Morgunblaðið - 09.11.2013, Page 41

Morgunblaðið - 09.11.2013, Page 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013 ✝ Alda Ólafs-dóttir fæddist í Dísukoti Þykkva- bæ 1. október 1928. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Lundi á Hellu 28. október 2013. Foreldrar henn- ar voru Ólafur Markússon, f. 29.1. 1905, d. 13.12. 1980, og Hrefna Jónsdóttir, f. 5.9. 1905, d. 11.4. 1991, bændur í Bjóluhjáleigu í Djúpárhreppi. Systkini hennar eru Baldur, f. 30.10. 1929, maki Sigríður Pálsdóttir, f. 24.10. 1930, Bragi, f. 3.7. 1931, d. 4.7. 2013 og Jón, f. 1.9. 1935, maki Lind Ebbadóttir, f. 7.9. 1938. Alda giftist 8.4. 1956 eftirlif- andi eiginmanni sínum Sigurði Karlssyni, f. 30.5. 1930, í Reykjavík. Foreldrar hans voru Karl Þorsteinsson bakari og Jónína Þorkelsdóttir. Börn þeirra eru: 1) Hrefna, f. 28.2. 1952, maki Kristinn Garð- arsson, f. 22.8. 1949, þau eiga þrjár dætur og sjö barnabörn. 2) Erna, f. 22.9. 1953, maki eiga tvö börn. Alda bjó fyrstu árin með foreldrum sínum í Dísukoti en fjölskyldan fluttist síðar að Árbæjarhjáleigu í Holtum þar sem þau bjuggu til ársins 1938 er þau fluttu að Bjóluhjáleigu í Djúpárhreppi. Alda gekk í barnaskóla í Þykkvabæ og fór síðar í Ingi- marsskóla í Reykjavík og út- skrifaðist sem gagnfræðingur. Eftir gagnfræðapróf vann hún nokkur ár í Ingólfsapóteki í Reykjavík og síðar við versl- unarstörf hjá Kaupfélaginu Þór á Hellu. Alda og Sigurður hófu sinn búskap í Bjóluhjá- leigu 1952 en fluttu 2 árum síð- ar að Hellu og byggðu sér hús á Leikskálum 4 og hafa búið þar frá árinu 1955. Hún var lengst af heimavinnandi hús- móðir enda barnahópurinn stór og að mörgu að hyggja. Hún var nokkur ár umboðsmaður Morgunblaðsins, vann einnig nokkur ár í nýstofnaðri prent- smiðju á Hellu. Hestamennska var hennar aðaláhugamál og átti stússið við hestana hug hennar allan og var hún með afbrigðum glögg á allt viðkom- andi þeim. Útför Öldu fer fram frá Oddakirkju í dag, 9. nóvember 2013, kl. 13. Guðmundur Skúla- son, f. 30.1. 1947, eiga þau tvo syni og tvö barnabörn. 3) Karl, f. 17.8. 1954, maki Helga Hjaltadóttir, f. 9.9. 1955, þau eiga tvær dætur og tvö barnabörn. 4) Nói, f. 7.9. 1955, maki Kristborg Haf- steinsdóttir, f. 13.5. 1955, þau eiga þrjár dætur og fjögur barnabörn. 5) Ólafur, f. 18.5. 1957, hann á þrjú börn. 6) Garðar, f. 24.9. 1958, maki Sig- rún Sigurðardóttir, f. 4.8. 1955, þau eiga fjögur börn og eitt barnabarn. 7) Jón, f. 10.5. 1960, d. 21.6. 1984, hann á eina dótt- ur. 8) Ómar, f. 23.8. 1961, maki Linda Þorsteinsdóttir, f. 10.3. 1961, þau eiga fjögur börn og tvö barnabörn. 9) Jóna Björk, f. 25.1. 1964, hún á einn son. 10) Þröstur, f. 25.8. 1967, maki Hrafnhildur Andrésdóttir, f. 14.12. 1968, þau eiga tvær dæt- ur. 11) Sigurður Ingi, f. 10.9. 1968, maki Þórhildur Guðbjörg Hjaltadóttir, f. 8.1. 1985, þau Það er undarlegt að hún mamma sé dáin, manni finnst ein- hvernveginn að foreldrar verði alltaf til. Mamma var heimavinn- andi lengst af og ól upp sín 11 börn. Síðan bættust við barna- börnin sem áttu athvarf hjá henni þegar foreldrarnir voru í vinnu, þá var ekki kominn leikskóli á Hellu. Þegar við Kiddi eignuðumst elstu dóttur okkar bjuggum við hjá þeim pabba í tvö og hálft ár og það var mér ansi erfitt að flytja að heiman og ég dró það eins og ég gat enda var frekar einmanalegt að vera allt í einu bara 3 í heimili eftir að vera búin að vera í svo stórum hópi. Þó það væri þröngt á Leikskálunum var samt alltaf ein- hvernveginn nóg pláss. Hestar voru aðaláhugamál mömmu og voru þau pabbi alltaf með hesta. Þau fóru í útreiðartúra um helgar og lengri ferðir með vinum sínum á sumrin. Það var henni þungbært að verða að hætta að fara á hestbak eftir hnjáskipti á báðum fótum, en alltaf fór hún í hesthúsið með pabba og með vatn handa hestunum út í hagann. Það fór ekki mikið fyrir mömmu, hún var hæglát og vinnu- söm og skipti ekki oft skapi. það var þá helst ef Sjálfstæðisflokkn- um var hallmælt að hún hækkaði róminn. Síðustu vikur hafa verið henni svolítið erfiðar, nú er hún örugglega orðin frísk aftur og á þeysireið á Faxa sínum. Við Kiddi þökkum mömmu og pabba fyrir alla aðstoð í gegnum árin. Hvíldu í friði, elsku mamma Að minnast góðrar móður er mannsins æðsta dyggð og andans kærsti óður um ást og móðurtryggð. Hjá hennar blíðum barmi er barnsins hvíld og fró. Þar hverfa tár af hvarmi og hjartað fyllist ró. (Freysteinn Gunnarsson) Hrefna og Kristinn (Hebba og Kiddi). Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Það ætti ekki að vera erfitt að skrifa minningar um móður sína en þó vefst það fyrir manni. Af mörgu er að taka á langri ævi og er mér bæði ljúft og skylt að þakka henni mömmu fyrir að vera til staðar fyrir okkur börnin sín, ósérhlífin og ráðagóð alla tíð. Það hefur ekki verið smámál að standa fyrir stóru heimili og hafa alla hluti tiltæka fyrir hópinn, bæði fæði og klæði. Þægindin voru ekki söm og þekkjast í dag. Hún kallaði ekki á athygli hún mamma og lét sjálfa sig ætíð víkja fyrir þörfum annarra. Oft hefur vinnu- dagurinn verið langur og strangur en hún kvartaði ekki og tókst á við verkefnið af stakri prýði. Þolin- mæði hennar voru engin takmörk sett. Sennilega vorum við ærsla- söm en samt man ég ekki annað en allt gengi nokkuð áfallalaust og án stórslysa. Seinna meir munaði hana ekki um að bæta við sig verkefnum og annast barnabörnin þegar þeirra tími kom. Aldursmunur yngsta barns og elsta barnabarns er ein- ungis þrjú ár. Sjálf naut ég sér- stakrar aðstoðar mömmu þegar Sverrir minn fæddist og gætti hún hans öll bernskuárin og gerði mér kleift að stunda krefjandi vinnu. Vil ég þakka mömmu sérstaklega og eiga mamma og pabbi stóran þátt í uppvexti hans og án þeirra hefði tilveran orðið snúnari hjá okkur tveim. Síðar þegar Grétar minn fæddist lögðu þau hönd á plóg veturlangt þar til leikskóla- aldri var náð og munaði ekki um þó 20 árum eldri væru. Hestar hafa alltaf verið áhuga- mál númer eitt, tvö og þrjú hjá mömmu og voru allar lausar stundir nýttar til að sinna hestun- um og voru þau pabbi samtaka í því. Stundirnar voru sennilega ekki mjög margar framan af en þeim mun fleiri eftir að barnahóp- urinn óx úr grasi. Nokkrir í fjöl- skyldunni hafa erft áhugann á hestunum og sinnt þeim ásamt mömmu og pabba. Síðustu árin hafa verið nokkuð erfið hjá mömmu og hefur hún þurft að reiða sig á aðstoð pabba sem hefur verið henni stoð og stytta og má segja að hlutverka- skipti hafi orðið á heimilinu. Þetta gerði það að verkum að þrátt fyrir talsverð veikindi gat hún verið heima nánast fram á síðasta dag, ef undan eru skildar síðustu sjö vikurnar sem hún dvaldi á hjúkr- unarheimilinu Lundi og naut þar einstakrar umhyggju. Hún var ekki sátt við að geta ekki verið heima lengur og hugurinn stefndi einatt til baka. Sérstaklega ánægjulegt var fyrir okkur öll að hún gat skroppið heim eina dag- stund og haldið upp á 85 ára af- mælið sitt í góðra vina hópi. Skjótt skipast veður í lofti, því þrem vikum síðar kom kallið, frek- ar óvænt og þó ekki. Þegar heilsan þverr er gott að hvíla lúin bein. Það er líka gott að eiga góðar minningar og geta yljað sér við þær. Söknuðurinn er mikill en mestur þó hjá pabba sem eftir rúmlega sex áratuga samvistir þarf að sjá á bak eiginkonu sinni. Við munum hjálpast að við að styðja hann þegar þín nýtur ekki lengur við. Takk fyrir allt, elsku mamma, og takk, pabbi, fyrir að hafa hugsað svona vel um mömmu. Erna. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem) Með þessum ljóðlínum kveð ég þig, elsku Alda mín. Minningarnar lifa áfram. Ég veit að vel hefur verið tekið á móti þér í „sumar- landinu“, Hrefna, Óli, Jónsi þinn og allir hinir sem farnir eru á und- an. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guð geymi þig. Þín tengdadóttir, Kristborg (Krissa). Í dag kveðjum við Öldu tengda- móður mína. Hún náði að halda upp á 85 ára afmælið sitt umvafin sínum nánustu. Veikindi höfðu þá sett mark sitt á þessa stóru og sterku konu, sem vann það afrek að eignast 11 börn á 17 árum. Já, afkomendahópurinn er orðinn stór og myndarlegur og mun reyna að létta tengdapabba lífið nú þegar hann horfir á eftir lífs- förunaut sínum og vini til 60 ára. Hugurinn reikar aftur í tímann þegar ég kom fyrst inn á Leik- skála. Ég var svolítið smeyk eins og gengur og gerist þegar stúlka hittir tilvonandi tengdamóður sína í fyrsta sinn. Sá ótti reyndist ástæðulaus, og fann ég aldrei annað en hlýju og gott viðmót í minn garð. Alda var mjög mynd- arleg kona, hávaxin með þykkt og fallegt hár sem náði aldrei að verða almennilega grátt. Það er ekki langt síðan hún deildi með mér áhyggjum sínum yfir gráum hárum í vöngum og hvort hún þyrfti ekki að fara að láta lita það. Húðin var slétt og ljómaði eins og á ungri stúlku. Ég hafði unun af að horfa á hana við vinnu sína, hún hreyfði sig svo undur nett og virðulega. Og brosið hennar fal- lega, svolítið feimnislegt, en náði samt til augnanna bláu, sem lýstu upp andlitið. Hennar innri maður var ekki síður hreinn, sléttur og fagur. Hún var svo laus við alla tilgerð, sagði sína meiningu þeg- ar á þurfti að halda og gat þá hvesst sig, en var oftast hlédræg og ofurlítið feimin. Alda var vel gefin og minnug. Hún hafði áhuga á bókum og kvik- myndum og dreif sig oft í bíó með börnunum. Hún hafði mikinn áhuga á seinni heimsstyrjöldinni og var gaman að ræða við hana um stríðið. Alda sýndi ást sína á börnum með nærgætni og rólegu yfirbragði og vann á þann hátt trúnað þeirra og traust. Hún passaði um tíma Huldu mína aðeins nokkurra mán- aða gamla, og ef hún var vöknuð þegar ég kom að sækja hana, undi hún róleg hjá ömmu sinni. Alda var mikill dýravinur og bar virðingu fyrir öllu lífi. Blómin hennar voru alltaf svo falleg. Litlir afleggjarar náðu að vaxa og dafna hjá henni. Það gat reyndar verið svolítið erfitt að fá hana til að sam- þykkja að klippa trén í garðinum, þau áttu að fá að vaxa óáreitt. En það voru hestarnir sem áttu líf hennar og yndi alla tíð. Alda kunni best við sig í hesthúsinu og á hestbaki. Hún var lagin við hest- ana og gaf hraustum karlmönnum ekkert eftir í reiðtúrum, jafnvel með nokkra til reiðar. Á seinni ár- um þegar hún var hætt að fara á bak fannst henni gaman að horfa á hrossin á sýningum og hestamót- um. En það var ekki bara að hafa gaman af hestunum, heldur var henni umhugað um alla hirðingu þeirra. Að þeir hefðu nóg að éta og drekka, væru heilir heilsu og liði vel. Þannig var Alda, hugsaði fyrst um aðra, bæði menn og málleys- ingja, aldrei heyrði ég hana kvarta, það var aldrei neitt að henni. Það er sárt að kveðja, en um leið gleðst ég yfir að hafa kynnst og fengið að umgangast svo góða konu. Góður Guð styrki elsku tengdapabba, hann hefur misst mikið. Saman munum við svo halda áfram að rifja upp góðar minningar sem við geymum um hana Öldu okkar. Helga Hjaltadóttir. Þú komst í hlaðið á hvítum hesti, þú komst með vor í augum þér. Ég söng og fagnaði góðum gesti og gaf þér hjartað í brjósti mér. Ég heyri álengdar hófadyninn, ég horfi langt á eftir þér. Og bjart er alltaf um besta vininn og blítt er nafn hans á vörum mér. Þó líði dagar og líði nætur, má lengi rekja gömul spor. Þó kuldinn næði um daladætur, þá dreymir allar um sól og vor. (Davíð Stefánsson) Elsku amma mín, minning þín er ljós sem lifir, megi Guð og engl- arnir vera með þér. Þín nafna, Alda Jóna. Í dag kveðjum við og berum til grafar elskulega ömmu okkar, Öldu Ólafsdóttur. Dauðinn kemur manni alltaf á óvart, jafnvel þó að allir hafi verið undirbúnir og að- dragandinn hafi verið nokkur er einhvern veginn samt alltaf erfitt að kveðja og sætta sig við. Amma var hörkukona, átti ellefu börn og lét sig ekki muna um að passa barnabörnin langt fram á elliár. Margar minningar úr barnæsku leita á hugann þessa dagana, til dæmis háaloftið þar sem við feng- um stundum að leika okkur og kenndi þar ýmissa grasa, allskonar dót og fínirí sem hægt var að gleyma sér í í skemmtilegum leik, kandíssykurkarið á eldhúsborðinu, sláturgerðin og hrossabjúgun, gestagangurinn og hlátrasköllin úr litla eldhúsinu hennar sem oftar en ekki var troðfullt af fólki. Amma var dugleg og vildi aldr- ei heyra á það minnst að fara til læknis og var „aldrei veik“ en síð- ustu ár var nú samt farið að draga af henni og veikindi farin að sækja að. Við vitum að nú líður henni bet- ur og fylgist með okkur og hest- unum sínum úr hásæti eða jafnvel á baki honum Lýsingi sínum sem henni þótti svo vænt um. Elsku amma, nú geturðu hvílt þig. Við sjáumst svo seinna. Guðlaug, Berglind og Alda Marín. Alda Ólafsdóttir ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÞÓREY GÍSLADÓTTIR, Dalbraut 14, Reykjavík, lést fimmtudaginn 31. október. Jarðarförin fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 12. nóvember kl. 13.00. Jón Bjarni E. Stefánsson, Elís E. Stefánsson, Sigríður Albertsdóttir, Jóna G. E. Stefánsdóttir, Geirmundur Geirmundsson og fjölskyldur. ✝ Elsku bróðir okkar og frændi, JÓNAS ÞORGRÍMSSON fyrrverandi bóndi í Presthólum, Núpasveit, lést á Sjúkrahúsi Húsavíkur mánudaginn 4. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Snartastaðakirkju laugardaginn 16. nóvember kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Þorgrímur Karlsson. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, JÓHANNES ÞORSTEINSSON, Hlíðarvegi 4, Ísafirði, lést á sjúkrahúsinu á Ísafirði fimmtudaginn 7. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Magnús Jóhannesson, Ragnheiður Hermannsdóttir, Þorsteinn Jóhannesson, Margrét K. Hreinsdóttir, Þórir Jóhannesson, Helga Gunnarsdóttir, Hanna Jóhannesdóttir, Andrés Kristjánsson, Laufey Jóhannesdóttir, Ari Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR BJÖRG H. INGÓLFSDÓTTIR, Meðalholti 7, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnu- daginn 3. nóvember. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 14. nóvember kl. 13.00. Daníel Axelsson, Ingólfur Daníelsson, Íris Björk Aðalheiðardóttir, Kristrún Helga Daníelsdóttir, Hildur Daníelsdóttir, Vignir Ragnarsson, Anna María Daníelsdóttir, Kristján Már Hafsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og systir, SÚSANNA STEINÞÓRSDÓTTIR, Hlynskógum 2, Akranesi, sem lést fimmtudaginn 7. nóvember, verður jarðsungin frá Akraneskirkju mánudaginn 18. nóvember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sveinusjóð, sumar- búðanna í Ölveri. Rn. 701-05-302000, kt. 420369-6119. Jón Jóhannsson, Irena Rut Jónsdóttir, Guðjón Jónsson, Karitas Eva Jónsdóttir, Ingibjörg Steinþórsdóttir, Jónína Steinþórsdóttir, Sigurður Mýrdal Steinþórsson og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.