Morgunblaðið - 09.11.2013, Síða 31

Morgunblaðið - 09.11.2013, Síða 31
FRÉTTIR 31Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013 Smástirnið, sem splundraðist yfir borginni Tsjeljabinsk í Rússlandi 15. febrúar síðastliðinn, var 19 metrar að þvermáli og hreyfiorka þess samsvaraði orku tuga kjarnorkusprengna á stærð við þá sem varpað var á Hiroshima. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu tékkneskra og kanadískra vísindamanna sem rannsökuðu þennan stórbrotna atburð. Vísindamennirnir áætla að smástirnið hafi verið um það bil 12.000 tonn á þyngd og hreyfiorka þess hafi sam- svarað 500.000 tonnum af sprengiefninu TNT, að því er fram kemur í vísindatímaritinu Nature. Þetta samsvarar orku 27 til 41 kjarnorkusprengju á stærð við þá sem Bandaríkjaher varpaði á borgina Hiroshima í Japan árið 1945. Áður hafði verið talið að smástirnið hefði verið um 17 metrar að þvermáli og 10.000 tonn á þyngd áður en það splundraðist í lofthjúpnum. Um 1.200 manns slösuðust vegna höggbylgjunnar og þúsundir brota dreifðust yfir Tsjeljabinsk og nágrenni. Heildarmassi brotanna sem voru þyngri en 100 grömm var þó minni en talið var í fyrstu, að sögn vísindamann- anna. bogi@mbl.is 19 m 20 km Smástirnið splundraðist yfir borginni Tsjeljabinsk 15. febrúar sl. og olli höggbylgju sem fór yfir tiltölulega þéttbýlt svæði Smástirnið sem splundraðist yfir Rússlandi Byrjaði að splundrast í smærri steina í 45-30 km fjarlægð frá yfirborði jarðar Þegar smástirnið splundraðist rigndi brotum úr því yfir Tsjeljabinsk og nágrenni Lofthjúpur jarðar 2 Tsjeljabinsk Meginbraut smástirnisins Brot úr loftsteininum Hæð yfir sjávarmáli í km Braut Steinn sem mælist 4 cm Tsjebarkúl- vatn Vötn RÚSSLAND Þegar smástirnið kom í lofthjúpinn1 1 2 Þyngd: 12.000 tonn Hraði: 19 km á sekúndu Hæð: 95 km Orkan samsvaraði 500.000 tonnum af TNT Heimildir: Roskosmos, NASA Tsjebarkúl MOSKVA Timirjazevskí Timirjazevskí Korkino20 25 30 35 8 m breiður gígur 5 km Þúsundir lítilla loftsteina dreifðust um landsvæðið 1.200 manns slösuðust, um 300 byggingar skemmdust Rúður brotnuðu vegna höggbylgjunnar Tsjebarkúl Tsjeljabinsk Cratère 4 Brot eftir frekari sundrun 3 Brot sem mynduðust þegar sundrunin var mest Var á við allt að 41 kjarnorkusprengju Margir gyðingar í Evrópu telja að gyðingahatur fari vaxandi í álfunni og það komi einkum fram á netinu, ef marka má niðurstöður könnunar Evrópustofnunar grundvallarmann- réttinda (FRA). Könnunin náði til 5.847 gyðinga og 66% þeirra sem svöruðu töldu að gyðingahatur væri vandamál í Evr- ópu. Um 76% þeirra töldu að gyð- ingahatur hefði aukist á síðustu fimm árum, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins. Könnunin var gerð í fyrra í átta löndum; Belgíu, Bretlandi, Frakk- landi, Ítalíu, Lettlandi, Svíþjóð, Ungverjalandi og Þýskalandi. Í þessum löndum búa um það bil 90% allra gyðinga í aðildarríkjum Evr- ópusambandsins. 29% íhuguðu að flytja úr landi Þátttakendurnir höfðu einkum áhyggjur af gyðingahatri á netinu. Um þrír af hverjum fjórum þeirra sögðust telja það vandamál sem færi vaxandi. Um 29 af hundraði þátttakend- anna sögðust hafa íhugað að flytja úr landi vegna þess að þeir hefðu áhyggjur af öryggi sínu. Hlutfallið var hæst í Ungverjalandi, þar sem 48% sögðust hafa íhugað að flytja þaðan, í Frakklandi (46%) og Belgíu (40%). Um einn af hverjum fimm kvaðst hafa orðið fyrir árás eða þurft að sitja undir svívirðingum vegna þess að hann væri gyðingur síðustu tólf mánuðina áður en könnunin var gerð. Af þeim sem gerðu alvarleg- ustu árásirnar voru 27% öfgamenn úr röðum múslíma, 22% voru vinstrimenn og 19% hægrimenn að mati gyðinganna sem urðu fyrir árásunum. Þátttakendurnir voru einnig spurðir um algengustu athugasemd- irnar sem þeir hefðu heyrt um gyð- inga. Um 35% þeirra sögðu algeng- ustu athugasemdirnar þær að Ísraelar hegðuðu sér „eins og nas- istar“ gagnvart Palestínumönnum og að gyðingar misnotuðu samúðina sem þeir nytu vegna útrýmingar- herferðar nasista. Um 73% gyðinga í Frakklandi og 28% í Þýskalandi sögðust telja að deilur Ísraela og araba hefðu mikil áhrif á öryggi gyðinga. Þetta hlut- fall var lægra í austanverðri álfunni og lægst í Lettlandi þar sem aðeins 8% töldu að deilurnar hefðu mjög slæm áhrif á öryggi þeirra. bogi@mbl.is Gyðingahatur fer vaxandi í Evrópu  76% gyðinga telja hatrið hafa aukist Lækjargötu og Vesturgötu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.