Morgunblaðið - 09.11.2013, Page 25
Selfoss er kaupstaður við Ölfusárbrú, stærsti þétt-
býlisstaður á Suðurlandi og er hluti sveitarfé-
lagsins Árborgar. Byggð tók að myndast þar
þegar hengibrú var smíðuð yfir Ölfusá í lok 19.
aldar, en hún var þá mesta mannvirki landsins.
Íbúar á Selfossi eru um 6.500.
Miðstöð
verslunar, þjón-
ustu og iðnaðar
á Suðurlandi.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013
Bíósalur Úr stærri sal Selfossbíós, en sá er með 118 sæti. Það er búið nýj-
ustu tækjum til kvikmyndasýninga.
Jólabíó og klippikort
Axel hefur bryddað upp á ýms-
um nýjungum síðan hann tók við og
segir mikla möguleika í rekstrinum.
T.d. sýnir hann myndir sem hafa verið
í sýningu um skeið kl. 10 á morgnana
um helgar og segir það mælast vel
fyrir. Þá hefur hann í hyggju að sýna
vel valdar perlur kvikmyndasögunnar
í minni sal bíósins og á næstunni
gamlar og sígildar jólamyndir eins og
t.d. National Lampoońs Christmas
Vacation og fleiri slíkar. „Svo hef ég
verið að velta fyrir mér að bjóða upp á
klippikort í bíó, t.d. fimm skipta kort.“
Fyrsta vinnan 12 ára
Axel er 24 ára og þrátt fyrir
ungan aldur hefur hann verið í ýms-
um fyrirtækjarekstri í nokkur ár.
„Bíóið er reyndar fyrsta fyrirtækið
sem ég stofna alveg frá grunni, en
ég hef verið viðloðandi rekstur
margra fyrirtækja. Þau hafa flest
verið hérna á Selfossi. Ég hef alltaf
verið óhræddur við að láta hug-
myndirnar verða að veruleika og
byrjaði ungur að vinna. Ætli ég hafi
ekki verið 12-13 ára þegar ég fékk
fyrstu vinnuna, það var í dýrabúð á
Selfossi.“
Allt önnur upplifun
Núna virðist annarhvor maður
vera með aðgang að Netflix eða ein-
hverjum öðrum síðum á netinu þar
sem hægt er að horfa á kvikmyndir
fyrir lítinn eða engan pening og
hægt er að leigja myndir í gegnum
afruglara sjónvarps. Fer fólk ennþá
í bíó? „Já, heldur betur,“ segir Axel.
„Og það er vegna upplifunarinnar.
Allir vita að það er ekkert mál að ná í
efni á netinu og horfa á það. En það
er allt annað að fara út úr húsi, í bíó
þar sem maður kaupir sér poppið,
labbar inn í sal og sest niður og horf-
ir á mynd í bestu hugsanlegu gæð-
um. Þetta er bara allt önnur upp-
lifun.“
Menntaður leikstjóri
Axel er menntaður kvikmynda-
leikstjóri frá Kvikmyndaskóla Ís-
lands og hefur leikstýrt auglýs-
ingum og myndböndum, auk þess að
hafa komið að kvikmyndafram-
leiðslu. „Ég hef alltaf haft bullandi
áhuga á kvikmyndum,“ segir bíó-
stjórinn ungi. Hver er uppáhalds-
myndin þín? „Þetta er erfið spurn-
ing. þær eru svo margar góðar. Ætli
það sé ekki Clockwork Orange eftir
Stanley Kubrick. Hún er rugluð,
spes og svo öðruvísi.“
Popp og kók „Það er allt annað að fara út úr húsi, í bíó þar sem maður
kaupir sér poppið og horfir á mynd í bestu hugsanlegu gæðum,“ segir Axel.
Á Fischersetrinu á Selfossi eru
ýmsir munir tengdir skákeinvígi
þeirra Bobbys Fischer og Boris
Spassky í Reykjavík 1972 . Að auki
eru þar ýmsir gripir sem tengjast
Fischer og lífshlaupi hans.
Setrið var opnað í sumar og starf-
semi þess er þríþætt. „Hér erum við
með skákkennslu fyrir börn, við erum
með safn um Fischer og einvígið 1972
og svo er þetta félagsheimili Skák-
félags Selfoss og nágrennis,“ segir
Aldís Sigfúsdóttir, einn aðstandenda
setursins.
Fischer var búsettur hér á landi
síðustu æviár sín og er grafinn í
kirkjugarði Laugardælakirkju. Að
sögn Aldísar sækja mörg þúsund
ferðamenn leiði Fischers heim á ári
hverju, „Við höfum orðið vör við að
fólk vildi vita meira um Fischer og
það er hægt hérna á Fischersetrinu.“
Margir áhuga-
samir um
Bobby Fischer
Í Fischersetrinu Aldís Sigfúsdóttir
er einn aðstandenda setursins.
Skannaðu kóðann
til að sjá mynd-
skeið á mbl.is.
sérhæfir sig í leigu og sölu á hljóð-,
ljós- og myndlausnum. Leiguna hef-
ur hann rekið í tæp 22 ár, en hún
varð til eftir að hann lagði gítarinn á
hilluna eftir fimm ára hljómsveit-
arstúss, eins og hann kemst að orði.
Hann hefur séð um ýmis verkefni í
gegnum tíðina, m.a. séð um tækja-
leigu á öllum landsleikjum á Laug-
ardalsvelli og á Þjóðhátíð í Vest-
mannaeyjum undanfarin 17 ár. Að
auki hafa öll helstu sveitaballabönd
landsins notið þjónustu hans.
Hvítahúsið opnaði Einar fyrir
um sex árum, en á þeim tíma var
enginn skemmtistaður starfræktur
á Selfossi, að hans sögn.
Það var svo fyrir fjórum árum
sem hann lét annan draum verða að
veruleika þegar hann setti af stað
bæjarhátíðina Kótelettuna, þar sem
íslensk matvælaframleiðsla, ýmsir
skemmtikraftar og margt af fremsta
tónlistarfólki landsins leggur saman
krafta sína. „Kótelettan er margt;
bæjar- , grill- og tónlistarhátíð og
hefur verið haldin á Selfossi síðustu
fjögur árin, alltaf annan laugardag í
júní.“ Einar segir hátíðina orðna
fasta í sessi, hún hafi vaxið ár frá ári
og fengið frábærar viðtökur bæði
hjá Selfyssingum og öðrum.
Hvaða starfsheiti er hægt að
nota yfir mann eins og þig, er at-
hafnamaður nærri lagi? „Góð spurn-
ing, en erfitt að svara. Kannski er
hægt að segja að ég sé maður sem
vinn að skemmtun á einn eða annan
hátt. Mig langar til að auðga mann-
lífið hérna á Suðurlandi og vonandi
get ég lagt mitt af mörkum til þess.“
vera. A.m.k. bendir hlustunin til
þess,“ segir Einar. Hann segir sér-
stöðu stöðvarinnar aðallega felast í
metnaðarfullri þáttagerð og fjöl-
breyttri tónlist. „Við erum með um
12 starfsmenn í þáttagerð, auk
fréttaritara um allt Suðurland og
höfum verið óhrædd við að fara nýj-
ar leiðir og leyfa ungu fólki að
spreyta sig. T.d. vorum við að byrja
með nýjan þátt, Raddir unga fólks-
ins, þar sem ungmenni alls staðar af
Suðurlandi fjalla um málefni ungs
fólks.“
Heldur bæjarhátíð og
leigir hljóðkerfi
Einar er með ýmis járn í eld-
inum og auk útvarpsstöðvarinnar
rekur hann skemmtistaðinn Hvíta-
húsið og tækjaleiguna EB kerfi, sem
Suðurland FM Guðleifur W. Guð-
mundsson, Gulli G., er á morg-
unvaktinni alla virka daga.
„Við höfum aldrei gefið út fleiri
bækur en á þessu hausti. Bækurnar
eru hver annarri ólíkar, en mér er
kært að gefa út bækur úr jarðvegi ís-
lenskrar sveitamenningar,“ segir
Bjarni Harðarson, bóksali á Selfossi.
Þau Elín Gunnlaugsdóttir standa
að Sunnlenska bókakaffinu og undir
þess merkjum gefa þau út níu bækur
fyrir jólin. Af mörgum góðum má þar
nefna Sýnisbók safnamanns þar sem
Þórður Tómasson safnvörður segir
sögu merkra muna í Byggðasafninu í
Skógum. Einnig vekur eftirtekt bókin
Vettlingar frá Vorsbæ eftir þær
mæðgur Emelíu Kristbjörnsdóttur og
Valgerði Jónsdóttur ha frá Vorsabæ á
Skeiðum. Þar er að finna uppskriftir
að fallegum prjónavettlingum.
Sveitabækur
eru mér kærar
Bækur Bjarni Harðarson með bæk-
urnar sem hann er að gefa út.
Lifandi samfélag í alfaraleið
Selfoss
Eyrarbakki
Stokkseyri
www.arborg.is