Morgunblaðið - 09.11.2013, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013
SVIÐSLJÓS
Egill Ólafsson
egol@mbl.is
„Okkur fannst þessi greiðsla sér-
kennileg,“ sagði Jóhannes Rúnar Jó-
hannsson lögmaður sem átti sæti í
slitastjórn Kaupþings, þegar hann
var spurður út í greiðslu frá félaginu
Brooks vegna skuldar félagsins Ser-
val, við vitnaleiðslur í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær. Bæði félögin voru
í eigu Sheikh Mohammed Bin Kha-
lifa Bin Hamad Al-Thani. Al-Thani
taldi sig hafa verið blekktan í við-
skiptunum.
Eins og komið hefur fram fyrir
héraðsdómi keypti Al-Thani 5,01%
hlut í Kaupþingi í gegnum félag sitt
Q Iceland Finance. Kaupin voru fjár-
mögnuð í gegnum þrjú félög, Brooks
og Serval, sem voru í eigu Al-Thani
og félagsins Gerlands, sem var í eigu
Ólafs Ólafssonar. Láninu til Brooks
fylgdi sjálfskuldarábyrgð.
Jóhannes sagði að þegar Kaupþing
féll 8. október 2008 hefði slitastjórnin
átt 50 milljóna dollara kröfu á Bro-
oks. Þeir peningar voru á reikningi í
Lúxemborg og Jóhannes hefði því
talið að möguleikar slitastjórnar til
að endurheimta peningana hefðu
verið nokkuð góðir. Daginn eftir voru
peningarnir á reikningi Brooks hins
vegar notaðir til að greiða skuld Ser-
val við bankann. Um 400 milljónir
vantaði upp á að Serval væri skuld-
laust, en Jóhannes sagði að Ólafur
Ólafsson hefði greitt þá skuld upp
síðar. Þar með var Serval búið að
gera upp skuldir sínar en skuldin
stóð eftir við Brooks.
Jóhannes sagði að með þessum
gjörningi hefðu möguleikar slit-
astjórnar til að fá upp í kröfur sínar
versnað verulega. Hann sagði að í
framhaldinu hefðu hafist viðræður
við lögmenn Al-Thanis. Þeir hefðu
hafnað kröfum slitastjórnar og talið
að hún ætti enga kröfu á Al-Thani. Í
framhaldinu hefði honum verið stefnt
til greiðslu skuldarinnar. Það leiddi
síðan til þess að gert var sam-
komulag við Al-Thani í febrúar á
þessu ári um að hann greiddi 26,5
milljónir dollara eða um 3,5 milljarða
króna.
Jóhannes sagði aðspurður að í við-
ræðunum við lögmenn Al-Thani hefði
komið fram að Al-Thani teldi að hann
hefði verið blekktur í viðskiptunum.
Jóhannes sagði aðspurður að aldr-
ei hefði komið til álita að rifta við-
skiptunum við Al-Thani sem gerð
voru um miðjan september 2008.
Slitastjórn hefði litið svo á að um
raunveruleg viðskipti væri að ræða.
Stefnan á Al-Thani hefði hins vegar
byggð á riftunarákvæði laga.
Einnig kom fram hjá Jóhannesi að
ekkert hefði verið greitt af láninu til
Gerlands.
Engir peningar úr bankanum
Guðný Arna Sveinsdóttir, fjár-
málastjóri Kaupþings samstæð-
unnar, sagði fyrir héraðsdómi í gær
að engir peningar hefðu farið út úr
Kaupþingi þegar Al-Thani keypti
hlut í bankanum í september 2008.
Guðný Arna sagði engan vafa leika
á að þessi kaup Al-Thani hefðu bætt
eiginfjárstöðu bankans og dregið úr
áhættu hans. Hún sagðist hafa fagn-
að þessum viðskiptum á sínum tíma.
Engu breytti þó að bankinn hefði
sjálfur fjármagnað kaupin.
Þetta mat hennar á viðskiptunum
er í samræmi við það sem mörg önn-
ur vitni hafa sagt í réttarhaldinu,
m.a. Helgi Sigurðsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri lögfræðisviðs og
Bjarki Diego, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri útlána Kaupþings.
Viðskiptin hafi verið bankanum hag-
stæð og bætt stöðu hans.
Í réttarhaldinu í gær var skýrsla
tekin af Steingrími Kárasyni, fram-
kvæmdastjóra áhættustýringar
Kaupþings. Hann sat lánanefnd-
arfundi og sagði að hlutverk sitt þar
hefði verið að koma með gagnrýnar
spurningar og gæta að áhættu lána.
Hann sagði að á fundinum þar sem
lán til félaga Al-Thani voru afgreidd
hefði ekki verið fjallað um lán til Ger-
lands, félags Ólafs Ólafssonar. Hann
sagðist því ekki hafa vitað um að
Ólafur kæmi að viðskiptunum með
beinum hætti.
Fyrirspurn frá Moodys
Matsfyrirtækið Moodys óskaði eft-
ir að fá upplýsingar um hvernig Al-
Thani hefði staðið að fjármögnun á
kaupum á 5,01% hlut í Kaupþingi í
bankanum í september 2008. Þetta
kom fram þegar skýrsla var tekin af
Jónasi Sigurgeirssyni, fram-
kvæmdastjóra samskiptasviðs Kaup-
þings, í héraðsdómi.
Jónas bar ábyrgð á gerð frétta-
tilkynningar um viðskiptin, en hann
sagði að vinna við gerð fréttatilkynn-
ingar um viðskipti Al-Thani hefði
verið samvinnuverkefni. Drög að til-
kynningunni hefðu verið lesin yfir af
nokkrum starfsmönnum bankans.
Ólafur Ólafsson hefði einnig fengið
hana til yfirlestrar. Jónas sagði að
Hreiðar Már hefði sagt sér að vera í
sambandi við Magnús Guðmundsson
varðandi upplýsingar um Al-Thani.
Verjandi Magnúsar spurði Jónas
nánar um þetta og Jónas staðfesti að
þær upplýsingar sem Magnús gaf
hefðu einvörðungu varðað almennar
upplýsingar um Al-Thani, en ekki
upplýsingar um sjálf viðskiptin.
Jónas sagði það sama og önnur
vitni í málinu, að það hefði aldrei
tíðkast að gefa upplýsingar um fjár-
mögnun hlutabréfaviðskipta í til-
kynningu til Kauphallarinnar.
Jónas sagði að venjan væri að láta
Moodys vita stuttu áður en svona
stór viðskipti væru tilkynnt. Hann
sagðist hins vegar hafa fengið þau
skilaboð frá Moddys, að fyrirtækið
vildi fá að vita hvernig staðið hefði
verið að fjármögnun viðskiptanna.
Björn Þorvaldsson saksóknari
spurði þá hvort upplýsingar um fjár-
mögnun hefðu skipt máli fyrst Moo-
dys hefði verið að spyrja um þetta.
Jónas sagði að Moodys vildi vita um
alla hluti og óskuðu gjarnan eftir ít-
arlegri upplýsingum en kæmu fram í
tilkynningunni.
Tölvupóstar fóru milli Jónasar og
Guðna Aðalsteinssonar, fyrrverandi
starfsmanns Kaupþings, um hvernig
ætti að svara Moodys, en Jónas sagð-
ist ekki vita hvernig fyrirspurn
þeirra var svarað.
Hélt að féð kæmi erlendis frá
Jónas sagðist ekki muna eftir því
að hann hefði fengið fyrirspurnir frá
íslenskum fjölmiðlum um hvernig
kaup Al-Thani hefðu verið fjár-
mögnuð.
Í réttarhaldinu í gær var Þorbjörn
Þórðarson blaðamaður kallaður fyrir
sem vitni, en hann skrifaði frétt í
Morgunblaðið eftir að viðskiptin voru
tilkynnt. Þorbjörn talaði við Hreiðar
Má Sigurðsson og Ólaf Ólafsson áður
en hann skrifaði fréttina. Hann sagði
aðspurður að hann hefði ekki spurt
um fjármögnun viðskiptanna. Hann
sagði að hann hefði ekki órað fyrir
því að fjármögnun hefði verið með
þessum hætti. Hann hefði skilið
fréttatilkynninguna á þann veg að
Al-Thani hefði sjálfur verið að koma
með fjármagn til landsins.
Taldi sig hafa verið blekktan
Greiðsla Brooks vegna skuldar Serval minnkaði verulega möguleika slitastjórnar á að fá upp
í kröfur Fagnaði kaupum Al-Thani Ekki fjallað um lán til Gerlands, félags Ólafs Ólafssonar
Morgunblaðið/Rósa Braga
Dómsmál Vitnaleiðslur í Al-Thani-málinu héldu áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Ákvarðanir um að greiða 50
milljóna dollara skuld félags-
ins Serval, félags í eigu Al-
Thani, voru teknar í miklum
flýti á sama tíma og Kaup-
þing féll. Greiðslan hefur ver-
ið harðlega gagnrýnd af vitn-
um í Al-Thani-málinu.
Þetta kom fram í vitna-
leiðslum yfir Ólafi Frímanni
Gunnarssyni, forstöðumanni á
millibankaborði hjá Kaup-
þingi, í gær en hann sagði að
menn hefðu verið að flýta sér
þegar gengið var frá greiðsl-
unni á skuld Serval 8. október
2008.
Ólafur sagði að sitt hlut-
verk innan bankans hefði ver-
ið að tryggja að bankinn ætti
nægt laust fé. Lausafjárstaða
bankans hefði verið erfið á
þessum tíma. Hann sagði að
haft hefði verið samband við
sig frá dótturfélagi Kaupþings
í Lúxemborg, þar sem tilkynnt
var að þeir ættu 50 milljónir
dollara í erlendum gjaldeyri.
Hann sagði að á þeim tíma
hefði hann ekki vitað að nota
ætti peningana til að gera
upp við félagið Serval.
Aðspurður hverjir hefðu
komið að ákvörðun um þessar
greiðslur nefndi Ólafur Eggert
J. Hilmarsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóra lög-
fræðisviðs Kaupþings, og
Steingrím Kárason, fyrrver-
andi framkvæmdastjóra
áhættustýringa.
Hreiðar Már Sigurðsson,
fyrrverandi forstjóri Kaup-
þings, gagnrýndi þessar
greiðslur harðlega þegar hann
bar vitni í byrjun vikunnar.
Með þessu hefði möguleikar
bankans til að innheimta
kröfur sínar stórlega versnað.
Jóhannes Rúnar Jóhannsson,
sem sat í slitastjórn Kaup-
þings, tók undir þetta sjón-
armið þegar hann bar vitni í
gærmorgun.
Eitt vitni sagði um þessi
viðskipti að það gengi ekki
upp að greiða skuldbindingar
félags A með peningum frá
félagi B.
Lánið greitt
í tímapressu
GAGNRÝNA GREIÐSLUNA
Sjóðfélagafundur
13. nóvember 2013
Kynningarfundur fyrir sjóðfélaga Gildis-lífeyrissjóðs
verður haldinn miðvikudaginn 13. nóvember nk. kl. 17
á Grand Hótel, Reykjavík.
Sjóðfélagar eru hvattir til að mæta.
lífeyrissjóður
Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs.
Kynnt verður staða og starfsemi sjóðsins auk kynningar á
nýjum vef lífeyrissjóðanna, Lífeyrisgáttinni, lifeyrisgattin.is
þar sem sjóðfélagar geta nálgast upplýsingar um öll sín
réttindi í samtryggingarlífeyrissjóðum.
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is
lau. 10-18, sun. 12-18, mán. - fös. 11-18:30
living withstyle
Við hlökkum
til jólanna
JÓLAVARAN ER KOMIN
CANDLE
30 STK. Í PK.
1.995