Morgunblaðið - 09.11.2013, Qupperneq 36
36 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013
Eins og kunnugt er hefur bygg-
ing verið reist ofan á svokallaðri
Þorláksbúð, skáhallt á hina form-
fögru Skálholtskirkju. Þessi yf-
irbygging er ranglega sögð til-
gátuhús, en Þorláksbúð hefur
engin söguleg tengsl við Þorlák
biskup helga. Þetta er skemmd á
allri ásýnd Skálholtsstaðar og van-
virða við þá sem stóðu að gerð
þeirrar kirkju, sem átti hálfrar
aldar vígsluafmæli á liðnu sumri.
Fram hefur komið í umræðunni að
kofinn við kirkjuvegginn er byggð-
ur á ósannindum og rangfærslum.
Þjóðkirkjan íslenska má ekki una
því. Þögn hefur ríkt um málið að
undanförnu. Mörgum spurningum
er enn ósvarað.
Við bygginguna ofan á Þorláks-
búð hafa lög og reglugerðir ítrek-
að verið brotin.
1. Hvers vegna leyfði Minja-
stofnun Íslands að grafarró væri
raskað í kirkjugarðinum í Skál-
holti? Tilgátuhúsið er byggt ofan á
grafir frá fyrri tímum. For-
stöðumaður Minjastofnunar Ís-
lands hefur aldrei svarað hvers
vegna hún leyfði þessa for-
dæmalausu framkvæmd.
2. Hvers vegna leyfði Minja-
stofnun Íslands að byggt væri of-
an á friðlýstar fornminjar við vegg
dómkirkjunnar í Skálholti og þeim
raskað? Forstöðumaður Minja-
stofnunar Íslands hefur aldrei
svarað því.
3. Byggingarleyfi Bláskóga-
byggðar fyrir torfkofanum sem nú
er risinn var gefið út þegar fram-
kvæmdum var nánast lokið.
Hvernig stóð á því?
4. Fjárveitingar komu til verks-
ins úr ríkissjóði. Samtals 9,4 millj-
ónir á árunum 2008 til 2011. Aldr-
ei hefur verið gerð grein fyrir því
hvernig þeim fjármunum úr vösum
almennings var ráðstafað. Bað Al-
þingi aldrei um endurskoðaða árs-
reikninga? Hversvegna hefur
Ríkisendurskoðun ekki gengið eft-
ir svörum um það hvernig þessum
fjármunum var varið?
5. Hefur kirkjuráð gert grein
fyrir því hvernig fjármunum kirkj-
unnar sem runnu til byggingar
Þorláksbúðar var varið? Það voru
3 milljónir króna á árunum 2008
til 2011. Hefur kirkjuráð óskað
eftir uppgjöri eða endurskoðuðum
ársreikningum fyrir árin 2011 og
2012?
6. Hve mikið fé hefur runnið
samtals til Þorláksbúðarfélagsins
frá Alþingi og frá Kirkjuráði fyrir
og eftir 2012?
7. Í bréfi Ríkisendurskoðunar til
forseta Alþingis 28. júní 2012 kom
fram að Þorláksbúðarfélag ætti
von á reikningum „upp á nokkrar
milljónir“ vegna þegar unninna
verka. Hefur Ríkisendurskoðun
fylgt því máli eftir?
8. Hefur sá sem byggði húsið
fengið greitt fyrir sína vinnu og
efnisframlag?
9. Í skýrslu stjórnskipunar- og
eftirlitsnefndar Alþingis (141. lög-
gjafarþing, 2013) segir orðrétt:
„Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
hvetur Ríkisendurskoðun til að
ljúka því verki að upplýsa um
hvernig skattfé sem runnið hefur
til þessa verkefnis hefur verið var-
ið. Nefndin telur það ekki varpa
ljósi á ráðstöfun fjárins að nokkr-
ar milljónir króna séu útistandandi
og að óvissa ríki um fjárhagsstöðu
félagsins eins og fram kom í bréfi
Ríkisendurskoðunar, dags. 28. júní
2012. Telur
nefndin að í því
efni skipti engu
þó að byggingin
verði ekki af-
hent Skálholts-
stað fyrr en
skuldir hennar
hafa verið gerð-
ar upp. Nefndin
hvetur Ríkis-
endurskoðun til
að ráðast í
þetta verkefni hið fyrsta.“ Hvað
hefur Ríkisendurskoðun gert í
þessu máli? Hefur Ríkisend-
urskoðun sinnt þessum tilmælum
Alþingis? Af hverju þessi þögn?
Ríkisendurskoðun, Minjastofnun
Íslands og kirkjuráð þurfa að
rjúfa þögnina sem ríkt hefur um
þetta mál áður en það verður enn
óþægilegra fyrir biskup Íslands og
íslensku þjóðkirkjuna. Þjóðin á
rétt á því að vita hvernig fé úr op-
inberum sjóðum er ráðstafað. Yfir
því á ekki að vera neinn leynd-
arhjúpur.
Ekki er nóg að svör fáist við
þessum spurningum, heldur verð-
ur að bæta fyrir þessi staðarspjöll
með því að finna hinu meinta til-
gátuhúsi annan stað.
Grafarþögn um Þorláksbúð
Eftir Eið Svanberg Guðnason,
Hörð H. Bjarnason, Jón Hákon
Magnússon, Vilhjálm Bjarna-
son og Þorkel Helgason
»Hvers vegna
hefur Ríkisend-
urskoðun ekki gengið
eftir svörum um það
hvernig þessum fjár-
munum var varið?
Höfundar eru áhugamenn
um velferð Skálholtsstaðar.
Ljósmynd/Eiður Svanberg Guðnason
Við viðbyggingu nýrisinnar Þorláksbúðar í Skálholti var bæði notað báru-
járn og steinsteypa. Þess vegna er þetta ekki tilgátuhús. Bárujárn og stein-
steypa voru ekki til í húsagerð á Íslandi á miðöldum.
Eiður Svanberg
Guðnason
Jón Hákon
Magnússon
Hörður H
Bjarnason
Vilhjálmur
Bjarnason
Þorkell
Helgason
Móttaka
aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi um-
ræðu í landinu og birtir aðsendar greinar
alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu
greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í
notkun og tryggir öryggi í samskiptum
milli starfsfólks Morgunblaðsins og höf-
unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar
sem einnig eru sendar eru á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morg-
unblaðslógóinu efst í hægra horni for-
síðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birt-
ist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn
grein" er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er
notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í
kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja
hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda
í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda
og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er
að senda greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk
Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.
Nú geta allir fengið
iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/
viðarparket
Verðdæmi:
Eik 3ja stafa kr. 4.590 m2
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
Nýtt
2-lock
endalæsing
LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383
SPÖNGIN GRAFARVOGI - SÍMI 577 1660
Hálsmen
14K hvítagull,
8 punkta demantur
55.000,-
Hálsmen
5 punkta demantur
57.000,-
Eyrnalokkar
10 punkta demantur
48.000,-
Hálsmen
14K gull, Zircon
22.000,-