Morgunblaðið - 09.11.2013, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Þriðji alls-herjar-fundur mið-
stjórnar kínverska
kommúnista-
flokksins hefst um
helgina. Líklega eru fáir fund-
ir sem hafa jafn óspennandi
yfirskrift. Að sama skapi eru
þeir fundir fáir sem geta leitt
af sér róttækari breytingar en
einmitt þriðji allsherjarfund-
urinn. Samskonar fundur árið
1978 leiddi til þess að Deng
Xiaoping tók við stjórn lands-
ins og lagði drögin að nýrri
efnahagsstefnu, þeirri sömu
sem hefur í dag breytt Kína í
eitt af drifkerfum heimsbú-
skaparins.
Xi Jinping, leiðtogi Kína,
hefur verið iðinn við kolann að
undanförnu við að styrkja
stöðu sína innan flokksins,
samanber réttarhöldin yfir Bo
Xilai og ýmsar aðrar hreins-
anir sem einkum hafa beinst
að vinstri armi komm-
únistaflokksins. Xi og for-
sætisráðherrann Li Keqiang
hafa því gott tækifæri til þess
að koma á frekari umbótum á
kínverska hagkerfinu.
Engin leið er að segja til um
hvað muni gerast á fundinum
en vilji Kínverjar tryggja
efnahag sinn sem best er ljóst
að þeir þurfa að ganga lengra í
því að leysa einkaframtakið úr
læðingi og draga úr umsvifum
ríkisins í samkeppnisrekstri.
Annað atriði sem gæti skipt
höfuðmáli er hvað ákveðið
verður að gera fyrir dreif-
býlishéruð Kína, þar sem um
helmingur Kínverja býr enn.
Í aðdraganda fundarins
hafa verið framin tvö hryðju-
verk í Kína, fyrst
var bíl keyrt á hóp
fólks á Torgi hins
himneska friðar
og hann sprengd-
ur í loft upp, og
síðan varð sprenging við höf-
uðstöðvar kommúnistaflokks-
ins í Shanxi-héraði, þar sem
einn lét lífið og átta særðust.
Hryðjuverkin nú eru ekkert
nýmæli því að á síðasta áratug
hafa um þrjátíu hryðjuverk
verið framin í landinu, flest
þeirra í Xinjiang-héraði í vest-
urhluta Kína. Þar býr fjöl-
mennur minnihlutahópur sem
vill helst kljúfa sig frá Kína,
en sú krafa verður skiljanlegri
þegar haft er í huga að við-
snúningurinn á efnahag Kín-
verja hefur skilað sér lítt til
sveitahéraðanna í vestri og
norðri. Orsakanna að ódæð-
isverkunum gæti þó einnig
verið að leita í því að Kínverj-
ar séu hægt og bítandi að gef-
ast upp á járnhæl komm-
únistaflokksins.
Vilji þeir Xi og Li bregðast
við þessu, óánægju fólks á
landsbyggðinni og vaxandi
óánægju með ofríki komm-
únista, verða þeir í fyrsta lagi
að finna leiðir til þess á fund-
inum sem tryggi að hagsældin
nái til sveitaþorpa landsins
ekki síður en til stórborganna
á austurströndinni. Tækifærið
til þess gefst um helgina á
allsherjarfundinum. Mun ólík-
legra er hins vegar að þar
verði í nokkru aflétt þeirri
stjórnmálalegu ánauð sem
felst í stjórn kommúnista-
flokksins, nema síður verði.
Herði þeir tökin of mikið gæti
þó stefnt í enn frekari ólgu.
Kínverjar lifa
á áhugaverðum
tímum}
Hverju breytir þriðji
allsherjarfundurinn?
Sparnaður ílöggæslu hef-
ur leitt til þess að
skráðum umferð-
arlagabrotum
hefur fækkað
verulega. Í
Morgunblaðinu í
gær segir frá því að hjá lög-
reglunni í Borgarfirði og
Dölum hefur þeim fækkað
um rúmlega helming, voru
1.110 árið 2008, en 507 í
fyrra.
Þetta þýðir því miður ekki
að ökumenn á Íslandi séu
farnir að aka eins og englar,
heldur hefur akstur lögreglu-
bíla dregist saman um 60%.
Lögreglan hefur áhyggjur
af því að minna eftirlit ýti
undir glannaskap í umferð-
inni. „Alltaf heyr-
ist af stöku öku-
mönnum sem aka
langt yfir leyfi-
legum hámarks-
hraða, sem auð-
vitað skapar ekki
aðeins hættu fyrir
þá heldur aðra í umferðinni,“
segir Hlynur Hafberg
Snorrason, yfirlögregluþjónn
á Vestfjörðum, við Morgun-
blaðið í gær.
Umferð um Dalina hefur
snaraukist með breyttum
samgöngum og fjölgun ferða-
manna. Því ætti frekar að
vera ástæða til að auka eftir-
lit en draga úr því. Það getur
verið hættulegt ef ökumenn
fá á tilfinninguna að þjóðveg-
irnir séu án eftirlits.
Það getur verið
hættulegt ef öku-
menn fá á tilfinn-
inguna að þjóðveg-
irnir séu án eftirlits }
Öryggi ógnað Þ
að færi vel á því að borgaryfirvöld
útnefndu Jón Gnarr sérstakan
viðhafnarfulltrúa Reykjavíkur
þegar hann stígur úr embætti
borgarstjóra. Það hlutverk fór
honum vel og hann á hrós skilið fyrir að hafa
staðið á og flaggað sannfæringu sinni í þágu
mannréttinda og ekki síst fyrir að hafa gert
það á skemmtilegan hátt, í dragi eða jedi-
búningi. Hann gaf litlausum viðburðum líf,
ekki síst þegar það glitti í grínistann Gnarr.
En hver verður arfleifð fráfarandi borg-
arstjóra?
Besti flokkurinn kom, sá og sigraði í borg-
arstjórnarkosningunum 2010 með loforðum
um að uppræta spillingu með því að viðhafa
hana fyrir opnum tjöldum, bjóða aumingjum
ókeypis tannlæknaþjónustu og opna Kvenna-
stofu „þar sem konur geta komið og fengið sér allskonar
kaffi með bragðefnum eins og vanillu og kanil“. Stærsta
kosningaloforðið var auðvitað að það stæði alls ekki til að
standa við gefin loforð. Þetta reyndust langþreyttir borg-
arbúar hæstánægðir með.
Jón Gnarr var helsta tromp Besta flokksins,
spaðaásinn. Það er erfitt að ímynda sér að flokknum
hefði vegnað jafn vel án hans. En það væri ofsagt að
segja að hann hafi verið helsti málsvari stefnu flokksins
og ákvarðana. Jón Gnarr fór sjaldan mikinn í fjölmiðlum
til að verja pólitískar hugsjónir Besta flokksins en hann
hafði heldur ekki gefið nein fyrirheit um að vera til svara
né hafði flokkurinn sett fram hefðbundna stefnuskrá
sem hægt var að hanka hann á.
Það kemur því kannski ekki sérlega á óvart
að Besti flokkurinn haldi kosningafylgi sínu
samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Flokk-
ur sem lofar að svíkja öll loforð axlar enga
ábyrgð og verður því seint látinn sæta ábyrgð.
En Besti, í samfloti við Samfylkinguna, hefur
líka siglt lygnan sjó á kjörtímabilinu, eftir fár-
viðri og hráskinnaleik áranna á undan. Kjós-
endur virðast almennt sáttir við aðgerðir meiri-
hlutans, að skólasameiningum og
flugvallarmálum undanskildum.
Besti flokkurinn var listaverk, tilraun, frat í
argaþras flokkastjórnmálanna. Hann sýndi
fram á vanþörfina á atvinnupólitíkusum í borg-
inni; það er nóg að kjósa vel meinandi fulltrúa
með stefnu, eða enga, og þetta reddast, enda
ógrynni af vel hæfum borgarstarfsmönnum að
vinnan vinnuna á bak við tjöldin. Stóra spurningin er hins
vegar hvort þetta ástand hefði varað, hvort borgarbúar
hefðu að lokum misst þolinmæðina gagnvart stefnuleysi
Besta flokksins, innantómum kosningaloforðunum eða fá-
læti borgarstjórans í pólitískum hitamálum.
Það verður fátt um svör, því nú er hann hættur, búinn
og bráðum farinn. Pólitíkin lagði listamanninn Jón Gnarr
að velli og við fáum aldrei að vita hvernig gjörningi hans
hefði vegnað á öðru kjörtímabili. Þrátt fyrir að skoð-
anakannanir bendi til þess að stórum hluta kjósenda þyki
framúrstefnuleg stjórnmálahreyfing Jóns enn Besti kost-
urinn, þá fetar flokkurinn nú troðnar slóðir inn í Framtíð-
ina. holmfridur@mbl.is
Hólmfríður
Gísladóttir
Pistill
Hvað er eftir þegar tjaldið fellur?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Einvígi Indverjans Viw-anathan Anands ogNorðmannsins MagnusarCarlsen um heimsmeist-
aratitilinn í skák hefst í borginni
Chennai á Indlandi í dag. Hafi hinn
tæplega 23 ára gamli Carlsen sigur
verður það í fyrsta skipti sem Norð-
urlandabúi verður heimsmeistari í
skák. Anand gæti hins vegar tryggt
sér sjötta heimsmeistaratitil sinn en
Indverjinn hefur haldið honum frá
árinu 2007.
Tefldar verða tólf skákir á
næstu rúmu tveimur vikunum og
stendur sá uppi sem heimsmeistari
sem fyrr nær sex og hálfum vinningi.
Einvígið er sögulegt meðal annars
fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta
skipti frá árinu 1921 sem Rússi eða
Sovétmaður er ekki í úrslitum þess.
Auk þess hefur áskorandinn nokkra
yfirburði yfir ríkjandi meistara.
„Þetta er óvenjulegt einvígi því
nú er heimsmeistarinn klárlega sá
sem minna má sín. Anand er í 8. sæti
á stigalista [alþjóðaskáksambands-
ins] FIDE en Carlsen er stigahæsti
skákmaður allra tíma. Ég held að
fyrirfram hafi sjaldan hallað eins
mikið á heimsmeistarann,“ segir
Gunnar Björnsson, forseti Skák-
sambands Íslands um einvígið.
Anand þaulreyndur
Þetta er þó ekki einsdæmi því
fyrirkomulag einvígisins, sem fer
fram á tveggja ára fresti, er þannig
að ríkjandi heimsmeistari teflir gegn
áskoranda sem hefur unnið sér rétt
til að skora hann á hólm. Heims-
meistarinn er því ekki endilega
stigahæsti skákmaður heims. Þann-
ig var Bobby Fischer til dæmis
stigahærri en Boris Spasskí þegar
þeir mættust í einvígi sínu í Reykja-
vík.
Á móti þessum mun á stigum
andstæðinganna tveggja benda
menn á að Anand sé þaulreyndur
einvígismaður sem hefur varið tit-
ilinn þrisvar sinnum í röð. Carlsen
hafi hins vegar aldrei teflt alvöruein-
vígi.
Íslenski stórmeistarinn Þröstur
Þórhallsson hefur teflt við bæði An-
and og Carlsen. Indverjanum kynnt-
ist hann á heimsmeistaramóti ung-
linga í Noregi árið 1986 en þeir
Þröstur eru jafngamlir. Hafði Anand
betur. Ári síðar tefldu þeir aftur á
móti á Filippseyjum þar sem Anand
varð heimsmeistari unglinga yngri
en 20 ára. Þar segir Þröstur að
stjarna hans hafi fyrst byrjað að
skína. „Hann var þekktur fyrir það á
yngri árum að vera gríðarlega fljót-
ur að leika. Hann átti oft klukkutíma
eftir af sínum tíma þegar andstæð-
ingurinn var kominn í tímahrak,“
segir Þröstur. Þetta hafi Anand út-
skýrt sem svo að aðeins eitt taflborð
hafi verið í heimaþorpi hans og hafi
drengirnir þar beðið í röðum eftir að
fá að tefla.
Carlsen mætti Þröstur á Norð-
urlandamóti í Bergen árið 2000 þeg-
ar Norðmaðurinn var aðeins 11 ára
gamall og gerðu þeir jafntefli.
Stíll þeirra Anands og Carlsens
er ólíkur að sögn Þrastar. Anand sé
annálaður sóknarskákmaður, þó að
hann sé varkárari í seinni tíð, og
gríðarlega vel undirbúinn fyrir ein-
vígi sem þessi. Carlsen leggi minna
upp úr byrjunarfræðum en sé af-
burðagóður í mið- og endatafli.
„Hann þarf lítið frumkvæði til að
gera sér mat úr og ýta andstæð-
ingnum út af borðinu,“ segir
Þröstur um Carlsen.
Hann treystir sér ekki til
að spá hvor standi uppi
sem sigurvegari í ein-
víginu.
Aldrei hallað eins
mikið á meistarann
AFP
Meistarar Heimsmeistarinn Anand (t.v.) og áskorandinn Carlsen (t.h.) á
blaðamannafundi í gær fyrir einvígi þeirra í Chennai á Indlandi.
„Mín fyrstu kynni af Carlsen
voru að ég var paraður á móti
honum [á Norðurlandamóti í
Bergen árið 2000]. Ég vissi ekk-
ert hver hann var og hann rétt
náði upp á borðið. Ég var með
svart og skildi ekkert í því að ég
var alltaf að rembast við að ná
jafnri stöðu,“ segir Þröstur um
kynni sín af Magnusi Carlsen.
Skákin endaði með jafntefli og
segist Þröstur hafa verið
óánægður með það. Hann marði
svo sigur gegn Carlsen í hrað-
skák og áttaði Þröstur sig á
hversu góður Carlsen var í raun.
Hægt er að fylgjast
með einvíginu á
heimasíðu móts-
ins sem m.a. er
hægt að nálgast í
gegnum vefinn
skak.is. Þá verður
bein útsending í
norska rík-
issjónvarpinu
NRK.
Rétt náði
upp á borðið
SKÁKIN VIÐ CARLSEN
Þröstur Þórhallsson