Morgunblaðið - 09.11.2013, Page 24

Morgunblaðið - 09.11.2013, Page 24
SUÐURLAND DAGA HRINGFERÐ SELFOSS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is „Ég hef bara heyrt góða hluti, fólk er ánægt með að það sé aftur komið bíó í bæinn og að það sé svona vel staðið að því,“ segir Axel Ingi Við- arsson, ungur bíóstjóri, sem á og rekur Selfossbíó. Kvikmyndasýningar á Selfossi eiga sér langa sögu. Síðast ráku Sambíóin kvikmyndahús í sama hús- næði og Selfossbíó er nú í, en hættu þeim rekstri á síðasta ári. Fyrsta sýning á vegum Axels var um miðjan júlí og óhætt er að segja að hinu nýja Selfossbíói hafi verið vel tekið, en frá opnuninni hafa um 13.000 gestir sótt bíóið heim. Það er um tvöfaldur íbúafjöldi á Selfossi. Bíóið er sérlega vel tækjum bú- ið, en Axel keypti nýjan sýning- arbúnað og leggur sérstaka áherslu á þrívíddarsýningar. „Allur bún- aðurinn er 2013-módelið og þrívídd- artæknin sú nýjasta,“ segir Axel. „Selfyssingar eru ekki þeir einu sem eru ánægðir með bíóið, því fólk kem- ur líka af höfuðborgarsvæðinu til að sjá myndir með nýjustu tækni.“ Í Selfossbíó eru tveir salir, sá stærri er 118 sæta og sá minni tekur 52 í sæti. Myndirnar koma frá rétt- höfum þeirra hér á landi og þær fara í sýningu á sama tíma og á höf- uðborgarsvæðinu. Hver mynd er yf- irleitt viku til tíu daga í sýningu. „Í svona litlu bæjarfélagi virkar það al- veg að skipta svona ört út.“ Morgunblaðið/Ómar Ungur bíóstjóri Axel Ingi Viðarsson tók við rekstri Selfossbíós um miðjan júlí og segir viðtökurnar vonum framar. Hef alltaf haft bullandi áhuga á kvikmyndum  Ungur og metnaðarfullur bíóstjóri rífur upp bíómenninguna á Selfossi  „Okkur langaði til að auðga matarmenninguna, gera eitthvað sniðugt og okkur fannst vanta svona verslun hér á Selfossi,“ segir Elín Una Jónsdóttir, sem rekur sælkeraverslunina Fjallkonuna á Selfossi ásamt mágkonu sinni, Sig- rúnu Óskarsdóttur. Verslunin var opnuð í sumar og hefur hlotið afbragðs- viðtökur, að sögn Elínar Unu. „Við höfðum aldrei áður verið í rekstri, ég er framhaldsskólakennari og Sigrún er prestur.“ Fjallkonan býður upp á bæði innlenda og erlenda matvöru og mikið af henni kemur beint frá býlum í nærsveitum Selfoss. Þá er þar framleitt ýmislegt úr ís- lensku hráefni, t.d. pestó, kryddlegnir tómatar og þurrkað grænkál sem snætt er sem nasl. „Ostarnir og nautakjötið er vinsælast hjá okkur og viðskipta- vinirnir eru aðallega Selfyssingar og nærsveitungar,“segir Elín Una. „Svo kem- ur sumarbústaðafólk líka mikið hingað, við heyrum það á fólki að það er virki- lega ánægt með búðina okkar.“ annalilja@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Góðgæti Hjá Fjallkonunni má meðal annars fá osta frá ýmsum heimshornum. Kennari og prestur opnuðu sælkerabúð á Selfossi Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Einar Björnsson á og rekur sunn- lensku útvarpsstöðina Suðurland FM – Útvarp Suðurlands. Hann rek- ur nokkur önnur fyrirtæki á Selfossi og segir helsta markmið sitt að auðga mannlíf á Suðurlandi. Fyrstu kynni Einars af störfum við útvarp voru á unglingsaldri. „Ég fór í starfskynningu hjá Bylgjunni þegar ég var um 15 ára. Ég hafði ekkert endilega hugsað mér að vinna í útvarpi, þetta var aðallega gert af forvitni. En þarna kviknaði einhver neisti,“ segir Einar. Hann hefur rekið Suðurland FM frá því í júlí 2008, en áður höfðu svæðisbundnar útvarpsstöðvar sent út á Suðurlandi, þar á meðal Enda- stöðin og Útvarp Suðurland, og ákvað hann að slá til þegar fyrri eig- endur buðu honum að taka við rekstrinum. „Svo hrundi allt tveim- ur mánuðum síðar. Engu að síður er- um við hér enn á sömu kennitölu og reksturinn traustari en nokkru sinni fyrr, þó gengið hafi á ýmsu.“ Hvernig hefur þú farið að þessu? „Fyrst og fremst má þakka góðum viðtökum fyrirtækja á svæð- inu, mikilli hlustun og góðu starfs- fólki,“ segir Einar sem segir Suður- land FM vera einu útvarpsstöðina utan höfuðborgarsvæðisins sem er rekin allt árið. Mikil hlustun á Suðurlandi Samkvæmt hlustendakönn- unum Capacent Gallup er Suðurland FM með 45% hlustun meðal Sunn- lendinga. Stöðin næst á Suðurlandi, frá Hellisheiði í vestri til Skóga í austri og frá Vestmannaeyjum í suðri til Flúða í norðri. Að auki er hægt að hlusta á hana á vefsíðunni sudurlandfm.is. Sent er út á tíðninni 96,3 og hefur stöðin yfir tveimur sendum að ráða, á Selfossi og í Vest- mannaeyjum þar sem tíðni hennar er 93,3. Er þörf á sérstakri útvarpsstöð fyrir Suðurland? „Já, svo virðist Morgunblaðið/Ómar Útvarpsstjóri og fleira Einar Björnsson er maður ekki einhamur. Hann rekur útvarpsstöð, hljóðkerfaleigu og skemmtistað og heldur hátíðina Kótelettuna. Mig langar til að auðga mannlífið á Suðurlandi  „Þegar gerðar voru áætlanir fyrir þetta ár, var í kortunum að sala á nýj- um bílum yrði meiri en raunin hefur orðið. Við erum með Suðurlands- umboð fyrir bæði Heklu og Öskju og erum á þessu ári búnir að selja alls 60 nýja bíla frá þeim umboðum. Ætli árið endi ekki í um það bil 75 bílum. Við bjuggumst við meiru,“ segir Rögnvaldur Jóhannesson bílasali hjá Bílasölu Selfoss. Stundum er talað um Selfoss sem bílabæinn. Þegar ekið er inn í kaup- staðinn eru utan Ölfusár þrjár bíla- sölur og er mikið umleikis hjá þeim öllum. Á plönum er hvert stæði skip- að notuðum bílum og er úrvalið tals- vert. Í sýningarsölum eru nýir bílar. Dæmigerðir kaupendur nýrra bíla í dag eru fólk sem komið er yfir miðjan aldur, kannski farið að nálgast sjö- tugt, að sögn Rögnvaldar. Fólk á þessu skeiði virðist eiga peninga og hafa sloppið bærilega í hruninu. „Stundum segir ég að þetta sé kynslóðin sem var búin að koma sér þaki yfir höfuðið fyrir verðtryggu,“ segir Rögnvaldur. „Eldra fólk hefur svigrúm til þess að kaupa bíla sem eru á verðbilinu 4-6 millj. kr. og borg- ar á borðið. Þarf ekki að slá lán. Skoda nýtur vinsælda og mér telst svo til að helmingur allra nýrra bíla sem við seljum sé af þeirri gerð, sem fæst í mörgum útgáfum. Annars eru aðstæður í dreifbýlinu þannig að fólk þarf gjarnan öfluga fjórhjóladrifsbíla eða jeppa, sveitafólki dugar sann- arlega ekki lítill WV Polo eða Toyota Yaris. Það er gagnrýnivert að þegar vörugjöldum á nýjum bílum var breytt og álögurnar látnar ráðast af magni útblásturs gróðurhúsalofts var ekki horft til þess að hve þarfir fólks varðandi bíla séu misjafnar.“ En á meðan ládeyða er í sölu nýrra bíla er ágæt sala í þeim notuðu. „Okkur vantar sannarlega yngri ár- gerðirnar en meira er til af bílum sem eru þetta fimm til sjö ára og fást á 2-3 milljónir króna. Þegar slíkir bílar koma á skrá eru þeir yfirleitt seldir innan fárra daga. Netið skilar því að viðskiptavinirnir geta verið hvor á sínu landshorninu. Við leiðum svo viðskiptin, enda í sjálfum bíla- sölubænum en yfir árið erum við gjarnan að selja um 500 notaða bíla,“ segir Rögnvaldur bílasali að síðustu. sbs@mbl.is Eldra fólkið kaupir bílana Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bílar Rögnvaldur Jóhannesson bíla- sali er gamalreyndur í faginu. www.veidisport.is Við veitum góða þjónustu á Selfossi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.