Morgunblaðið - 09.11.2013, Page 11
verða smiður frá því ég var lítill.
Pabbi hefur verið hetjan mín frá því
ég man eftir mér og ég ætlaði bara að
verða eins og pabbi. Hann er svona
stór og sterkur smiður og sem strák-
ur var ég sannfærður um að hann
væri sterkasti maður í heimi og hann
var bara Súperman fyrir mér. Þannig
að ég lærði smiðinn og fór til Þýska-
lands á Leonardo DaVinci starfs-
þjálfunarstyrk og var þar í hálft ár að
læra. Það var alveg mögnuð lífs-
reynsla,“ segir Einar Míkael sem
vann sjálfstætt sem smiður í sex ár.
„Í þrjá mánuði eftir að Ísland fór
á hvolf var lítið að gera og ég hugsaði
með mér að ég nennti þessu ekki. Ég
fór á Kaffi París og sýndi töfrabrögð
öll kvöld, rölti á milli borða og þannig
var það í tvö ár, eins mikið og ég gat.
Þannig gat ég æft mig í að sýna töfra-
brögð.“
Í eitt skipti þegar lokað var
snemma á París rölti Einar Míkael
yfir á Íslenska barinn og gerði nokk-
ur töfrabrögð fyrir barþjónana. Við
næsta borð sat norskur maður og
fylgdist vandlega með.
„Við spjölluðum smá og svo
sýndi ég honum töfrabrögð í þrjár
mínútur. Þremur tímum seinna var
ég kominn með flugmiða til Noregs,
hótelbókun á eitt flottasta hótel í
Noregi og 180.000 krónur í vasann til
þess að fara og sýna í óperuhúsinu í
Osló þremur dögum síðar,“ segir
Einar Míkael.
Þetta var í nóvember árið 2010
og þarna fóru hjólin heldur betur að
snúast.
Fáðu þér vinnu
Þegar Einar Míkael snéri sér al-
farið að töfrabrögðunum leist for-
eldrum hans ekki á blikuna. „Eisi,
farðu og fáðu þér alvöruvinnu,“ sagði
faðir hans við hann. Óánægjan risti
þó ekki djúpt og eru þau fyllilega sátt
við að sonur þeirra hafi það að at-
vinnu að sýna töfrabrögð.
„Það er svo furðulegt hvernig
samfélagið ákveður hvað er eðlilegt
og hvað ekki eða hvað er furðulegt og
hvað ekki,“ segir hann. Ákvörðunin
um að helga sig töfrabrögðunum hef-
ur sannarlega reynst vel og hefur
verið nóg að gera hjá þessum unga
töframanni.
Börnin og töfrabrögðin
Eitt vinsælasta námskeiðið sem
haldið hefur verið á síðustu árum er
einmitt töfranámskeið Einars Míka-
els. „Mér finnst svo gaman að hjálpa
krökkum og það skilur miklu meira
eftir sig að kenna þeim og sýna töfra-
brögð heldur en að skemmta á árshá-
tíðum, til dæmis.“
Markmið Einars Míkaels er að
gera allt sem hann getur til að upp-
hefja töfrabrögð og sjónhverfingar á
Íslandi. Ástæðan er einföld: „Börn
elska töfrabrögð og þetta gefur þeim
það mikilvægasta í lífinu sem eru
meðal annars mannleg samskipti, það
að standa fyrir framan fólk, tala við
það og gleðja aðra. Það gefur þeim
svo mikið sjálfstraust því þeim líður
svo vel af því að gleðja aðra og fá að
gera eitthvað ótrúlegt. Það er það
sem allir vilja geta gert sama hvort
þeir eru tíu ára eða tuttugu og fimm.
Allir vilja gera það sem skilur eitt-
hvað eftir sig.“
Það er ljóst að Einar Míkael á
fjölmarga vini sem eru ungir að árum
og hefur hann gefið út ýmiss konar
efni til að gleðja yngstu kynslóðina.
Galdrasettið hans hefur notið mikilla
vinsælda en það inniheldur eitt og
annað sem auðveldar ungum töfra-
mönnum að framkvæma galdra.
Galdrabókin kom út á dögunum og
með henni getur hver sem er galdrað,
sama á hvaða aldri fólk er. Öll útgáfa
Einars Míkaels miðar að því að gera
fólk færara í töfrabrögðum og sjón-
hverfingum. Í vikunni kom úr mynd-
diskurinn Leyndarmál vísindanna.
Þar kenna þau Sprengju-Kata og
Einar Míkael krökkum alls kyns til-
raunir sem gera má heima og koma
öllum á óvart með.
„Það þurfa ekkert allir að verða
töframenn því það er alveg nóg að
kunna þrjú töfrabrögð til að geta ver-
ið ísbrjótur. Þú þarft ekki að vera í
búningi og með dúfur til að geta kom-
ið á óvart,“ segir töframaðurinn Ein-
ar Míkael sem heldur ótrauður áfram
að kenna börnum að gera ótrúlega
hluti.
Morgunblaðið/Kristinn
Orka Einar Míkael er fullur eldmóðs og orku. Hann vill deila orku sinni með
sem flestum og upphefja töfrabrögð og sjónhverfingar á Íslandi.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Töframaður Það getur verið gott fyrir töframann að eiga vel þjálfaðar dúf-
ur. Einar Míkael á nokkrar vel tamdar og þær koma oft á óvart.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013
Um helgina verður hægt að skoða
þjóðbúninga af ýmsum gerðum í
Minjasafninu á Akureyri. Þjóðbún-
ingadagarnir eru haldnir af Heim-
ilisiðnaðarfélagi Íslands og Hand-
raðanum, félagsskap fólks í
Eyjafirði sem vinnur að því að við-
halda þekkingu á íslenskum þjóð-
háttum.
Sérstakt námskeið í gerð undir-
pilsa fyrir þjóðbúninga verður hald-
ið
en fjöldi kvenna vinnur nú í því
„að koma sér upp búning“. Sýning
á þjóðbúningum og tengdum mun-
um stendur alla helgina og örnám-
skeið haldið um meðhöndlun víra-
virkisskarts.
Ýmsir fyrirlesarar flytja erindi
báða dagana en á sunnudaginn á
milli klukkan 13 og 14 gefst al-
menningi kostur á að koma í Minja-
safnið með þjóðbúninga og muni til
greiningar. Frítt er inn fyrir þá er
mæta í þjóðbúningi.
Þjóðbúningadagar á Akureyri
Þekking á
þjóðháttum
www.volkswagen.is
Fullkominn ferðafélagi
Tiguan kostar aðeins frá
5.360.000 kr.
Volkswagen Tiguan eyðiraðeins frá 5,8l /100 km
Volkswagen Tiguan
Í Volkswagen Tiguan sameinast fullkomið fjórhjóladrif, sparneytin dísilvél
og einstakir aksturseiginleikar sem veita þér algjört ferðafrelsi. BlueMotion
tæknin frá Volkswagen leggur áherslu á lágmarks eyðslu eldsneytis og
hámarks umhyggju fyrir umhverfinu. Kynntu þér kosti Volkswagen Tiguan
og veittu þér sannkallað frelsi til að ferðast.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
A
uk
a
b
ún
a
ð
ur
á
m
yn
d
:á
lfe
lg
ur
,s
va
rt
ir
þ
a
kb
og
a
r
og
ljó
sk
a
st
a
ra
r
íf
ra
m
st
uð
a
ra
.