Morgunblaðið - 09.11.2013, Side 18

Morgunblaðið - 09.11.2013, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013 ÚR BÆJARLÍFINU Albert Eymundsson Hornafjörður Bæjarstjóraskipti urðu á Horna- firði 1. nóvember. Hjalti Þór Vign- isson, sem verið hefur bæjarstjóri frá árinu 2006 og hefur átt farsælan starfsferil, lét af störfum að eigin ósk og við tók Ásgerður Kristín Gylfadóttir hjúkrunarfræðingur og forseti bæjarstjórnar. Hjalti Þór fer til annarra starfa á Höfn við sölu á fiskafurðum til útlanda.    Gullverðlaun komu í hlut Horn- firðinga á sýningu og Norð- urlandakeppni í smáframleiðslu matvæla sem haldin var í október í Svíþjóð. Ómar Fransson trillusjó- maður fékk fyrstu verðlaun fyrir makríl sem bestu vöruna í flokki heitreykts fisks. Ómar veiðir og verkar makrílinn á Höfn.    Silfurverðlaun hlaut Klaus Kretzer í Skaftafelli í sömu keppni fyrir Hnjúk sem er þurrverkaður og reyktur kindahryggvöðvi. Bronsverðlaun fékk Klaus sömuleiðis fyrir Jöklabita sem er öl- pylsa unnin úr kindakjöti. Allar af- urðir sem Klaus framleiðir eru unn- ar úr kindakjöti úr Öræfum. Þetta verður að teljast athyglisverður ár- angur hjá nýgræðingum en um 600 vörur frá öllum Norðurlöndunum bárust í keppnina og veitt voru 40 verðlaun. Bæði Ómar og Klaus byrj- uðu með tilraunaframleiðslu sína í eldhúsi Matís á Höfn en Klaus hefur nú komið sér upp aðstöðu heima í Öræfum.    Fiskveiðar og -vinnsla hafa að mestu leyti gengið vel í haust. Hum- arveiðar hafa þó verið tregar á nýju fiskveiðiári en nægur fiskur er hjá humarveiðibátum. Uppsjávarskipin hafa aflað vel undanfarið. Síldin úr Breiðafirði er stór og markaðir í Austur-Evrópu góðir. Verkefna- staðan hjá fiskvinnslunni hefur verið með ágætum í haust og útlit fyrir að svo verði áfram fram undir hátíðar.    Sláturtíð er að ljúka og gekk vel. Í sláturhúsi Norðlenska á Höfn var rúmlega 35 þúsundum fjár slátr- að sem er aðeins færra en á síðasta ári og var meðalþyngd dilka auk þess aðeins minni.    Ferðaþjónustan á Suð- Austurlandi hefur verið í um- ræðunni undanfarið vegna fjölgunar ferðamanna og gistirýma. Nú þegar eru tæplega 1600 gistirúm í sveitar- félagi sem telur rúmlega 2000 íbúa. Framkvæmdir standa yfir sem munu bæta við 75 herbergjum (150 rúmum). Í undirbúningi er að byggja yfir 300 herbergi til viðbótar. Hér er um miklar fjárfestingar að ræða samhliða öðrum fram- kvæmdum í héraðinu.    Skemmtifélag Hornafjarðar hefur á hverju hausti í 12 ár flutt tónlistardagskrá með ákveðnu þema. Að þessu sinni urðu „Sveita- böll“ fyrir valinu og eins og und- anfarin ár er uppselt á allar sýn- ingar. Athyglisvert er að stór hluti áheyrenda kemur úr öðrum hér- uðum. Morgunblaðið/ Albert Eymundsson Verðlaunahafi Ómar Fransson með viðurkenningarskjalið fyrir heitreykta makrílinn um borð í trillunni sinni. Gull, silfur og brons fyrir mat Samkvæmt rannsóknum sérfræðinga á Náttúru- fræðistofnun á aðfluttum plöntum í flóru Íslands er til- vist 336 aðfluttra plöntutegunda í landinu staðfest. Dreifingarmynstur tegundanna var skoðað og bent á umhverfisþætti sem hafa áhrif á útbreiðslu þeirra á Ís- landi. Fjallað er um rannsóknina og niðurstöður hennar í grein sem birtist nýlega í alþjóðlega vísindaritinu Flora, sem er elsta vísindaritið í grasafræði og hefur verið gefið út óslitið síðan 1818, að því er segir á vef Náttúrufræðistofnunar. Aðfluttar plöntur, einnig þekktar sem framandi plöntur, erlendar plöntur eða slæðingar, eru tegundir sem borist hafa með manninum, annaðhvort viljandi eða óviljandi, inn á svæði þar sem þær eru ekki upp- runalegar. Margar aðfluttar tegundir eru vel þekktar nytjaplöntur í akuryrkju og garðyrkju. Bjarga sér utan ræktunar „Aðfluttar tegundir hafa hins vegar einnig tilhneig- ingu til að bjarga sér utan ræktunar og ílendast, og í þeim tilfellum hafa þær oft mikil áhrif á náttúruleg samfélög. Alræmdar eru þær aðfluttu plöntur sem flokkast sem ágengar. Þær verða auðveldlega að plágu, leggja undir sig grasflatir sem illgresi, útrýma inn- lendum plöntum, spilla náttúrulegum búsvæðum og breyta framvindu vistkerfanna. Bæði hér á landi og annars staðar í heiminum hafa ágengar, aðfluttar plöntur og dýr orðið hin mesta ógn við innlendar tegundir, náttúruleg samfélög og fram- vindu þeirra. Þau hafa einnig í för með sér verulegan kostnað fyrir þá atvinnuvegi sem reiða sig á hráefni og þjónustu sem háð eru heilbrigðum vistkerfum,“ segir á ni.is Niðurstöðurnar benda til að loftslagsbreytingar geti haft veruleg áhrif á útbreiðslu aðfluttra plantna á Ís- landi. Tegundir sem flokkaðar hafa verið sem ágengar munu líklega hafa sterka tilhneigingu til að leggja und- ir sig ný svæði við hlýnun loftslags. Spár sýna að svæði með hentugu loftslagi fyrir alaskalúpínu muni stækka mjög mikið til 2050, sem get- ur stuðlað að landnámi tegundarinnar á stórum svæð- um miðhálendisins. Á sama hátt er því spáð að svæði með hentug lofts- lagsskilyrði fyrir skógarkerfil muni vaxa verulega, þótt í minna mæli sé. Það mun leiða til þess að hann leggur undir sig ný svæði, sem hann nær ekki til við núverandi aðstæður, að því er fram kemur á vef Náttúrfræðistofn- unar. aij@mbl.is 336 aðfluttar tegundir  Ágengar, aðfluttar plöntur verða auðveldlega að plágu  Geta spillt náttúrulegum búsvæðum  Ný svæði við hlýnun Alaskalúpína Heimild: Náttúrufræðistofnun Forspá um breytingar á útbreiðslu Alaskalúpínu til 2050. Rauð- ur litur táknar líklegt landnám við loftslagshlýnun. Guli liturinn sýnir svæði, þar sem ekki er líklegt að lúpína festi rætur. Hafnarfjarðarbær boðar til upplýsingafundar um niðurstöður sem fram komu í skýrslu Nátt- úrufræðistofnunar Íslands um þungmálma og brennistein í mosa. Fundurinn verður haldinn laug- ardaginn 9. nóvember kl. 10:30-12 í Hraunvallaskóla. Flutt verða erindi og á eftir verða umræður og fyrir- spurnir. Í skýrslunni kom fram að veruleg mengun er í mosa við Straumsvík og er hún aðallega rakin til iðn- aðarstarfsemi austan við álverið. Mosi Veruleg mengun hefur mælst í mosa við iðnaðarsvæði í Hafnarfirði. Upplýsingafundur fyrir Hafnfirðinga Í tilefni af átt- ræðisafmæli Harðar Berg- mann efna Landvernd og Alda, félag um sjálfbærni og lýðræði, í dag til málþings um þjóðmálabækur Harðar og ný leiðarljós í sam- félagsumræðunni. Málþingið verður haldið í fyr- irlestrasal Þjóðminjasafnsins í dag klukkan 13-16. Málþing um bækur Harðar Bergmann Hörður Bergmann Átta skólar keppa til úrslita í Box- inu, framkvæmdakeppni fram- haldsskólanna, sem fer fram í Há- skólanum í Reykjavík í dag klukkan 10-16. Markmið keppninnar er að kynna og vekja áhuga á tækni, tækninámi og störfum í iðnaði. Framkvæmdakeppni framhaldsskólanna STUTT www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu HÁRBEITT SKEMMTISAGA „Launfyndin og víða sprenghlægileg samfélags- skoðun, uppfull af gæsku og gamansemi ...“ PÁLL BALDVIN BALDVINSSON ÁSTIR, SLARK OG AGALEGIR GLÆPIR. ÚTRÁSARVÍKINGAR OG BALDNIR BÆNDUR Í NÝRRI ÍSLENDINGASÖGU. Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012. Evonia www.birkiaska.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.