á landsbyggðinni. „Það er skýrt markmið þessar ríkisstjórnar að efla löggæsluna og fyrsta verkið er að tryggja fjölgun í lögreglulið- inu.“ Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri segir óumdeilt að það þurfi að hækka framlög til lögregl- unnar, niðurskurðurinn hafi verið mjög mikill og það þurfi nauðsyn- lega að fjölga í lögregluliðunum. Þá sérstaklega úti á landi því þar hafi lögreglumönnum fækkað svo að þeir geti ekki lengur sinnt hinni daglegu almennu löggæslu, t.d um- ferðareftirliti, sem skyldi. Haraldur segir það staðreynd að umferðareft- irlit hafi dregist verulega saman vegna niðurskurðar, tölurnar tali sínu máli. Skoða skipulagið Í Morgunblaðinu í gær og fyrra- dag var fjallað um áhyggjur lög- reglumanna á landsbyggðinni vegna samdráttar í umferðareftir- liti og langan viðbragðstíma vegna fækkunar starfsstöðva. Haraldur segir að frekari samein- ing lögregluembætta þurfi ekki að þýða lengri viðbragðstíma lögregl- unnar. „Við erum að skoða við- bragðstímann ítarlega og annað skipulag lögreglunnar í tengslum við hugsanlegar breytingar á lög- regluskipaninni í landinu. Sú vinna er ekki til enda leidd en hinsvegar hefur verið unnið mikið starf í þess- um efnum, við að skilgreina hlut- verk lögreglunnar,“ segir Haraldur. Verið sé að skoða viðbragðstímann með tilliti til þess að geta stytt hann og verið sé að setja ákveðin viðmið í þeim efnum, þeirri vinnu verður lokið eftir áramót. „Það fer eftir því um hverskonar atvik er að ræða hvort viðbragðstíminn er ásættan- legur. Ríkislögreglustjóri er auk þess með sérsveitarviðbragð bæði fyrir höfuðborgarsvæðið og lands- byggðina til að geta brugðist skjótt við alvarlegum atvikum. Fyrir lengri vegalengdir eigum við gott samstarf við Landhelgisgæsluna og þyrlusveit hennar. Það fer eftir eðli verkefna hverju sinni hversu skjótt brugðist er við.“ Fækka lögregluembættum  Frumvarp til breytingar á lögreglulögum brátt lagt fram  Ríkislögreglustjóri segir viðbragðstíma lögreglu í skoðun Hanna Birna Kristjánsdóttir Haraldur Johannessen Anna Dóra bendir á að í skýrslu sem ráðgjafarfyrirtækið Alta gerði um uppbyggingu og við- hald ferðamannastaða komi fram að algengt er að rukkað sé fyrir aðgang að þjóðgörðum í Bandaríkjunum og Kanada. Það er hins vegar ekki algengt að rukkað sé fyrir aðgang í Evrópu. Langflestir ferðamenn sem hingað komi séu frá Evrópu og það þurfi að rannsaka hvort rukkun að náttúruperlum, með náttúrupassa eða öðrum leið- um, muni draga úr sérstöðu Ís- lands og breyta upplifun þeirra sem hingað koma. „Við eigum ekki að vera með vangaveltur um þetta. Við eigum að rann- saka þetta þannig að við setjum ekki á nýjan skatt, án þess að vita um afleiðingarnar.“ Lítið rukkað í Evrópu VANGAVELTUR DUGA EKKI Virðisaukaskattur á ferðaþjónustu á Norðurlöndunum * Undanþegið Heimild: Anna Dóra Sæþórsdóttir, Ferðamálastofa Danmörk Svíþjóð Noregur Ísland Vsk á hótel 25% 12% 8% 7% Almennur vsk 25% 25% 25% 25,5% Vsk á matvæli 25% 12% 15% 7% Vsk á hópferðabíla 25% 6% 8% 0%* Vsk á ferðaskrifstofur 25% 2,3% 25% 0%* Hlutdeild ferðaþjónustu í vsk 3,3% 3% 3,3% 5,9% Skattur á fyrirtæki 25% 26,3% 28% 20% Anna Dóra Sæþórsdóttir Morgunblaðið/ÞÖK Viltu selja eða kaupa fyrirtæki? Firma Consulting, Þingaseli 10, 109 Reykjavík, GSM: (+354) 820 8800 og (+354) 896 6665, Fax: (354) 557 7766, Veffang: firmaconsulting.is Magnús Hreggviðsson viðskiptafræðingur og lög- giltur fyrirtækja-, fasteigna- og skipasali. Magnús er með áratuga reynslu af endurskoðunarstörfum, sem rekstrarráðgjafi, fyrirtækja- og fasteignasali, útgef- andi, fasteignarekandi, „land-developer“ í Smára- hvammi og starfandi stjórnarformaður í nokkrum fyrirtækjum. Er aðalráðgjafi hjá Firma Consulting. (magnus@firmaconsulting.is) Firma Consulting (www.firmaconsulting.is) er ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf við kaup og sölu millistórra og stórra fyrirtækja.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.