Morgunblaðið - 09.11.2013, Side 10

Morgunblaðið - 09.11.2013, Side 10
Ímyndunarafli mannsins eru stund- um engin takmörk sett. Svo er það annað mál hvort ímyndunarafli og hugarflugi sé gefinn laus taumurinn og hugmyndirnar fari í framkvæmd. Það er ekki endilega þannig. Á vefsíðunni www.incredible- things.com er hægt að skoða ótrú- lega hluti og suma þeirra má kaupa. Hárkolluhúfa er sannarlega eitthvað sem ekki sést oft í klæðaburði landsmanna en hún getur verið dul- argervi á vissan hátt um leið og hún heldur hita á þeim sem hyggst fela sig. Brauðrist sem lítur út eins og VW rúgbrauð getur glatt einhvern og það sama má eflaust segja um sjálf- lýsandi ís og risastóran hamborgara- stól. Allt er þetta eitthvað sem kryddar tilveruna en vel má komast af án þessara hluta. Hér hafa ýmsir hugmyndasmiðir og listamenn gefið hugarfluginu rækilega lausan tauminn og sem betur fer var einhver til í að hlutgera hugmyndirnar. Búningur úr blaðsíð- um bókarinnar Fimmtíu gráir skugg- ar og kjóll úr Subway-umbúðapappír eru þar á meðal. Skemmtileg síða sem kætir og gleður. Vefsíðan www.incrediblethings.com/ Húfa Hér er ein- staklega gott og hagnýtt dulargervi sem þó er hægt að lifa án. Ótrúlega furðulegir hlutir 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013 Morgunblaðið/Malin Brand Ófeiminn Það getur verið gott fyrir börn að læra að töfra. Þau öðlast sjálfstraust við að stíga fram og leika listir sem gleðja aðra. Sjálfur hefur Einar Míkael aldrei verið feiminn en hann hefur séð börn sigrast á feimni með töfrum. Malín Brand malin@mbl.is Einar Míkael er lærðursmiður en kemur fólkifrekar á óvart sem töfra-maður en smiður og nýtur hann þess að töfra sem oftast fyrir aðra. „Það vantar fleiri töframenn á Íslandi. Sérstaklega stelpur sem töfra,“ segir Einar Míkael. Hann hef- ur glatt marga með töfrabrögðum síðastliðin ár en skemmtilegast þykir honum að gleðja börn og hann kennir þeim töfrabrögð. Þetta er eitthvað sem allir geta lært upp að vissu marki og það að sýna hópi fólks töfrabrögð gerir mikið fyrir þann sem töfrar. Hann þarf að standa frammi fyrir hópi, sýna hvað hann getur og koma öllum í opna skjöldu. Nánast und- antekningarlaust vekur slíkt kátínu á meðal áhorfanda og í augum Einars Míkaels er þetta það besta við að kenna börnum að töfra, jah, eða galdra. Niðurstaðan er sú sama og sömuleiðis merkingin. Aldrei verið feiminn Einar Míkael hitti töframann í fyrsta sinn augliti til auglitis þegar hann var þrettán ára gamall. „Ég hafði heyrt um þá en aldrei séð slík- an.“ Þá lærði hann sitt fyrsta töfra- bragð og síðan þá hefur hann aldrei skorast undan að leika listir sínar op- inberlega. Hann er langt frá því að vera feiminn svo sviðsframkoman er ekkert stórmál. „Ég hef aldrei verið feiminn og hef það frá mömmu minni. Hún hefur sagt mér að ég hafi fæðst glaður, fæðst brosandi og það hefur bara ein- hvern veginn haldist þannig. Ég hef bara alltaf verið þannig,“ segir Einar Míkael sem fæddist í Keflavík en sé í rauninni bæði úr Keflavík og Vest- mannaeyjum. Það segir hann að sé töfrablanda. Hann fer oft til Eyja, þótt hann hafi ekki búið þar. Ekki ennþá en hann er sannfærður um að hann eigi það eftir. „Ég er súperstjarna í Eyj- um. Alltaf þegar ég er með sýningu þá bara mætir öll eyjan,“ segir hann. Þegar Ísland fór á hvolf Það gerist varla af sjálfu sér að einhver fari að starfa sem töframað- ur. Þegar Einar Míkael rennir yfir síðustu árin er ljóst að margir þættir spiluðu inn í. „Töfrabrögðin voru allt- af bara áhugamál hjá mér og ég fór ekki að vinna við þetta fyrr en Ísland fór á hvolf. Ég er lærður húsasmiður og elska að smíða. Að gera eitthvað með höndunum og skapa eitthvað. Ég hafði stefnt markvisst að því að Börn elska að gera eitthvað ótrúlegt Hann fæddist brosandi og hefur alla tíð haft einstakt jafnaðargeð. Töframaðurinn og smiðurinn Einar Míkael hefur einstakt lag á að koma öðrum til að brosa og gleyma bæði stund og stað. Köllun hans í lífinu er að gleðja aðra og koma þeim á óvart, sérstaklega börnum. Þegar hann var lítill átti hann sér fyrirmynd og hann ætlaði að verða eins og hún. Fyrirmyndin var sterki smiðurinn, pabbi. Í kvöld klukkan 18 verður haldin sér- stök dansmessa á Dansverkstæðinu, Skúlagötu 30. Messan nefnist Dans- Andi og er fyrsti þáttur hennar jóga til að undirbúa líkamann fyrir dans- inn síðar um kvöldið. Helga Kristín Gunnarsdóttir jóga- kennari við Jógastúdíó heldur utan um jógatímann. Því næst tekur við svokallað kiirtan, eða möntrusöngur og dans. Dansinn leiðir Ásgeir Jóel Jacobsson úr Ananda Marga. Næst er jógadans þar sem dansað er í gegn- um orkustöðvar líkamans í frjálsu flæði. Við tekur tveggja klukkustunda jóga-„reif“ við tónlist Terrordisco (Sveinbjörn Pálsson). Dansmessan endar á hugleiðslu og slökun klukkan 23. Að sögn aðstandenda messunnar opnar DansAndi leið fyrir fólk til að skemmta sér án áfengis og fá útrás auk þess að kynnast fólki í svipuðum hugleiðingum og tengja inn í sinn innsta kjarna. Endilega ... ... dansaðu í dansmessu Skartgripa- hönnuðurinn Hansína Jens hefur um ára- bil hannað undir nafninu HJ. Hún er komin af miklu lista- fólki en for- eldrar hennar, Ingibjörg Ólafsdóttir og Jens Guðjónsson stofnuðu skartgripa- og gjafavöruverslunina Jens árið 1965. Fyrirtækið hefur alla tíð verið rekið af fjölskyldunni og strax í upphafi tóku þau Jón Snorri og Hansína þátt í að hanna og smíða skartgripi ásamt for- eldrum sínum. Nú selja þau systkin muni sína í Kringlunni þar sem verslunin er. Auk þeirra systkina starfa dætur Jóns Snorra hjá fyrirtækinu sem brátt fagnar hálfrar aldar afmælinu. Hansína Jens í samstarf Systkini selja saman skart Íslenskt Hálsmen eftir Hansínu Jens. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími: 534 9600 · heyrn.is Erum með allar gerðir af heyrnartækjum Fáðu heyrnartæki til reynslu og stjórnaðu þeim með ReSound Appinu Komdu í greiningu hjá faglærðum heyrnar- fræðingi Heyrðu umskiptin og stilltu heyrnartækin í Appinu Finndu okkur á facebook Frí heyrnargreiningog ráðgjöfí nóvember

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.