Morgunblaðið - 09.11.2013, Side 22

Morgunblaðið - 09.11.2013, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013 Aldís Hafsteinsdóttir ’ Það þarf að hugsa um tekjur af ferðaþjónustu frekar en fjölda ferðamanna. Flutningafyrirtækin einblína á fjölda ferða- manna en ekki hvað hver og einn gefur af sér. Ásgeir Magnússon ’ Engum sem kemur úr iðnnámi dettur í hug að ætlast til þess að aðrir skaffi þeim vinnu, þeir skapa sér hana sjálfir. En úr háskólunum kemur fólk og spyr: Hver ætlar að útvega mér vinnu? Eygló Kristjánsdóttir ’ Hvorki háskólarnir né framhaldsskólarnir nýta sér fjarnáms- tæknina nægilega vel. Það þekki ég af eigin reynslu. Mögu- leikar til fjarnáms eru lífinu á landsbyggðinni mikil lyftistöng. Þótt ferðaþjónustan hafi eflt mjög byggðirnar á Suðurlandi ræða menn við hringborðið um nauð- syn þess að breyta áherslum. Í stað þess að leggja allt upp úr fjöldanum með tilheyrandi álagi á náttúru, vegakerfi og opinbera þjónustu eigi að horfa á tekjurnar sem skapist. Óviðunandi sé að það séu fyrst og fremst flutningafyrirtækin, flugfélög og akstursfyrirtæki, sem ráði stefn- unni, en ekki heimamenn og hagsmunir þeirra. „Þetta snýst um tekjur en ekki atvinnu,“ segir Eyþór Arnalds. Undir það tekur Aldís Hafsteins- dóttir. Flutingafyrirtækin eru sögð einblína á fjölgun ferðamanna, í stað þess að áherslan ætti að vera á hvað hver og einn gefur af sér. „Áður en haldið er áfram að fjölga ferðamönnum verðum við að staldra við og spyrja hvert við stefnum,“ segir Eygló Kristjánsdóttir. Gjaldtaka nauðsynleg Þau eru sammála um að taka þurfi gjald af ferðamönnum til að tryggja uppbyggingu og um- hverfi vinsælustu ferðamannastaðanna. Skiptar skoðanir eru um það hvort sé betra gjaldtaka á staðnum eða miðlægur „grænn passi“. Í Hveragerði var hverasvæðið vinsæla girt af og ákveðið að taka 200 króna gjald af öllum sem þangað komu. Ferðamönnum fækkaði mikið, en ekki er víst að það sé eingöngu vegna gjaldtök- unnar heldur kann veðurfar á síðasta sumri að spila inn í. „En upp úr stendur að við öfluðum tekna þarna sem engar voru áður,“ segir Aldís bæj- arstjóri. Hún segir að gjaldtökunni verði haldið áfram. En beðið er eftir því að stjórnvöld marki stefnu í þessum efnum. „Ölmusuvæðing“? Elvar Eyvindsson bendir á að það sé of al- gengt að stórar keðjur ráði atvinnurekstri úti á landi. Arður af starfsemi þeirra fari burt. Þetta eigi til dæmis við um smásöluverslunina. Í sí- auknum mæli sé ferðaþjónustan að færast á sama stig telur hann. „Ég kalla þetta ölm- usuvæðingu landsbyggðarinnar,“ segir Elvar. Fólkið úti á landi sé aðeins í verst launuðu störf- unum við afgreiðslu og þjónustu. Það uppskeri ekki nægilega vel úr auðlindum sinna heima- byggða. „Ölmusuvæðing“ landsbyggðarinnar  Vilja að arður verði eftir í heimabyggð Morgunblaðið/Kristinn Við Gullfoss. Á Suðurlandi eru nokkrir fjölsóttustu ferðamannastaðir landsins.  Við hringborðið þykir mönnum sem mjög skorti skýra og sjálfri sér sam- kvæma stefnu þegar ríkið sker niður opinbera þjónustu. „Það er verið að draga úr heilsu- gæsluþjónustu á Hellu og Hvolsvelli og senda fólk á Selfoss. Þetta á að spara, en það er ekki litið á heild- ardæmið. Aksturinn og tíminn sem í þetta fer, felur í sér stóraukin útgjöld hjá almenningi,“ segir Þorgils Torfi Jónsson. Boðað hefur verið að minnka eigi sjúkraflutningaþjónustu á starfssvæði Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Að- eins einn bíll verður á vakt að næt- urlagi og sjúkraflutningamönnum verður fækkað. Nú eru tveir bílar með fjórum sjúkraflutningamönnum á næturvöktum og sinna þeir allri Ár- nessýslu. Með lokun skurðstofu á Selfossi er aðeins hægt að sinna eðlilegum fæð- ingum á sjúkrahúsinu. Fjöldi kvenna þarf því að fara í sjúkrabíl til Reykja- víkur. „Á sama tíma er verið að skerða þessa flutninga,“ segir Eyþór Arnalds. Þetta gangi ekki upp. Og ekki sé boð- legt að þurfa að fara yfir fjallveg að vetrarlagi með fæðandi konur. Morgunblaðið/Arnaldur Sjúkraflutningar Aðeins einn bíll verður til sjúkraflutninga í Árnessýslu ef boðaður niðurskurður kemur til framkvæmda. Horft framhjá heildarmynd- inni í niðurskurðinum HRINGBORÐSUMRÆÐUR SUÐURLAND DAGA HRINGFERÐ Arctic Root (Burnirót) er náttúruefni sem við tímabundið andlegt eða líkamlegt álag getur hjálpað líkamanum að aðlagast; skerpa á einbeitingu, vinna gegn streitu og sleni og stuðla að betri svefni. Arctic Root frá THE BROCCOLI er sérlega kröftugt. Hver tafla inniheldur 200 mg staðlaðan kraft úr Burnirót (Rhodiola Rosea), unnið úr 2000 mg af ferskri rótinni. Það er fljótvirkt og getur hentað vel þegar þú þarfnast aukinnar orku og einbeitingar. Þreyta, kvíði, stress eða slæm einbeiting ? Sölustaðir: Fjöldi apóteka og heilsubúða víða land s.s. Lyf og heilsa, Lyfjaver, Heilsuver, Apótekarinn, Lifandi markaður ofl. brokkoli.is ARCTIC ROOT Burnirót Extra kraftmiklar - 200 mg staðlaður kraftur úr Burnirót (Rhodiola Rosea) 60 töflur í pakka

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.