Morgunblaðið - 09.11.2013, Page 33

Morgunblaðið - 09.11.2013, Page 33
33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013 Vellíðan í vatni Ólafur Ágúst Gíslason hefur kennt ungbarnasund á Reykjalundi í Mosfellsbæ um árabil. Einu námskeiðinu lauk í gær en það næsta byrjar eftir helgi. RAX Á miðvikudagskvöldið í þessari viku sendi RÚV út ein- tak af fréttaskýringaþætt- inum Kastljósi, sem var settur saman af Helga Seljan og fjallaði um Íslenska erfða- greiningu (ÍE) og undirrit- aðan. Þátturinn var byggður á brotum úr nýlegu viðtali sem Helgi tók við mig og gömlum fréttaskotum úr samhengi og athugasemdum Helga. Sagan sem Helgi sagði í þættinum var annars vegar af svindlara, sem kom til Ís- lands árið 1996 og plataði íslensku þjóðina upp úr skónum og af henni stórfé og hins vegar af líftæknifyrirtæki sem aldrei gerði annað en að lofa og svíkja. Viðtalsbrotin við mig áttu greini- lega að gefa það í skyn að ég hefði fengið tæki- færi til þess að segja mína hlið á málum. Helgi ákvað hins vegar um hvað var spurt og spurði eingöngu um það sem miður fór og síðan órök- studdar aðdróttanir í minn garð og fyrirtæk- isins. Það blak sem ég reyndi að bera af mér og fyrirtækinu var svo gjarnan þurrkað út með at- hugasemdum Helga eða gömlum fréttaskotum sem mér var ekki boðið upp á að svara. Vanda- málið fyrir mig í þessu sambandi er að í svona viðtölum sem eru tekin upp fyrir fram þá telja mörkin sem andstæðingurinn skorar eftir að þú ert farinn af velli. Það er líka svo að sá sem klippir svona sjónvarpsviðtal ræður næstum því eins miklu um hvað þú segir eins og þú sjálf- ur. Og þetta nýtti Helgi sér í þaula til þess að sagan hljómaði eins og að var stefnt: lélegt fyr- irtæki og ómerkilegur maður. Það er að vísu ekki við annan en mig að sakast þegar kemur að þeirri ákvörðun að fara í viðtalið. Það sem truflar mig mest við hana er að ég er hræddur um að hégómagirndin sem er sífellt að bregða fyrir mig fæti hafi haft þar einhver áhrif og síð- an hitt að ég veit og vissi að í svona viðtal fer maður bara í beinni útsendingu. Í góðri bók sem fjallaði um tvo risa íslenskra bókmennta segir Halldór Guðmundsson eitt- hvað á þá leið að Halldór Laxness hafi alltaf haldið því fram að hann væri að skrifa skáld- sögur en hafi í raun verið að skrifa sannsögu- legar ævisögur og Þórbergur hafi haldið því fram að hann væri að skrifa sannsögulega ævi- sögu en hafi í raun verið að skrifa skáldsögur. Í smíð sinni á miðvikudagsþættinum brá Helgi Seljan sér í hlutverk sagnaþularins sem þykir vænna um söguna en sannleiksgildi hennar og eins og Þórbergur vildi hann að menn héldu að hann væri að leiða þjóðina í sannleikann. Það sem er stílbragð hjá rithöfundinum eru hins vegar vafasöm vinnubrögð hjá blaðamanni. Hér fylgja nokkur dæmi um stílbrögð Helga: 1. Helgi byrjaði á að tala um það hvað Íslend- ingar hefðu tapað mikið á því að kaupa hluta- bréf í ÍE og hversu mikið þeir hefðu þjáðst fyrir það. Þetta var sett fram eins og það að- greindi ÍE frá öðrum fyrirtækjum sem Ís- lendingar fjárfestu í. Staðreyndin er sú að stundum græddu menn á hlutabréfum í ÍE og stundum töpuðu þeir á þeim en þegar fyrirtækið fór í gjaldþrot töpuðu hluthafarnir öllu sínu. Það sama á við um næstum öll önnur fyrirtæki á Íslandi sem voru á markaði á sama tíma. Stundum græddu menn á því að kaupa hluta- bréf í þeim og stundum töpuðu þeir en þegar þessi fyrirtæki fóru í þrot, sem þau gerðu næstum öll í kringum hrunið, þá töpuðu hluthafarnir öllu sínu. Þetta er það samhengi sem Helgi sleppti. Kannski gerði hann þetta vegna þess að það þjónaði betur þeim tilgangi að láta okkur í ÍE líta út eins og druslur. Kannski gerði hann þetta vegna þess að hann vissi þetta ekki eða sem blaða- manni finnst ekki samhengi skipta máli. 2. Annað samhengi sem Helgi sleppti var að þegar ÍE var endurreist upp úr gjaldþroti var það gert með erlendri fjárfestingu sem var sú mesta á Íslandi frá hruni. Önnur fyr- irtæki sem fóru í þrot á Íslandi á þessum tíma voru endurreist ýmist með því að ríkið legði þeim til efnahagsreikning eða skuldir þeirra væru afskrifaðar. Helgi stóðst hins vegar ekki freistinguna að segja að fjárfest- arnir hefðu keypt fyrirtækið út úr gjaldþroti fyrir upphæð sem kröfuhöfum hefði fundist lítil. Hér slær hjarta Helga meira í takt við hjörtu erlendra kröfuhafa sem fengu ekki sitt heldur en íslenskra vísindamanna, sem tókst að halda vinnustað sínum opnum. 3. Ein aðdróttunin sem Helgi dvaldi við var sú að ég kynni að hafa stolið frá upphaflegu fjárfestunum helmingi andvirðis þeirra hlutabréfa sem þeir seldu íslensku bönk- unum árið 1999. Þá kenningu sótti hann í grein sem Kristján Guy Burgess skrifaði í DV snemma á síðasta áratug og sat Helgi með ljósrit af henni í fanginu þegar hann spurði. Kenningin byggðist meðal annars á því að helmingur söluandvirðisins fór inn á fjárvörslureikning í Lúxemborg. En þar sem fjárfestarnir kvörtuðu ekki hlýtur þessi kenning einnig að byggjast á því að þeim hafi líkað það vel að frá þeim væri stolið 45 millj- ónum dollara. Að loknum viðbrögðum mínum við þessari aðdróttun, sem voru þau að þetta væri af og frá, benti Helgi á að ég hefði átt eignarhaldsfélag sem hefði verið skráð á sama stað og félagið sem hýsti dollarana 45 milljónir og það væri skringileg tilviljun. Þar með skildi hann áhorfandann eftir með þá dylgju að þrátt fyrir orð mín og þögn fjár- festanna væri nú ekki loku fyrir það skotið að ég hefði stolið peningunum. 4. Einn skringilegur bútur úr þættinum var þegar Helgi benti á að ég hefði gagnrýnt fjársvelti íslenska heilbrigðiskerfisins og lagt til að gróði íslensku bankanna yrði skatt- lagður til þess standa straum af kostnaði við það. Það væri því eðlilegt að spyrja þeirrar spurningar hvort ekki ætti að láta Íslenska erfðagreiningu borga fyrir aðgang að þeim efnivið sem það notar úr heilbrigðiskerfinu íslenska. Hann væri sameiginleg auðlind þjóðarinnar. Þetta samrýmist illa þeirri skoðun sem hann tjáði enn og aftur í þætt- inum að út úr vinnu okkar með efniviðinn kæmu engin verðmæti. Síðan bætti hann við án þess að gefa mér tækifæri til þess að bregðast við því að fyrirtækið hefði hvort sem er borgað erlendum samstarfsaðilum fyrir samstarf. Íslensk erfðagreining hefur unnið með 150 erlendum háskólum og sjúkrahúsum og hefur aldrei borgað þeim fyrir samstarf. Við vorum að vísu fyrir löngu í samstarfi við sjúkrahús eitt í Boston þar sem okkar framlag til samvinnu var meðal annars að standa straum af kostnaði við þró- un á ákveðnum hugbúnaði og fyrir það borg- uðum við fé þótt aldrei yrði neitt af hugbún- aðarsmíðinni. 5. Helgi spilaði nokkra kafla úr gömlum við- tölum, úr samhengi og án þess að gefa mér tækifæri til þess að bregðast við þeim, sem áttu að sýna fram á að fjárhagsáætlanir fyr- irtækisins hafi aldrei staðist og þar af leið- andi blekkt og svikið. Til þess að meta það sem ég sagði í þessum viðtölum er nauðsyn- legt að vita hvenær þau voru veitt og hvers vegna og hvað var sagt á undan og eftir þeim bitum sem hér voru á borð bornir. Það er samt að öllum líkindum mikilvægast hér að gera sér grein fyrir því að það sem er bók- fært sem tap hjá líftæknifyrirtæki eins og Ís- lenskri erfðagreiningu er fyrst og fremst kostnaður við þróun hugverka. Það er ekki verið að selja vörur á lægra verði en kostar að framleiða þær. Aukið tap í rekstri var alla jafna aukin fjárfesting í hugverkasmíð (upp- götvunum). Það var geta okkar til þess að búa til þessi hugverk sem leiddi til þess að fyrirtækið var síðar keypt á háu verði. 6. Hann sagði að Íslensk erfðagreining hefði reynt að setja saman greiningartæki en hefði mistekist það og gaf mér ekki tækifæri til þess að bregðast við því. Þetta er rangt. Nú- verandi eigendur ÍE vildu hins vegar ekki halda áfram að þróa þau og markaðssetja vegna þess að greiningartæki eru ekki á þeirra sviði. Það var hins vegar búið til nýtt fyrirtæki, NextCODE, til þess að halda áfram með greiningartæki ÍE. Það fyrirtæki var fjármagnað af þeim fjárfestum sem áður áttu ÍE og þekktu gerla til greiningartækj- anna og hafa á þeim mikla trú. 7. Síðan er það sú skoðun sem Helgi tjáði marg- sinnis að Íslensk erfðagreining hafi aldrei skapað nokkuð það sem teljist til áþreif- anlegra verðmæta. Hann sýndi agnir af gömlum sjónvarpsfréttum af uppgötvunum sem Íslensk erfðagreining hefur gert, sem voru að vísu allar býsna gamlar og sagði síð- an að það hefðu aldrei orðið úr þeim lyf eða önnur verðmæti. Þetta staðhæfir hann tíu mánuðum eftir að fyrirtækið var selt fyrir 52 milljarða króna eingöngu vegna uppgötvana sem við höfum gert, erum að gera og líkur eru á því að við munum gera í framtíðinni. Skoðun Helga er sú að við höfum ekki búið til neitt það sem metist til fjár. Kaupandi fyr- irtækisins er ekki sammála honum. Helgi sá hins vegar ekki ástæðu til þess að minnast á annað í tengslum við þau viðskipti en að Am- gen hefðu orðið á þau mistök að segja í árs- skýrslu sinni að það hefði keypt gagna- grunna Íslenskrar erfðagreiningar sem er klárlega rangt af því að Íslensk erfðagrein- ing hefur aldrei átt gagnagrunna heldur ein- ungis haft þá í vörslu sinni. Það er líka at- hyglisvert að upphaflegu fjárfestarnir í Íslenskri erfðagreiningu fimmtugfölduðu fé sit á fjárfestingunni. Í samræmi við þá sögu sem Helgi vildi segja sá hann enga ástæðu til þess að spyrja spurn- inga um það hvers vegna ÍE tókst að flytja til Íslands meira en hundrað milljarða króna í er- lendum gjaldeyri sem voru notaðir til þess að byggja upp mannerfðafræði á Íslandi og skapa mörg þúsund mannár í vinnu fyrir unga vís- indamenn. Hann sá enga ástæðu til þess að spyrja hvers vegna okkur hefði tekist að byggja upp starfsemi á sviði mannerfðafræði sem hef- ur að flestra mati skilað meiru á síðustu árum en nokkur önnur stofnun í heiminum; hvers vegna við leiðum mannerfðafræði í heiminum í dag. Hann velti því ekki fyrir sér hvers vegna vísindamaður hjá ÍE var á síðasta ári einn af þremur til fjórum vísindamönnum í öllum heim- inum, á öllum sviðum vísinda sem mest var vitnað í. Nú lendi ég þrátt fyrir allt í nokkrum vanda þegar ég velti fyrir mér hvers vegna Helgi spann upp þessa sögu á miðvikudaginn. Þær vangaveltur verða að vísu mun auðveldari þeg- ar haft er í huga að sjónvarp RÚV hefur flutt um það bil 20 þætti um íslensk vísindi á síðustu tveimur árum og þar hefur ekki verið minnst einu orði á þau vísindi ÍE sem New York Times hefur þó séð ástæðu til þess að segja frá á for- síðu sinni margfalt oftar en öllu öðru því sem hefur gerst á Íslandi á sama tíma og þegar horft er til þess að einn af höfundum Spegilsins flytur reglulega níðpistla um ÍE. Það er nefni- lega þannig að RÚV sem stofnun hefur myndað sér skoðun á ÍE og mér og lítur greinilega á það sem sitt hlutverk að ganga af okkur dauðum og grafa okkur utan garðs. Eina huggun mín í þessu máli er að orð- glöggur maður og vís sem í lifanda lífi vann hjá stofnuninni í 25 ár tjáði mér, í gegnum miðil í þetta skiptið, að skammstöfunin RÚV stæði fyrir raunalega úrelt vinnubrögð. Hann benti mér á að á hans tíma hefði stofnunin heitið Rík- isútvarpið en svo hefði andrúmsloftið í henni súrnað og við það hefði skammstöfunin RÚV öðlast sjálfstæða merkingu og formlegan sess í orðaforða landsmanna. Eftir Kára Stefánsson » Í smíð sinni á miðvikudags- þættinum brá Helgi Seljan sér í hlutverk sagnaþularins sem þykir vænna um söguna en sannleiksgildi hennar… Kári Stefánsson Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. RÚV = raunalega úrelt vinnubrögð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.