Morgunblaðið - 09.11.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.11.2013, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013 Þorgils Torfi Jónsson ’ Menn gleyma að horfa á heildarmyndina þegar verið er að skerða framlög til heilbrigðisþjónustunnar. Stóraukinn kostnaður lendir á þeim sem þurfa að leita læknisþjónustu fjarri heimabyggð. Elvar Eyvindsson ’ Það er orðið of algengt að stórar keðjur ráði atvinnurekstri úti á landi. Arðurinn fer burt og heimamenn fá aðeins lág- launastörf. Þessari þróun þarf að snúa við og heimamenn að njóta arðsins sem þeir skapa. Eyþór Arnalds ’ Við búum við lífsgæði á Árborgarsvæðinu sem áður voru bundin við Reykjavík. Höfum minna og minna þangað að sækja. Og svo höfum við sveitina og hálendið í grenndinni. „Það þarf að framleiða meira hérna,“ sagði Aldís Hafsteins- dóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, við hringborðið. „Það þurfa ekki endilega að vera einhverjar stórar hugmyndir. Það getur verið gott að byrja smátt og vaxa síðan,“ bætir hún við. Aldís bendir á að þannig hafi bærinn í Hveragerði risið á legg á sínum tíma. „Við byrjuðum hér með fáein smáfyrirtæki og starf- semi fyrir nokkrum áratugum. Þau hafa síðan eflst og dafnað og eru kjölfestan í bæjarfélaginu,“ segir hún. Nefnir dvalarheimilið Ás, Heilsustofnun Náttúrulækninga- félagsins og fjölskyldufyrirtækið Kjörís í því sambandi. Öflug fyrirtæki Talið berst einnig að öflugum fyrirtækjum á Suðurlandi sem séu kjölfesta í atvinnulífinu í sinni heimabyggð. Set, röraverksmiðjan á Selfossi, er nefnd í því sambandi og einnig glerverksmiðjan Sam- verk á Hellu. Önnur þekkt og öflug fyrirtæki eru Sláturfélag Suður- lands og Mjólkurbú Flóamanna svo dæmi séu nefnd. Styðja þarf frumkvöðla Við hringborðið eru menn sam- mála um að miklu skipti að styðja við bakið á frumkvöðlum og fram- taksmönnum. Slíkir lyfti oft grett- istaki í þágu sinna byggðarlaga. Aldís og Eyþór benda á hvernig Tryggvaskála á Selfossi hafi verið bjargað úr niðurníðslu með fram- taki nokkurra áhugasamra ein- staklinga. Þar er nú blómleg starf- semi og þessi sögufrægi skáli er mikil staðarprýði. Þorgils Torfi nefnir Hellubíó í þessu samhengi, en litlu munaði að húsið yrði rifið. Fyrir framtak einstaklinga er þar nú rekið myndarlegt veitingahús og leiksýningar komnar á dagskrá í fyrsta sinn í áratugi. Framtaksgenið Ásgeir Magnússon slær á létta strengi og spyr hvort ekki þurfi að rannsaka hvernig háskólarnir fari að því að uppræta framtaksgenið í nemendum. „Engum sem kemur úr iðnnámi dettur í hug að ætlast til þess að aðrir skaffi þeim vinnu, þeir skapa sér hana sjálfir,“ segir hann. Allt of algengt sé hins vegar að háskólafólkið spyrji: Hver ætlar að útvega mér vinnu? „Fólk verður að vera duglegra að skapa sjálft vinnu,“ sesgir Aldís. Framtaksgenið upprætt í háskólum? Morgunblaðið/Ómar Staðarprýði Framtaksfólk endurreisti Tryggvaskála á Selfossi og þar er nú öflug veitingaþjónusta.  Mikilvægt að styðja við bakið á frumkvöðlum og framtaksmönnum  Mikil óánægja er á Árborgarsvæðinu með þá ákvörðun stjórnvalda í fjárlaga- frumvarpiu að veita ekkert fé til viðbyggingar verknámshúss við Fjölbrauta- skóla Suðurlands á Selfossi. Sveitarfélögin á svæðinu hafa þegar lagt fram fé til byggingarinnar og áttu von á mótframlagi frá ríkinu. Við hringborðið er þetta sagt vera enn ein mótsögnin hjá stjórnvöldum. Í orði kveðnu leggi þau áherslu á að efla verknám, m.a. í stjórnarsáttmálanum, en þegar til eigi að taka sé ekkert aðhafst. „Hvaða skilaboð er verið að senda með svona ákvörðun?“ er spurt við hringborðið á Selfossi. Morgunblaðið/Þorkell Verknám. Ekki fæst fjárveiting til viðbyggingar verknámsdeildar við Fjöl- brautaskóla Suðurlands. Stuðningur við verknám er meiri í orði en á borði. Lofa verknámið en styðja ekki í reynd HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 – OPIÐ: VIRKA DAGA 9:30-18, LAUGARDAGA 11-14 MIKIÐ ÚRVAL AF UMGJÖRÐUM SJÓNMÆLINGAR LINSUMÁTANIR TRAUS T OG GÓ Ð ÞJÓNU STA Í 17 ÁR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.