Morgunblaðið - 09.11.2013, Page 19

Morgunblaðið - 09.11.2013, Page 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013 BAKSVIÐ Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Bækur í formi rafbóka eru gefnar út í auknum mæli erlendis. Stígandi er í sölu rafbóka hér á landi en enn sem komið er fer rafbókavæðingin hægt af stað. Unnið er að því að finna hentuga leið til að miðla raf- bókum til lesenda. Innan tíðar koma á markað íslenskar raf- bókaveitur með úrval rafbóka þar sem lesendur geta keypt sér að- gang. Að minnsta kosti eru í vinnslu tvær slíkar rafbókaveitur. Módelið kannast margir við sem nota t.d. tonlist.is, netflix.com eða spotify. „Streymið er lausnin. Bækur eru ekki ólíkar tónlist eða öðru staf- rænu afþreyingarefni að þessu leyti. Við erum að skoða lausnir í formi rafbókaveitu sem er eins- konar Spotify bókanna,“ segir Stef- án Hjörleifsson, framkvæmdastjóri eBóka. Hann vísar til Spotify sem er ein af stærstu rafrænu tónlist- arveitum í heimi. Þar er borgað áskriftargjald og notandinn getur hlustað á tónlist í gegnum netið. Stefán vinnur að því að búa til slíka rafbókaveitu með innlendum og erlendum aðilum. Áherslan verð- ur á íslenskt efni til að byrja með. Verðið verði líklega í kringum ís- lenskt kiljuverð á mánuði. Hann segir að þróun á tilteknum mód- elum sé að fara af stað í heiminum og býst við að dragi til meiri tíðinda eftir áramót. Þegar eru komnar rafbókaveitur í öðrum löndum, m.a. Danmörku, Finnlandi og Banda- ríkjunum. Þar er ýmist borgað mánaðargjald og aðgangur að öllu efni sem þar er í boði. Aðrar veitur hafa þann háttinn á að hægt er að leigja tiltekinn fjölda bóka. „Erfiðast hefur reynst að glíma við útgefendur og finna tækni- lausn,“ segir Stefán. Nú sé verið að finna lausn á því hvernig aðgang- urinn verður. Hann segir að vissu- lega megi líkja bókinni við tónlist og hvernig t.d. tónlistavefurinn ton- list.is hafi virkað. Hins vegar er rétthöfum greitt fyrir hvern smell á tiltekið lag. „Þetta er ekki alveg jafn einfalt og með bækurnar, t.d. ef lesandi les hluta af bók en ekki alla, á að borga eftir flettingum eða alla bókina?“ segir Stefán. Ýmsu er enn ósvarað en hann segir lausnina vera í sjónmáli. Vefbókakerfið Hillan Snara ehf. er að þróa vef- bókakerfi sem hefur fengið heitið „Hillan“. Það er veflægur hugbún- aður sem hægt er að setja upp í fartölvum, spjaldtölvum, snjall- símum eða öðrum tækjum með snertiskjá sem tengst geta netinu. „Við gefum ekki út hvenær það kemur á markað en vonandi fljót- lega,“ segir Marinó Njálsson hjá Snöru og einn af hönnuðum kerf- isins. „Með þessari streymislausn er skráarsnið og afritunarvarnir ekki vandamál,“ segir Egill Örn Jó- hannsson, útgefandi hjá Forlaginu og einn af samstarfsaðilum Hill- unnar. Rafbækur í dag eru ýmist með skráarsniðinu epub eða mobi. Hægt er að skiptast á slíkum skrám á netinu á svokölluðum skrár- skiptasíðum sem margar hverjar hafa fengið lögbann. Nú er verið að vinna að tækni- legri útfærslu á því hvernig best sé að haga aðgangi notenda. Hvort fólk kaupi sér aðgang að einstaka verkum eða mánaðaráskrift og fái þá aðgang að „hlaðborði bóka.“ „Hvernig skiptast höfundalaun í slíku kerfi? eru spurningar sem við erum að glíma við núna,“ segir Eg- ill en bætir við að búið verði að leysa úr því áður en slík raf- bókaveita fari í loftið. Útgefendur verða að tryggja rétt höfunda „Útgefendum ber skylda til að tryggja rétt höfundarins,“ segir Ragnheiður Tryggvadóttir, fram- kvæmdastjóri Rithöfunda- sambandsins, spurð hver réttur höfunda væri þegar efninu væri streymt í gegnum netið. Hún segist þó gera sér grein fyr- ir því að rithöfundar sé ekki und- anskildir því að efnið þeirra gæti orðið fyrir því að efni þeirra sé not- að á ólöglegan hátt eins og t.d. tón- listarmenn. Hún bendir þó á að flestir líta á streymi bókar sem einu gáfulegu lausnina. Undanfarið hafi mikið verið rætt um hvernig best væri að snúa sér í þessum efnum eins. Finna þurfi jafnvægið á milli þess að miðla efninu til lesenda, en ekki hefta aðgang þeirra að því, sam- hliða að tryggja rétt höfunda. „Við þurfum að vanda okkur. Passa að efnið flæði ekki óheft, þá erum við búin að tapa baráttunni,“ segir Ragnheiður. Í þessu sam- hengi vísar hún til Svíþjóðar þar sem rafbækur voru lánaðar út á bókasöfnum sem ekki voru afrit- unarvarðar. Eftir það seldist ekki rafbók. Tvær rafbókaveitur væntanlegar  Jafnvel hægt að kaupa aðgang að „hlaðborði bóka“ Módel með svipuðum hætti og á tonlist.is og kvikmyndaleigunni netflix  Unnið að því að semja við útgefendur og finna hentugar tæknilausnir Marinó Njálsson Stefán Hjörleifsson Hillan Skjáskot af vefbókakerfinu Hillunni sem fer fljótlega í loftið. Þú ert í leit að ævintýrum, við erum í leit að tæknilegri fullkomnun. Allar aðstæður eru kjöraðstæður fyrir BMW XDrive fjórhjóladrifskerfið. Þótt veðrið sé óútreiknanlegt er akstursánægjan í X línunni eitthvað sem þú getur treyst á.        E N N E M M / S ÍA / N M 6 0 0 8 3 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.bilahusid.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 ÆVINTÝRALEGUR. BMW X1 - xDRIVE 4x4 - 1,8 DÍSIL - 143 HESTÖFL 5,5 L/100 KM Í BLÖNDUÐUM AKSTRI. OPIÐ Í DAG FRÁ 12-16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.