Morgunblaðið - 09.11.2013, Side 39

Morgunblaðið - 09.11.2013, Side 39
UMRÆÐAN 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013 Okkur hættir öllum til að líta svo á að við gerum hlutina betur eftir því sem við gef- um okkur lengri tíma til þeirra. En það er ekki alltaf svo. Það er t.d. engan veginn sjálfgefið að stöðugt lengri tími fyrir til- tekið námsefni bæti alltaf námsárang- urinn. Í sumum tilfellum hefur of langur námstími haft þveröfug áhrif og kallað fram námsleiða. Á undanförnum áratug hefur skólaár grunnskólans verið lengt umtalsvert án þess að sú viðbót sýni bættan námsárangur og án þess að námsefnið hafi verið aukið. Þegar gerðar voru tilraunir fyrir nokkrum árum á því að hleypa hópi nemenda eftir 9. bekk beint upp í framhaldsskóla gekk það vonum framar. Frá árinu 2007 var nemendum í efri bekkjum grunn- skóla gefinn kostur á því að stunda nám við framhaldsskóla, sér að kostnaðarlausu, samhliða námi sínu í grunnskólanum. Þetta nýttu sér marg- ir grunnskólanemar og spöruðu með því umtalsverðan tíma þegar grunn- skólanámi þeirra lauk. En í ríkis- stjórnartíð Jóhönnu Sigurðardóttur lokaði mennta- málaráðuneytið á þennan valkost. Þá benda nýlegar rannsóknir til þess að námsefni skarist umtals- vert milli leikskóla og grunnskóla og síðan grunnskóla og framhalds- skóla. Af þessu má ráða að flestir grunnskólanemar geti með góðu móti útskrifast úr grunnskóla ári fyrr en þeir gera nú. Ég tel því að stytta eigi leikskólann um eitt ár, hefja grunnskólakennslu við fimm ára aldur og útskrifa grunn- Nýtum tímann betur í skólakerfinu Eftir Mörtu Guðjónsdóttur »Ég tel að stytta eigi leikskólann um eitt ár, hefja grunnskólakennslu við fimm ára aldur og útskrifa grunnskóla- nema ári fyrr, öllum til hagsbóta. Marta Guðjónsdóttir Höfundur er varaborgarfulltrúi og frambjóðandi í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. skólanema ári fyrr en nú er gert – öllum til hagsbóta. Slíkar breytingar hafa í för með sér umtalsverðan sparnað. Þær spara nemandanum heilt ár. Reykjavíkurborg myndi spara um tvo milljarða á ári og við öll myndum við njóta þess á marg- víslegan hátt að einstaklingar hefja verðmætasköpun með vinnuframlagi sínu að meðaltali ári fyrr en ella. Þegar framtíðin er rædd er gott að líta til fortíðar. Seltirn- ingar geta verið stolt- ir af þeim árangri sem náðst hefur í bæjarfélaginu á und- anförnum áratugum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í forystu í uppbyggingu á góð- um bæ. Framsýni og fyrirhyggja hafa verið leiðarstefin og bæjarfulltrúar flokksins verið langt á undan sinni samtíð með farsælu og árangursríku samstarfi við fulltrúa annarra flokka. Að öðrum ólöstuðum á Sig- urgeir Sigurðsson stærstan þátt í hvernig til hefur tekist, en hann var bæjarstjóri á Seltjarnarnesi í áratugi. Á þeim tíma var þess jafnan gætt að uppbyggingin væri mark- viss og metnaðarfull án þess að bæjarfélagið væri skuldsett upp í rjáfur. Með íhaldssemi í bestu merkingu þess orðs hefur bæj- arfélagið staðið af sér lægðir, stórar og smáar, sem ganga reglulega yfir í hinu sveiflukennda íslenska efnahagslífi. Íhaldssemi í bestu merkingu þess orðs hefur mótað starf Sjálf- stæðisflokksins á Seltjarnarnesi – að halda í gömul og góð gildi og stíga varlega til jarðar. Um leið er bæjarfélagið framsækið. Og í þessu felst engin þversögn. Það má segja að í þessu kristallist skilgreining Sigurgeirs á hlut- verki bæjarsins, en hann sagði í viðtali fyrir 35 árum að það fælist í því „að hlynna sem best að bæj- arbúum, ungum sem öldnum“. Þetta er ekki eins augljóst og það hljómar. Í þessu felst að hlut- verk bæjarstjórnar er fyrst og fremst að þjónusta bæjarbúa sem best. Það er að mínum dómi mis- skilningur að það kalli á meira landrými eða steinsteypu. Þetta þýðir fyrst og fremst að gera það besta úr því sem við höfum. Ég hef talað fyrir stórauknum metnaði í skólastarfi á Seltjarn- arnesi. Víst er samfelldur vinnu- dagur barna í skóla, íþróttum og tómstundum til fyrirmyndar og árangur nemenda í góðu með- allagi á landsvísu. En það er sláandi í annars metn- aðarfullri skóla- stefnu að þar er lítið fjallað um eig- inlegan, mælanlegan árangur af námi sem kostar bæjarfélagið 13 milljónir á hvert barn. Gera verður mun betur í því að undirbúa börnin á Seltjarnarnesi undir frekara nám eftir grunnskólann og þar getum við Seltirningar leyft okkur að hugsa stórt. Börnin eiga að vera í fyrsta sæti. En Sigurgeir talaði líka fyrir því að veita öldnum góða þjón- ustu. Sú þjónusta sem bæj- arfélagið veitir eldra fólki er að mörgu leyti til fyrirmyndar og á að vera það. Mikilvægt er þó að leita enn leiða til að gera betur í þessum málum. Við njótum öll góðs af því í dag að bærinn skuldsetti sig aldrei til að byggja upp þá innviði sem eru forsenda þjónustu við bæjarbúa. Og þessi staðreynd, sterkar eignir og litlar skuldir, er helsti grund- völlur allra tækifæra og sjálf- stæðis sveitarfélagsins. Ég vil ekki ráðast í kostnaðar- samar framkvæmdir sem setja rekstur bæjarfélagsins í uppnám, en um leið er ég reiðubúinn að lýsa því yfir að ég vil ekki lækka útsvarið. Það kann að virðast und- arlegt kosningaloforð. En ég tel einfaldlega að bænum veiti ekkert af fjármununum til að „hlynna sem best að ungum sem öldnum“. Í því felst sjálfstæðisyfirlýsing okkar litla sveitarfélags. Sjálfstæðisyfir- lýsing Seltjarnarness Eftir Karl Pétur Jónsson » Íhaldssemi í bestu merkingu þess orðs hefur mótað starf Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi Karl Pétur Jónsson Höfundur er íbúi á Seltjarnarnesi og fimm barna faðir. TWIN LIGHT GARDÍNUR Betri birtustjórnun MEIRA ÚRVAL MEIRI GÆÐI ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA EFTIR MÁLI Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Hringdu og bókaðu tíma í máltöku Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. Sími: 588 5900 ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík. Sími: 421 2061 Glerárgötu 32, Akureyri. Sími: 462 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán.-fös. 11-18

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.