Morgunblaðið - 09.11.2013, Qupperneq 29
FRÉTTIR 29Viðskipti | atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013
Rekstrartekjur N1 hf. á þriðja árs-
fjórðungi 2013 voru 17,8 milljarðar
samanborið við 18 milljarða á sama
tímabili í fyrra. Rekstrarhagnaður
fyrir afskriftir (EBITDA) nam 1,16
millörðum króna samanborið við 1
milljarð á sama tímabili 2012. Heild-
arhagnaður þriðja ársfjórðungs nam
690 milljónum króna samanborið við
473 milljónum í fyrra. Þetta kemur
fram í afkomutilkynningu frá N1.
Rekstrartekjur N1 hf. á fyrstu níu
mánuðum ársins 2013 voru 45 millj-
arðar samanborið við 46,7 milljarða
á sama tímabili í fyrra. Rekstr-
arhagnaður fyrir afskriftir
(EBITDA) nam 1,7 milljörðum sam-
anborið við 2,3 milljarða á sama
tímabili 2012. Heildarhagnaður
tímabilsins var 794 milljónir en á
sama tímabili árið áður var hann 1,1
milljarður.
Á fyrstu níu mánuðum ársins féll
til kostnaður vegna undirbúnings
skráningar félagsins á markað og
vegna sölu á Bílanausti að fjárhæð
117 milljónir. Félagið stefnir að
skráningu í Kauphöll Íslands fyrir
áramót.
N1 Eggert Benedikt Guðmundsson,
er forstjóri olífélagsins N1.
Góður 3.
fjórðungur
hjá N1
● Kristinn ehf. hefur keypt meirihluta
hlutafjár í Kvos ehf., móðurfélagi Odda,
en seljendur eru einkum fjölskyldur
nokkurra erfingja stofnenda Odda.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá
Odda. Þar segir einnig að kaupverðið sé
trúnaðarmál og að eignarhluti Þorgeirs
Baldurssonar, forstjóra Kvosar, sé
óbreyttur. Þá kemur fram í tilkynning-
unni að kaupin hafi verið borin undir
Samkeppniseftirlitið á grundvelli sam-
keppnislaga og að eftirlitið hafi heim-
ilað kaupin með nánar tilgreindum skil-
yrðum sem fram komi í samkomulagi
aðila.
„Kvos býr að sterkri markaðsstöðu
hér á landi í prentun og umbúðum úr
pappír og plasti. Starfsemin er fjöl-
breytt og byggist á traustum grunni.
Sýn Kristins ehf. á framtíð Kvosar og
Odda er í góðum samhljómi við
áherslur stjórnenda og annarra eigenda
félagsins. Við væntum mikils af sam-
starfinu,“ segir Þorgeir.
Kristinn ehf. eignast
meirihluta í Kvos
● Sif Cosmetics setti á
markað í gær EGF Augna-
blik, sjöttu vöruna í EGF
húðvörulínu fyrirtækisins.
Í fréttatilkynningu frá
Sif Cosmetics kemur fram
að EGF Augnablik sé end-
urnærandi gel sem vís-
indamenn Sif Cosmetics
hafi þróað sérstaklega
fyrir húðina í kringum
augun. EGF Augnablik er
sjötta EGF húðvaran sem
Sif Cosmetics setur á
markað hér á landi, sam-
kvæmt því sem fram
kemur í tilkynningunni – en óhætt sé
að segja að vörur fyrirtækisins hafi
slegið í gegn á Íslandi og erlendis á
síðustu árum.
EGF Augnablik var
sett á markað í gær
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Íslenska hátískuhönnunarmerkið
KARBON by Boas Kristjanson sem
hannar fatnað fyrir karlmenn hefur
selt vörur í 16 hátískuverslanir vítt
og breitt um heiminn.
Bóasi Kristjánssyni, stofnandi
fyrirtækisins, þykir óeðlilegt að
bankar veiti ekki lán til að fram-
leiða flíkurnar þrátt fyrir að búið sé
að selja varninginn. „Það eru alvar-
leg tíðindi fyrir skapandi greinar á
Íslandi ef fjármálafyrirtæki lána
ekki til að framleiða vörur sem búið
er að selja, en ný fyrirtæki þurfa
fjármagn til að geta framleitt,“ seg-
ir hann og lætur þess getið að
styrkir til nýsköpunar hér á landi
séu einungis fyrir minniháttar verk-
efni.
Fyrirtækið leitar nú að auknu
hlutafé til þess að fjármagna fram-
leiðsluna.
Á sama tíma fyrir ári var fyr-
irtækið hans að stíga sín fyrstu
skref við að framleiða prufulínu sem
sýnd var í París síðastliðinn vetur.
Bóas framleiðir m.a. ýmiskonar
fatnað úr íslensku laxaroði, t.d. leð-
urjakka. Hann segir að þeirri nýj-
ung hafi verið sérstaklega vel tekið.
Skapandi greinar skorti lán
Morgunblaðið/Kristinn
Fatahönnuður Bóas Kristjánsson
Hátískumerkið KARBON leitar að auknu hlutafé
Jól 2005
Jól 2007 Jól 2008 Jól 2009
Jólin
2010
Jól 2011
Morgunblaðið gefur út
stórglæsilegt jólablað
laugardaginn 23. nóvember
Jólablað
Morgunblaðsins
SÉRBLAÐ
–– Meira fyrir lesendur
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA:
fyrir kl. 16 mánudaginn 18. nóvember.
Í jólablaðinu í ár komum við víða við,
heimsækjum fjölda fólks og
verðum með fullt af spennandi efni
fyrir alla aldurshópa