Morgunblaðið - 09.11.2013, Síða 26

Morgunblaðið - 09.11.2013, Síða 26
SELFOSS DAGA HRINGFERÐ 26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Í vikunni lauk uppsetningu nýrrar framleiðslulínu í mjólkurbúi Mjólk- ursamsölunnar á Selfossi. Unnið hefur verið að þessu verkefni síð- asta eitt og hálft ár og er þetta hluti af víðtækum áherslubreytingum í starfsemi MS, þar sem hagræðing í rekstri er leiðarljósið. Með fram- kvæmdunum sem nú er að ljúka hefur öll mjólkurvinnsla og -pökkun verið flutt úr Reykjavík á Selfoss og með því eflist starfsemin eystra til muna. „Við erum núna að fínstilla alla framleiðslu og ferla og þetta rúllar vel af stað,“ segir Guð- mundur Geir Gunnarsson mjólk- urbússtjóri. Uppstokkun í mjólkuriðnaði Samanlagður kostnaður við breytingarnar í mjólkurbúinu á Sel- fossi er um einn og hálfur millj- arður króna. Meira hangir raunar á spýtunni, fjárfestingar vegna upp- stokkunar í mjólkuriðnaðinum í landinu á sl. sex árum nema alls átta milljörðum króna. Selfossbúið hefur verið eflt og sömuleiðis starf- semin á Akureyri, en þar er osta- framleiðslan í öndvegi. „Á degi hverjum er innvegið magn hráefnis sem kemur til vinnslu hér á Selfossi um 200 þús- und lítrar, sem er algeng ársfram- leiðsla á meðalstóru kúabúi. Unnin er mjólk frá bændum allt vestan af Snæfellsnesi og austur á Horna- fjörð. Síðustu árin höfum við verið að vinna úr 48 millj. lítrum yfir árið en með því að vinnslan í Reykjavík er lögð niður fara hér í gegn um 60 milljónir lítra á ári,“ segir mjólk- urbússtjórinn. Starfsdagurinn í mjólkurbúinu á Selfossi hefst milli klukkan sex og sjö á morgnana. Þá er byrjað að pakka mjólkinni og öðrum vörum. Þegar klukkan nálgast átta renna svo fyrstu fernur og dósir af færi- böndunum, þar sem róbótar grípa og raða í grindur og kassa. Þeim er rennt í flutningabíla sem flytja vör- urnar suður til Reykjavíkur og er þaðan dreift frá MS á Bitruhálsi í Reykjavík. Vara sem er pakkað á Selfossi er oft komin í verslanir í Reykjavík um hádegi. „Framleiðslan hér er í gangi fram til klukkan þrjú á daginn en síðari hluta vikunnar erum við leng- ur að. Gjarnan fara flutninga- bílarnir frá okkur þetta tíu og tólf ferðir á dag og nú á mánudaginn voru ferðirnar alls fjórtán,“ segir Guðmundur Geir. Tólf þúsund fernur á klukkustund Frá árinu 2010 hafa á Selfossi verið settar upp sjö mjólkurpökk- unarvélar og í gegnum þá sem af- kastar mest renna um tólf þúsund einingar eða fernur á klukkustund. Mjólkurbúið eystra var byggt um 1960, en þótt margvíslegar breyt- ingar hafi verið gerðar á húsakynn- um síðan er grunngerðin hin sama. Húsnæðið er þannig gert að vél- arnar þurfa beinlínis að passa inn í húsnæðið. Menn hafa þurft að leita lausna og útfærsla og uppsetning véla tekur mið af aðstæðunum. Fyrir utan vinnslu og pökkun á almennri drykkjarmjólk er á Sel- fossi öll framleiðsla á G-vörum, t.d. kakómjólk. Þar eru sýrðu vörurnar einnig framleiddar, til dæmis jógúrt í ýmsum útgáfum, sem og smjör og viðbit. Allt skyr Mjólkursamsöl- unnar er nú framleitt á Selfossi, á vordögum þessa árs var byrjað að vinna og pakka KEA-skyri en fyrir var Skyr.is. „Já, auðvitað er þetta talsverð viðbót við starfsemina hjá okkur. Við munum væntanlega bæta ein- hverjum við en markmið breyting- anna er að ná fram hagræðingu í starfseminni. Annars hefur fjöldi starfsmanna hér á Selfossi verið nokkuð jafn yfir langt tímabil eða rétt um 100 manns. Aukin vélvæð- ing skilar því að starfsmönnum hef- ur ekki fjölgað þó svo magnið hafi aukist,“ segir Guðmundur Geir sem byrjaði að vinna í mjólkurbúinu árið 1972, þá fimmtán ára gamall. Í framhaldinu fór hann til náms í mjólkurfræði í Danmörku, en löngum hafa verið gagnvegir milli manna í mjólkuriðnaðinum hér á landi og í Skandinavíu. Viðbótin 60 milljónir lítra á ári  MS eflist  Fjárfest fyrir 1,5 ma. kr.  Fjórtán Reykjavíkurferðir á dag  Sýrt, G-vörur og mjólk Morgunblaðið/Sigurður Bogi AB-drykkur Sýrðar vörur eru framleiddar á Selfossi og ein þeirra sem þar standa vaktina er Dorota Ewa Zolich.  Næsti viðkomustaður 100 daga hringferðar Morgunblaðsins er Hveragerði. Á mánudaginn Hröð uppbygging og íbúafjölgun Selfoss Horft yfir bæinn við brúna.  Fáir staðir á landinu hafa byggst jafn hratt upp og Selfoss. Það var um árið 1930 sem þar fór að myndast þéttbýli, sem óx fiskur um hrygg þegar fyrirtæki, sem síðar urðu stórveldi á sína vísu, hófu þar starfsemi sína. Árið 1940 voru Selfossbúar 234, en voru orðnir um 2.400 árið 1970. Árið 1990 voru bæjarbúar 3.915. Nærri aldamótum þegar farið var að brjóta lönd og byggja ný hverfi varð sprenging í íbúafjölda; árið 1998 bjuggu 4.340 manns á Selfossi – en voru 2008 orðnir 6.572. Fjölgunin er 51%. Selfossbúar eru nú nánast jafn margir og var á hrunárinu fræga. „Þegar ég byrjaði að vinna hér fyrir rúmum fjörutíum vorum við í nánast allri þeirri fram- leiðslu sem þá tíðkaðist í mjólkuriðnaðinum. Ég gæti trú- að að vörunúmerin þá hafi kannski verið í kringum 150. Framfarirnar á þessum tíma hafa verið jafnar og stöðugar og núna er íslenskur mjólk- uriðnaður að framleiða vel á fjórða hundrað vörunúmer. Hefur það gerst með sérhæf- ingu vinnslustöðvanna, þar sem mönnum gefst kostur á að einbeita sér að ákveðnum verk- efnum,“ segir Guðmundur Geir Gunnarsson. „Vöruþróunarstarf MS skilar því að fimm til tíu nýjar vöru- tegundir koma á markaðinn á hverju einasta ári og ýmislegt áhugavert er í undirbúningi sem kemur á markaðinn á næstu mánuðum og misserum. Undirbúningurinn tekur tíma. Með aukinni þekkingu í mjólk- urfræðinni skapast nýjar víddir. Með tækninni er hægt að ein- angra betur annars vegar pró- teinið og hins vegar fituna. Er próteinið og vörur úr því eft- irsóttar, til uppbyggingar vöðva og beina. Nú er viðhorf til fitu- neyslu að breytast og því hefur fylgt söluaukning í íslensku smjöri sem við höfum aldrei séð áður.“ FRAMFARIR OG FJÖLBREYTT FRAMLEIÐSLA Mjólkurmenn Sveinn Gústafsson og Guðmundur Geir er til hægri. Einangra fituna og próteinið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.