Morgunblaðið - 09.11.2013, Page 23
23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013
Þorgils Torfi Jónsson
’
Menn gleyma að horfa á heildarmyndina þegar verið er að
skerða framlög til heilbrigðisþjónustunnar. Stóraukinn
kostnaður lendir á þeim sem þurfa að leita læknisþjónustu
fjarri heimabyggð.
Elvar Eyvindsson
’
Það er orðið of algengt að stórar keðjur ráði atvinnurekstri
úti á landi. Arðurinn fer burt og heimamenn fá aðeins lág-
launastörf. Þessari þróun þarf að snúa við og heimamenn að
njóta arðsins sem þeir skapa.
Eyþór Arnalds
’
Við búum við lífsgæði á Árborgarsvæðinu sem áður voru
bundin við Reykjavík. Höfum minna og minna þangað að
sækja. Og svo höfum við sveitina og hálendið í grenndinni.
„Það þarf að framleiða meira
hérna,“ sagði Aldís Hafsteins-
dóttir, bæjarstjóri í Hveragerði,
við hringborðið. „Það þurfa ekki
endilega að vera einhverjar stórar
hugmyndir. Það getur verið gott að
byrja smátt og vaxa síðan,“ bætir
hún við.
Aldís bendir á að þannig hafi
bærinn í Hveragerði risið á legg á
sínum tíma. „Við byrjuðum hér
með fáein smáfyrirtæki og starf-
semi fyrir nokkrum áratugum. Þau
hafa síðan eflst og dafnað og eru
kjölfestan í bæjarfélaginu,“ segir
hún. Nefnir dvalarheimilið Ás,
Heilsustofnun Náttúrulækninga-
félagsins og fjölskyldufyrirtækið
Kjörís í því sambandi.
Öflug fyrirtæki
Talið berst einnig að öflugum
fyrirtækjum á Suðurlandi sem séu
kjölfesta í atvinnulífinu í sinni
heimabyggð. Set, röraverksmiðjan
á Selfossi, er nefnd í því sambandi
og einnig glerverksmiðjan Sam-
verk á Hellu. Önnur þekkt og öflug
fyrirtæki eru Sláturfélag Suður-
lands og Mjólkurbú Flóamanna svo
dæmi séu nefnd.
Styðja þarf frumkvöðla
Við hringborðið eru menn sam-
mála um að miklu skipti að styðja
við bakið á frumkvöðlum og fram-
taksmönnum. Slíkir lyfti oft grett-
istaki í þágu sinna byggðarlaga.
Aldís og Eyþór benda á hvernig
Tryggvaskála á Selfossi hafi verið
bjargað úr niðurníðslu með fram-
taki nokkurra áhugasamra ein-
staklinga. Þar er nú blómleg starf-
semi og þessi sögufrægi skáli er
mikil staðarprýði. Þorgils Torfi
nefnir Hellubíó í þessu samhengi,
en litlu munaði að húsið yrði rifið.
Fyrir framtak einstaklinga er þar
nú rekið myndarlegt veitingahús
og leiksýningar komnar á dagskrá í
fyrsta sinn í áratugi.
Framtaksgenið
Ásgeir Magnússon slær á létta
strengi og spyr hvort ekki þurfi að
rannsaka hvernig háskólarnir fari
að því að uppræta framtaksgenið í
nemendum. „Engum sem kemur úr
iðnnámi dettur í hug að ætlast til
þess að aðrir skaffi þeim vinnu,
þeir skapa sér hana sjálfir,“ segir
hann. Allt of algengt sé hins vegar
að háskólafólkið spyrji: Hver ætlar
að útvega mér vinnu? „Fólk verður
að vera duglegra að skapa sjálft
vinnu,“ sesgir Aldís.
Framtaksgenið upprætt í háskólum?
Morgunblaðið/Ómar
Staðarprýði Framtaksfólk endurreisti Tryggvaskála á Selfossi og þar er nú öflug veitingaþjónusta.
Mikilvægt að styðja við bakið á
frumkvöðlum og framtaksmönnum
Mikil óánægja er á Árborgarsvæðinu með þá ákvörðun stjórnvalda í fjárlaga-
frumvarpiu að veita ekkert fé til viðbyggingar verknámshúss við Fjölbrauta-
skóla Suðurlands á Selfossi. Sveitarfélögin á svæðinu hafa þegar lagt fram fé
til byggingarinnar og áttu von á mótframlagi frá ríkinu.
Við hringborðið er þetta sagt vera enn ein mótsögnin hjá stjórnvöldum. Í
orði kveðnu leggi þau áherslu á að efla verknám, m.a. í stjórnarsáttmálanum,
en þegar til eigi að taka sé ekkert aðhafst. „Hvaða skilaboð er verið að senda
með svona ákvörðun?“ er spurt við hringborðið á Selfossi.
Morgunblaðið/Þorkell
Verknám. Ekki fæst fjárveiting til viðbyggingar verknámsdeildar við Fjöl-
brautaskóla Suðurlands. Stuðningur við verknám er meiri í orði en á borði.
Lofa verknámið en
styðja ekki í reynd
HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 – OPIÐ: VIRKA DAGA 9:30-18, LAUGARDAGA 11-14
MIKIÐ ÚRVAL AF
UMGJÖRÐUM
SJÓNMÆLINGAR
LINSUMÁTANIR
TRAUS
T
OG GÓ
Ð
ÞJÓNU
STA
Í 17 ÁR